Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Eftir holskefluna Islands in the Streami Þungur tæknibúnaður og margmenni gegn persónulegri tilfinningu. Öldurnar eftir stórmyndir haustsins er nú fariö að lægja. í kjölfar Star Wars, Close Encounters og Laugardagsfársins virðist ætla að fylgja hinn óhjá- kvæmilegi öldudalur — amk. þangað til kvikmyndahúsin hefja sýningar á hinum svokölluðu jólamyndum sín- um. Upp úr þessum öldudal standa að vísu þrjár myndir af mismunandi ástæðum; Vetrarbörn í Gamla Bíó v/ umtals og sérstæðs efnis; Kóngur í New York í Regn- boganum v/ Sam Peckinpah. Convoy, Am. 1978, á lítið skylt við síðustu mynd Peckinpah, Cross of Iron, en þannig á það einmitt að vera. Peckinpah á sér tvær gjör- ólíkar hliðar og Convoy á sér hliðstæður í tveim fyrri myndum Peckinpah, Junior Bonner sérstaklega og The Ballade of Cable Houge. Að vísu má segja að hin hliðin á Peckinpah sé öllu kyngi- magnaðri eins og hún birtist í myndum eins og The Wild Bunch, Straw Dogs og ekki síst Cross of Iron. Yfir Convoy er öllu léttara yfir- bragð og þó að hin frægu ofbeldisatriði hans skjóti hér upp kollinum eru þau fremur sakleysisleg. Myndin er bráð- skemmtileg á köflum og vel unninn, og er gerð í anda Peckinpah um einstaklinga, sem lifa og berjast sam- kvæmt sínum eigin lögmál- um. Það er því í fullu samræmi við þessa ein- staklingshyggju, að veikasti punktur myndarinnar eru afskipti stjórnmálamannsins af bílstjórunum. Jafnframt er erfitt að sætta sig við endirinn, þó að Peckinpah nái út úr honum gagnrýni á hræsni stjórnmálamannsins. Islands in the Stream, Am. 1976, leikstjóri Pranklin J. Schaffner, (Háskólabíó), er byggð á sögu eftir Hemmingway, sem gefin var út að honum látnum. Hann mun hafa sett þessa sögu, sem er sjálfsævisöguleg að hluta, til hliðar 1942, hálf- unna, þar sem honum þótti hún of sársaukafull. Síðar dró hann út úr henni söguna um gamla manninn og hafið, 1952, en að honum látnum gerðu útgefandi hans og eftirlifandi eiginkona hans endurbætur á Islands in the Stream og gáfu hana út 1970. Eftir að hafa skoðað mynd- ina sest óneitanlega að manni sú tilfinning, að þarna lúri undir mjög sterk saga, persónulegt uppgjör lista- manns við líf sitt, lífsviðhorf, sem sé í rauninni svo per- sónulegt, að öðrum sé fyrir- munað að skilja það. í hönd- um leikstjóra eins og Schaffners (Patton Papillion ofl.), sem hefur sýnt kunn- áttusemi sína í gerð margra stórmynda, er eins og þessi innri tilfinning og skilningur sé kæfð undir ofurfargi þess tæknilega umstangs, sem höfundar stórmynda telja sér nauðsynlegt að burðast með — til að yfirborðið verði slétt og fellt. Arangurinn er því sérstaklega sárgrætilegur, fallegar myndir, yfirleitt góður leikur miðað við við- tekna hefð, mismunandi vel- heppnuð einstök atriði — en í innsta kjarna myndarinnar, í efniviðnum sjálfum, sem er ástæðan fyrir gerð myndar- innar, kveður við holan tón. Efni myndarinnar er skipt í þrjá kafla, „Drengirnir", „Konan“ og „Ferðalagið“, en hefst á einskonar formála, þar sem við sjáum Thomas Hudson skemmta sér á hátíðisdegi á Bahama-eyjum, kafla sem ekki er í neinu samhengi við það sem á eftir kemur og nýtist ekki til annars en að kynna nokkrar persónur til myndarinnar (hér er jafnframt að finna eitt verst leikna atriðið í myndinni, fyrsta samtal Scott við skipstjórann á bryggjunni). Thomas Hudson er myndlistarmaður, sem áður hafði búið í Paris, en býr nú einn, árið 1940, á aðurnefndum eyjaklasa. Syn- ir hans þrír koma í heimsókn, einn af f.vrra hjónabandi, tveir af seinna hjónabandi. Hudson hefur ekki séð syni sína í 4 ár og lýst er átökunum í sambandi þeirra. Besti kafli myndarinnar er „Konan", sem leikin er af Claire Bloom, eiginkonan af fyrra hjónabandinu, sem skyndilega og óvænt kemur í heimsókn. Eitt atriði í þess- Schaffnert „Þjónum kvikmyndahandritinu en ekki skáldsöguforminu.u um kafla er Schaffner