Morgunblaðið - 27.01.1979, Side 24

Morgunblaðið - 27.01.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 Utgelandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnariulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Bjöm Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. ó mánuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Mammon og Morgunblaðið Furðuleg blaðaskrif hafa orðið í Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum vegna þess, að Morgunblaðið neitaði fyrir skðmmu að birta auglýsingu frá Alþýðuflokknum, þar sem stefna Alþýðuflokksins í efnahagsmálum var auglýst. Af þessu tilefni þykir Morgunblaðinu ástæða til að fara nokkrum orðum um afstöðu blaðsins til auglýsinga af þessu tagi. Það hefur færzt í vöxt á undanförnum árum, að ýmsir aðilar hafa óskað eftir að kaupa rúm í Morgunblaðinu til þess að kynna skoðanir sínar í stjórnmálum eða öðrum málum. Morgunblaðið hefur jafnan neitað að birta slíkar auglýsingar á þeirri forsendu, að það væri bæði óeðlilegt og óheilbrigt, að einstaklingar, samtök þeirra eða stjórnmálaflokkar gætu komið skoðunum sínum á síður blaðsins með því að gjalda fé fyrir. Ef slíkur háttur yrði upp tekinn gefur auga leið, að þeir, sem mest fjármagn hefðu undir höndum, hefðu bezta aðstöðu til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Þar með væri lýðræðislegum umræðum og stjórnmálaátökum á heilbrigðum grundvelli stefnt í hættu. Ætla mætti, að þetta sjónarmið Morgunblaðsins nyti skilnings einmitt hjá Alþýðublaði og Þjóðvilja en í áratugi hafa þessi blöð og þeir flokkar, sem að þeim standa, kvartað undan því, að aðrir hefðu betri aðstöðu til þess að kynna sín sjónarmið en þeir í krafti peningavalds. Það kemur því úr hörðustu átt, að Morgunblaðið skuli gagnrýnt fyrir það af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi og málgögnum þessara flokka að neita að birta skoðanir fyrir peninga. Hugsi menn það dæmi til enda má ljóst vera að með því að leyfa slíkt yrði sú flóðgátt opnuð, sem erfitt yrði að loka á ný. Þá mundi „peningavaldið" fyrst tróna. Þau sjónarmið, sem Alþýðuflokkurinn vildi auglýsa, höfðu þegar verið ræ^ilega kynnt í Morgunblaðinu Alþýðuflokknum að kostnaðarlaúsu. Sjónarmið Alþýðubandalagsins í efnahags- málum hafa einnig verið myndarlega kynnt í Morgunblaðinu þeim flokki að kostnaðarlausu enda þótt það geti tæpast talizt til nútímalegra vinnubragða að neita Morgunblaðinu um upplýsingar um efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins, kynna hana síðan tveimur dögum seinna í Þjóðviljanum og halda blaðamannafund í kjölfarið á því. Morgunblaðið mun halda fast við þá afstöðu, að þeir, sem bersýnilega hafa mikið fé handa á milli eins og Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, geti ekki keypt rúm í blaðinu til þess að kynna sjónarmið sín. Hins vegar mun Morgunblaðið hér eftir sem hingað til kynna þessi sjónarmið í fréttum blaðsins þessum flokkum að kostnaðarlausu. Vegna þessarar afstöðu hefur blaðið mátt þola árásir af hálfu Alþýðuflokksmanna og Alþýðubandalagsmanna og því jafnvel haldið fram í Alþýðublaðinu að neitun Morgunblaðsins á að taka við peningum Alþýðuflokksins sé til marks um það^að enn ráði Mammon ríkjum á Morgunblaðinu! Hvað snýr upp og hvað snýr niður í málflutningi þessara flokka? Það er orðið býsna erfitt að henda reiður á