Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 o)^0M ©cscsm Wsk ' ■-* Margt veröur skrafað og skrifað um ár barnsins! Ekki er nokkur efi á því, aö margt verður ritað og rætt um ár barnsins 1979. Nefndir eru settar á laggirnar, félög og félagasamtök senda frá sér ályktanir um aðgerðir og bætta aðstöðu barna og lög verða endurskoðuð um réttarstöðu barna í nútíma þjóðfélagi. Allt þetta er nauðsynlegt og rík þörf er á, að við endurskoö- um rækilega afstöðu okkar og viöhorf gagnvart börnum. En við getum áfram spurt af einbeitni: Er nóg, að lögum verði breytt, aðstæður og umhverfi bætt, fleiri og betri dagheimili rísi, skólarnir verði manneskjulegri, mennta- og uppeldisstofnanir o.s.frv. — ef foreldrarnir taka ekki þátt í daglegu lífi barna þeirra? Ef foreldrarnir vita ekki, hvaö gerist á dagheimilunum, leikskólunum, ef þeir fylgjast ekkert með börnum sínum á daginn eða kvöldin — til hvers er þá allt stritið og lagabókstaf- urinn? A að gera eitthvað fyrir börnin eða með börnunum? Fyrir nokkrum árum var ég staddur á foreldrafundi í skóla í Noregi. Fljótlega á fundinum kom fram tillaga um að „gera eitthvað meira fyrir börnin í skólanum". „Meiri tómstundir," sagði einn, „fleiri íþróttamót,“ sagði annar, „ratleiki milli skóla," sagði sá þriðji o.s.frv. Skömmu síöar kom fram tillaga á fundinum um að sam- þykkt yrði, að öll 10 ára börn í skólanum ættu ekki að horfa á sjónvarp eftir klukkan hálf níu á kvöldin, þegar þau ættu að mæta í skólann daginn eftir! Rökin voru þau, aö margir foreldrar áttu svo erfitt með að koma börnum sínum í rúmiö á kvöldin, fyrst og fremst vegna þess, að svo margir skólafélagar þeirra stríddu þeim á því að hafa ekki séð sjónvarpið kvöldið áður! Undirrituðum varð þá nokkuð heitt í hamsi og mótmælti öllum tillögum, bókstaflega öllum til- lögum um nýjar og fleiri aðgerðir sem áttu að stuðla að því að gera eitthvað fyrir börnin, en kom í þess ataö með tillögu, þar sem gert yrði ráð fyrir, að foreldrar og forráöamenn barna gerðu eitthvað med börnum sínum í staðinn! Það kom síðar í Ijós í um- ræðunum, að mörg barnanna voru í alls kyns aukatímum, tónlistarnámi, skátastarfi, eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON kristniboðsfélögum og kirkju- klúbbum fyrir utan skólatímann — auk þess, sem aöeins örfáir foreldrar höfðu lagt það í vana sinn að horfa á sjónvarp með börnum sínum, hvað þá að ræða um hina ýmsu þætti, hvort þeir hefðu nokkurt gildi, hvers vegna eöa hvernig hefði mátt betur gera o.s.frv. Eigum við að gera eitthvað fyr- ir börnin okkar eða með börn- um okkar? er að varpa ábyrgðinni yfir á aðra. Ég finn einnig til vanmætt- is, þegar ég sest niður viö að skrifa um uppeldismál. — Við þurfum á hjálp hvers annars aö halda. Við þurfum að standa saman. Við purfum aö vera einlæg í viðleitni okkar til hjálpar börnum okkar. Áður fyrr var strangt og mjög trúarlegt uppeldi talið það eina rétta. Allar bækur, öll skrif, allar ræður urðu að minnast á ótta Guðs og elsku hans, annars var þaö ekki af hinu góða! Síöar kom í Ijós, að mjög strangt og einstrengingslegt uppeldi gat haft alvarlegar af- leiðingar fyrir börnin og heft þau á margan hátt í þroska þeirra og andlegu jafnvægi. Margir sálfræðingar og geö- læknar boðuöu nýja stefnu um meira frjálsræði í uppeldinu, og margir tóku orð þeirra og skoðanir þannig, aö börnin ættu nú að fá lausan tauminn og þeim leyföist að gera, hvað sem þeim datt í hug. Rótleysi og agaleysi gerðu fljótt vart viö sig meðal barna og unglinga og margir tóku nú aö endurskoða afstööu sína til uppeldismála. Breytt stefna í uppeldismálum Sífetít spyr fólk: Hvert stefnir í uppeldismálum? Hvað er að gerast meðal barna og ungl- inga? Eru vandamál unglinga fyrst og fremst vandamál for- eldranna og heimilanna? o.s.frv. Halda mætti áfram að spyrja: Hver er ábyrgur? Hver vill svara þessum sþurningum? Spyrjum viö til þess að fá „patent" lausnir frá öðrum eða spyrjum við okkur sjálf og reynum að brjóta vandamálin tii mergjar? Allir vita, hversu auðvelt það Hinn vandrataði meðalvegur Skiptir það máli í