Morgunblaðið - 27.01.1979, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
Frá fréttariturum Mbl. í Stokk-
hólmi og Ósló í gær.
Fyrirhugaður samningur
norsku ríkisstjórnarinnar og
hinnar sænsku við Volvo um að
Norðmenn kaupi 40% af hluta-
bréfum fyrirtækisins er fallinn
um sjálft sig þar sem 40%
hluthafa vilja ekki styðja hann
og samningurinn fær því ekki
tilskilinn 2/3 meirihluta hlut-
hafanna, að því er forstjóri
Volvo, Pehr Gyllenhammer,
•skýrði frá á blaðamannafundi í
Gautaborg í dag.
Þótt samningurinn sé þar með
samningsins muni hafa alvar-
legar pólitískar afleiðingar í för
með sér, jafnt í Noregi sem
Svíþjóð. En stjórnarkreppu hef-
ur verið afstýrt í Noregi og
Nordli verður áfram forsætis-
ráðherra. Hann hefði neyðst til
að segja af sér ef samningurinn
hefði verið samþykktur í Sví-
þjóð því að hann hefði ekki
fengið meirihlutastuðning í
Stórþinginu. Nú þarf þingið ekki
að fjalla um samninginn.
Lengi hefur verið vitað að
mikil andstaða hefur verið gegn
samningnum meðal hluthaf-
Volvo-samningurinn féll
á andstöðu 40% hluthafa
úr sögunni verður þó athugað
nánar hvort Volvo getur útvegað
nægilegt fé til reksturs fyrir-
tækisins á sænskum markaði í
stað þess fjár sem Norðmenn
áttu að leggja fram samkvæmt
samningnum. Samningurinn
hefur einkum verið gagnrýndur
fyrir það að ekki skyldi athugað
hvort hægt væri að útvega fé í
Svíþjóð og því hefur verið haldið
fram að það sé enginn vandi.
Forsætisráðherrar Svíþjóðar
og Noregs, Ola Ullstein og
Odvar Nordli, hittast í Stokk-
hólmi 9. febrúar þegar forsætis-
ráðherrafundur Norðurlanda
verður haldinn og ræða þá hvað
hægt verður að gera í stað
samningsins. Þeir hafa báðir
harmað afdrif hans.
Nordli sagði í Ósló að aðrir
þættir samnings Norðmanna og
Svía, til dæmis fyrirhuguð kaup
Svía á olíu Norðmanna úr
Norðursjó, væru einnig úr sög-
unni. Hann lýsti miklum von-
brigðum og sagði að sökina á því
að þessi samningur um um-
fangsmestu iðnaðarsamvinnu
Norðurianda færi út um þúfur
væru „skammsýn öfl íhalds-
manna og kapitalista" sem
skorti getu og framsýni til að
skilja gildi slíkrar samvinnu. Þó
kvað hann Norðmenn mundu
halda áfram að beita sér fyrir
eflingu norrænnar iðnaðarsam-
vinnu.
Ullsten sagði í Stokkhólmi að
hann harmaði afdrif samnings-
ins og bætti því við að það sem
gerðist mætti ekki verða drag-
bítur á vaxandi samvinnu Svía
og Norðmanna á sviðum iðnaðar
og orkumála.
Fundur hafði verið ráðgerður
eftir fjóra daga í Volvo-fyrir-
tækinu til þess að taka ákvörðun
um kaup Norðmanna á 40%
hlutabréfanna, en að því er
Gyllenhammer forstjóri skýrði
frá á blaðamannafundinum í
dag var fundinum frestað vegna
þess að í ljós hefði komið að
samningurinn naut ekki stuðn-
ings tveggja þriðju hluthafanna.
Fyrr í dag var verzlun með
hlutabréf Volvo frestað til
bráðabirgða þar sem mikilvægr-
ar ákvörðunar stjórnar fyrir-
tækisins væri að vænta.
