Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Markús Örn Antonsson: Guðrún staðfestir glundroðakenninguna í Þjóðviljanum á fimmtudag- inn birtist grein Guðrúnar Helgadóttur borgarfulltrúa, þar sem hún staðfestir í einu og öllu glundroðakenninguna svo- kölluðu, sem við sjálfstæðis- menn höfum löngum ftrekað kjósendum til varnaðar fyrir borgarstjórnarkosningar. Inn- tak kenningarinnar er og hefur verið býsna einfalt og öllum skiljanlegti Þrfflokkun- um til vinstri er ekki treyst- andi til að fara með stjórn málefna Reykjavfkurborgar, þeir eru sundurleitur hópur, sem mun ekki koma sér saman um örugga framkvæmd skýrt afmarkaðrar pólitfskrar stefnu. Þeir hafa ekki getað beitt þvf aðhaldi f daglegri stjórnsýslu hjá borginni, sem sjálfstæðismenn jafnan gerðu og þá fyrst og fremst að frumkvæði borgarstjórans. „Við _ verðum að finna sameiginlega leið með tveimur öðrum stjórnmálaflokkum. Þetta er vissulega ekki eins og þegar einn flokkur, Sjálfstæðis- flokkurinn, mótaði alla stefnu," segir Guðrún Helgadóttir í grein sinni. Þarna rataðist borgar- fulltrúanum í eitt skipti af fáum satt orð á munn. Það gerist æ fátíðara. Við sjálfstæðismenn höfðum uppi sterkar aðvaranir um að meðferð brýnustu hags- munamála borgarbúa yrði háð hrikalegu samningamakki og baktjaldaþrefi ef vinstri flokkarnir kæmust nokkurn tíma í meirihluta í borgarstjórn. Maður hafði aftur á móti ályktað, að nú skyldi öllum pólitískum metingi og persónu- legum skætingi fulltrúa þessara flokka innbyrðis stillt í hóf um sinn einmitt til þess að glund- roðakenning sjálfstæðismanna sannaðist ekki á þeim þegar á fyrstu mánuðum samstarfsins. En hvað gerist. Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi kommúnista, gengur fram yfir skjöldu og lýsir á áhrifaríkan hátt hvers konar öngþveiti og úrræðaleysi ríkir á borgarskrif- stofunum og í stofnunum Reykjavíkurborgar vegna ósam- komulags eða sofandaháttar kjörinna fulltrúa í meirihlutan- um. Þæft og nuddað „Nú verðum við borgar- fulltrúarnir að þæfa þetta allt í þrem borgarmálaráðum flokka okkar, og nudda síðan embættis- mönnunum til að framkvæma niðurstöðuna." Þetta eru hennar eigin orð í greininni í Þjóð- viljanum og hefðum við sjálf- stæðismenn augsýnilega ekki getað verið sannspárri né kveðið skýrar að orði um það, hvers konar stjórnarfar tæki við hér í borg ef þessi ósam3tæða og mislita hjörð þríflokkanna næði meirihluta í borgarstjórninni. Guðrún Helgadóttir er kunn orðin fyrir gönuhlaup á vett- vangi stjórnmálanna og fljót- ræðislegar yfirlýsingar, sem oft er auðvelt að tæta svo sundur að ekki standi steinn yfir steini. Nú býr meiri alvara að baki en áður. Borgarfulltrúinn hefur sýnt að undanförnu ýmis þreytumerki vegna ósamlyndis í meirihlutaflokkunum og ekkert reynt að leyna þeim. Grein hennar í Þjóðviljanum er opin- ber yfirlýsing um að nú sé mælirinn fullur. Enda kannski ekki nema von. Guðrún vasast í ýmsu og vill ráða ein. Þetta geta þau hin í sandkassa þríflokk- anna ekki allskostar sætt sig við og slá stundum frá sér. Upp á síðkastið eru það einkanlega Kjaravalsstaðabardagi og fjár- mál Félagsmálastofnunar, sem farið hafa í taugarnar á borgar- fulltrúanum, svo að upp úr sýður nú. Um Kjarvalsstaði ætla ég ekki að fjölyrða en varðandi Félagsmálastofnun er það að