Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1979 Jón L. efstur í Prag JÓN L. Árna.son er nú í efsta sœti á alþjóðletja skákmótinu í Pra«. Jón vann í gær skák sína gegn Bravoda frá Tékkóslóvakíu og er með C'/i vinninK. en næstu menn cru með 6 vinninga. brjár um- ferðir eru eftir ok saifði Jón í gær að hann aetti frekar erfiða andstæðinga eftir. Fram hefur komið í fréttum, að Jón þyrfti 8 vinninga til að ná alþjóðlegum meistaratitli. Jón sagði í gær að samkvæmt því sem hann hefði nýjast frétt dygði það ekki til titilsins. Hann þyrfti að tefla minnst 24 skákir á mótum, sem gæfi réttindi. Hann hefði teflt 11 skákir á móti í Bandaríkjunum síðastliðið sumar og á þessu móti tefldi hann 12 skákir. Þó hann næði árangri til alþjóðlegs titils á þessum mótum dygði það ekki því eina skák vantaði í viðbót á réttindamóti. þessarar ferðar með sigri á unglingameistaramótinu. Hann sagði ennfremur, að þó árangur- inn hefði e.t.v. ekki verið sem allra beztur þá hefði hann haft bæði gagn og gaman af þátttöku í mótinu. Tvö tonn úr trossu Swluíirói 4. janúar. Áramótin voru góð í flesta staði hér í Siglufirði og hátíðablær yfir bænum. Bátarnir lögðu flestir net sín í morgun, en einn þeirra lagði þó í gær. Hann vitjaði um í morgun og fékk þá m.a. 2 tonn af góðum fiski úr einni trossu. Eftir því sem ég hef fregnað að undanförnu hefur afli togaranna verið heldur tregur, nema af kola, en þar hefur fiskast vel. Ég frétti t.d. af einum togaranna, sem fékk 20tonníhali. _mj Rannsókn miðar vel RANNSÓKN svokallaðs Fríhafn- armáls miðar vel áfram. að stign ólafs Hannessonar fulltrúa lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli, sem hefur rannsóknina með höndum. Rannsóknin beinist að því að ganga úr skugga um, að sögn Ólafs, hvort eitthvað sé hæft í fregnum um að ákveðnar vínteg- undir hafi verið seldar hærra verði en sagði í gjaldskrá Fríhafn- arinnar til þess að hylma yfir óeðlilega rýrnun í fyrirtækinu. Allmargir starfsmenn Fríhafnar- innar hafa verið yfirheyrðir vegna rannsóknar málsins. Svíar í sex efstu sætin RÓBERT Harðarson, nýhakaður unglingameistari í skák, fékk 3Vt vinning á fjölmennu unglinga- móti í skák. sem haldið var f Hallsherg í Svíþjóð. Keppendur voru alls 38 og varð Róbert í 25.-29. sæti. Sænskir piltar röðuðu sér í 6 efstu sætin og sigurvegari varð Marklund með 7 vinninga. Þátttakendur voru frá flestum löndum Evrópu og ísrael. Róbert sagði í spjalli við Mbl. í gærkvöldi að hann hefði unnið til 4 umsóknir um 2 prófess- orsembætti RUNNINN er út umsóknarfrest- ur um tvær prófessorsstöður í lagadeild. aðalkennsiugreinar réttarfar og rfkisréttur. Stöðum þessum gegndu ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra og dr. Gunnar Thoroddsen alþm. en þeir sögðu þeim iausum á s.l. ári. Umsækjendur eru fjórir: Dr. Gunnar G. Schram, settur próf- essor, Björn Guðmundsson, settur prófessor, Stefán Már Stefánsson, settur prófessor, og dr. Páll Sigurðsson, dósent við lagadeild- ina. Mikiðtjón í eldsvoða á Akranesi Akranesi 4. janúar SLÖKKVIÐLIÐ Akraness var kvatt út síðastliðna nótt klukkan 1.30 að Þjóðhraut 3. en þá var húsið þar. sem er Rörasteypa Akraness. alelda. Það tók slökkviliðið tvær klukkustundir að kæfa eldinn, en þá var allt brunnið, sem brunnið gat. l»ar með talið ein bifreið og dráttarvél. Við Rörasteypuna var við- bygging, þar sem var birgða- geymsla Vatnsveitu Akraness, sem brann ásamt öllu innan- stokks til kaldra kola. Eldsupptök eru enn ókunn. Húsin voru byggð árið 1900 og voru tryggð fyrir 30 milljónir króna. Búast má við að tjónið sé þó enn meira en þeirri upphæð nemur. - j6|(ns_ *■**»¥!