Gert er ráð fyrir því að afdrif
anna í Volvo og þetta er í annað
skipti á einu ári sem tilraun til
að efla bágborinn bílaiðnað Svía
fer út um þúfur. Fyrirhuguð
sameining Volvo og SAAB
strandaði í fyrra á persónuleg-
um ágreiningi og andstöðu í
stjórn Saab. En þótt samningur-
inn sé úr sögunni segir Gyllen-
hammer forstjóri að Volvo muni
halda áfram að leita eftir
takmarkaðri samvinnu við
norskan iðnað.
Afdrif samningsins hafa það í
för með sér að Norðmenn fá ekki
eins mikið af sænsku timbri og
þeir höfðu gert sér vonir um auk
þess sem Svíar missa af norsku
olíunni. Norðmenn missa einnig
af tækifæri til að útvega
3000—5000 manns atvinnu.
Bretar sjá vonarglætu
í vinnudeilunum miklu
L>nd»n. 26. jan. Reuter-AP
NOKKUÐ rofa^i til í vinnu-
deilunum í Bre'tlandi í dag, að
minnsta kosti í bili, vegna friðar
umleitana í deilu lestarstjóra og
dómsúrskurðar, sem getur haft
víðtæk áhrif, þess efnis að lög
takmarka rétt til verkfallsvörzlu.
Fleiri vörubílar sáust á vegun-
um þótt samningar um kaup og
kjör 100.000 vörubílstjóra virðist
eiga langt í land.
Lestarstjórar, sem hafa staðið
fyrir fjórum eins dags verkföllum
ákváðu að grípa ekki til fleiri
aðgerða í þessum mánuði og
samþykktu að vísa máli sínu í
gerðardóm. Þetta var niðurstaða
fundar, sem Len Murray, aðalrit-
ari verkalýðssambandsins (TUC),
átti með leiðtogum þriggja félaga
j árn brautarstarf smanna.
Samkvæmt dómsúrskurðinum
var bönnuð verkfallsvarzla við
kexverksmiðju sem var ekki aðili
að vörubílstjóradeilunni. Þetta er
fyrsti dómurinn af þessu tagi og
gæti hugsanlega losað um takið
sem verkfallsverðir hafa á birgða-
flutningum.
Samband flutningaverkamanna,
TGWU, hefur beðið vörubílstjóra
að takmarka verkfallsvörzlu, en
vinnuveitendur segja að fyrirmæl-
in hafi verið virt að vettugi í
stórum stíl. Kexverksmiðjan sem
fór í mál gegn vörubílstjórunum
segir að verkfallsverðir hafi beitt
sleggjum til að hindra að birgðir
bærust til hennar.
Frost, snjókoma og ólögleg
verkföll ollu umferðaröngþveiti í
Englandi í dag og umferðarslys
hafa sjaldan orðið meiri. Járn-
brautakerfið var í lamasessi eftir
verkföllin í gær og hundruð
þúsunda áttu í erfiðleikum með að
komast til vinnu. Salti var ekki
dreift á götur og það átti mikinn
þátt í slysunum en' auk þess sakaði
lögreglan ökumenn um að virða
ekki reglur um hámarkshraða.
Sumum vegum var lokað vegna
ástandsins.
Jafnframt hefur Denis Healey
fjármálaráðherra varað verkfalls-
menn við því að ef þeir fái kröfum
sínum framgengt muni það leiða
til fjölauppsagna í atvinnufyrir-
tækjum og þar að auki valda því
að hann muni hækka skatta í
næsta fjárlagafrumvarpi sínu í
apríl. Healey sagði, að verðbólgan
mundi aukast úr 8% í 10% í sumar
SIGRI var fagnað í Phnom Penh og
Hanoi i dag og á fjöldafundi í
Phnom Penh var lögð áherzlu á
vináttu Víetnama og Kambódíu-
manna. Og fréttir hermdu að blöð
og 13% í árslok og að.klukkan yrði
færð aftur til 1976 þegar ríkis-
stjórnin hóf viðnám gegn verð-
bólgunni sem var þá 25%.
