Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 Hér á eftir fer kafli úr nýrri bók sr. Bolla Gústafssonar, samtöl við nokkur skáld, og hefur Mbl. fengið leyfi til að birta brot úr samtalinu við Kristján frá Djúpalæk. Kaflinn heitir Hveragerði og baráttan um barnssálina og koma nokkrir þjóðkunnir listamenn við sögu og dægurmálabarátta þeirra í Hveragerði. „Stalín var því ekki Stalín raunveruleikans, heldur sköpun okkar, hugarfóstur” HVEIÍAGERÐI OG BARÁTTAN UM BARNSSÁLINA — Of? nú leiðir þú mig austur á Kambabrún þar sem sér yfir vítt land og fagurt. Neðan við fætur okkar sjáum við hvíta gufumekki liðast upp í tært loftið. Hér hljóta allir að verða víðsýnir og frjálsir og því er næstum barnalegt að spyrja: Hver var ástæðan til þess, að þið völduð Hveragerði sem dvalarstað? — Það var nú fyrst og fremst vegna þess, að talið var, að hús væru fremur ódýr þar og svo voru j>á að koma upp þessi makalausu leirböð. Leirinn átti að lækna margskyns mein. Því keyptum við þar lítið hús. — En á þessum árum var Hveragerði enginn leirburðarstað- ur, heldur sennilega eitthvert andríkasta pláss á Islandi, a.m.k. miðað við fólksfjölda. — Já, það voru óvenjulega margir listamenn þar saman komnir og þá sérstaklega á sumrin, þv’ nokkrir áttu þar sumarbústaði, en bjuggu í Reykja- vík. — Ykkur hefur verið vel fagn- að? — Jú, okkur var þegar mjög vel tekið í Hveragerði og ég er satt að segja hissa á því. Þá var það fámennt, fátækt þorp og við ekki beint líkleg til að leggja staðnum hátt útsvar fyrstu árin. En þarna reyndust vinir í varpa. Þá ber fyrst að nefna Jóhannes úr Kötl- um, sem ég þekkti fyrir. Gunnar Benediktsson og Kristmann Guð- mundsson bjuggu við Skáldagöt- una, þar sem húsið okkar stóð. Við höfðum og náið samband við Ingunni Bjarnadóttur, tónskáld, Kristján Bender, Kára Tryggvason og fleiri skáld, auk fjölda annarra sem ekki fengust við slíkt en reyndust okkur með afbrigðum vel. Að síðustu vil ég nefna hjónin Hallfríði Pálsdóttur og Höskuld Björnsson, listmálara. Við Hösk- uldur áttum margt sameiginlegt. Hann var glettinn og átti það til að taka hlutina ekki alltof alvar- lega, eins og ýmsum pólitískum hugsjónamönnum þarna hætti til. En Höskuldur átti einnig sín vandamál. Hann var fremur ein- angraður sem listamaður, mun hafa þótt of hefðbundinn á þessum árum. Eg hygg, að sú bratta alda, sem reið yfir um 1950, og var ýmist kennd við framúrstefnu eða afstraktlist, hafi verið miklu hatrammari, heldur en sú sem kennd er við atómljóð og skáld urðu fyrir barðinu á. — Er það að undra, þegar borin er saman saga myndlistar og Ijóðlistar í landinu. Ljóðlistin stendur á gömlum merg, en myndlistín varð að þróast hér á nokkrum áratugum í stað margra alda, sem hún átti að baki í Evrópu. íslenskir málarar hafa orðið að stikla á steinum, þar sem hafið á milli var varla fært nema kloflengstu tröllum og því hafa margir dottið í sjóinn. — Nokkuð kann að vera til í þess . og álít, að þessi framúr- stefn,. hafi virkað á Höskuld líkt og aLÓmskáldskapurinn á sum viðkvæm Ijóðskáld, sem héldu t yggð við hefðbundna hætti og uröu ennþá íhaldssamari fyrir bragðið. Þeir listamenn hugsa sem svo, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki: Ég skal ekki láta þessa nýjungagjörnu karla hafa áhrif á mig. Og þess vegna urðu þeir þrengri, heldur en efni stóðu til; voru gjarnan að leika sér með afstraktsjónir, en vildu bara ekki láta neina sjá þær, svo þeim yrði ekki lagt það út sem undirlægju- háttur. Ég var alls ekki ósnortinn af þessu á tímabili, en er laus úr þeim viðjum nú orðið. — Háði þetta Höskuldi? — Ég hygg að þetta hafi þrengt starfssvið hans. En á því sviði, sem hann haslaði sér, var hann að mínu mati mikill og strangheiðar- legur listamaður. — I íslenskri myndlistarsögu segir höfundurinn, Björn Th. Björnsson, að Höskuldur hafi gerst jafnvel natúraliskari eftir því sem fram leið. En Björn virðist ekki vilja gera sér grein fyrir þeirri skýringu, sem þú hefur gefið á þróun listar hans, enda hefur Björn verið einn af boðberum framúrstefnunnar á sínum tíma. En Björn fer góðum orðum um meðferð þessa vipar þíns á þeirri myndveröld , sem hann valdi sér, og segir hana hafa verið horfið þjóðlíf, minjar þess, velktar og á hverfanda hveli, og líf fuglanna, Um hið síðar nefnda hefur hann þau orð, að kunnusta Höskuldar hvað fugla snerti hafi verið orðin slík, „að honum tókst oftlega að draga fram sérkenni þessara vængjuðu vina sinna með fáum og innlífum dráttum.