Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 VER#LD þeirra hafi verið rannsakaðar að nokkru marki., hvað þá hr,vKfíleysinf{jar sem svipast í milljónir tegunda. Meira hefur verið rannsakað af jurtum, þótt langtum meira sé eftir. „Við vitum næsta lítið um hina ýmsu eigin- leika þerrar einnar og hálfrar milljónar tegunda, sem greindar hafa verið og gefin nöfn, hvað þá þeirra þriggja til átta milljóna, sem taldar eru til að auki en ekki hafa verið greindar", segir Norman Myers, höfundur annarr- ar skýrslunnar. Nú er talið, að ein 90'/í allrar mannafæðu séu fengin úr 20 jurtategundum. Margar aðrar jurtir hafa þó verið ræktaðar til manneldis, og margfalt fleiri AUÐURJARÐAR Fullt hús mat- ar, aðeins að finna dyrnar Nýlega komu út tvær skýrslur um náttúruvernd, sem vakið hafa talsverða athvgli- Þær voru teknar saman á vegum náttúruverndarráðs Sameinuðu þjóðanna og stofnunar í Bandaríkjunum, sem Werldwatch nefnist. I skýrslum þessum er vakin athygli á fjölmörgum tegundum jurta og dýra, er hætt séu komin og kunni að deyj-a út ef ekki verði brugðið við skjótt. En það er sérstakt um skýrslurnar, að þar er ekki höfðað til tilfinninga manna og hugsjóna eins og vanast er þegar rætt er um náttúruvernd, heldur er sýnt fram á það, að það gæti orðið mikill gróðavegur að nytja umræddar jurta- og dýrategundir — en þá verði líka að vernda þær og útbreiða. Hafa náttúruverndar- menn hitt þarna á drýgstu áróðursaðferðina ef að líkum lætur.. í skýrslunum er bent á það m.a. að til séu einar 46 þúsund tegundir hryggdýra, en einungis örfáar mætti rækta. Það er sem sé álitið, að til séu 80 þúsund ætar tegundir jurta. í skýrslunum tveim eru nefndar ýmsar sem nytja mætti í stórum stíl. Það er til dæmis seftegund nokkur, kennd við ála og vex í árósum, þörungategunð sem fundist hefur í Tsjadvatni m.a. og mjög er rík að eggjahvítuefni, rætur sem frambyggjar Astralíu hafa í hvert mál líkt og við kartöflur, og þurfa sáralitla vökvun þannig að tilvalið væri að útbreiða þær um eyðimerkurlönd. Þá er og margt óuppgötvað um jurtir og dýr, sem koma má að notum í læknavísindu. Til dæmis um það sem uppgötvazt hefur er það, að rannsóknir á hjarta albatrossins hafa aukið mönnum skilning á hjartagalla sem lýsir sér í því að hjartavöðvinn er of þroskaður og hindrar blóðrásina, vatnadýr nokkurt í Flórída hefur blóð sem storknar síður en annað blóð og"kann það að verða að liði í baráttunni við dreyrasótt, og ætti svo lengi telja. Loks er vitað mál, að miklar orkulindir leynast í jurtaríkinu, og kannski er það helzt fallið til þess að neyða menn til náttúruverndar, því fátt þykir ískyggilegra til- hugsunár en orkuskortur nú á tímum. — Jereny Bugler IIANS IIÁTIGN IIIRÐINGINN — Áróðursmeistarar Mohammeds Reza Pahlavi íranskeisara láta gjarnan þannig eins og hátignin húsbóndi þeirra sé af feiknamerkilegri og ævafornri konungsætt og styðjast þá við þá óneitanlegu sögulegu staðreynd að voldugir kóngar og keisarar hafa ríkt á þessum slóðum í betur en 2500 ár. Hinsvegar er sannleikurinn sá um núverandi þjóðhöfðingja að hann var ekki fremur borinn til þess að spranga um með kórónu en hver annar írani. Faðir hans, sem hér er á gamalli mynd, var kænn og kaldrifjaður hirðingi, sem gerðist hermaður, var síðan fyrir hópi kósakka sem bylti