segja, að starfsmenn þar hafa sent meirihlutanum óvandaðar kveðjur vegna peningasveltis, sem stofnunin hefur verið í undanfarna mánuði. Auðvitað er sú staða á ábyrgð meirihlutans, þar með Guðrúnar Helgadóttur og þó sér Markús Örn Antonsson í lagi hennar, þar sem hún er pólitískur oddviti í stjórnar- nefnd stofnunarinnar fyrir hönd forystuflokksins í borgarstjórn. Það ættu að vera hæg heimatök- in til að kippa svona málum í lag. Svo hefur þó sýnilega ekki verið og reynir Guðrún að kenna einhverjum flækjum í em- bættismannakerfinu um þessi vandkvæði öll. Kisa þvær sér „Og stundum gerast hlutir, sem ekkert okkar hefur tekið neina ákvörðun um, svo sem fjárskorturinn í Félagsmála- stofnun um jólin, þegar svo- kallaður dagskammtur til þurf- andi borgara var felldur niður um hátíðarnar. Enginn borgar* fulltrúi hafði ákveðið það. Enginn hafði tekið ákvörðun um að farið skyldi á annan hátt með þetta fé en venja hefur verið. Við hljótum að líta á þetta sem slys, sem gerðist í kerfinu." Svo mælti Guðrún. Hvað merkir svona kattar- þvottur í raun og veru? Jú, Guðrún er að gera því skóna, að raunir Félagsmálastofnunar og skjólstæðinga hennar verði að skrifast á reikning „kerfisins" og hin pólitíska forysta meiri- hlutans sé stikk frí. Málið er ekki svona einfalt og Guðrún getur ekki búizt við að henni verði liðið að draga upp þvílíkar falsmyndir af atburðum á borgarstjórnarvettvangi mót- mælalaust. Ég mótmæli því að hér hafi verið á ferðinni einhver yfirskil- vitleg fyrirbæri í „kerfinu" sem enginn mannlegur máttur hafi fengið við ráðið eins og Guðrún er að ýja að. Staðreyndin er sú, að oddvit- um meirihlutans í borgarráði var sérstaklega gerð grein fyrir fjárhagsstöðu Félagsmála- stofnunar löngu fyrir jól vegna aðsteðjandi erfiðleika þá. Þessi sérstaki vandi, sem orðið hefur eftir jólin, hefur verið rækilega tíundaður fyrir hinum pólitísku oddvitum meirihlutans í borgar- ráði og fyrir embættismanni þeirra, borgarstjóranum. Málin hafa samt ekki fengizt leiðrétt og litlar líkur á að svo verði í bráð. Það er greinilega ekki vilji fyrir hendi hjá þessum fyrir- svarsmönnum meirihlutans að leiðrétta þau. Því verður Guðrún Helgadóttur einfaldlega að kyngja, þótt henni þyki það hart. Enginn ábyrgur Annars staldraði ég sérstak- lega við þessi ummæli Guðrúnar: Enginn borgarfull" trúi hafði ákveðið það. Er þetta ekki einstaklega lítilmótleg að- ferð til að firra sjálfan sig allri ábyrgð og að sama skapi dæmi- gerð fyrir borgarfulltrúa meiri- hlutans nú? Greinilega forkastanleg. En þarna er þó fengin staðfesting á fullyrðing- um okkar sjálfstæðismanna um að án ábyrgrar pólitískrar forystu í embætti borgarstjór- ans í Reykjavík væri yfirvofandi hætta á að Reykjavíkurborg sem stofnun yrði stjórnlaust rekald, sem enginn þættist bera ábyrgð á. Þetta á náttúrulega alveg sérstaklega við þegar þrír mismunandi flokkar þykjast, ætla að stjórna saman, en eru jafnan yfirfullir tortryggni hver í annars garð og þora ekki vegna afspurnar út á við að taka á málum þegar þess er mest þörf. Þessi staða er strax ríkjandi í æðstu stjórn borgarinnar. Þar er hver höndin upp á móti annarri á hinum pólitíska vett- vangi, menn koma sér ekki saman um afgreiðslu mála og úr öllu saman verður ein ringlu- reið. En meirihlutinn hefur komið sér upp