Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Númer 14 Madison Viö höfum nú séð að Sam- bandsveldið er okkur nauðsyn þar sem það er vörn gegn erlendum hættum, varðveitir frið meðal okkar sjálfra, varðveitir viöskipti okkar og samei)íinleKa hagsmuni, getur eitt komið í stað þeirra hernaðarstofnana sem spillt hafa frelsi Gamla heimsins og er að lokum meðal við þeirri flokkadráttasýki sem reynst hefur öðrum almenningsstjórn- um banvæn, en uggvænleg ein- kenni hennar má finna í okkar eigin stjórn. Það eina sem við eigum enn eftir að athuga í þessum þætti rannsóknar okkar eru þau andmæli sem höfða til víðáttu þess lands sem Sam- bandsveldið á að ná til. And- stæðingar stjórnarskrárinnar færa sér í nyt ríkjandi fordóma um háefilega stærð áhrifasviðs lýðveldisstjórnar og reyna þannig að þyrla upp ímynduðum erfiðleikum í stað raunverulegra sem engir finnast. Af þessum sökum er enn frekari ástæða til að fjalla lítillega um ofangreind andmæli. í fyrri greinum höfum við skýrt og hrakið þá villu- kenningu að takmarka verði lýðveldisstjórn við lítið land- svæði. Ég nefni hér aðeins að upphaf og viðgang þessarar kenningar má einkum rekja til þess að ruglað er saman lýðveldi og lýðræði, á hið fyrra er beitt rökum, sem ráðast af eðli hins síðara. Hinn raunverulegi mun- ur þessara tveggja stjórn- skipana hefur áður verið rakinn. Hann er sá að við lýðræði kemur þjóðin saman á þing og ræður sjálf málum til lykta, en við lýðveldisskipan koma fulltrúar þjóðarinnar og umboðsmenn saman og fara með völd fyrir hennar hönd. Vegna þessa hlýtur lýðræði að vera bundið við lítið landsvæði. Lýðveldis- skipan getur náð um víðari lendur. Mikilsmetnir höfundar, sem með áhrifum sínum hafa átt drjúgan þátt í að móta svip stjórnmálaskoðana á okkar tímum, hafa í list sinni léð þessari óhappakenningu lið. Þar sem þeir lifðu sjalfir undir stjórn einvaldskonungs eða und- ir takmarkaðri konungsstjórn, reyndu þeir að leiða í ljós kosti þessara stjórnarhátta en draga fremur úr göllum þeirra með því að bera þá saman við ágalla og lesti lýðveldisstjórnarfars, og vitnuðu í því sambandi gjarnan til róstusamra lýðveldisríkja á Grikklandi til forna eða á Ítalíu okkar tíma. Með því að rugla saman orðum hefur það verið létt verk að heimfæra upp á lýðveldisskipan athugasemdir sem aðeins eiga við lýðræði, þar á meðal þá athugasemd að lýðveldisskipan hæfi aðeins litlu samfélagi á þröngu landsvæði. Það kann að vera að menn hafi síður veitt þessari skoðana- villu athygli af því að flestar almenningsstjórnir fornaldar voru lýðræðisstjórnir; jafnvel í Evrópu okkar daga — en þar voru hinar mikilvægu reglur fulltrúastjórnar uppgötvaðar — eru engin dæmi sannrar almenningsstjórnar sem jafn- framt lyti þessum reglum. Þótt Evrópa eigi allan heiður- inn af því að hafa uppgötvað þessar skipulagsreglur stjórn- valda, sem gera kleift að ein- beita stjórnmálavilja stærstu samfélaga og beina honum að því sem er til almenningsheilla, á Ameríka óskiptan heiðurinn af því að hafa uppgötvað grund- völl víðlendra og samkynja lýðvelda. Við getum þó aðeins harmað að sumir borgarar Ameríku skuli vilja svipta hana heiðrinum af því að sanna hagnýti þessara hugmynda með því að koma á þeirri heildar- skipan sem nú er lögð fyrir okkur. Eðlileg landamæri lýðræðis- ríkis ráðast af þeirri fjarlægð sem fjarlægustu borgarar þess þurfa að fara til að leysa stjórnarstörf sín af hendi, ríkið getur ekki heldur náð til fléiri borgara en svo að þeir megi allir taka þátt í stjórnsýslunni. A sama hátt ráðast eðlileg landa- mæri lýðveldis af mestu fjar- lægð sem enn leyfi fulltrúunum að þinga um opinber mál eins oft og þörf krefur. Er unnt að segja að landamæri Bana- ríkjanna séu of víð til þessa? Enginn sem minnist þess að á Atlantshafsströndinni eru lengstu landamæri Sambands- veldisins mun svara þessu játandi. Fulltrúar Ríkjanna hafa nú setið nær samfellt á þingi í þrettán ár, og fulltrúar hinna