Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 20
68, MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Drottinn kemur 1. surtnuduyur i aðventu. Pistillinn Róm. 13,11—11,: Liðid er d nóttina en dagurinn í ndnd: leyyjum því af verk myrkursins o</ klœðumst hertygjum Ijóssins. Guðspjallið Matt. 21, 1—9: Blessaður sé sd, sem . kemur t nafni Drottins! Hósanna í hœstum hæðum. Aðventukransinn. í dag er kveikt á fyrsta kerti hans. Það kallast SPÁDÓMAKERTIÐ og minnir á spámenn Israels, sem Guð sendi til að boða komu frelsarans. Nú er körið tœkifæri að hafa HELGISTUND FJÖLSKYLDUNNAR við aðventukransinn, ‘um leið og Ijósið er kveikt, lesa úr Bibl'mnni og biðja sarnan. Það getur farið fram eitthvað á /tessa leið: Ljósið kveikt. Allir: I nafni Guðs, föður, sonar og heilags anda. Amen. Einn: Þetta er spádómakertið. Spámennirnir sögðu fyrir um komu Drottins. Les: Sakaría 9,9. og síðan guðspjall dagsins. Aðra du</a vikunnar má lesa: mdnudag Jesaja 7,lk /triðjudag Jes. 1,0,9—11 miðvikudag Jes. 1,2, 1—7 fimmtudag. Jes. 12,2—6 föstudag. Jes. 62,10—12 laugurdag Jes. 9,2—7. Bæn: Drottinn, hjálpa okkur, sem nú undirbúum komu jólanna, til að taka á móti þér, sem vilt búa hjá okkur. Við þökkum þér. .. (þakkurefni). Við biðjum þig... (fyrirbænaefni) Hjdlpa okkur að bera birtu þeim, sem á vegi okkar verða, gleðja, uppörva, styrkja og hjálpa, að við megum þunnig bera /rv't vitni, að við erum börn þín. A: Fuðir vor, /rú sem ert á himnum ... E: Friður Guðs, sem æðri er öllum skilningi, varðveiti hjörtu vor og hugsanir í samfélaginu við Krist Jesúm. Amen. Loks má syngja eða lesa aðventusdlm eða vers, sjá Sálmabók nr. 57—70. Kirkjuárið. Kirkjuárið Öll þekkjum við orðið „skólaár“, sem hefst þegar skólastarf byrjar að hausti. En merking orðsins „kirkjuár“ er óljósari í hugum manna almennt. Kirkjan er jú að verki allt árið um kring, og vetrarstarf safnaða og kirkjulegra félaga hefst venjulcga í októbcr eins og venja er í þjóðfélaginu aimennt. Samt hefst í dag nýtt kirkjuár með fyrsta sunnudcgi í aðventu. Kirkjuárið er byggt upp í kringum stórhátíðirnar þrjár, jól, páska og hvítasunnu, og þar sem sunnudagarnir hafa hver sinn blæ og sinn boðskap, í textum, sálmum, litum og táknum. Kirkjuárið hefst með aðventu, jólafiistu. Aðventa er latneskt orð og þýðir koma. Við setjum það í samband við komu jólanna, og aðventan er undirhúningstími þeirrar miklu hátíðar og minnir okkur á, að við þurfum ekki aðeins að undirbúa okkur í hinu ytra fyrir jólin, heldur einnig líf okkar allt, að við getum í raun og veru tekið á móti og miðlað öðrum þeirri miklu gleði, sem jólin fjalla um. En textar aðventunnar minna líka á aðra komu, það er Jesús sem kemur. Ilann sem fæddist í Bctlehem í fjárhúsinu smáa er ekki bara merk sögupersóna, eða hugljúf mynd heldur raunveruleiki í samtímanum. Jesús lifir og kemur til þess. sem biður. Og hann mun koma aftur og þá sýnilegur í dýrð. Því hann er Drottinn. Hann er enginn „félagi Jesús“, einhvcr misskilin byltingarhetja sem einungis lifir í minningum fylgjenda sinna, einhver Che Guevara, fallinn, horfinn. Jesús lifir og er nálægur í kirkju sinni. vitjar okkar í orði sínu, bæninni, skírn og kvöldmáltíð og í þeim, sem