Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.01.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979 31 Ökuþórinn DRIVER, am. 1978, leikstjóri Walter Hill. Einvígi ökuþórsins og lögreglumannsins, sem eltir hann er hér sett fram á nánast abstrakt hátt. Með ótrúlega sparsömum samtölum forðar Hill okkur að vísu frá því að þurfa að hlusta á léleg samtöl, en á hinn bóginn eru hinar fáu, meitliiðu setningar aðeins fengnar að láni og margheyrðar áður í myndum af svipuðu tagi. Árangurinn er nánast furðulegur, þar sem þagnirnar verða miklu mikilvægari en hinar fáu setningar. Hins vegar þarf varla að taka það fram, að persónurnar, sem aðeins bera nöfnin Driver, Detective o.s.frv. eru álíka líflegar og kóngur og drottning á taflborði líkt og handritið (sem reyndar er skrifað af Hill), sé skrifað af rafeindaheila. Randal Kleiser - leikstjóri Grease Líkt og leikstjóri Saturday Night Fever. John Badham, er leikstjóri Grease, Randal Kleiser, algjörlega óþekkt pesóna. Nöfn þessara tveggja leikstjóra höfðu ekki heyrst nefnd áður um heimsbyggð- ina og spurning, hvort þau verða oft nefnd í framtíðinni, a.m.k. gefa þessar myndir enga vísbendingu um að svo verði. En þetta eru ungir menn, sem enn eiga margt ólært og í tilefni sýninga á Grease er ekki úr vegi að gefa hér nokkrar upplýsingar um Kleiser. Randal Kleiser fór í gegnum kvikmyndaskóla, eft- ir að hafa stundað 8 mm kvikmyndagerð frá 12 ára aldri. Sem lokamynd í skól- anum gerði Kleiser myndina Peegee, um deyjandi ömmu á elliheimili og eina fjölskyldu- meðliminn, sem var í sam- bandi við gömlu konuna. Kleiser sýndi Universal myndina í þeirri von að þeir vildu dreifa henni. Það vildu þeir ekki, en höfðu hins vegar áhuga á að nota Kleiser til að leikstýra sjónvarpsþáttum. Kleiser ráðfærði sig við George Lucas, sem hafði verið herbergisfélagi hans í skóla og ráðlagði Lucas hon- um eindregið að þiggja boðið. Kleiser hafði áður verið að velta því fyrir sér að skrifa handrit, en Lueas benti hon- um á, að ef hann leikstýrði fyrir sjónvarpið yrði að minnsta kosti litið á hann sem leikstjóra en ekki hand- ritahöfund, sem vildi verða leikstjóri. Kleiser tók því boði Universal, sem henti honum umsvifalaust inn í stúdíóið til að leikstýra einum þætti af „Marcus Welby". „Þetta var eldskírn," sagði Kleiser, sem síðan hefur leikstýrt fjölda þátta og kvikmynda fyrir sjónvarp. Kleiser hafði þó alltaf áhuga á gerð eigin kvikmynda og á þessum tíma gerði hann einskonar framhald af Peegee, mynd sem nefnist Portrait of Grandpa Doc. Aðspurður um hvernig hefði staðið á því að hann leik- stýrði Grease, sagði Kleiser: „Ég hafði gert sjónvarps- mynd með Travolta, sem nefndist Boy in the Plastic Bubble, og okkur hafði komið ágætlega saman. Ég hafði einnig gert mynd, sem heitir AIl Together Now fyrir Robert Stigwood fyrirtækið og þetta var eina Stig- wood-myndin sem stóðst tíma- og kostnaðaráætlun. Stigwood hafði tæpast hug- mynd um hver ég var, en ég geri ráð fyrir að hann hafi litið á tölurnar og séð, að þessi litla mynd stóð sig. Og ég held að Travolta hafi átt stóran þátt í því. Upphaflega var ég kallaður á fund vegna Saturday Night Fever, en áður en ég vissi af, hafði ég verið settur til að leikstýra Grease." Kleiser hafði á skólaárum sínum verið stat- isti í nokkrum dans- og söngvamyndum, m.a. nokkr- um Presley myndum, Camelot og Thoroughly Mod- ern Millie, sem Kleiser telur sér ómetanlega reynslu. Að- spurður kvaðst Kleiser vera ánægður með Grease. sem hann sagðist ekki hafa reynt að breyta til muna frá leiksviðsútfærslunni, nema hvað söngleikurinn væri „blásinn út“ í hefðbundnum Hollywood-stíl. „Við gerðum þetta á þann hátt, að við fengum allt þetta fólk og tæki og allt saman og sögðum „búum til kvikmynd", skemmtum okkur konunglega og reyndum ekki að gera neitt alvarlegt. Við vonum svo sannarlega að sá andi, sem við gerðum myndina í, komist til skila á tjaldinu.