Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.12.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 61 vegna stöðugrar hættu á árás frá nágrönnum þeirra. Ef þau verða af ávöxtum Sambands- veldisins í einu tilliti þá njóta þau ávaxtanna enn frekar í öðru tilliti og þannig helst hæfilegt jafnvægi með heildinni. Meðborgarar mínir, ég legg þessar athugasemdir fyrir ykk- ur í fullu trausti þess að þið munið vega þær og meta af sömu skynsemi og þið hafið áður sýnt í ákvörðunum ykkar, og að þið munið aldrei fylgja formæl- endum sambandsslita út í myrkviði og áhættu hversu dökkum litum sem þeir mála erfiðleikana sem við ykkur blasa og hversu vinsælar sem grund- vallar sjónarmið villukenninga þeirra kunna að vera. Hlustið ekki á þær hjáróma raddir sem segja ykkur að lýðir Ameríku sem er tengdur svo mörgum vináttuböndum geti ekki lengur lifað saman sem ein þjóð; að þeir geti ekki lengur sameinaðir gætt sameiginlegrar gæfu; að þeir geti ekki lengur allir verið borgarar eins mikils, virðulegs og vaxandi stórveldis. Hlustið ekki á þær sífrandi raddir sem segja ykkur að sú stjórnskipan sem mælt er með við ykkur sé algert nýmæli í öllu stjórnmála- lífi; að hún eigi sér enga stoð í kenningum jafnvel hinna djörf- ustu fræðimanna; að með henni sé raskað að tilraunum sem aldrei geti tekist. Nei, samland- ar mínir, lokið eyrum ykkar fyrir óhelgu máli slíkra radda. Lokið hjörtum ykkar fyrir eitrinu í þessum málflutningi; megi ættarblóðið sem streymir um æðar amerískra borgara, það blóð sem þeir hafa úthellt sameiginlega til að verja heilag- an rétt sinn, helga Sambands- veldi þeirra og rísa gegn því í hryllingi að þeir verði framandi, keppinautar og óvinir. Og ef við eigum að foröast öll nýmæli þá segi ég ykkur sannlega, að hættulegust allra nýmæla, of- djörfust allra áætlana, flaustur- legust allra tilrauna, er sú að slíta okkur í hluta til þess að varðveita frelsi okkar og fram- fleyta gæfu okkar. En hvað veldur því að okkur beri að hafna víðlendu lýðveldi aðeins vegna þess að í því felast nýmæli? Er það ekki sómi lýða Ameríku að virða svo sem hæfir skoðanir annarra alda og ann- arra þjóða, en beygja sig samt ekki svo af blindni undir dýrkun fornrar frægðar, hefðar eða nafna að þeir varpi frá sér ráðum eigin skynsemi, þekkingu á eigin aðstæðum og því sem þeir hafa lært af eigin reynslu? Framtíðin mun eiga það að þakka þessari reisn að Ameríka verður leiksvið margra nýj- unga er hlúa að rétti ein- staklinga og velferð almennings. Hefðu leiðtogar Byltingarinnar tekið mikilvægar ákvarðanir án þekktra fordæma, hefði ekki verið sett á fót stjórnskipun án nákvæmra fyrirmynda, þá væru lýðir Bandaríkjanna ef til vill enn aumkvunarverð fórnarlömb rangra ráða og byggju, ef best léti enn við einhverja þá stjórn- skipunarhætti sem heft hafa frelsi alls mannkyns. Til allrar gæfu fyrir Ameríku, og við skulujn vona til allrar gæfu fyrir mannkynið, tóku leiðtogar okkar nýja og göfugri stefnu. Þeir gerðu byltingu sem á sér engan líka í sögu mannlegra samfélaga. Þeir settu upp stjórnmálavef sem á sér enga fyrirmynd á jarðkringlunni. Þeir stofnuðu til mikilfenglegra skipanar Bandalagsins, eftir- mönnum þeirra ber að halda henni við og endurbæta hana. Ef verk þeirra hafa ágalla þá má okkur undra hve fáir þeir eru. Ef þeim skeikaði mest í skipan sjálfs Sambandsveldisins þá er það af því að hún er erfiðust viðureignar; en Stjórnarskrár- þingið gaf henni nýja mynd í samþykktum sínum og það eru þessar samþykktir sem þið eigið nú að íhuga og taka ákvörðun um. Publius. Smámynt handa smá- fólkinu Foreldrasamtök barna með sérþarfir, sem berjast fyrir kennslu og sjálfsögðum mannréttindum barna sinna, eru að fara af stað með fjársöfnun til styrktar málefni sínu. Félagið hefur látið útbúa sparibauka fyrir smámynt, sem ætlunin er að biðja velviljaða kaupmenn og aðra atvinnurekendur að hafa í fyrirtækjum sínum, en einnig gætu þeir átt erindi á heimili. Þeir eru litlir og látlausir, eins og sjá má á myndinn i, og gera fólki kleift að styrkja málefni þetta ef því sýnist svo. Minnug þess að margt smátt gerir eitt stórt erum við full bjartsýni á að söfnun þessi muni hjálpa og gleðja þessa litlu þjóðfélagsþegna okkar, sem eiga um sárt að binda, en geta ekki talað máli sínu sjálfir. (Frá Foreldra- samtökum barna með sér- þarfir) PARTNER ER NÝTT VÖRUMERKI FYRIR VANDAOAN OG ÞÆGILEGAN FATNAÐ * VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN VERSLUNIN i / : ;/.' ! " ! I ; VlJ , I]l') I//i 11 HVERFISGOTU 32 Siemens-eldavéiin erfrábrugðin... Hún samelnar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiðslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin e[ sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýringu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -eldavélarsem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.