Námumenn ræddu í dag við
yfirmenn kolamála og þeir sögðu
að fjárhagurinn leyfði aðeins '/2 %
launahækkun. Þeir krefjast 40%
launahækkunar, en viðræðum
verður haldið áfram í næstu viku.
hefðu birzt í Phnom Penh í fyrsta
skipti í tæp fjögur ár.
Kambódíski stjórnarleiðtoginn
Heng Samrin fordæmdi í löngu máli
ógnarstjórn síðustu fjögurra ára og
hvatti hermenn sína til að „sópa
burtu" leifum hersveita Pol Pots
fyrrverandi forsætisráðherra.
Hann kvað víetnamska „vopna-
bræður" hafa hjálpað Þjóðeiningar-
fylkingunni til bjargar þjóðinni „á
öllum sviðum" til þess að sigra
stjórn Pol Pots.
Heng Samrin og aðrir leiðtogar
byltingarinnar lögðu blómsveig að
minnismerki um fallna hermenn í
Phnom Penh og á honum stóð:
„Ævarandi þakklæti við fallna
félaga og íbúa sem féllu á vígvelli
heiðurs og sóma fyrir málstað
byltingarinnar."
Þrátt fyrir sigurhátíðina hermdu
heimildir í Bankok að áfram væri
barizt á stórum svæöum í Kambódíu,
meðal annars í nágrenni höfuð-
borgarinnar. Útvarp Pol Pots segir,
að hersveitir hans hafi náð bænum
Takeo í annað sinn og að harðir
bardagar geisi áfram við aðra
fylkishöfuðborg, Kampong Chhnang,
i Mið-Kambódíu.
Útvarpið hélt því lika fram að
þjóðvegurinn frá Phnom Penh í
norðvestur væri á valdi hersveita Pol
Pots.
Jörð skalf
í Mexíkó
Mexíkóborg, 26. jan. AP.
ÖFLUGIR jarðskjálftar hrelltu
Mexíkana árla í morgun, aðeins
níu klukkustundum áður en
Jóhannes Páll páfi annar var
væntanlegur í heimsókn til höfuð-
borgar landsins. Engan sakaði þó
og ekki urðu verulegar skemmdir
á mannvirkjum, en styrkur fyrri
skjálftans mældist 6,3 stig á
Richterkvarða og sá seinni mæld-
ist 5,0 stig. Upptök skjálftanna
voru sögð á Kyrrahafinu, um 400
kílómetra í suðvestur frá Mexíkó-
borg.
Ferðamenn vöknuðu upp við
vondan draum þegar jarð-
skjálftarnir gengu yfir og þustu
þeir fáklæddir út á götu. Margir
Mexíkanar voru snemma á ferli,
þar sem þeir vildu tryggja sér gott
útsýni þegar páfi æki um miðbæ
höfuðborgarinnar, og urðu margir
þeirra skelfingu lostnir þegar
jörðin undir fótum þeirra gekk í
bylgjum.
Las eigin
eftirmœli
Toronto, 26. janúar. AP.
ÞAÐ VORU ekki ein af þessum
venjulegu eftirmælum sem
Nicolai Ivanenko var að lesa,
heldur minningargrein um sjálf-
an hann.
„Einhver mistök hljóta að hafa
átt sér stað,“ sagði hann.
Ivanenko, sem er 81 árs og býr á
heimili aldraðra Úkraníumanna í
Toronto í Kanada, dó árið 1978
samkvæmt minningargreininni.
Lögfræðingur nokkur, Robert
Price, sagði að vinur Ivanenkos
hefði ritað bróður og systur
Ivanenkos í Sovétríkjunum og tjáð
þeim andlát hans. Bróðirinn og
systirinn, sem vildu kanna arf
sinn, höfðu samband við rússnesk-
an lögfræðing sem setti sig í
samband við Price og um síðir kom
sannleikurinn í ljós.
