Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 65 maður! Gunnar gerði sér ferð til hans til að stúdera hvernig þetta tvennt gæti farið saman! Raunar þurfti Gunnar oft fyrr á árum að gista hjá pólitískum andstæðingum er hann ferðaðist um landið erinda flokksins. Þurfti þá hvorugur öðrum að snúa til að báðir hefðu skemmtun af þeim kynnum. Þá var þó heitt í kolunum. Gunnar snýr aftur Þjóðlífsþættir veginn sæmilega með felldu gagn- vart rússunum. Því kemst ég svona að orði, að tvisvar var reyndar til mín kallað löngu seinna og þá í hvort tveggja skiptið við sérstakar en svipaðar aðstæður. Fyrra skipt- ið var haustið 1956, þegar mestur atgangur varð hér út af atburðum í Ungverjalandi ... Svo aftur hálfum öðrum áratug síðar gerðu Sovétríkin innrás í Tékkóslóvakíu. Þá gerðist nú fátt um fína drætti til að fagna 7. nóvember. Þá var til mín leitað...« Ekki var þá að ástæðulausu leitað til Gunnars því »með mikilli gleði leyfi ég mér að segja, að þá hafi ég flutt skörulega ræðu um þá blessun, sem þessi tímamótadagur veraldarsögunnar hafi fært mannkyninu.« Ekki minnist ég að hafa heyrt Gunnar Benediktsson halda ræðu á pólitískum fundi, utan einu sinni en þá var hann að andmæla Jóhanni Hannessyni, nýkomnum heim frá Kína eftir byltinguna þar og flótta kristniboða frá landinu. Það var í miðju kalda stríðinu og þótti mér Gunnar standa nokkuð höllum fæti. En skilríkir menn segja mér að upp á sitt besta hafi Gunnar verið mælskur með af- brigðum og áhrifamikill í ræðu- stóli. Stefnu þeirri, sem hann aðhyllist, fylgir alkunnur út- breiðsluáhugi. Mér kemur í hug nokkuð sem Gunnar segir í kafla um ferð til Austfjarða 1932. »Það var flokknum engin ný upp- götvun,« segir hann, »hve mikil- vægt það var að geta smeygt sinni rödd að, þar sem fjölmenni var saman komið á góðum stundum.« Þessi orð geta víst átt við fleiri ár en það herrans ár 1932. Ætli þau geti ekki átt við enn? Af bónda einum frétti Gunnar sem var svo furðulega saman settur að hann var í senn mesti ágætismaður en þó — sjálfstæðis- Gunnar Benediktssoni AÐ LEIKSLOKUM. 171 bls. Örn og Örlygur. Rvík. 1978. Páll Þorsteinssonj ÞJÓÐ- LÍFSÞÆTTIR. 147 bls. Örn og Örlygur. Rvík, 1978. slepptum er auðvitað margt gott um þjóðlífsþætti Páls að segja. Hann ritar um mannlíf og sögu héraðs síns, byrjar á Öræfunum, lýsir Ingólfshöfða, fræðir okkur um Breiðá, »bústað Kára Sölmundarsonar,« segir frá Sand- fellsprestum, skráir frásögn Hannesar á Núpstað um »villiféð á Eystrafjalli« (besti þáttur bókar- innar), rifjar upp Vatnajökulsferð og rekur samgöngusögu héraðs síns. Meðal almennara efnis er svo þátturinn Ungmennafélögin og uppeidið. Þar segir meðal annars: »Heimilin í kaupstöðunum hafa mjög veika aðstöðu um aga og uppeldi unglinganna.« Og einnig: »1 sveitunum eru aðrar aðstæður. Þar eru ærin verkefni fyrir unglingana að svala starfsþrá sinni. En fækkun fólks á heimilun- um veldur því, að fásinni vex, ef þykir mér sá búningur ekki fara vel. Páll hyllist til að klæða efni sitt í sparibúning, hefja mál sitt á almennum inngangsorðum sem kunna að fara vel í ræðustól við hátíðleg tækifæri en fara afleit- lega í bók eins og: »ísland heitir land vort« eða »ísland er sérstakt »Ég hef enga óvini átt nema óvini ríkisins,« sagði Richelieu. Ætli Gunnar Benediktsson gæti ekki sagt eitthvað svipað: ég hef enga óvini átt nema óvini flokks- ins. Mér þóttu bæði langdregnar og alls ekki nógu líflegar endurminn- ingar Gunnars þar sem hann segir frá bernsku sinni og æskustöðvum. Öðru máli gegnir um þessa bók. Hún er að vísu nokkuð langdregin en vissulega skrifuð af manni sem lifir ekki í rósrauðu minningalandi heldur í guðmóði endurminning- anna og fyrir þá sök er hún bæði læsileg; og hugsanlega kann ein- hverjum að virðast sem hún hafi líka nokkurt sagnfræðilegt gildi. Nú er hann ekki lengur að rekja sig milli hólanna á heimaslóð heldur er komið fram yfir 1930 