sér- staklega til sóma, en það er þegar hann lætur Scott upp- götva, hvers vegna hún er komin í heimsókn. Hún er komin til að segja honum lát sonar þeirra, sem var ný- genginn í flugherinn. Öll uppbygging þessa atriðis er til fyrirmyndar og kemst næst því að fjarlægja þann hola tón, sem annars ríkir. Ferðalagið, líkt og Drengirn- ir, verður hins vegar meiri atburðalýsing, sem sýnir Hudson flækjast inn í ólög- legan innflytjendaflutning og, hvernig þeir lenda í kasti við strandgæsluna, sem leiðir til þess að Hudson er skotinn til bana. En jafnvel þó að 'Schaffner sé hér á heima- velli, virðist hann ekki sér- lega uppfinningasamur í þessum atriðum. Endirinn, þar sem Hudson sér fyrir sér hvað hann hefði getað lifað fyllra og tilfinningaríkara lífi með fyrri eiginkonu sinni og sonunum þremur (?), verður jafn innihaldslaus og sýnirnar eru óskýrar fyrir hugskotssjónum hans. Að- spurður um erfiðleikana á því að flytja Hemmingway úr bók yfir á kvikmyndatjaldið, sagði Schaffner réttilega, að hér væri um að ræða tvö gerólík form og að umritun sögunnar í kvikmyndahand- rit væri að sjálfsögðu mikii breyting. „Maður verður því að einbeita túlkun sinni að kvikmyndahandritinu en ekki að skáldsögunni — sem þýðir að ég vona, að það sem við erum að gera hér, þjóni kvikmyndahandritinu en ekki upphaflegu sögunni“. Þá ályktun verður þá að draga á móti, að mistökin í þessari yfirfærslu liggja ekki síður í handritinu en í útliti mynd- arinnar. The November Plan, Am. 1976, leikstjóri Don Medford (Laugarásbíó), fjallar um sannan atburð 1934, þegar upp komst um tilraun til að bylta Bnadaríkjastjórn af stóli. Útfærslan á efni mynd- arinnar ber þó engan sann- leiksblæ með sér og atburð- urinn virðist fremur hafður að yfirskyni til að gera enn eina einkaspæjaramyndina. Medford heldur uppi miklum hraða í myndinni, tæpir á upplýsingum og áhorfandinn verður að hafa sig allan við til að fylgjast með þræðinum. Að vísu er ekkert annað að gera og með því að halda þessum hraða forðar Medford áhorfandanum að leiða hugann að nokkru öðru. Einkaspæjarinn Jake er skemmtileg týpa í meðförum leikarans Wayne Rogers þó að margar af hnyttnustu setningum hans við lögreglu- mennina séu hreinn farsi, þegar tekið er tillit til þess gáfnarfars, sem þeim er ætlað. í heildina er myndin þó sennilega öll betri en auglýsingin á henni gefur til kynna („Corruption", Conspiracy" ,,Murder“)! Gormurinn (Spirala), pólsk, 1978, leikstjóri Krzysztof Zanussi (mánudagsmynd) getur sennilega tæpast talist til bestu mynda þessa leikstjóra. Hún segir frá manni, sem er orðinn leiður á lífinu og hefur ákveðið að fremja sjálfsmorð. í fyrri hluta myndarinnar notar Zanussi þetta ástand hans til að láta hann gagn- rýna og líta með fyrirlitn- ingaraugum á lífsbrölt með- bræðra sinna. Við getum tekið þetta gott og gilt en eftir því sem lengra líður og við fáum enga skýringu á því, hvert vandamál þessa manns er, sljóvgast áhuginn fyrir honum. Einstefna hans að sjálfsmorði verður því óskiljanlegri eftir því sem unga konan bindst honum sterkari böndum. Skýringuna á þessu framferði mannsins er því miður ekki að finna i myndinni, en á kvikmynda- hátíðinni í Cannes á þessu ári, viðurkenndi Zanussi að hann hefði orðið að klippa skýringuna úr myndinni, en maðurinn gekk með ólækn- andi sjúkdóm. Höfðu læknar ráðlagt honum að sleppa þessu skýringaratriði á þeirri forsendu, að þeir sem gengju með samskonar sjúkdóm gætu fylgt fordæmi manns- ins og farið að fremja sjálfs- morð. Zanussi ákvað því að klippa þetta út úr — en það kallar hins vegar á einhverja útskýringu, sem því miður fylgir ekki með. Vonandi verða þessar upplýsingar að gagni fyrir þá, sem eiga eftir að sjá Gorminn, en þær koma að litlu gagni eftir á. _____ SSP’ Íéí -r-‘ George C. Scott og Claire Bloom í besta kafla myndarinnar Is- lands in the Stream.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.