Ivanenko hefur búið í Kanada í
51 ár og þekkir hann lítið til systur
sinnar og ekkert til bróður síns
enda fæddist bróðirinn eftir að
Ivanenko fór frá Sovétríkjunum.
Irak: Fyrstu
kosningar í
tuttugu ár
Bagdad 26. jan. Reuter
ALMENNAR kosningar íara
fram í írak á þessu ári og
verður það í fyrsta skipti
síðan konungdæmi var afnum-
ið í landinu árið 1958. Það var
Saddar Hussein, varaforseti
byltingarráðsins, scm sagði
frá þessu á fundi.
Síðan 1958 hefur írak verið
stýrt af aðskiljanlegum ein-
ræðisstjórnum og sl. tíu ár
hefur það verið Baathflokkur-
inn sem hefur stjórnað með
tilskipunum.
Athygli er vakin á að þessi
tilkynning kemur skömmu áður
en fundur með fulltrúum Sýr-
lendinga um einhvers konar
bandalag landanna er haldinn.
Þess má geta að sá armur
Baathflokksins sem stjórnar
Sýrlandi hefur litið illu auga
stjórn Baathflokksins á Sýr-
landi og raunar hefur ríkt
fjandskapur milli þessara ríkja
um langa hríð þar til á
Bagdadfundinum í nóvember
sem var haldinn í tilefni Camp
David-samkomulagsins.
ERLENT
27. janúar
Þetta gerðist
1973 — Vopnahléssamningar
undirritaðir í París og binda
enda á stríðið í Víetnam.
1%7 — Þrír Apollo-geimfarar
(Grissom, White, Chaffee) far-
ast í eldsvoða í geimfari — 62
ríki undirrita samning um
takmörkun hernaðarumsvifa í
geimnum.
1965 — Herforingjar í Suð-
ur-Víetnam steypa stjórn Tran
Van Huong.
1%4 — Frakkar taka upp
stjórpmálasamband við
Kínverja.
1944 — Leníngrad leyst úr
umsátri að fuliu og öllu.
1943 — Fyrsta al-bandaríska
loftárásin á Þýzkaland (Wil-
helmshaven) — Herkvaðning
kvenna hefst í Þýzkalandi.
1931 — Pierre Laval verður
forsætisráðherra Frakka.
1926 — Sjónvarp sýnt í Bret-
landi fyrsta sinni opinberlega.
1916 — „Spartakus" flokkur
kommúnista stofnaður í Berlín.
1914 — Bandarískir landgöngu-
liðar koma til Haiti eftir valda-
afsal Oresta forseta.
1822 — Formlega lýst yfir
sjálfstæði Grikklands.
1606 — Réttarhöldin gegn Guy
Fawkes og öðrum samsæris-
mönnum byrja.
Afmælit Wolfgang Amadeus
Mozart, austurrískt tónskáld
(1756—1791) — Edouard Lalo,
franskt tónskáld (1823—1892) —
Lewis Carrol (Charles Dodgson),
enskur rithöfundur (1832—1898)
— Vilhjálmur II Þýzkalands-
keisari (1859—1941) — Jerome
Kern, bandarískt tónskáld
(1885-1945) - Hyman Rick-
over, bandarískur flotaforingi
(1900:---).
Andláti J.J. Audubon, fugla-
fræðingur, 1851 — Adam Sedg-
wick, jarðfræðingur 1873 —
Giuseppe Verdi, tónskáld, 1901
— Carl Mannerheim, hermaður,
1951.
Innlenti Útför Einars Bene-
diktssonar 1940 — Loftferða-
samningur við Bandaríkin
undirritaður 1945 — „Óðinn“
kemur 1960 — f. Jón Eyþórsson
1893 — d. Þorleifur Þorleifsson í
Bjarnarhöfn 1878.
Orð dagsinsi Orð eru áhrifa-
mesta lyfið sem mannkynið
notar — Rudyard Kipling, ensk-
ur rithöfundur (1865—1936).
Sigurhátíð í
Phnom Penh
Bankok, 26. janúar. AP.