og pólitískir eldar kyntir sem heitast. Gunnar ræðst í þjónustu kommún- ista og gengur erinda þeirra vítt og breitt um land. Núverandi flokkaskipan var þá nýkomin á og alls ekki orðin eins rótgróin í meðvitund kjósenda og nú er orðið. Og Gunnar lét hendur standa fram úr ermum. Það var svona með naumindum að hann hafði tíma til að kvænast — öðru sinni. Og enn er Gunnar pólitískur. Háaldraður skrifar hann enn af sannkölluðum kreppueldmóði. Hann hefur hvorki skipt um skoðun né fyrirgefið sínum erki- óvinum — óvinum flokksins! íhald og kratar fá á baukinn hjá honum. Og rauði fáninn blaktir yfir höfði hans eins og enn sé 1932. í ofurtryggð sinni við hjartfólginn málstað líkist hann ekki Richelieu heldur öðrum frakka á annarri öld sem sagt var um að hann hefði ekkert lært og engu gleymt. En einmitt fyrir þá sök er bók hans að mörgu leyti sönn. Höfundurinn er ekki að biðjast afsökunar á orðum sínum og gerðum. Páll Þorsteinsson var alllengi alþingismaður. í þingmennsku mun hann hafa ástundað nákvæmni, ekki aðeins málefna- lega heldur mun hann hafa gætt þess að sérhvert plagg, sem frá honum fór, væri skýrt og skil- merkilega orðað. Nú kemur Páll fram í dagsljósið sem fræðimaður og sendir frá sér þessa Þjóðlífs- þætti. En því aðeins minntist ég á þingmennskuna að hún er enn í sjónmáli. Að minnsta kosti sumir hinna fimmtán þátta bókarinnar bera með sér ræðustíl þing- mennskunnar. Og með allri virð- ingu fyrir þingmennsku, þjóðleg- um fræðum — og Páli sjálfum eftir ERLEND JÓNSSON Páll Þorsteinsson að náttúrufari« eða »Eitt af skáldum vorum nefnir Island sviptigna móður með silfurhár greitt... « og svo framvegis. Þetta hæfir ekki nútímanum, lesandinn vill komast að efninu strax. En að þessum viðhafnarbúningi samgöngur og samvinna eykst ekki utan þeirra.« Hér er ég ekki sáttur við orðalagið »fásinni vex« en sleppum því. Hitt vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að nefna að mér finnst Páll einfalda Gunnar Benediktsson hagnýtri hönnun allt frá kveikjúrum til flugvéla. -Maralunga sófasettiö hefur verið valið á fastasýningu Mus- eum of Modern Art i New York Stólbakið er hægt að stilla á tvo mismunandi vegu með háu eða lágu baki. greiðan aðgang að listasöfnum. Maralunga sófasettið var af dóm- nefnd sérfræðinga, sem starfaði á vegum hins virta tímarits Fortune, kjörið best hannaða sófasett á Bandaríkjamarkaði þegar tímaritið gekkst fyrir umfangsmiklu mati á Maralunga sófar og stólar eru hann- aðir af Vico Magistretti, einum fremsta arkitekt ítala í dag. Frjóar og faglegar útfærðar hugmyndirein- kenna verk hans, enda hafa þau átt eftir ERLEND JÓNSSON Samtímis brunaði hann fram á ritvöllinn og gerðist afkastamikill ritgerðasmiður. Skáldsagnahöf- undur gerðist hann í leiðinni. Næstu árin hljóta að hafa verið ánægjuleg fyrir mann sem trúði á málstað þann, sem Gunnar aðhylltist, því stefna hans var stöðugt að vinna á frá því er hann gekk í þjónustu flokksins og fram til kosninganna 1942. Gunnar var samherji Kristins E. við Rauða penna og síðar Tímarit máls og menningar. »1 byrjun stríðs var ég orðinn þjóðkunnur og vinsæll rithöfundur og meira að segja dáður af nokkrum hluta lesenda.« En svo leið að stríðslokum og þá tóku veður að skipast í lofti. »Það voru að losna einhver tengsl við fyrri samherja og í raun og sannleika mína einu samherja í gegnum allt fram til þessa dags. Vetur eftir vetur var ég kjörinn ræðumaður á afmælishátíð rúss- nesku byltingarinnar. Svo snartók fyrir það, og veit ég ekki til, að síðan kæmi ég til tals við þau tækifæri, þegar allt var nokkurn Jólamerki skáta komin út JÓLAMERKI skáta fyrir árið 1978 eru nú komin út, og munu skátar víðs vegar um land bjóða þau til sölu. Þá munu merkin einnig fást á skrifstofu Banda- lags íslenskra skáta að Blöndu- hlíð 35 í Reykjavík. Útgáfa jólamerkja íslenskra skáta hófst árið 1957, og hafa þomið út óslitið síðan. Örfá arkasett merkjanna munu enn vera fáanleg. Jólamerkin í ár er fyrsta örkin af þremur árgöngum sögulegrar útgáfu félagsmerkja íslenskra skátafélaga af öllu landinu. