Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 urnir Lucius, Cajus og Posthumus og því beinir afkomendur keisar- ans. Tveir þeir fyrstu eru fallnir í valinn, þegar hér er komið sögu. Lucius, ferst á skipi og Cajus iandstjóri í Asíu særist og deyr á leið heim, að undirlagi Liviu. Og í síðasta þættþ þeim fjórða, er Posthumus vélaður, sakaður um nauðgunartilraun á Livillu, systur Claudíusar, en tekst að forða lífinu og flýja. Enda er Drusus faðir Claudíusar látinn segja á banabeð- inum: „Róm á harða móður og Lucius og Cajus hættulega stjúp- móður." Fyrstur af ættingjum Ágústusar féll þó í valinn eða réttara sagt fyrir eitri einkalæknis Liviu, Marcellus, systursonur keis- arans og eiginmaður Júlíur sem sjálf er rekin í útlegð. En dætur hennar eru tvær, og koma við sögu. Afkomendur Liviu eru synir hennar, Tiberíus, sem verður keisari á eftir Ágústusi, og Drúsus, sem hún lætur lækni sinn drepa á eitri, en hann er sendur á vígstöðvarnar í (Íermaníu, þar sem Drúsus hefur særst svo sem fram kom í öðrum þætti. Synir Drúsusar eru svo Germanicus, sem er orðinn fullorðinn þegar hér er komið sögu og hættulegur keppi- nautur Tiberíusar, og Claudíus sögumaðurinn, en dóttir hans er Livilla. Sonur Tiberíusar er Cast- or, sem líka er að verða fullvaxinn, svo og Drúsus. Til að gera málið enn flóknara eru unglingarnir látnir giftast börn að aldri. Unglingar af Claudíusarættinni látnir eigast, þannig að margir ættliðir lifa samtímis á ættarhlyni keisara- ættarinnar, sem er orðinn eins greinóttur og sjálfra Olynjpsgoð- anna eins og segir í bókinni. Til dæmis finnst Liviu að Julilla, dótturdóttir Ágústusar manns hennar eigi að eiga einhvern af sonarsonum sínum. Og um leið og einhver karlmannanna er látinn, er kona hans gefin einhverjum sem henta þykir vegna mægða eða látin skilja við lifandi mann sinn til að geta átt annan sem hentar valdabröltinu. Og enn er að vaxa upp ættliður, sem getur orðið fyrir hinni valda- sjúku Liviu og syni hennar Tiberí- usi. Það eru, — eftir að búið er að koma Germanieusi sonarsyni hennar, (syni Drususar) fyrir með eitri í Sýrlandi —, börn hans og Agrippu konu hans, drengirnir Nero (sem ekki má rugla saman við þann Nero er síðar varð keisari), Drusus, Caligula, er nær því að vera keisari áður en hann er drepinn, og systurnar Agripppin- illa og Drusilla. En Nero kvænist Helno, dóttur Castros og Livillu. Caligula er í sögunni frá barnæsku látinn vera óstýrilátur mjög, kveikir í húsi Claudiusar í hefndarhug, enda talinn hálf- brjálaður og öllum hættulegur eftir að hann er keisari orðinn. Síðasta nafnið á listanum yfir erfingja Ágústusar keisara er Claudíus, sem vegna bæklunar sinnar, virðist ekki líklegur til að geta orðið keisari og því engum hættulegur. Það verður honum til lífs. Engan grunar að hann geti orðið keisari. Ekki hann sjálfan heldur, þar til þýsku hermennirnir í æðisgenginni leit að eftirmanni eftir morðið á Caligula keisara, allt í einu grípa Claudíus og gera hann að keisara. Orustuvöllur sjúkdóma En hvað segir sagan um Claudius. í alfræðiorðabók fær hann þessa umsögn; Claudius Tiberíus Drusus, rómverskur keis- ari frá árinu 41 til 54 eftir Krist. Var lærður maður og smámuna- samur gruflari, krýndur keisari eftir dauða Caligula. Þrátt fyrir líkamlega veikleika Claudiusar, var hann besti og framtakssam- asti stjórnandinn á fyrstu öld. Undir hans stjórn náðu Rómverjar undir sig Bretlandseyjum árið 