syndasel til að varpa ábyrgðinni á undir slíkum kringumstæðum. Það er hinn „ópólitíski framkvæmdastjóri,“ — borgarstjórinn í Reykjavík. Hann er „kerfisstjórinn" sem óábyrgir pólitíkusar meirihlut- ans ætla að kenna um það sem illa fer. Smfóníutónleikar Efnisskrát J. Ch. Bach Siníónía op. 18 nr. 5 Monteverdi Harmljóð Arfdnu Mahler Riickertlieder ThommesenOpp Ned Ned Stjórnandi: Páll. P. Pálsson Einsöngvarit Sigríður E. Magnúsdóttir. Það var skemmtleg tilbreyting í að heyra verk eftir yngsta son Jóhanns Sebastian Bach. Jóhann Christian var mjög gott tónskáld og er vitað, að bæði mun hann hafa sagt Mozart til í tónsmíði og verið honum fyrirmynd í stíl. Það sem einkum mætti benda á er að í flutninginn vantaði alla snerpu í tóntaki. Svona tónlist þarf að vera kvik og skýr en mjúk og hægmynd- að tóntak hæfir þessum stíl illa. Vel væri viðeigandi að flytja fleiri sinfónisk verk eftir Jóhann Christian og sömuleiðis kennara hans og eldri bróður Philipp Emanuel. í efnisskrá stendur að flutt verði Harmljóð úr Ariönu eftir Monteverdi. Verkið sem flutt Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON var, er útfærsla eftir Carl Orff, í gjörbreyttri gerð (Freie Neu- gestaltung — samkv. Neue Musik eftir Hans Vogt), sungin á þýsku og á fátt sameiginlegt með tónlist Monteverdi, nema nokkur stefbrot og hljómasamsetningar. Rétt hefði verið að geta þess í efnisskrá og vel má njóta flutning verksins, því bæði er það fallega unnið af Orff og var vel flutt af Sigríði E. Magnúsdóttur. Funf Lieder nach Ruckert samdi Mahler sama ár og Kindertotenlieder og mætti vel leggja út í það fyrirtæki að taka til meðferðar söngverk þessa önd- vegistónskálds. Ekki ætti frammi- staða Sigríðar E. Magúsdóttur að vera til að skapa ótrú á því tiltæki. Síðasta verkið á tónleikunum var Opp Ned eftir Thommesen. Verkið er áheyrilegt effekta-safn og minnti á sakamálatónlist og var vel útfært af hljómsveit og stjórn- anda. Hvort allt hefur komið til skila, skiptir ef til vill ekki máli frekar en þær söngraddir tvær er sleppt var og þá vaknar sú spurning til. hvers var þetta tilstand, hefði ekki allt eins mátt láta gilda það sama fyrir verkið í heild og söngraddirnar? Sigrún Guðjónsdóttir Sigrún Guðjóns- dóttir form. FÍM SIGRÚN Guðjónsdóttir var kjörin formaður Félags íslenzjcra mynd- listarmanna á aðalfundi félagsins, sem haldinn var s.l. þriðjudags- kvöld. Tók hún við formennsku af Hjörleifi Sigurðssyni, sem er á förum til útlanda. Við stjórnarkjör fékk Sigrún 23 atkvæði en Einar Hákonarson fékk 12 atkvæði. Aðrir í stjórn eru Sigríður Björns- dóttir ritari, Þorbjörg Höskulds- dóttir gjaldkeri og Jón Reykdal og Eiríkur Smith meðstjórnendur. Aðalfundur Taflfélags Seltjarnarness Aðalfundur Taflfélags Seltjarnarness var haldinn í félags- heimilinu laugardaginn 20. janúar s.l. Garðar Guðmundsson var endurkjörinn formaður en aðrir í stjórn voru kosnir: Haukur Guð- mundsson varaformaður, Sólmund- ur Kristjánsson gjaldkeri, Örn Gylfason ritari, Tryggvi Hallvarðs- son spjaldskrárritari og varamenn Guðmundur Sigurbjörnsson og Gylfi Gylfason. Næsta verkefni nýkjörinnar stjórnar er að halda meistaramót Taflfélags Seltjarnarness sem er stærsta mót félagsins og verður haldið um miðjan febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.