fjarlægari Ríkja hafa ekki verið fjarverandi oftar en fulltrúar hinna sem liggja nær þingstaðnum. Til þess að meta þetta athyglisverða málefni nánar skulum við skoða raunverulega stærð Sambandsveldisins. Samkvæmt friðarsamningum eru landamærin sem hér segir: Atlantshafið að austan, þrítugasta og fyrsta breiddar- gráða að sunnan, Missis- sippi-fljótið að austan, og að norðan óregluleg bugðulína, sem stundum nær norður fyrir fertugasta og fimmta breiddar- baug en annars staðar suður við fertugasta og annan breiddar- baug. Suðurströnd Erie-vatns liggur sunnan hinna síðast- nefndu marka. Fjarlægðin milli þrítugasta og fyrsta breiddar- baugs og þess fertugasta og fimmta er níu hundruð sjötíu og þrjár mílur, frá hinum þrítugasta og fyrsta til hins fertugasta og annars eru sjö hundruð sextíu og fjórar mílur og hálf að auki. Meðaltal þessara fjarlægða er átta- hundruð sextíu og átta mílur og þrírfjórðu úr mílu. Að líkindum er meðalfjarlægðin milli Atlantshafsstrandar og Missis- sippifljóts ekki meiri en sjö- hundruð og fimmtíu mílur. Ef við berum þessar stærðir saman við stærðir nokkurra landa í Evrópu virðist mega sýna að svo megi haga skipulagi okkar að það nái til alls þessa landsvæðis. Það er ekki öllu stærra en Þýskaland, en þar situr jafnan á rökstólum þing fulltrúa alls staðar að úr keisaradæminu. Áður en Pólland var síðast limað sundur var það ekki miklu minna, en þar fór eitt þing með æðstu völd. Ef við hlaupum yfir Frakkland og Spán sjáum við að þótt Bretland sé lítið eiga fulltrúar nyrstu héraða eyjar- innar eins langa leið til þjóð- þingsins og lögð er á fulltrúa fjarlægustu hluta Sambands- veldisins. í fyrsta lagi er þess að minnast að ekki eru öll völd lagasetningar og stjórnsýslu í höndum allsherjarstjórnarinn- ar. Valdsvið hennar er takmark- að við ákveðin tiltekin málefni sem ná til allra meðlima lýð- veldisins, en þeir geta ekki ráðið fram úr af eigin rammleik. Hin lægri stjórnvöld, sem geta haft með höndum málefni sem með- limirnir geta leyst úr á eigin spýtur, munu halda umboði sínu og umsvifum. Væri það ætlunin í tillögum stjórnarskrárþingsins að leggja niður stjórnir ein- stakra ríkja, hefðu andstæðing- ar tillagnanna nokkuð til síns máls, þótt reyndar væri ekki torvelt að sýna fram á að væru stjórnir Ríkjanna lagðar niður yrði allsherjarstjórnin í sjálfs- vörn að koma þeim á fót aftur og fá þeim fyrri völd. í öðru lagi er þess að geta að það er megintilgangur Stjórnar- skrár Sambandsveldisins að tryggja bandalag hinna upp- runalegu þrettán Ríkja, en við vitum að þau fá staðist í raun, og að bæta við öðrum Ríkjum sem rísa kunna innan hinna upphaflegu Ríkja eða í nágrenni þeirra, en við getum ekki efast um að hvorutveggja sé raun- hæft. Það skipulag sem þurfa kann vegna landssvæðanna á norðvestur landamærum okkar verðum við að eftirláta þeim sem betur ráða við verkefnið vegna nýrra uppgötvana og meiri reynslu. I þriðja lagi skulum við minnast þess að samgöngur Sambandsveldisins munu síðar verða auðveldari en nú vegna ýmis konar endurbóta. Vegir munu alls staðar verða styttir og þeim haldið í betra lagi, gististöðum mun fjölga og þeir batna, í austurhluta landsins munu alls staðar eða nær alls staðar opnast greiðar siglinga- leiðir innanlands. Samgöngur milli vestursvæðanna og strand- svæðanna við Atlantshafið og milli héraða innan þessara svæða munu verða auðveldari vegna þess að landið er frá náttúrunnar hendi búið ágæt- um siglingaleiðum sem tæknin mun eiga auðvelt með að tengja og fullkomna. í fjórða lagi er að geta þess sem er enn mikilvægara: Nær öll Ríkjanna verða á landamær- um og munu því finna sig knúin til að leggja sinn skerf til allsherjarvarna vegna um- hyggju um eigið öryggi. Þannig munu þau Ríki, sem fjærst liggja hjarta Sambandsveldisins og njóta þannig að sjálfsögðu sízt ávaxtanna af starfi þess, jafnframt vera í mestu návígi við erlendar þjóðir og þarafleið- andi stundum