“»-■ • * v» 50 ár frá því að Neskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi: Öllum íbúum bæjarins boðið á bæ jarst jórn- arf und á sunnudaginn NORÐFIRÐINGAR minnast þess í ár að 50 ár eru nú liðin síðan Neskaupstaður fékk kaupstaðarréttindi. Það var hinn 1. janúar 1929 sem Nes- hreppur í Norðfirði fékk kaup- staðarréttindin og strax dag- inn eftir fóru fram kosningar til ba'jarstjórnarinnar. Nýkjör- in bæjarstjórn hélt síðan sinn fyrsta fund 7. janúar 1929. Hátíðahöld afmælisársins hefjast með hátíðafundi bæjar- stjórnar í Egilsbúð klukkan 14 á sunnudaginn 7. janúar og eru allir Norðfirðingar hvattir tii að mæta á fundinn. Bæjarstjórnar- fundurinn stendur í tæpa klukkustund og standa allir bæjarfulltrúar sameiginlega að tillögum þeim, sem fluttar verða, en forsetar bæjarstjórnar fylgja þeim úr hlaði. Það ætti að auka á hátíðablæ fundarins að hið gamla fundarborð hefur nú verið gert upp og verður tekið í notkun á nýjan leik á fundinum. Að fundi bæjarstjórnar lokn- um er öllum Norðfirðingum úr sveit og bæ boðið til kaffisam- sætis og verður opið hús í Egilsbúð frá klukkan 15—19. Auk þessa verður afmælisins minnst á margvíslegan annan hátt á árinu. 75% fyrirf ramgreidsla ekki í alla staði vond — segir Guðmundur J. Guðmundsson „Ég get nú ekki beint svarað fyrir mín samtök. en ég held ekki að það sé í alla staði vont að fyrirframgreiðsla skatta ha’kki í 75%,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verkamanna- samhands íslands, í samtali við Morgunblaðið. Fjármálaráðuneyt- ið hefur sem kunnugt er ákveðið Guðmundur H. Garðarsson um 75% fyrirframgreiðslu: , ,I>ad er ver ið að r áð- ast á dugmikið fólk” „MEÐ 75% fyrirframgreiðslu upp í væntanlega skatta þessa árs á grundvelli álagðra skatta síðastlið- ið ár er vinstri stjórnin, eða réttara sagt fjármálaráðherra fyrir hennar hönd. að slá því föstu að verðhólgan í ár verði hið minnsta 50%.“ sagði Guðmundur IL Garðarsson formaður Verslun- armannafélags Reykjavíkur í gær. er Morgunhlaðið spurði hann álits á þeirri ákvörðun fjármálaráðu- neytisins að innheimta 75% af sköttum fyrirfram á fyrstu 5 mánuðum þessa árs. „Þetta er athyglisverður dómur útaf fyrir sig,“ sagði Guðmundur ennfremur. „En alvariegasta hlið þessarar skattheimtu er sú, að með henni er greiðslugetu almennings gjörsamlega ofboðið. — Hvað skyldi verða mikið eftir til framfærslu meðaifjölskyldu um næstu mánaöa- mót, þegar ríkið hefur heimtað sitt samkvæmt 75% reglunni, og stór- hækkuð fasteignagjöld í Reykjavík koma til innheimtu? —Ég er anzi hræddur um að þröngt verði í búi hjá þúsundum manna ujn land allt á næstu mánuðum vegna hinnar röngu, ég vil bæta við ranglátu stefnu vinstri stjórnarinnar í skattamálum. -Vinstri