43. Réttarfar, fjármálastjórn og réttur borgaranna var bættur undir hans stjórn en hann stóð illa á móti áhrifum umhverfisins og var viljalaus, sérstaklega gagnvart konum sínum Messalinu og Agrippinu. Var byrlað eitur af Agrippinu, (bróðurdóttur hans, dóttir Germanicusar) þegar hún sóttist eftir að gera son sinn Nero af fyrra hjónabandi að eftirmanni Claudiusar. Þetta síðasta kemur að sjálf- sögðu ekki fram í bókinni, sem er sjálfsævisaga Claudiusar, en í sjónvarpsþáttunum. Claudiusi er strax svo lýst að hann hafi í barnæsku verið sannkallaður orrustuvöllur sjúk- dóma. Hann er haltur, heyrnar- laus á öðru eyra og svo tauga- veiklaður að hann stamar óskap- lega. Sem barn leikur Achley Night Claudius í þriðja þættinum. Má mikið vera ef hann er ekki sjálfur spastiskur sjúklingur, svo vel gerir hann það. En að öðru le.vti er hlutverkið í þáttunum 12 í höndum brezka leikarans Derek Jacobi. Claudius er þar allt frá 17 ára gamal! og upp í 64ra ára og kemur á víxl fram sem sögumaður á gamals aldri og unglingurinn og ungi maðurinn, þegar brugðið er upp myndum aftur í tímann. Leikarinn er þekktur í Bretlandi bæði á leiksviði og í kvikmyndum. I uppflettingabókum er auk herferða til Bretlands og fleiri landa getið rita Claudiusar I og fræðistarfa. Þar segir, að sagnrit- arinn Livius hafi snemma komið honum á sporið í sagnfræðilegum áhuga og rannsóknum. Hafi hann varið Cicero í bæklingi, og síðan snúið sér að sögu Rómaveldis frá Ágústusi eftir að hann komst að því hversu erfitt væri að skrifa frjálslega um borgarastríð’in. Hann ritaði 8 bækur um sögu Etrúríu og 8 um Karþagóborg, allt á grísku, sjálfsævisögu og bók um stafróf og réttritunarumbætur — sem hann sem keisari reyndi að koma á. En öll verk hans eru týnd og ekki lengur hægt að meta gæði þeirra. Etrúríubækurnar hafa líklega byggst á frumheimildum og gat fyrsta kona hans, Urgulan- illa og ættmenn hennar, sem voru af þeim stofni, verið tengiliðir fyrir hann. Hann skildi við hana og kvæntist Messalinu, sem var kona hans þegar hann varð keisari og loks hinni ungu Agrippinu. Hann átti tvö börn, Drusus og Claudiu sem dóu ung með fyrstu konu sinni, dótturina Claudiu Antoniu með annarri konu sinni og Octaviu og Britannicus Caesar með Messalinu. Eitt frægasta Ijóöskáld Breta Um þennan tíma fjallar skáldið Robert Graves þegar keisaraveldið er að stíga sín fyrstu skref í Róm og festast í sessi, og lýðveldið, sem menn enn dreymir um, að víkja fyrir valdafíkn keisaranna. Hér er vísvitandi notað orðið skáld, því Robert Graves er eitt af þekktustu ljóðskáldum Breta, og á stóran þátt í þróun ljóðlistar eftir heimsstyrjöldina fyrri, er hann tók að gefa út ljóð í mörgum bindum, sem vöktu mjög mikla athygli, einkum vegna formfeg- urðar og glæsileika. Þar komu hann og W.H. Auden í kjölfar T.S. Eliots og voru lengi í fararbroddi. Einnig hefur hann skrifað fjölda af greinum um heimspeki og fagurfræðileg efni. En hvað út- breiddastri frægð hefur hann sjálfsagt náð með hinum sögulegu skáldsögum sínum, sem þykja bæði bera vott um mikla þekkingu á viðfangsefninu og vera djarfar í túlkun. Og þá einkanlega um Claudius keisara fyrsta, þ.e. bæk- urnar Claudius (1934), Ég, Claudius (1935), Guðinn Claudius (1934) og Claudius og Messalina (1936). Hann var prófessor í ensku við Cairo-háskóla og 1961 ;var hann kjörinn prófessor í Ijóðlist við Oxfordháskóla. En nú býr hann á Majorca, þar sem hann hefur dvalið, að undanteknum