Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBÉR 1978 71 fclk í fréttum + HLEKKJAVESTI. — Ameríski hljómsveitarstjórinn með meiru Isaac Hayes, sem gengur annars undir nafninu „Svarti Móses“ fór fyrir nokkru í heimsókn til S-Afríku. — I Negraborginni Sowcto hélt hann hljómleika á leikvangi bæjarins. — Eftirtekt vakti það, að sjálfsögðu, að þar sem Svarti Móses lék á pfanó og söng, klæddist hann „Hlekkjavesti“ einu miklu. A skemmtuninni á leikvanginum voru samankomnir um 5000 manns. Skemmti fólkið sér fram f myrkur við söng og dans með undirleik Svarta Mósesar. + MORÐMÁL Martin Luther King, bandaríska blökkumanna- foringjans, sem myrtur var fyrir 10 árum í borginni Memphis hefur verið til endurskoðunar hjá sérstakri þingnefnd á Banda- rikjaþingi. Nefndin kallaði fyrir nokkru mann þennan fyrir. Hann er lögfræðingur og var verjandi James Earl Ray, þess er nú situr í fangelsi þar vestra og afplánar 99 ára fangelsisdóm fyrir aðildina að morðinu á blökkumannaleiðtoganum. Lög- fræöingurinn Percy Foreman var vcrjandi fyrir James Earl Ray. Lögfræðingurinn hafði ekki verið neitt að skafa utanaf hlutunum, er hann kom fyrir þessa rannsóknarnefnd, varð- andi aðild Rays að morðinu. Sagði lögfræðingurinn að enginn annar en Ray hefði nærri morð- inu komið. Hann væri sjálfur alveg sannfærður um að svo væri. — Ilefði Ray gengið út frá því sem gefnu að myrti hann King myndu hvítir menn telja hann hetju. + SÖNGVARI. — betta kunnuglega andlit úr heimsfréttum síðari ára þekkja sennilega flestir. — En Henry Kissinger er ekki á hlaðamannafundi. Er ekkert að handleika neitt fjöregg hcimshyggðarinnar hér á þessari mynd. — Ilér er hann í enn einu hlutverkii „Dægurlagasöngvarans." — Kissingcr var fyrir nokkru mcðal gesta í samkvæmi í New York. sem haldið var til heiðurs frú Betty Ford. fyrrum forsetafrúar Bandarikjanna. I>á hafði þessi fyrrum utanríkisráð- herra snarað sér upp á sviðið, en dægurlagasöngvarinn Tony Orlando var að syngja fyrir gestina. — Kissinger tók við af Tony og söng við mikla hrifningu gamla da’gurlagið — „Ile's Got the Wholc World in Ilis Ilands." + ÞAÐ er ekkert spaug að vera f jármálaráðherra. Það skiptir sýnilega ekki máli hvort um er að ræða fjár- máiaráðherra fyrir sunnan eða norðan Alpafjöllin. — Þetta er fjármálaráðherra Ítalíu, Filipo Pandolfi. — Ilann hefur lagt fram fjár- hagslega endurreisnaráætl- un ríkisstjórnarinnar. — Hann ku nú hafa af því verulegar áhyggjur að verkalýðshreyfingin þar syðra muni ætla sér að koma í veg fyrir áætlanir hans. Kæfa þær í fæðing- unni. Gæði og útlit sameinast í GROHE BLÖNDUNART ÆK JUNUM Grohe blöndunartækin eru þekkt fyrir tæknilega hönnun, fallegt utlít og goöa endingu. Vinsældum Grohe blöndunartækjanna er ekki sist aö þakka ..hjartanu . . Já Grohe hefur hjarta. en svo kölium viö spindilinn sem allt byggist á. Eini spindillinn sem er sjálf- smyrjandi, auk þess sem vatniö leikur ekki um viökvæmustu staöina eins og á öörum spindlum Þetta gefur Grohe tækjunum þessa miklu endingu og lettleika sem allir sækjast eftir. Urval blöndunartækja er mikiö og allir finna eitthvaö viö sitt hæfi. Þiö eruö örugg meö Grohe - öll tæki meö 1 árs ábyrgö. og mjög fullkominn varahlutaþjónusta. GROHE = VATN + VELLÍOAN GROHE RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SfMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) ■ .......... I FuHbúðaf nýjum vörum Einlit dralon damask efni, 14 litir Gluggatjaldavelour, 15 litir Blúndustóresar í úrvali Pífugluggatjöld Blómastóresar Alls konar kögur og leggingar. Tiljólaijjafa Okkar viöurkenndu dralon dúkaefni yfir 20 geröir og litir Jóladúkar og kringlóttir blúndudúkar Tilbúin eldhúsgluggatjöld Baömottusett frá kr. 4.800 Rúmteppi, frotte, blúnda og rúff Leggjum áherslu á vöruval og hagstætt verö. Póstsendum um land allt. % SKIPHOLTI17A • SIM117563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.