“ Meira um Grease síðar, eftir að „andinn" hefur birst und- irrituðum á tjaldi Háskóla- bíós. SSP. Fréttahornið Robert Altman (Nashville, California Split) hefur ekki slegið slöku við siðasta árið, en enn þá eru ósýndar eftir hann hér á landi tvær mynd- ir, Buffalo Bill and the Indians (1976) og 3 Women (1977). Á síðasta ári vann hann að þremur myndum, A Wedding, sem frumsýnd var sl. haust, þar sem fjallað er um allsnægtarbrúðkaup á gamansaman hátt, næst kom Quintet, með Paul Newman og Bibi Anderson i aðalhlut- verkum og þriðja myndin, sem hann mun nú vera að vinna að, nefnist A Romance. Quintet er framtíðarsýn og fjallar um vandamál of- fjölgunar, sem er reynt að leysa á þann hátt, að skipa fólki saman í hópa, fimm persónum í hvern hóp, sem síðan er fengið það verkefni að drepa hvert annað. A Romance slær á aðeins létt- ari strengi og segir frá öldruðum auðkýfingi, sem verður ástfanginn af ungri stúlku, sem syngur með lítilli rokkhljómsveit, en þáu kynn- ast vegna mistaka hjá tölvu, sem sér um stefnumót. Werner Herzog lauk sl. haust við upptökur á mynd sinni Nosferatu í bænum Delft í Hollandi og vafalítið hafa bæjarbúar varpað önd- inni léttar, þegar þeir horfðu á eftir Herzog og fylgdarliði hans út fyrir bæjarmörkin. Til að auka áhrifin í mynd- inni hafði Herzog fengið nokkur þúsund rottur úr tilraunastöð einni og sleppt þeim lausum en flestar náðust aftur, eftir að kvik- myndatökunni lauk (það auð- veldaði mikið þessa smala- mennsku að rotturnar voru hvítar, en nokkrar tilraunir til að mála þær svartar höfðu mistekist.). Með aðalhlutverk í Nosferatu fara Klaus Kinski, Bruno Ganz og Isa- belle Adjani. Adjani, sem fyrst náði frægð í mynd Truffauts, The Story of Adéle H„ og lék einnig í Leigjanda Polanskis, situr svo sannarlega ekki auðum höndum. Þessa dagana má sjá hana i Hafnarbíó í myndinni Drivcr. en hún mun nú vera að leika í mynd sem nefnist Bronte-systurnar (Les Soeurs Bronté), sem Andre Techine leikstýrir, ásamt Marie-France Pisier og Isa- belle Huppert. Francis Ford Coppola (The Godfather) hefur nú í nokkur ár verið að vinna að myndinni Apocalypse Now, en frumsýning á henni var áætluð fyrir rúmu ári. Coppola setti myndina til hliðar um tíma og hefur verið að kíkja á hana öðru hvoru, stytta hér og lengja þar, en nú mun vera ákveðið að frumsýna myndina í vor. Coppola, sem hefur lagt allt undir við gerð þessarar myndar, hefur beðið um, að fyrstu kópíurnar, verði sýndar án nokkurra titla eða leikaranafna, en í staðinn fái áhorfendur í hendur prent- aða leikskrá líkt og í leik- húsunum. Sylvester Stallone (Rocky) hefur nú snúið sér að gerð Rocky II, sem hann hefur skrifað handrit að, leikstýrir og leikur aðalhlutverk ásamt Thalia Shire. Stallone lék í millitíðinni í F'.I.S.T., mynd um verkalýðsbaráttu vörubíl- stjóra undir leikstjórn Norman Jewison. Stallone átti þar hlut að handritinu ásamt höfundi sögunnar, Joe Eszterhas. Bernardo Bertolucci hefur nú snúið sér að gerð myndar, sem hann kallar Mánann (La Luna) og er Jill Clayburgh þar meðal aðalleikara. Roman Polanski er aftur kominn á kreik og vinnur nú að mynd i Frakklandi, sem hann kallar Tess. Woody Allen er einnig byrjaður á nýrri mynd eftir Interiors. og nefnist hún Manhatten. með Allen og Diane Keaton í aðalhlutverki, gerð eftir handriti Allens. Nicholas Roeg (The Man who Fell to Earth) er að undirbúa mynd um Flash Gordon. sem Dino De Laurentiis framleiðir ... John Badham er um það bil að fá á sig stimpil sem leikstjóri, sem tekur við verkum, sem öðrum eru upp- haflega ætluð. Badham tók við The Bingo Lon Travell- ing All Stars eftir að Spiel- berg, sem átti að leikstýra lenti i hákarlinum. Badham tók við Saturday Night Fever eftir að John Avildsen (Rocky) hafði verið rekinn og nú lítur svo út, að Badham hafi tekið að sér leikstjórn á Dracula. með Laurence Olivier og Frank Langella, eftir að Ken Russell hafði skrifað undir samning um að leikstvra mvndinni. SSP. Matarboð í Nosferatu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.