menn halda að þeir séu að skattpína einhverja auðmenn á íslandi með þessum aðferðum. Staðreyndin er hins vegar sú, að vinstri-skattheimtustefnan kemur harðast niður á millitekjufólki, — öllum almenningi í landjnu. Það er verið að ráðast á dugmikið fólk til sjávar og sveita. Fólk sem lagt hefur á sig mikið erfiði við íbúðar- byggingar, í námi og í starfi til þess að verða sjálfstætt og bjargálna. Því miður heyrist það alltof víða þessa dagana að hin neikvæða stefna vinstri stjórnarinnar í at- vinnu- og skattamálum sé að eyðileggja heilbrigða sjálfsbjargar- hvöt dugmikils fólks og að margir hafi hug á að hverfa til starfa erlendis þar sem betur sé að fólki búið í þessum efnum. Það er tími til kominn, að almenningur rísi upp og mótmæli hinni siðlausu ofsköttun sem nú tröllríður íslensku þjóðfélagi," sagði Guðmundur að lokum. að fólk greiði 75% af gjöldum fyrra árs á fyrstu 5 mánuðum þessa árs, en það er hærra hlutfall en nokkru sinni áður. Kvaðst Guðmundur sjálfur vera hlynntur staðgreiðslukerfi skatta, og þetta væri raunverulega skref í þá átt. Sagði hann að ef ástæða þætti til að hafa staðgreiðslukerfi í stöðugum og sveiflulitlum iðnaðar- þjóðfélögum, þar sem tekjur fóiks væru mjög jafnar frá ári til árs, þá væri enn meiri þörf á slíku kerfi hér á landi, þar sem tekjur fólks væru gífurlega misjafnar frá einu ári til annars. Sagði Guðmundur að þótt það kynni að verða erfitt fyrir einhverja að greiða svo mikið fyrirfram nú, þá væri þess að geta að það kæmi þá væntanlega í veg fyrir að þeir hinir sömu ættu það allt eftir í lok ársins, en algengt væri að öll laun fólks væru tekin í skatta síðustu mánuði ársins. „Mín afstaða er ósköp hrein og klár,“ sagði Guðmundur, „ég er með staðgreiðslukerfi, þó að sumir tali um að það borgi sig ekki í verðbólgu. Þó vera kunni að þetta sé hálfgert „grams“ hjá fjármálaráð- herra, og raunar finnst mér það nú bera keim af því, og þótt þetta stökk kunni að vera of stórt á þessu ári, þá er þetta að mínu mati til bóta.“ Þar með væri þó alls ekki verið að segja að þetta væri gert af göfugum eða djúpum hvötum hjá fjármála- ráðherra, sagði Guðmundúr enn- fremur, og ef til vill mætti segja að of langt væri farið. „Skoðun mín á þessari 75% fyrirframgreiðslu skatta er því dálítið tengd þessu staðgreiðslukerfi, og er það furðu- legt, að þrátt fyrir allan þann fjölda nefnda sem um málið hefur fjallað, að þá skuli ekkert hafa gerst enn. — Allar þær nefndir sem fjallað hafa um staðgreiðslukerfi skatta á undanförnum árum kæmust ekki inn í hina nýju breiðþotu Flugleiða, svo margar eru þær,“ sagði Guð- mundur að lokum. Framtalsnefnd Rvíkur kosin í gær Á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í gærkvöldi var kosið í framtalsnefnd til eins árs. Eru kjörnir fimm menn í nefndina og jafnmargir til vara, þrír tilnefndir af meirihlutanum og tveir af sjálfstæðismönnum. I nefndina voru kjörin: Sigurður Armannsson, Kristín Guðmunds- dóttir, Ragnar Ólafsson, Björn Þórhallsson og Jón Guðmundsson. Til vara voru kosnir: Sigurður Guðgeirsson, Jón B. ívarsson, Jón Snæbjörnsson, Þorvarður Alfonsson og Einar Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.