Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
Rómantísk þjóðrækni og ihalds-
semi íslenzkrar vinstristefnu
Skírnir 1978 hefst á erindi eftir
Ólaf Jónsson sem hann flutti á
aðalfundi Hins íslenska bók-
menntafélegs 4. desember 1977.
Erindið nefnist Bókmenntir og
samfélag eftir 1918. í því veltir
Ólafur fyrir sér ýmsum hlutum
um tengsl bókmennta og samfé-
lags, bókmenntasögum, tímasetn-
ingu ýmissa nýjunga í bókmennt-
unum svo að fátt eitt sé nefnt.
Hér er aðeins ætlunin að vekja
athygli á skoðunum Ólafs, ekki
brjóta þær til mergjar. Meðal þess
sem athyglisvert má telja í erindi
hans er hugleiðing um Rauða
penna, Kristin E. Andrésson og þá
höfunda sem söfnuðust kringum
'•hann. Ólafur telur að marxísk
hugmyndafræði hafi haft mikið
gildi fyrir Halldór Laxness, en sá
höfundur „sem með mestum fögn-
uði tók boðskap Rauðra penna var
þó án efa Jóhannes úr Kötlum".
Siðan kemur ályktun sem flestir
munu vera sammála um, en hér er
hún sérkennilega orðuð: „En
íslensk vinstristefna í bókmennt-
um og pólitík hefur alla tíð verið
menguð af rómantískri þjóðrækni,
eins og glöggt sést af ýmsum
ritum og ritgerðum Kristins E.
Andréssonar ffá þessum árum og
síðar, og margs konar íhaldssemi
sem slíkum viðhorfum fylgir".
Rétt þykir mér Ólafur hafa fyrir
sér í því að á fjórða áratugnum
kemur fram hjá Jóhannesi úr
Kötlum „einhvers konar viðleitni
til að endurnýja ljóðmál og stíl við
hæfi nýrra tíma, viðhorfa, hug-
mynda: þar er eins og sé í bígerð
einskonar nýr ljóðrænn raunsæis-
stíll sem áreiðanlega hefði orðið
haganlegri miðill þjóðfélagslegri
ádeilu og boðskap en tilfinninga-
samar úrlausnir frásagnar- og
yrkisefna, íborið hefðbundið ljóð-
mál sem að sinni varð ofan á í
skáldskap Jóhannesar".
Það fer aftur á móti eftir því
hvaöa skilningur er lagður í orð
hvort taka á undir þá fullyrðingu
að módernisminn í íslenskri ljóð-
list hefjist með Ljóðum Steins
1937. Ólafur segir um Ljóð: „Þar
verður einmanaleiki og angist,
lífsfirring nútíðarmanns og lífs-
hátta í fyrsta sinn yrkisefni á
íslensku". Ég er ekki viss um að
félagslegt raunsæi kreppuáranna
Bðkmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
hafi verið það „upphaf bæði
formbyltingar og módernisma"
sem Ólafur talar um. Tíminn og
vatnið með stefnu sinni „burt úr
mannheimi" sem ekki er þó einhlít
skýring fremur en annað er
dæmigerður módernismi að mínu
mati. Og módernisma má rekja til
skálda bæði heima fyrir og erlend-
is sem voru að mörgu leyti
rómantísk í viðhorfum en snerust
þrátt fyrir það öndverð gegn
gömlu lífsmati og aðferðum í
skáldskap. Hitt er engu að síður
staðreynd að „krafan um félags-
lega hlutdeild bókmenntanna"
hefur staðið nýjungamönnum í
ljóðlist fyrir þrifum eins og Ólafur
bendir á.
Békmenntir og samfélag er
gagnlegt rabb og getur án efa
orðið tilefni til umræðna. Sama
má segja um grein Hrafnhildar
Hreinsdóttur 2141 lesandi og
Bækur á markaði eftir Ólaf
Jónsson í sama Skírnishefti. Grein
Hrafnhildar hefur undirfyrirsögn-
ina Athuganir um bóklestur,
bókakaup, bókaeign, en grein
Ólafs Um upplag og sölu nokkurra
algengra bóka 1972—76. í greinun-
um er ýmislegur fróðleikur, en
niðurstöður eru ekki skýrar vegna
þess að kannanir eins og þær sem
sagt er frá gefa fyrst og fremst
vísbendingar, ítarlegri rannsóknir
þarf að gera til að verulegt mark
sé á þeim takandi.