stjórninni 1921 lét loks nokkrum árum seinna krýna sig keisara. Hann var grimmur við þegna sína og miskunnarlaus við börn sín. Hér er sonurinn, sem nú berst fyrir tilveru sinni, á hné hans í einhverskonar matrósafötum, en stúlkan er Askrof tvíburasystir hans, sem nú telur hollast fyrir sig að láta ekki sjá sig í íran. DYRLINGAR Komdu og skoðaðu í kist- una mína... Sú frétt birtist fyrir skömmu í dagblaði í Kaíró, að fundinn væri líkami Jóhannesar skírara í fornu klaustri úti í eyðimörk í Vestur-Egyptalandi, og væri hann „ósnortinn, órotnaður og alveg laus við tímans tannför*1. í blaðinu, A1 Akhbar, sagði að það hefðu verið munkar sem fundu Jóhannes, þeir byggju einir 80 saman í afskekktu klaustri, hér um bil 90 kílómetra fyrir norðvest- an Kaíró, og hefðu þeir rekizt á Jóhannes fyrir tveim árum en haldið fundinum leyndum fram aö þessu. Hafði blaðið það m.a. eftir föður Youhanna, næstæðsta manni í klaustrinu, að fundizt hefðu fleiri en skírarinn: Elísa spámaður, sá er tók við af Elía, og nokkrir ónefndir dýrlingar aðrir. Hefðu þessir helgu menn verið saman komnir í kistu undir kirkjugólfi í klaustrinu. Kirkjuhöfðingjar hafa fátt vilj- að um fregnina segja. Það er Koptíska rétttrúaðarkirkjan sem fer með stjórn trúmála á þessum slóðum; að því er saga hennar hermir stofnaði Markús guð- spjallamaður hana árið 61 e. Kr. En Senúda patríarki þriðji hefur sett nefnd í málið. í fregninni í A1 Akhbar er aðeins greint frá einni kistu. í öðru Kaíróblaði A1 Ahram, eru þær hins vegar tvær. Þar segir auk þess að önnur kistan hafi verið opnuð i viðurvist fregnritara blaðsins, Ezzats nokkurs El-Saa- dany, og mannslíkami þá komið í ljós. BÍaðamaður hafi þó undir eins áttað sig á því, að ekki gæti það verið líkami Jóhannesar skírara. Jóhannes skírari, rödd hrópandans í eyðimörkinni, var nefnilega hálshöggvinn, eins og menn muna úr biblíunni, að skipan Heródesar, — en sá í kistunni hafði höfuðið enn. El-Saadany hafði hins vegar séð aðra kistu, sem ekki var opnuð meðan hann stóð við, og tjáðu munkarnir honum að þar mundi vera Jóhann- es. Það er aftur á móti haft eftir föður Youhanna í A1 Akhbar, að aðeins ein kista hafi fundizt og hafi munkarnir lokið henni upp „eftir að við höfðum fastað og beðizt fyrir um hríö. Fundum við þá ósnortna líkamina, óspillta með öllu ... Gengum við síðan úr skugga um það, að þarna væru komnjr líkamar þeirra Jóhannesar skírara, Fllísa spámanns og nokk- urra dýrlinga annarra." Ekki var hann spurður þess í viðtalinu hvernig þeir klausturbræður hefðu gengið úr skugga um þetta ... En það er vitað, að kopískir munkar hafa fyrir sið að fasta og biðjast fyrir langtímum saman og lýkur þá oft með því að þeim opinberast með einhverjum hætti „himneskir leyndar-dómar" sem þeir kalla svo ... COLSONi fullákafur að hreinsa sjálfan sig af allri sök. sinni. Hann segist hafa reynt að segja satt og rétt frá öllu og öllum. Gagnrýnendum þykir hann hins vegar fullákafur að hreinsa sjálf- an sig af allri sök. 1 myndinni er hann saklaust fórnarlamb frétta- manna, forsetans og samverka- manna hans ýmissa. DOLLARABRAUTIN I Colson gengur aftur - á kvik- myndatjaldinu Um miðjan síðasta mánuð var frumsýnd í Bandaríkj- unum „stórmyndin" Born Again, gerð eftir metsölubók Charles Colson, eins helzta hand- langara Nixons, og fjallar um afturhvarf hans og enduræfingu til kristinnar trúar, eða það hversu „skíthæll verður sannkristinn maður“ eins og framleiðandinn, Robert Munger, komst að orði. Munger gerir sér góðar vonir um viðtökur almennings. „Sjálfur drottin stendur að gerð þessarar myndar,“ segir hann, „og allar myndir sem hann framleiðir frá góðar viðtökur.