“ Helgaði Hösk- uldur sig einvörðungu list sinni á þessum árum? — Hann vann ekki að öðru í Hveragerði, enda var hann mjög heilsulítill. Við Höskuldur brölluð- um margt skemmtilegt saman. Við gátum gert grín hvor að öðrum án þess að það særði. Ég man eftir því að við vorum eitt sinn að veiða, höfðum farið niður að Varmá, sem þá var full af fiski. Það var nú svo einkennilegt með þá á, að hún var full af fiski allan veturinn. Hana lagði aldrei alveg, en það gátu komið skarir að henni. í þetta sinn sté ég á milli skara og datt á bólakaf. Ég hef alltaf verið dálítið lífhræddur og gjarn á að fá lungnabólgu af vosi. Þeirri hugsun laust þegar niður, er ég hafði kraflað mig upp á bakkann, að nú væri þetta yfirvofandi og því hljóp ég um leið á hjólið. Höskuldur kom á eftir og gerði mikið grín að því hve ég hefði hjólað geysilega hratt á undan lungnabólgunni. Við Höskuldur vorum báðir haldnir þeim hvimleiða sjúkdómi, sem heitir verkkvíði. Hann er sá, að ef maður er beðinn að gera einhvern hlut, þá leggst kvíðinn fyrir því að framkvæma hann á sálina, jafnvel þó þetta sé lítilfjörlegt verkefni. Um þessar mundir bjó á elliheim- ilinu í Hveragerði gamall og virðulegur uppgjafaembættismað- ur utan af landi. Hann hafði verið í þeim riddaralega heiðursfélags- skap, sem gerir mönnum einkenn- isbúninga með skrautlegum ísaumi, medalíum af gylltu pjátri, dúskum og borðum. Félagsskapur- inn bað Höskuld um að mála mynd af manninum. Hann var þá orðinn svo hrumur, að oft hélt listamað- urinn að fyrirsátinn væri sofnaður svefninum langa, en áttaði sig jafnan á því, að svo var ekki, því hann tifaði stöðugt með tánum. Það var eina lífsmarkið. Sökum hrumleika treysti hann sér hins vegar ekki til að bera einkennis- búninginn. Því fékk Höskuldur mig stundum snemma á morgnana til þess að sitja fyrir í þessum skrautklæðum. Ég og sá gamli vorum ekki ósvipaðir á vöxt, báðir heldur myndarlegir menn. Skemmtum við Höskuldur okkur oft konunglega á þessum morgun- stundum. Gamli maðurinn hafði beðið Höskuld að mála fyrir sig kriu og ætlaði að gefa konunni sinni myndina. Mér fannst hug- myndin óneitanlega góð. Höskuld- ur lofaði því, en sem oft fyrr, þá kveið hann þessu ákaflega og vikum saman var hann að vefja þetta og stækka fyrir sér en hafði sig ekki í að byrja. Ég var nú stundum að stríða honum á þessu, en hann sagði: „í öllum guðanna bænum, vertu ekki að tala um þetta! Ég get bara ekki málað þessa déskotans kríu.“ En svo tekur hann eitt sinn á sig rögg snemma morguns, rýkur fram í vinnustofuna og er þá ekki lengi að mála mynd af þessum fluglétta fugli. Glaður í bragði labbar hann svo upp á elliheimili með málverk- ið undir hendinni, gerir boð fyrir gamla manninn, réttir honum myndina og segir: „Jæja, loksins kemur krían." „Æi, það var nú heldur seint," segir gamli maðurinn og fellur í grát, „konan dó í morgun.“ — Voru fleiri myndlistarmenn í Hveragerði um þessar mundir? — Gunnlaugur Scheving hafði búið þar um tíma, en var fluttur burt. En þá bjó þar Kristinn Pétursson, sem var um margt merkilegur listamaður og vel lærður. Ríkharður Jónsson mynd- höggvari átti þar sumarhús og dvaldist þar á hverju sumri. Hann var með eindæmum skemmtilegur maður og mikill vinur minn. Um tíma áttu að minnsta kosti fimmt- án iistamenn heima í Hveragerði. — Fékkstu vinnu við þitt hæfi þarna? — Nei, það var nú síður en svo. Ég varð fyrst að sinna hverju sem bauðst. Meðal annars lenti ég í jarðborunum, án þess að ég hefði þrek til að vinna við það verk. Síðar fékk ég kennslu, fyrst í Hveragerði og síðar, líklega árið 1956, gerðist ég fyrsti barnakenn- ari í Þorlákshöfh og kenndi þar til ársins 1961. Ég bjó þá á veturna þar niður frá. Kaflinn um Hveragerði mætti heita Baráttan um barnssálina, vegna þess, að fólk þar var mjög pólitískt hugsandi. Allir þekkja stefnu séra Gunnars og svo var Kristmann á næsta leiti. Þeim bar ekki algjörlega saman, blessuðum. Það var raunar ákaflega skemmti- legt að heyra þá ræðast við. Þeir virtu hvorn annan, en voru mjög ósammála; og þó Gunnar sé frægur snillingur í orðsins list, í rökfræði og ræðumennsku, þá held ég að Kristmann hafi gerst öllu lúmskari. Ég man að hann nefndi ótrúlega mörg nöfn á rússneskum listamönnum, sem höfðu verið stegldir, en við Gunnar könnuð- umst ekkert við. Nú kemur á daginn, að það er hreint ekkert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.