hafa mesta þörf fyrir styrk Sambandsveldisins og liðsinni. Þannig kann að vera óþægilegt fyrir Georgiö, eða Ríkin á norður og vestur landa- mærum okkar að senda fulltrúa sína til aðseturs stjórnarinnar; en þeim mun þykja það enn óþægilegra að berjast einir við innrásarlið eða jafnvel að bera einir allan kostnað af varúðar- ráðstöfunum sern gera þyrfti Upphaf bandarískra stjórnmálaflokka Meðan á Frelsisstríðinu stóð og þar til hin nýja stjórnarskrá hafði tekið gildi gætti lítt skipulegs starfs stjórnmála- flokka í Bandaríkjunum. Að vísu var allstór hópur manna sem í upphafi vildu halda tryggð við Bretaveldi en þeir höfðu ekki með sér skipulegt flokksstarf og voru fljótlega ofurliði bornir. Þeir sem vildu aðskilnað frá Bretaveldi höfðu heldur engin flokkstengsl sín á milli, frelsis- baráttan ein var meginmarkmið þeirra og gaf ekkert tilefni til skiptinga eftir öðrum viðhorfum til stjórnmála þar sem allir voru í meginatriðum sammála um mikilvægi þessa eina megin- markmiðs. Bandalagsákvæðin gerðu jafnframt ráð fyrir svo lausum tengslum Ríkjanna að þess var ekki að vænta að skipulegt flokksstarf um alls- herjarmálefni sprytti upp með- an þau voru grundvallarlög landsins. Eins og sjá má af seinustu grein sem hér var birt, grein 10 eftir Madison, óttuðust menn að skipulegt flokksstarf og flokka- drættir myndu spilla stjórn- málalífinu og vonuðust til að víðfeðmi landsins og skipting þess í fleiri en eitt ríki er hefðu verulegt sjálfstæði gætu hamlað gegn verstu áhrifum flokka- drátt. í þessu hefur Madison orðið sannspár; þótt skipulagið hafi ekki komið í veg fyrir flokkadrætti með öllu, hafa bandarískir stjórnmálaflokkar aldrei náð þeirri samhæfingu og hnitmiðun sem Madison vildi forðast. Fyrstu stjórnmálaflokkarnir, sem ná til allsherjarstjórnmála Bandaríkjanna og til landsins alls, áttu rót sína að rekja til baráttunnar um staðfestingu stjórnarskrárinnar 1788—1789. Menn fylktu sér saman um fylgi við hina nýju stjórnarskrá, þótt liðsmenn skiptust þá öðruvísi en meðan verið var að samþykkja stjórnarskrána. Washington forseti fylgdi fast eftir þeirri stefnu að styrkja allsherjarstjórnina svo sem ætl- unin hafði verið með því að setja nýja stjórnarskrá. í þessu naut hann stuðnings Alexanders Hamilton fjármálaráðherra síns og mikils hóps manna sem Hamilton hafði áhrif á. En Jefferson utanríkisráð- herra í stjórn Washingtons og James Madison sem sat á þingi fyrir Virginiu snerust gegn eflingu allsherjarvaldsins þótt þeir hefðu verið fylgjandi stjórnarandstöðuflokk sem tók upp ýmis sjónarmið þannig stjórnarandstöðuflokk sem tók upp ýmis sjónarmið andstæðinga stjórnarskrárinn- ar. Jefferson gaf þessum flokki nafnið republikanaflokkurinn, en flokkur forseta dró enn nafn sitt af baráttunni um stjórnar- skrána og var kallaður federa- listaflokkurinn en Hamilton var leiðtogi þess flokks Það sem einkum greindi þessa flokka að var annars vegar afstaða til dreifingar valdsins og hins vegar áherzlu á sjálf- stæði Ríkjanna og á landbúnað. Flokkur Hamiltons lagði hins vegar áherslu á alríkisvald og á iðnað og verslun. Fylgi republik- ananna var mest í landbúnaðar- héruðunum vestantil í landinu, en fylgi federalista var hins vegar einkum í norðausturríkj- unum. Federalistaflokkurinn og megináherslur hans hurfu smátt og smátt af sjónarsviðinu undir langri samfelldri stjórn- arforystu republikana — forset- arnir Jefferson, Madison og Monroe voru allir republikanar — enda áttu grundvallarsjónar- mið þeirra varla við þau vanda- mál sem helst voru uppi þegar líða tók á 19. öldina. Til flokks Jeffersons og Madisons má í megindráttum rekja sögu annars þeirra flokka sem nú skipta með sér stjórnmálafylgi Bandaríkjamanna, en hann hef- ur nú skipt um nafn og heitir demokrataflokkurinn — and- stæðingarnir hafa tekið upp hið gamla nafn flokksins og kalla sig republikana. Ilalldór Guðjónsson. Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.