hann kallar sína minnstu bræður, og Hjálparstofnunin minnir á með sparibaukum sínum um þessa aðventu. Jesús kemur til þín og vill fá að lifa með þér og í þér. Aðventan minnir á það. Hver einasta guðsþjónusta kirkjuársins minnir á það. Láttu þig ekki vanta! Brauð handa himgruðum heimi Á jólaföstu skipuleggur Hjálparstofnun kirkjunnar landssöfnun. Einn umsjónarmaður þessarar síðu hitti í þvi sambandi Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra söfn- unarinnar, og lagði fyrir hann spurningar varðandi Hjálparstofnunina og þessa fyrirhuguðu landssöfnun. — Hvert er hlutverk Hjálparstofnunar kirkjunnar? Um hlutverk Hjálparstofnun- ar kirkjunnar má í stuttu máli segja að það sé tvíþætt. Annars vegar er hún farvegur fyrir þá gefendur, sem leggja vilja af mörkum til þeirra sem búa við skort, eða aðra erfiðleika, en hins vegar hjálparaðili fyrir þá sem hjálpar eru þurfi — hvort heldur er, hérlendis eða í hinum fátækustu löndum heims. Hlut- verk stofnunarinnar má tengja því einfalda en tvímælalausa boði Krists, að sá, sem sé aflögufær, láti þá sem þurfandi eru njóta þess. Þetta hefur kristin kirkja boðað frá önd- verðu, og flestir kannast einnig við dæmisögu Krists um miskunnsama samverjann. Neyð náunga okkar getur tæp- ast nokkurn tíma verið svo fjarri að hún hættir að snerta okkur, hvað þá skipta okkur máli'. Hjálparstofnun kirkjunn- ar hefur þetta hlutverk í kirkju Krists, að minna á þá sem liggja utan vegar — eru hjálpar þurfi — og ekki einasta það — heldur komi hún þeim til hjálpar á allan hugsanlegan máta. Hlut- verk stofnunarinnar hlýtur því einnig að verulegu leyti að vera tengt upplýsingu til lands- manna um allan þann fjölda sem í dag lifir, en á morgun deyr, — vegna skorts og oft vanþekkingar. Hlutverk Hjálparstofnunar kirkjunnar er síðast en ekki síst að finna gjöfum íslendinga öruggan far- veg til raunhæfrar hjálpar. Þannig starfar Hjálparstofnun kirkjunnar með Lútherska heimssambandinu, sem hefur yfir að ráða fjölmennu liði hjálparsveita, kennara og tæknimanna, sem sleitulaust vinna að bættum aðbúnaði fólks, sem býr í „þróunarlönd- unurn" sem svo hafa verið nefnd. Hlutverk Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er að standa vörð um það starf sem þar er unnið, að styðja það af fremsta megni, og hvetja allt kristið og siðmenntað fólk til samstarfs. Hér heima hefur Hjálpar- stofnun kirkjunnar einnig stóru hlutverki að gegna, þótt hljótt fari. Prestar landsins geta sótt til stofnunarinnar um aðstoð við einstaklinga, sem vegna áfalla þurfa á hjálp og aðstoð að halda. Frá slíku er aldrei sagt, en mörg eru þau dæmin á ári hverju sem unnt hefur reynst að koma til hjálpar. Síðast má svo geta þess í þessu sambandi að Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefur stutt margar líknarstofnanir, og haf- ið forgöngu meðal landsmanna um ýmis mál er varða þá sem minna mega sín í okkar þjóð- félagi — gengist fyrir kynningu og söfnunarherferðum, með verulega góðum árangri. — Að hverju er stefnt í landssöfnuninni nú í ár? Landssöfnunin í ár ber sömu yfirskrift og landssöfnunin á jólaföstu í fyrra: „Brauð handa hungruðum heimi“. Eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.