stríðs- árunum, síðan 1930. Á þessu verki hefur Jack Pul- man byggt íexta sjónvarpsþátta BBC, sem við erum nú að sjá. Og hefur mikil vinna verið lögð í að halda blæ þess tíma sem sönnust- um. Tónlist Davids Wulstans í myndinni er byggð á rannsóknum hans á tónlist þess tíma, svo og hljóðfærin sem notuð eru. Eins og sýning skyggamynda á tjaldi Á þessum tíma stóð Rómaveldi með mestum blóma, þótt stofn þess mikla hlyns væri ormétinn og feyskinn og sjúkur, eins og Einar Benediktsson lýsir svo snilldar- lega, og Róbert Graves gerir Iíka skóna í bók sinni. I ljóði sínu Rómaveldi náði á dögum Ágústusar keisara yfir mestan hluta þáverandi „heimsbyggð“, eins og sést á þessu korti yfir skatt- löndin. Kvöld í Róm, rifjar Einar upp söguna þar sem hann stendur við Tíberfljót, er sígur seint og hægt í ægi, seint og þungt — með tímans göngulagi". Sjónir huxar sjá þá dauðu ok horfnu, sÍKurfóikið. ættarmerkin fornu. Brennur þrá tii frama af enni ok auKum. ást til náms ok tÍKnar. ffkn til Kjaldsins. Ver með hreysti ok viljans eld í tauKum, víf með ka rleik. stolt sem torKsins Kyðja, byKKja lund ok likam sterkra niðja, leKKja saman hornstein Rómavaldsins. Beinleit fljóð ok brúnaþrunKnir halir bekkjast síðar fast við hÓKlffskvalir. Lfnur andlits lúðar eru ok sjúkar, limir mýkri en dýnan, sem þá hvflir. Styrk ok frfðleik hnixinn hjúpa dúkar. Iljartað ástalaust f munuð veilist. UppKjört fjör í citur nautnar seilist, ofláts-mælKÍ hrörnun þankans skýlir. Neisti af heift f ösku þrælaóttans. ormstönn dauðabeyKS f Kervi þóttans. vúrð til falls ok hels í bræðrabyltu, bera af sér fræ í nýjar sálir. llpp af brunarúst ok vi'kí villtu vex hið unKa ok háborðssaiinn tjaldar, þar sem dróttir drottni ok þýi aldar drekka saman tfmans banaskálir. I IP t Skáldið Robert Graves. FrægðarþjóAin frelsið af sér kúgar. fórnast sjálf við altar nýrrar trúar, glatar eigin heiðri í hörKaspilling, hrapar sjálf til dauða i Koðsins falli. Ellisturluð hernska í blindni ok trylling blóði þjóða sér til ólífs hellir, — milli tve^Kja siða í fálmi íellir fjöregg sinnar eigin Ka*fu af stalli.- Og Einar spyr: „Cæsars borg! Skal stríð þitt, dáð og draumur, drukkna í geimsins sjó sem hljóðlaus straumur? Fyrir huga hans sveima liðnar tíðir. „Svífa á borði elfar aldir, lýðir/ eins og sýning skuggamynda á tjaldi." Þannig horfa íslenzkir sjónvarps- áhorfendur nú á myndirnar á tjaldi sem sýna liðnar tíðir. Gamall kunningi úr jólaguðspjallinu Þegar sjónvarpsáhorfendur koma inn í söguna í fýrsta þætti, hitta þeir fyrir „gamlan kunn- ingja“, Ágústus keisara heims- byggðarinnar úr jólaguðspjallinu. Júlíus Cæsar ömmubróðir hans hafði ættleitt hann og hann varð keisari eftir valdabaráttuna við Oktavius og sigurinn yfir Markúsi Antoniusi. Rómaveldi hafði þá lagt undir sig Galliu (Frakkland) og Germaníu að Rínarfljóti, enda koma mikið við sögu landvinning- arnir og bardagarnir við Germani, til að halda löndum mjög við sögu í sjónvarpsþáttunum. Þar er til dæmis Drusus, faðir Claudiusar, að berjast, þegar hann deyr. Og Tiberíus leiðir líka heri þar og víðar. Löndin við Miðjarðarhaf eru líka skattlönd Rómaveldis, á dögum Ágústusar, svo sem kunn- ugt er m.a. úr jólaguðspjalli biblíunnar. Aðdraganda keisaratímabilsins má rekja til þjóðveldisins á 2. öld fyrir Krist. Rómverjar þess tíma skiptust í tvær stéttir, patricia og plebeja, höfðingja og alþýðu, sem naut nær engra stjórnmálarétt- inda og var ekki