rauninni, hvernig börn eru alin upp? Getur uppeldið og áhrif þess haft jákvæðar og neikvæðar afleið- ingar í för með sér? Er best aö láta allt sigla sinn sjó, úr því aö sérfræöingar eru ekki á einu máli um, hvað sé gott og hvað slæmt? Þannig mætti lengi spyrja, án þess að svara. Það var hins vegar ætlun mín, er ég settist niður á þessu hausti og ákvað að rita fáeina greinarflokka fyrir blaöið, að skiþta þeim í þrennt fram til áramóta: 1) Um mál og þroska og almenn samskipti fólks/barna, 2) Um börn og bækur, áhrif bóka, lesturs og þroska og 3) Um uppeldismál. Nú er sem sagt komiö að þriöja greinarflokknum þar sem almennir uþpeldisþættir verða teknir fyrir og að nokkru vitnað til bókar, sem kom út í fyrra og ber nafniö: Börnin okkar, eftur þau Heidi og Jörg Zink. Það er oft erfitt og vandratað meöalhófið í uppeldismálum sem öörum málum, en með þetta þrennt í huga: a) takiö börn alvarlega, b) gefið Þeim tíma og c) gerið meira með börnunum en fyrir þau, veröur reynt að rita þær greinar, sem fylgja gréinaflokki þessum. Umsjón: B&rgljót Ingólfs- dóttir Blessuð skepnan I>AÐ ER ekki ýkja langt síðan, að minnst var á bækur breska dýralæknisins James Herriot hér á þessum stað. Þættir þeir sem gerðir voru eftir fyrstu bókinni „Dýrin mín stór og smá,“ og sýndir hér í sjónsvarpinu við miklar vinsældir, verða víst ekki fleiri að sinni. En þessa dagana flytur Bryndís Víglundsdóttir skólastjóri Þroskaþjálfaskólans sem miðdegissögu í útvarpinu valda kafla úr þessari bók í eigin þýðingu undir nafninu „Blessuð.skepnan." Aðspurð um val á þessari bók til lesturs, sagðist Bryndís hafa eignast bókina fyrir fjórum árum og hefði hún strax höfðað til sín fyrir margt, ekki sízt jákvætt viðhorf til alls þess sem lífsanda dregur, ásamt ósvikinni kímni. Bryndís, sem án efa kynnist miklum vandamálum í sínu starfi, sagði að sér þætti orðið svo áberandi, að athyglinni væri sífellt beint að vandamálum, tilbúnum sem öðrum, en minna fengist við að takast á við verkefnin. Ennfremur teldi hún, að fólk væri orðið þreytt á öllu þessu afbrigðilega í mannlegum samskiptum, sem svo mjög væri hampað nú til dags og því full ástæða til að segja frá venjulegu fólki, sem tækist á við vandamálin, en vildi oft gleymast. Viðbrögð þeirra, sem hafa látið til sín heyra um lestur þessara kafla, hafi einmitt orðið til að styrkja þetta álit sitt. Nöfnin á þeim þrem bókum, sem hafa komið út eftir James Herriot og fjalla um samskipti manna og dýra, eru fengin úr þessari vísu. >(A11 things bright and beautiful. All creatures great and small. All things wise and wonderful. The Lord God made them all. Að lokum má geta þess, að undirrituð sá nú nýverið bráðskemmtilegan þátt í breska sjónvarpinu, gerðan eftir bókinni „Dýrin mín stór og smá,“ en úr öðrum myndaflokki en þeim, sem sýndur var hér. Kabobs-bollur á teini I>að er ekki aðeins á veitinga- stöðum sem hægt er að mat- reiða mat á teini. Það er ekki meiri vandi. né kostnaður. en við annað. Teinar voru einni sinni til hér í búsáhaldaverslunum og kannski enn. Séu teinar ekki fyrir hendi má steikja bollur, lauk og bacon á pönnu og setja síðan í eldfast mót, ásamt grænmetinu og baka síðan í ofni í ca. 1 klst. Uppskriftin er ætluð 4. I réttinn fara: 500 gr. nautahakk — 1 bolli þurrir franksbrauðsmolar — ‘4 tsk. pipar — 1 tsk. salt — 1 þeytt egg. Þessu er hrært saman og gerðar úr 12 litlar bollur. 4 gulrætur skornar í bita, hálf- soðnar. 4 litlir laukar, háífsoðn- ir í heilu lagi. Bacon, 2 sneiðar í bitum. 1 grænn pipar; skorinn í hita. A hvern tein, sem er þá einn skammtur, eru settar kjötbollur, laukur, bacon-bitar og grænn pipar, salti og pipar stráð yfir. Teinarnir eru settir í grunnt eldfast fat og kjötið brúnað. Þá er sósunni helt yfir og bakað í ca. 45 mín. Sósan: 1 dós af tilbúinni dómatspsu — Vz bolli vatn — 2 tsk. Worchestersósa — 1 rif hvít- lauk. Það er áreiðanlega hægt að notast við tómat-puré og súpu- teninga í staðinn fy.rir sósu úr dós. Með þessu eru höfð hrísgrjón, og einnig nýtt brauð og hrásal- at. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.