Synd er ekki nema fyrir þræia
nefnist ritgerð eftir Dagnýju
Kristjánsdóttur og fjallar hún
„um þema og hneigð í Svartfugli
eftir Gunnar Gunnarsson". Dagný
gerir grein fyrir niðurstöðum
þriggja bókmenntafræðinga sem
skrifað hafa um Svartfugl, en þeir
eru Stellan Arvidson, Kristinn E.
Andrésson og Fríða Sigurðardótt-
ir. Niðurstöður þremenninganna
eru að mati Dagnýjar að sögu-
maðurinn Eyjólfur Kolbeinsson sé
talsmaður höfundar í Svartfugli.
ólafur Jónsson
ritstjóri Skírnis
Túlkun þeirra á verkinu mótist af
því. Henni þykja það „mikil tíðindi
ef ekki væri hægt að lesa jafn
margslungið verk og Svartfugl
Gunnars Gunnarssonar á fleiri en
einn' veg.“ Eyjólfur er „fjarri því
að vera eindreginn talsmaður
höfundar" skrifar Dagný. Dagný
talar um tvöfalda atburðarás
Svartfugls. Annars vegar er túlk-
un yfirstéttarmannsins Eyjólfs
Kolbeinssonar, hins vegar önnur
saga, saga þeirra Bjarna og
Steinunnar. Samúð höfundar er
með þeim segir Dagný, ekki
Eyjólfi: „Siðferðileg og þar af
leiðandi félagsleg uppreisn þeirra
13
ásamt stéttarlegri samstöðu fá-
tæklinganna á Rauðasandi felur í
sér ögrun við boð og bönn þessa
þjóðfélags. Yfirstéttin á hins
vegar hagsmuna að gæta í því að
vernda þessi boð og bönn og gæta
þess að enginn brjóti þau — nema
hún sjálf“.
Titill ritgerðarinnar er sóttur í
orðræður þeirra Eyjólfs og Ólafar.
Eyjólfur minnir Ólöfu á að til sé
öðruvísi hamingja en þeirra,
„hamingja í synd — og myrkri“.
Ölöf svarar hlæjandi: „Synd er
ekki nema fyrir þræla."
Umræður um Svartfugl sýna að
margbrotið verk má skýra á
mismunandi vegu. Skýring Dagn-
ýjar verður að öllum líkindum ein
af mörgum skýringum á verkinu,
en hún er forvitnileg og studd
gildum rökum.
Mér þótti gaman að lesa grein-
ina Þýðing Ódáinsakurs eftir W.M.
Sennar. Kvæðið Ódáinsakur er
þýðing Bjarna Thorarensens á
Elysium eftir Friedrich Schiller,
en í grein sinni kemur Senner með
þá tilgátu að Jónas Hallgrímsson
sé höfundur þýðingarinnar.
Þegar kemur að fornum bók-
menntum og sögu í Skírni tekur
það töluvert rúm. Helgi Þorláks-
son skrifar ritgerðina Sjö örnefni
og Landnáma, Vésteinn Ólason
ræðir Frásagnarlist í fornum
sögum og Lýður Björnsson á
stutta en skemmtilega grein um
andlátsorð Snorra Sturlusonar.
Eigi skal höggva.
Þótt ekki beri að lasta umfjöllun
Skírnis um fornan tíma er það
styrkur ritsins hve nútíminn fær
mikið pláss í þetta skipti.
Af efni er ótalið Bréf til Skírnis
eftir Magnús Pétursson sem fjall-
ar um hljóðfræði. Ritdómar eru
eftir Jakob Benediktsson, Harald
Sigurðsson, Bergstein Jónsson,
Silju Aðalsteinsdóttur og Ólaf
Jónsson.
Bókmenntaskrá Skírnis eftir
Einar Sigurðsson fylgir að venju.
Allir munu vera á einu máli um
nauðsyn hennar og vönduð vinnu-
brögð höfundar.
Kristján frá Djúpalæk:
Fögur og fjölskrúðug veröld
Einar Pálsson.
