Morgunblaðið - 03.12.1978, Side 29

Morgunblaðið - 03.12.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1978 77 JU ™ /*> VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI flf UJAJTSPi" tlíiS'V If kaupæði stendur fyrir dyrum sem jólin eru, hvort við getum ekki hugað að því eftir mætti að kaupa íslenzkar vörur. Lengi hefur verið talað um að við skyldum styðja íslenzkan iðnað, kaupa íslenzkt fremur en erlent, iðnkynningarár ýtti á að menn myndu eftir hinum íslenzka iðnaði og svo mætti lengi telja en samt verður að mínu mati að halda áfram að minna á þetta því annars gleyma menn þessu strax. En þó má ekki ganga það langt að fólk fái algjöra leið á öllu tali um íslenzkan iðnað. Til jólagjafa er sjálfsagt einna algengast að keyptar séu bækur og er það að mestu leyti íslenzkur iðnaður. Prentarar og teiknarar og fleiri hafa haft við það atvinnu mikinn hluta ársins að setja og prenta bækur svo við getum keypt þær og lesið um jólin. Svo er sjálfsagt einnig um margar aðrar vörutegundir sem keyptar eru í miklu magni um jólin. Þetta held ég að við gætum auðveldlega haft í huga núna þegar þessi innkaup öll standa fyrir dyrum og vona ég að þessari áminningu verði ljáð rúm í dálkum Velvakanda. Stuðningsmaður.“ • Ljósin ekki virt Húsmóðir við Heiðargerði vildi gera gangbrautarljósin að umtalsefni og sagði hún að öku- menn virtu þau alls ekki nægilega, t.d. kæmi það of oft fyrir að þeir ækju yfir gangbrautirnar þótt gula ljósið væri á, en þegar það blikkaði mætti ekki aka yfir væri fólk á gangbrautinni. Nefndi hún tvö dæmi varöandi gangbrautina við Austurver á Háaleitisbraut- inni þar sem hún sagðist hafa verið á ferli að kvöldlagi ásamt annarri konu og þær hefðu verið komnar yfir annan helming göt- unnar og yfir á eyjuna þegar ljósin tóku að blikka og þá hefðu bílar SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Olympíuskákmótinu í Buenos Aires í síðasta mánuði kom þessi staða upp í skák þeirra Preissmans, Frakklandi, og Day, Kanada, sem hafði svart og átti leik. 23. ... Rxb2!!, 24. Rxb2 - Hxa2, 25. g4 (Örvænting, en 25. Rd3 hefði einnig verið svarað með Bc3!) Bc3!! og hvítur gafst upp því 26. Kbl er einfaldlega svarað með 26. ... Hxb2+, 27. Kcl - Ha8. Frakk- ar, sem höfðu staðið sig vel fram að þessu, guldu mikið afhroð, töpuðu á öllum borðum fyrir Kanadamönnum. ekið viðstöðulaust yfir án þess að stöðva. í annað sinn voru þær þrjár saman, sagði hún, og á sama hátt komnar hálfa leið yfir þegar bíl bar að og þrátt fyrir að þær vektu athygli á sér með því að veifa þá hefði hann ekið yfir gangbrautina. Og hvar værum við nú ef við værum t.d. blindar? spurði konan og minnti á að blint fólk er oft á ferli og notfærði sér einmitt það öryggi sem gangbraut- irnar ættu að veita þeim og öðrum gangandi vegfarendum. • Óþarft bann? Rjúpnaveiðimaður hringdi og kvaðst vera algjörlega mótfallinn rjúpnaveiðibanni eins og menn hefðu talað um í blöðum nýlega og vitnaði í ummæli dýrafræðinga þar sem segði að rjúpnastofninn væri jafnan í miklum sveiflum milli ára. Þessi ummæli vildi rjúpnaveiðimaðurinn minna á og taldi að friðunaraðgerðir og bann við veiðum myndi engin áhrif hafa á stofnstærð rjúpunnar. Þá vildi hann einnig lýsa því viðhorfi sínu að almenningar ættu að vera opnir fyrir öllum til umferðar ög veiða, því að öðrum kosti væri það engir almenningar, hér væri um al- menningseign að ræða sem allir hlytu að geta gert tilkall til þess að mega fara um og stunda sínar rjúpnaveiðar í friði. HÖGNI HREKKVÍSI V andaðar luri saumakör: Hagstætt verð Íaítngröattrrzlimm trta Snorrabraut 44J Lee Cooper mótar tískuna - alþjóölegur tískufatnaður sniölnn eftir þínum smekk, þfnu máli og þínum gæðakröfum. Lee Cooper skyrtur í miklu úrvali #'ADAm LAUGAVEGI47, BANKASTRÆTI 7 Tækni og þægindi til heimilisnota. Við bjóðum yður ábyggileg heimilistæki, sem byggja á áratuga tækniþróun SIEMENS verksmiðjanna. SIEMENS -heimilistækin sem endast SIEMENS sameinar gæði, endingu og smekklegt útlit. SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.