því. Þó virðist flest snúa niður. Eignaupptaka á Islandi — Eignum skilað í Kína Þær fréttir berast frá Kína, að ríkisstjórnin þar í landi hafi ákveðið að skila kaupsýslumönnum og öðrum þeim, sem urðu fyrir eignaupptöku í menningarbyltingunni á árunum 1966—1969, eignum sínum og fjármunum. Þetta er gert á þeim forsendum, að eignaupptakan hafi verið brot á stjórnar- skránni. Á sama tíma situr ríkisstjórn hér á landi, sem fylgir geðþóttastefnu í skattamálum og hefur ekki aðra viðmiðun við stjórnarskrána en þá að athuga, hvort eitthvað sé beinlínis bannað eins og t.d. að leggja tvisvar eða þrisvar skatt á sömu tekjurnar eða eignirnar. Meira að segja tilbúnar tekjur eins og eigin húsaleiga eru hækkaðar verulega og skattlagðar upp í topp, svo að opinber gjöld af venjulegri íbúð geta numið hundruðum þúsunda, ef hún er þannig staðsett í borginni. Með þessum og þvílíkum hætti fer fram stórfelld eignaupptaka hér á landi. Þeir eru sannarlega ólíkir menn Teng hinn kínverski og Ólafur Jóhannesson. Birgir Isl. Gunnarsson: Skattaálögur ríkis- stj ómarinnar í grein, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru, var yfirlit yfir þá auknu skatta, sem vinstri borgarstjórnatmeiri- hlutinn hefur ákveðið að leggja á borgarbúa. Mörgum Reykvík- ingum þykir vafalaust nóg um, þegar yfirlit yfir þær álögur er skoðað, enda skattaálögur aldrei verið jafn miklar í sögu borgar- innar. En skattastefnu meirihlutans í borgarstjórn verður að skoða í samhengi við það mikla skatta- æði, sem gripið hefur vinstri ríkisstjórnina. Óhætt er að segja að aldrei í sögu þjóðarinn- ar hefur skattpíningin verið jafn gegndarlaus og ósvífin og nú er stunduð af vinstri mönn- um í borgarstjórn og ríkisstjórn. í framhaldi af því yfirliti, sem hér virtist á dögunum um skatta borgarinnar, verður nú birt hér yfirlit yfir þá auknu skatta, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir að lagðar verði á lands- menn. Þar sem listinn er æði langur verður því skipt í tvær greinar. I fyrri greininni verður fyrst og fremst fjallað um þær hækkan- ir, sem samþykktar hafa verið á tekju- og eignarsköttum, en í þeirri síðari um aðra skatta. Tekjuskattur á einstaklinga Samkvæmt eldri lögum gat tekjuskattur hæst numið 40% af skattskyldum tekjum einstakl- inga eða hjóna. Nú er þetta mark hækkað og bætt við nýju skattþrepi, þannig, að tekju- skattur verður 50% ,á skatt- gjaldstekjur einstaklinga yfir 3.848 þús. kr. og hjóna yfir 5.063 þús kr. Þetta ákvæði er ætlað að koma í stað þess skyldusparnað- ar, sem álagður var á árinu 1978. Áætlaður tekjuauki ríkis- sjóðs af þessari breytingu er 1.850 millj. kr. Tekjuskattur félaga og stofnana Samkvæmt eldri lögum skyldu félög greiða 53% af skattskyldum tekjum í ríkissjóð. Með þessum nýju ákvæðum hækkar skatthlutfall félaga í 65%. Það fylgir með að þetta ákvæði eigi að koma í stað 10% skyldusparnaðar, sem lagður var á skattgjaldstekjur félaga á árinu 1978. Áætlað er að ríkis- sjóður fái 1.200 millj. kr. í tekjuauka vegna þessa. Eignarskattar Hin nýju ákvæði ríkisstjórn- arinnar fela í sér mikla hækkun eignaskatta. Með bráðabirgða- lögunum frá því í september var lagður á sérstakur eignaskatts- auki, sem mun haldast á árinu 1979 í formi hækkaðra eigna- skatta. Þannig mun skatthlut- fall einstaklinga hækka um 50%, þ.e. breytast úr 0.8% af skattgjaldseign í 