Rammislagur.
Útg. Mímir. Reykjavík 1978.
Nauðsyn væri að kanna
forsendur bókaútgefenda hér á
landi fyrir vali útgáfubóka og
hvernig þeir hafa efni á að eyða
tugmiljónum í auglýsingar á
þessum bókum, sem vægast sagt
eiga margar lítið erindi á markað
og síst af öllu um jól. Þetta verður
þó að bíða betri tíma.
Sú bók, sem mér persónulega
þótti mest til koma nú um
hátíðarnar var nær ekkert auglýst
og höfundur varð að gefa hana út á
eigin reikning. Þó er þetta bók,
sem ég álít stóran viðburð í
íslenskum fræðum og þykir um
leið listilega unnin. Þetta er 5.
bindi í hinu mikla ritsafni Einars
Pálssonar: Rætur íslenskrar
menningar, merkt rúninni, Reið.
Hinar bækurnar eru: Fé:
Baksvið Njálu, 1967. Úr: Trú og
landnám, 1970. Þurs: Tíminn og
eldurinn 1972. Ás: Steinkross,
1976.
Að baki rita þessara liggur fyrst
og fremst skapandi hugvit, síðan
óhemjuleg vinna við lestur,
samanburð og rannsóknir. Hér
hafa verið dregin saman þau
ókjör af fornum fræðum, að við
ekkert er að jafna á skyldu sviði
svo ég viti hérlendis. Þessi fræði
eru alþjóðleg en lykil þeirra fann
höfundur í gullaldarritum okkar.
Með þessum lykli hefur hann lokið
upp miklum fjölda leynidyra og
„marrar þar víða í hjörum". Allar
þessar dyr eru að fornum hug-
myndaheimi, veröld, sem var
öllum vitrum mönnum og lærðum
kunn, en týndist í hugmynda-
þokum bókstafsþrælkunar síðari
tíma fræðimanna. Þetta er fögur
veröld, goðheimur fullur af tákn-
um og stórmerkjum. Myndmál í
orðum, trú í verki.
Það er engin ný vitneskja, að
mikill skáldskapur er ekki aðeins
segjanlegur í orði eða öðru formi
einu saman. Að baki forms liggur
önnur og meiri saga, hugmynda-
fræði, sem formið skírskotar til og
þeir skilja og njóta, sem þekkja
táknin að baki orðanna.
Brennu-Njáls saga er af öllum
viðurkennd sem eitt mesta
snilldarverk bókmenntanna. Jafn-
vel af þeim, sem aðeins lesa hana
sem einfalda heimild samkvæmt
orðanna hljóðan. Er þá sama hvort
hún er talin skáldsaga eða sagn-
fræði. Þegar Einar Pálsson hefur
opnað okkur dyrnar inn á baksvið
hennar, inn í hina fögru og
fjölskrúðugu veröld táknmáls
hennar, er hún orðin ósegjanleg
list og slíkur spegill mannlegra
vitsmuna og ímyndunarafls, að
maður er annar og meiri; annar og
fróðari, já, glaðari maður. Svona
björgunarstarf hefur ekki áður
verið unnið á sviði vitsmuna
hérlendis, enda hefur það vakið
óskipta athygli þeirra erlendra
fræðimanna á sviðum goðfræða,
sem mál okkar skilja eða séð hafa
útdrátt þessara verka Einars á
sinni tungu. Það eru engin ný
sannindi að notað sé táknmál í
skáldskap og predikun. Talið er, að
vart hafi svo verið ritað nokkurt
slíkt rit, að það hefði ekki tvöfalda
merkingu eða meir. Hin dulda
merking að baki venjulegrar sögu
skildist af þeim, er þekktu þann
veruleik, eða ímyndun, sem til var
vísað með bókstafsfrásögninni,
ellegar í ræðu. Þetta ættu þeir að
skilja og viðurkenna, sem lesa t.d.
Nýjatestamehtið. Kristur talaði
yfirleitt í dæmisögum og fól aðra
og dýpri merking í sögu eða dæmi.
Tölvísi, trúarbrögð og stjarnfræði
léku mikið hlutverk í þessum
tvíleik frásagna og fullnægði þeim
Einar Páisson
er þekktu til. Hinum fávísu nægði
hin einfalda saga þá eins og nú.