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640 Setberg prentaði merkin, en þau hannaði Haukur Björnsson 1® ! f |;! I j t! ■ ' K | * í 11 f i' 'infrnfi 'fyffffftuí hlutina. Það er að vísu rétt að talsverður fjöldi unglinga í íslenskum kaupstöðum er illa agaður. En samanburður við borgarlíf í ýmsum öðrum löndum bendir ekki til að það stafi af því að þeir eigi heima í margmenni. Orsökin gæti allt eins verið hið almenna agaleysi og upplausnar- ástand í þjóðfélaginu sem lýsir sér meðal annars i því að »agi« er algert bannorð núorðið. í hinu, sem Páll segir um sveitaheimilin, virðist mér hins vegar felast nokkur mótsögn því stórbættar og greiðar samgöngur munu á næstu árum gera að engu muninn á dreifbýli og þéttbýli víðast hvar á landinu og draga unglingana í sollinn hvar sem þeir eiga heima. Páll stendur föstum fótum í héraði sínu en hefur einnig víðari sjónhring til viðmiðunar. I þættin- um Þekkingarleit segir hann meðal annars: »Island hefur verið, er og verður starfssvið og skóli íslenzku þjóðarinnar, og þroski þjóðar verður þá mestur, er hún leggur alúð við þau verkefni og hagnýtir sér sem bezt í þekkingar- leit sinni þau kennslutæki, sem landið býður sjálft.« Þetta er auðvitað viturlega og réttilega mælt. Hér talar ung- mennafélaginn sem vill Islandi allt. Gallinn er aðeins sá að ekki er víst að allir vilji alltaf hið sama. Ahugaefni manna eru síbreytileg og beinast ekki alltaf að því að efla hag og gengi ættjarðarinnar, síður en svo. Sumir hafa meiri áhuga á ýmsu sem gerist vítt og breitt um heiminn, langt utan Islands. Enn- fremur mætti geyma í minni að fyrir sjónum tugmilljónaþjóða getur Island sýnst sem ónumið land. En þeir, sem ritað hafa um íslensk þjóðernismál hafa löngum talað tæpitungu og haldið sig fjarri raunveruleikanum og er Páll að mínum dómi engin undantekn- I ing frá þeirri reglu — að svo miklu leyti sem hugleiðingar hans flokk- ast undir þau mál. Hann hefði vel mátt kveða fastar að orði. Og hann hefði líka mátt minnast þess að spurningin um heill og framtíð Islands getur ekki lengur verið spurning um sveit eða kaupstað. Þetta segi ég ekki til að áfellast Pál sjálfan, öðru nær, ef allir væru eins og hann væri málefnum hér vafalaust betur borgið en raun ber vitni. Þættir hans eru allrar yirðingar verðir svo langt sem þeir ná. En dómur manns um bók fer að nokkru leyti eftir því hvers hann væntir áður en hann opnar hana. Og einhvern veginn átti ég von á að þessi bók væri líflegri en hún er. Mér fannst að þessi ágæti maður hlyti að hafa svo miklu meira að segja. Fimm ný jar ástarsögur f rá Skuggs já Hjá Skuggsjá eru komnar út þrjár nýjar bækur í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnari Brúðurin unga eftir Margit Söderholm, Ekki er öll fegurð í andliti fólgin eftir Sigge Stark og Flóttinn eftir Else-Marie Nohr. „Rauðu ástarsögurnar njóta mikilla vinsælda, enda höfuhdar allir vinsælir og kunnir skemmti- sagnahöfundar," segir í fréttatil- kynningunni frá útgefanda. Þýð- ingar bókanna hefur Skúli Jensson annazt. Aður eru komnar út í þessum bókafiokki sex skáldsögur. Rauðu ástarsögurnar eru prent- aðar í Víkurprenti hf. Þá hefur Skuggsjá gefið út nýjar bækur eftir Theresu Charles og Barböru Cartland. Hefur það verið árviss viðburður hjá forlaginu undanfarið að gefa út bækur eftir þessa höfunda og er þetta 22. bók Theresu Charles og 5. bók Barböru Cartland, sem forlagið gefur út, „enda eru þessar skáldkonur meðal mest lesnu höfunda afþrey- ingarbóka og sérlega vinsælar meðal íslenzkra lesenda," segir í fréttatilkynningunni. Bók Theresu Charles heitir Ekki svo létt að glcyma. en bók Barböru Cartland heitir Hver ertu. ástin mín?.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.