kjörgeng til æðri embætta. En plebejum tókst smám saman að öðlast jafnrétti við patricia til æðri embætta. Stjórnlög Rómar viðurkenndu ekki lengur aðalsstétt, en engu að síður voru völdin í höndum hins nýja embættisaðals, ættgöfugra tignar- manna og nýríkra. Og var megin- uppistaða öldungaráðsins hin nýja valdastétt en eymd öreigalýðsins jókst. Júlíus Caesar, sem varð einráður í Rómaveldi árið 45 f. Kr., taldi sig hafinn yfir stéttaskipt- ingu og flokkadrætti. En hann hafði áður stuðst við lýðinn. Og bæði hann, og síðar Ágústus, héldu því framan af fram að veldi þeirra væri bráðabirgðaráðstöfun og lýðveldi yrði komið á. En svo fór fyrir þeim, eins og öllum öðrum valdhöfum sem fara að bergja á Ættartala Júlíus- ar-Claudíusarættarinnar frá Ágústusi og Liviu og til Nerós. Scntem* GD GD Tíh Clðitd Htftt I ----J 3 «ii«i 'ffx ri8tm«sj?c» Jttli* I Vipsanið ■ ■ I Ofttsii* o w c. I Apnppína f GD Germsníeas J imMMmÍímmmmI r“ Ocuvf, Brftðfinkits sætleika einræðis, að erfitt reynist að sleppa takinu. í sögu Claudiusar er þessi þáttur ofinn inn í. Drengurinn Claudius dáir afa sinn, fyrsta mann Liviu. Hann er látinn segja: „Afi minn var einn. af góðu Claudiusunum. Hann gekk í lið með Cæsari, sannfærður um að hann væri sá eini, sem væri þess umkominn að veita Róm frið og öryggi á þeim háskatímum, sem þá voru. í Egyptalandsstyrjöldinni barðist hann djarflega, en þegar grunur vaknaði hjá afa mínum um það, að Júlíus Caesar hygði á einveldi, vildi hann ekki ljá lið sitt til þess, að það áform heppnaðist... En að lokum sannfærðist hann um, að þótt Ágústus væri neyddur til sæmdar sinnar vegna, að hegna morðingjum kjörföður síns Júlíus- ar Caesars, þá væri hann þó ekki að upplagi hneigður til harðstjórn- ar og einræðis, heldur vildi hann veita þjóðinni hið forna frelsi hennar. Hann gerðist því maður Ágústusar og settist að í Róm með Livíu konu sinni og Tíberíusi föðurbróður mínum, sem þá var tveggja ára gamall...“ Ágústus og Livia dylja því einræðisvald sitt undir grímu hins forna frelsis og lýðræðis. Og í þáttunum kemur oft fram, að ýmsir þeir sem fjarlægðir eru, eru grunaðir um að vilja endurreisa hið forna lýðveldi, svo sem Drúsus faðir Claudiusar. í bréfinu frá vígstöðvunum í Þýzka- landi, til Tiberíusar, sem keisara- hjónin komast í í 2. þætti, segir hann einmitt að Ágústus mundi fús að sleppa völdunum og stofna lýðveldi , en Livia mundi aldrei Claudius með lárviðarsveig á höfði, hylltur sem keisari Rómaveldis. leyfa honum það. Og því verður Drúsus hættulegur einveldinu og Livia lætur drepa hann, þótt hann sé sonur hennar. Baráttan um keisaraveldi eða lýðveldi er því stór þáttur í frásögninni. Bókinni „Ég, Claudius" lýkur þar sem Claudius er gerður að keisara. Þá hefur Caligula bróður- sonur hans ríkt um sinn, eftir dauða Tibéríusar. En eftir eru þá þrír þættir, (úr báðum bókum Graves), sem segja frá ríkisstjórn- arárum hans, og því haldið fram að hann hafi unnið að því að endurreisa lýðveldið, en hin æsi- lega valdabarátta allt í kring um hann komið í veg fyrir það. Hvað sem rétt er í því. Og Claudius er látinn bíða saddur lífdaga eftir dauða sínum, sannfærður um að lýðveldið verði aldrei endurreist. Með þá von eina að eftir 1900 ár — eða nú á 20. öldinni — muni saga hans lesin. Ekki séð — hvernig hefði þessi rómverski keisari líka att að láta sig dreyma um sjónvarp. (Tekið saman af E. Pá.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.