“ Gagnrýnendur hökkuðu mynd- ina í sig, en Munger lætur það ekki á sig fá. „Gallupkannanir hafa leitt það í ljós,“ segir hann, „að 98% allra háskólanema trúa á Guð. Sjötíu milljónir Bandaríkja- manna eru frelsaðar. Eg er ekkert hræddur um að tapa á þessari mynd.“ Munger ætti að vita viti sínu í þeim efnum því hann auðgaðist upphaflega á auglýs- ingastarfsemi. Charles Colson samdi sjálfur kvikmyndahandritið upp úr bók Myndin hefst á því að Colson er kominn í fangelsi og situr og hugsar stíft um það hvernig á því getl staðið. Þá er sögunni vikið aftur í tímann og sýndir þeir Nixon, Haldeman, Kissinger, Ehrlichman og fleiri höfuðpersón- ur úr Watergatemálinu. Hefur verið til þess tekið hve frásögnin er Nixon óhagstæð. Colson heldur því þó fram að það hafi alls ekki verið ætlunin með myndinni að hreinsa sig eða sverta aðra heldur aðeins að boða kristna trú. „Mér er alveg sama hvað fólki finnst um mig, ef það aðeins meðtekur boðskap minn.“ Honum hefur orðið vel ágengt meðal samstarfs- manna sinna við myndina. Eru þeir flestir frelsaðir ... Það voru bókstafstrúarsöfnuðir og frelsaðir iðnjöfrar sem lögðu féð til kvik- myndagerðarinnar, og hafa söfn- uðir þessir og aðstandendur aðrir haldið reglulegar bænasamkomur undanfarna mánuði til þess að tryggja myndinni gengi ... En Munger framleiðandi kveðst vilja hvetja guðleysingja jafnt sem trúaða til þess að Íeggja fé i kristilegar kvikmyndir, þær séu mesti gróðavegurinn núna. Sjálfur ætlar hann að taka til við aðra mynd bráðlega og á sú að heita Engillinn og fjalla um verndar- engla ... - WILLIAM SCOBIE Muammar Gaddafi Líbíuforseti hefur hingað til verið tal- inn hafa sjálfstraust vel í meðallagi. Þó er óvíst að hann hafi vænzt Þess að veröa útnefndur mannkyns- frelsari. En nú er sem sé búið að bví. Það voru svonefnd Guðs- „Guðsbörn” hafa fundið sérfrelsara börn, sem sæmdu Gaddafi Þessu starfsheiti. Guðsbörn Þessi voru mikið í fréttunum um og rétt upp úr 1970 og voru pá fjölmenn í Banda- ríkjunum. En nú eru Þau orðin uppgefin á samlönd- um sínum, Þykir Þeim ekki viðbjargandi, og vilja flytja til Líbíu. Útnefndu Þau Gaddafi forseta svo spá- mann sinn og frelsara og hafa yfirvöld í Líbíu síðan allt viljað fyrir Þau gera. Er búizt við Því, aö Trípólíborg, höfuðborgin í Líbíu, veröi orðin miðstöö Guðsbarna- trúar í heiminum innan fárra ára og trúboð rekið Þaðan út um víða veröld. Boðskap- urinn mun eftir sem áöur snúast um frið á jörðu, ást og almennan kærleik en nú að viðbættu lofi um Gaddafi fyrir frækilega framgöngu hans í spámennsku og frelsun. Gaddafi er „einn hinna útvöldu“ ef marka má ritningar Guðsbarna, og „eini pjóðarleiðtoginn í heiminum, sem talar í guös- nafni, og hefur guð útvalið hann til að leiða allar Þjóðir heims“. En Gaddafi Þakkaði fyrir sig og kallaði Guðs- börnin spámenn samtím- ans, enda mátti varla minna vera. Hann gerði reyndar - UPI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.