1.2%. Eigna- skattur á félög munu hins vegar tvöfaldast, þannig að skatt- gjaldshlutfallið hækkar úr 0.8% í 1.6%. Hækkun tekju- skatta vegna eigin húsaleigu Þegar landsmenn fengu í hendur nú í janúar eyðublöð vegna skattframtala, ráku menn augun í það, að lítilli og sakleysislegri tölu hafði verið breytt frá skattframtalseyðu- blöðum síðasta árs. Þetta var talan, sem eigin húsaleiga mið- ast við. Þeir sem búa í eigin húsnæði þurfa að bæta við tekjur sínar á skattframtali það, sem kallað er eigin húsaleiga. Þessi tekjuauki var 1.1% af fasteignamati húss og lóðar, á s.l. ári, en með ákvörðun fjár- málaráðuneytisins hefur þessi tala hækkað í 1.5%. Ef tekið er með í reikninginn hvað fast- eignamat hefur hækkað milli ára, hækkar þessi tekjuliður um tæp 94%. Það er dálagleg hækkun, en er ekki nema ein grein á þeim mikla skattameiði, sem vex í garði þessarar ríkis- stjórnar. Breytingar á fyrningar- reglum í skattaaukningarböggli ríkis- stjórnarinnar eru ákvæði um auknar skattálögur á atvinnfl- rekstrur í formi breytinga á fyrningarreglum. Hlutverk fyrningarreglna er það að gefa fyrirtækjum kost á að afskriCa á ákveðnum tíma það fjárlbagn, sem fer til fjárfestingar í þágu atvinnurekstursins, t.d. í at- vinnuhúsnæði, tækjum o.þ.h. Einn aðaltilgangur fyrninga er að auðvelda fyrirtækjum að endurnýja vélar og búnað, þegar þess gerist þörf. Aðalágrein- ingsefnin varðandi fyrningar eru á hve löngum tíma fyrna skuli og hvernig taka skuli tillit til verðbólgunnar við fyrningu. Breytingar ríkisstjórnarinnar á fyrningarreglum eru tvær: Annars vegar er felld niður svo nefnd verðstuðulsfyrning, en henni var ætlað að stuðla að því að afskriftir héldust nær raun- gildi hins upphaflega kostnaðar- verðs. Hins vegar eru skertar reglur um svonefnda flýtifyrn- ingu, þannig að hún er með öllu felld niður að því er mannvirki varðar, en að því er snertir aðrar eignir lækkar hún úr 30% í 10%, þannig að aldrei má nota meir en 2% af flýtifyrningu á einu ári. Þessar breytingar þýða hækkaða tekjuskatta á atvinnu- rekstur, 1.300 millj. kr. er áætlað vegna verðstuðulsfyrn- ingarinnar, en 1.060 millj. kr. vegna flýtifyrningarinnar. Skattabyrði aldrei meiri Þessar breytingar þýða það, að skattbyrði á einstaklinga og félög eykst mjög mikið. Sam- kvæmt þessum reglum er nú svo komið, að einstaklingar þurfa að greiða allt að 70% af tekjum sínum í tekjuskatta til ríkis og sveitarfélaga. Hér er alltof nærri mönnum höggvið og eng- inn vafi er á því að þessar reglur draga úr vinnuáhuga fólks. Við setningu þessara reglna er þess alls ekki gætt, að margir, sem vinna að undirstöðuatvinnuveg- um þjóðarinnar, t.d. fengsælir sjómenn, munu lenda í 70% flokknum. Að refsa mönnum fyrir dugnað hefur aldrei þótt góð latína á íslandi. Helgi Ólafsson sigurvegari SKÁK-mótsins Helgi Ólafsson bar sigur úr býtum í afmæiishraðskákmóti Tímaritsins Skákar í fyrrakvöld. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Helgi, Friðrik Ólafs- son og Jón L. Árnason hlutu 5‘A vinning, en Helgi hlaut 24 stig, Friðrik 22,5 og Jón L. 19 stig. Næstir með 5 vinninga voru Jónas P. Erlingsson og Þórir Ólafsson. Frá SKÁK-mótinu í fyrrakvöld. Fremst eÍKast við Jón Þorsteinsson og Ingvar Ásmundxson og bakvið þá Benóný Benediktsson og Margeir Pétursson. Ljósm. Mbl> Kmilía.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.