Morgunblaðið - 05.01.1979, Síða 17

Morgunblaðið - 05.01.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 17 Hvað segja þeir um nýja fiskverðið? Guðjón Jónsson form. Sjómannafélags Eyjafjarðari Menn sætta sig við fiskverðið en fleira þarf að koma til „Ég verð að segja það að þetta hafi sennilegast verið það sem hæst varð komizt með fiskverðið, en hitt er svo aftur annað mál, hvort menn eru fyllilega ánægðir, þótt þeir sætti sig við þessa niðurstöðu," sagði Guðjón Jónsson for- maður Sjómannafélags Eyjafjarðar er Mbl. leitaði álits hans á fiskverðinu. „Ég legg mikið upp úr því að eitthvað komi í sambandi við þær kröfur sem við lögðum fyrir ríkisstjórnina, “ sagði Guðjón. Mbl. spurði hvort þar væri eitt mál öðru fremur, sem hann vildi fá lausn á. „Þetta eru allt mikilsverð mál fyrir sjómennina," sagði Guðjón. „Það hefur mikið verið talað um skattamálin og það er stórt atriði fyrir eyfirzka sjómenn sem aðra að fá lagfæringar á þeim.“ Sigfinnur Karlsson form. Verkalýðsfélags Norðfirðingai Sjómenn á Nes- kaupstað gáfu verkfallsheimild „Við vorum með fund á gamlársdag og þá var slegið á að fiskverðshækkunin yrði 10—11%. Menn samþykktu að fara á sjóinn með það, en gáfu stjórn og trúnaðarmannaráði verkfallsheimild, sem er til taks, ef ekki kemur viðunandi lausn í félagsmálunum og þá einkum skattamálunum. Og svo er loðnuverðið ókomið,“ sagði Sigfinnur Karlsson for- maður Verkalýðsfélags Norðfirðinga er Mbl. spurði hann um álit austfirzkra sjómanna á fiskverðinu. „Ég er út af fyrir sig ekkert ánægður með þessa fiskverðshækkun," sagði Sigfinnur. „En heldur ekki beint óánægð- ur með tilliti til þeirra vona sem sjómenn binda við félagsmálapakkann sem er hjá ríkisstjórninni. Þar binda menn helzt vonir við skattafríðindi og svo orlofsmál- in. Verði þau mál leyst á viðunandi hátt geta sjómenn unað heildarlausn málsins. Varðandi loðnuverðið er það að segjar' að enn eru nokkrir dagar til stefnu. En auðvitað verður verðið að koma.“ Bjarni L. Björnsson varaform. Sjómannafélags ísfirðinga< Sjómenn sætta sig við fiskverðið í von um fleiri aðgerðir „Það sem ég hef heyrt bendir ti! að menn sætti sig nokkuð vel við fiskverðs- hækkunina en það er ljóst að vonin um einhverjar félagslegar aðgerðir og þá helzt i skattamálunum hjálpar mönnum til þess,“ sagði Bjarni L. Björnsson varaformaður Sjómannafélags Isfirðinga, er Mbl. spurði hann álits á fiskverðinu. Bjarni sagði að landróðrabátar hefðu farið einn róður og togarar væru komnir á sjó. „Það var nú búið að hræða sjómennina svo illa með því að láta leka út að fiskverðshækkunin yrði ekki nema 8,5% , sagði Bjarni. „Þetta voru klækjabrögð, því þegar hækkunin reyndist 11%. gekk sjómönnum betur að kyngja hækkuninni, þótt léleg væri, og um leið ýtti þetta undir vonir manna um að staðið yrði við fyrirheit um að félagslegar aðgerðir, sem mér skilst að búið sé að gefa undir fótinn með að sjái dagsins ljós.“ Bárður Jensson formaður Jökuls í Ólafsvfki Vonin um hliöar- ráöstafanir heldur mönnum á sjó „Við héldum nú fund og stöðvuðum fyíir jólin, en menn eru aftur farnir á sjó núna, þótt ekki séu þeir ánægðir með fiskverðshækkunina. Hins vegar binda menn miklar vonir við hliðarráðstafanir, eins og til dæmis skattfríðindi og frítt fæði og það er þessi von sem heldur-þeim á sjónum þessa dagana," sagði Bárður Jensson formaður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, er Mbl. leitaði álits Snaefellinga á fiskverðinu. „Ég held að sjómenn verði fyrir ákaflega miklum vonbrigðum ef ekkert verður gert fiskverðshækkuninni til viðbótar," sagði Bárður. „Fari svo hljóta þeir að endurskoða afstöðu sína, þótt ég geti nú ekki orða bundist og harma það, hvað það hefur verið lítil samstaða meðal sjómanna, bæði hér á Snæfellsnesinu og hringinn í kringum allt landið." i að pakka Igendurna ” Fiskurinn, sem Rán var með, var mjög góður, 56.2 tonn voru ýsa, 13.7 tonn af flatfiski og 12.7 tonn af þorski. Sagði Ásgeir að þeir hefðu farið á veiðar nokkru fyrir jól, síðan legið í höfn frá því um hádegi á aðfangadag fram á kvöld annars í jólum. Þá farið út og verið að Rán GK 42, sem áður hét Boston Wellvale. veiðum fram undir áramótin. — Þegar það var ákveðið að við sigldum til Englands, segir Ásgeir einsetti ég mér að fá sem mest af fiski sem hentaði bezt fyrir enska markaðinn, sem þýðir að reyna að fá sem minnst af ufsa og karfa og það tókst, segir hann. Ef nefna á einhver dæmi um það verð, sem Rán fékk fyrir fiskinn, má nefna að hæst verð fyrir þorsk var 992 krónur á kíló. Fyrir kíló af stórlúðu fengust alls að 1792 krónur. Fyrir kíló af ufsa 391 króna og fyrir kíló af karfa 376 krónur. Það var viðbúið að Rán gerði metsölu hér í dag sökum þess að sama og enginn fiskur hefur verið á markaðnum síðan fyrir jól. Vonzkuveður hefur verið í Norðursjó frá því um áramót, þannig að bátar héðan hafa ekki komist á sjó. Ekki er væntanlegur neinn fiskur á markaðinn hér í næstu viku nema frá íslenzkum skipum og má því frekar reikna með að þau fái gott verð. Það sem hér setur helzt strik í reikninginn er að vörubif- reiðarstjórar hér um slóðir hafa boðað verkfall í næstu viku — en öllum fiski er dreift með vörubifreiðum — og getur það haft sínar afleiðingar. Fiskkaupmenn hér í Grimsby, sem eru yfir 240 að tölu, geta þó afgreitt eitt skip á dag, þar sem þeir geta notað eigin bifreiðar til að dreifa fiskinum. í Hull er slíkt verkfall þegar skollið á en þar eiga kaupmenn ekki eins auðvelt um vik þar sem þeir eru aðeins 60—70. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig verður með Fleetwood, en talið er að vörubifreiðastjór- ar þar hefjist ekki handa fyrst um sinn. Hæsta meðalverð sem áður hafði fengist fékk Krossvík AK, sem seldi 13. desember síðastliðinn í Grimsby og meðalverðið var 517 krónur. Rán er annar tveggja síðu- togaranna, sem enn eru gerð- ir út á íslandi og hét áður Boston Wellvale.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.