Kenning Einars er ekki sú, að
fornir íslendingar hafi skapað
nýjan hugmyndaheim, heldur að
þeir hafi þekkt sömu hugmyndir
og allur hinn kunni heimur þeirrar
tíðar. Indland, Egyptaland og
Grikkland kunnu þessi fræði og
þau bárust eins og aðrir
menningarstraumar eftir hinum
eðlilegu farvegum hingað norður.
Með mönnum. Snorri segir Óðin
þaðan að sunnan kominn í norður-
veg og allt frá landnámi og fram
um aldir var íslenskt fólk að
spássera suður til Róm. íslenskir
nemar voru í Frahkaríki og þeir
voru í Þýskalandi. Almenn þekk-
ing var vitanlega kennd og þeir
báru hana heim og nýttu í verkum
sínum. Ein grein var að fela
leyndan vísdóm í almennri
frásögn.
Bókin Steinkross, er kom frá
hendi Einars 1976, er firna mikið
verk. Hún er nær 550 bls. Sú bók er
nokkuð flókin fyrir menn, sem eru
slakir að skilja tölvísi eins og ég.
En Einar er mjög heppinn. Árin
fyrir og eftir útkomu þeirrar
bókar voru þekktir sérfræðingar
að uppgötva sömu leyndardóma
talna og mælinga og Einar hér
heima. Nú er hann einnig heppinn,
því norskur háskólakennari,
Maren-Sofie Röstvig, sérhæfð í
miðaldabókmenntum og sögu
Endurfæðingartímans, hefur nú
fundið í Jólaóði Miltons frá 1629
sömu notkun tölvísi og tákna eins
og Einar áður í,t.d. Njálu. Gildin
eru hin sömu. Allt er ein og hin
sama þekking svo langt fram og
raunar nær þetta allt fram á
síðustu öld. Og enn er það grunn
versagjörð, er aðeins er frásögn
hversdagsathafna án baksviðs eða
skírskotunar út yfir orð. Nú nefni
ég ekki þessi dæmi fyrir þá sök, að
ég hyggi sannleik hóti betri hafðan
eftir Sankti-Pétri, heldur en ef svo
hending tækist, húsgangurinn á
hann rækist. Ég nefni það fyrir þá,
sem trúa ekki á spámanninn í
föðurlandi þeirra, heldur ein-
hverra annarra.
En það er ekki gildi talna og
mælinga, sem heilla mig mest,
heldur goðfræðin og stjarnfræðin
með dýrahring sinn og önnur
undur. Og goð norðursins voru svo
sannarlega komin að sunnan eins
og Snorri segir, þó nöfn hafi
eitthvað breyst á sumum. Tíminn
og gangur sólar, stjarnheimurinn
og seiður niðandi vatna er alls-
staðar af sömu ætt með sömu
eigindir. Skynjan manna er ein og
söm án landamæra og litarháttar.
Trú, tilbeiðsla, varúð og tilraun að
milda og blíðka örlagavöld og.hina
ósýnilegu guði. Allt er mannkyni
sameiginlegt. Islenskir landnáms-
.menn og afkomendur þeirra voru
af sömu greindargráðu og menn
annarra þjóða. Þeir höfðu öll
skilyrði til að afla sér þeirrar
þekkingar, sem aðrar þjóðir
bjuggu yfir. Þeir höfðu ríka hneigð
til skáldskapar og sagnritunar og
því hafa þeir síst af öllu vanrækt
þau fræði, er lutu að þessum
áhuga og nauðsynjamálum.
Upplýsifígar Einars Pálssonar
um „baksvið“ bókmennta okkar
fornra er ómetanleg gjöf til allra,
sent fornum fræðum og skáldskap
unna. Það verður vart kennt við
annað en „hetjuskap“, að hundsa
verk hans, er rætt er unt fornar
bækur okkar.
Eddur og íslendingasögur hafa
aukist að dýpt og visku við
upplýsingar Einars. Leið til full-
komins skilnings á þeint og þar
með lestrarunaðar hefur opnast
okkur öllum.
Kristján frá Djúpala'k.