Morgunblaðið - 27.01.1979, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1979
í
i
Trent kominn
til stúdenta
f GÆRMORGUN kom til landsins
Bandaríkjamaðurinn Trent
Smock, en sem kunnugt er mun
sá leikmaður koma f stað Dirk
Dunbars, sem nú mun vera búið
að skera upp í hnéi. Við komu
Trents til landsins kom f ljós, að
gleymst hafði að útvega honum
atvinnuleyfi hér, en Trent er
ætiað að þjálfa kvennaflokk
stúdenta. Átti þvf ekki að hleypa
honum inn f landið. KR-ingurinn
Kolbeinn Pálsson tók þvf kapp-
ann að sér, en Kolbeinn vinnur á
Keflavfkurflugvelli. Það varð
sfðan úr, að Bjarni Gunnar
Sveinsson ábyrgðist að leyfi yrði
útvegað án tafar og mun nú allt
vera klappað og klárt.
Trent kemur frá Indiana-fylki
og sagði hann við komuna, að
veðrið hérna væri mun betra en
þar fyrir vestan og hefði það
komið honum á óvart. Hins vegar
væri loftið hérna mun tærara en
annars staðar þar sem hann hefði
komið.
Aðspurður að því hvers vegna
hann hefði hætt á miðju leiktíma-
bili með meistaraliði Indiana
University svaraði Trent, að hann
hefði leikið „fótbolta" (rugby) á
sama tíma og samkeppnin hefði
verið geysilega hörð. Þess vegna
hefði legið fyrir sér að velja á milli
íþrótta og hann hefði valið fótbolt-
ann.
Trent kvaðst aðeins þekkja til
KR-ingsins John Hudson, þeir
hefðu verið saman í æfingabúðum
í Chicago síðastliðið sumar. Til
hinna Bandaríkjamannanna
kvaðst hann ekki þekkja.
Þrátt fyrir að hann væri van-
svefta hélt Trent ásamt nokkrum
félögum sínum úr stúdentaliðinu
vestur í íþróttahús Háskólans og
sýndi hann þá þegar að stúdenta-
liðinu mun verða verulegur styrk-
ur að honum. Virðist þetta vera
skytta hin mesta og harður
varnarmaður.
Að lokinni æfingunni kvaðst
Trent ekki vera í nægilega góðri
æfingu, allavega ekki eins góðri og
hann hefði viljað og væri það næst
á dagskrá hjá honum að losa sig
við ein tíu kíló. Um íslenskan
körfuknattleik kvaðst Trent að
sjálfsögðu ekkert vita, en þó hefði
hann heyrt hjá umboðsmanni
sínum að hér væru góðir leikmenn
frá Bandarikjunum og allir væru
þeir mjög ánægðir með að vera
hérna og sjálfur vonaði hann að
eins yrði með sig.
Stúdentar eiga næsta leik við
Njarðvíkinga í íþróttahúsi Kenn-
araháskólans og mun þá Trent
Smock leika sinn fyrsta leik með
stúdentum. Verður fróðlegt að
fylgjast með þeirri viðureign, því
liðin eiga einnig að mætast í 1.
umferð bikarkeppninnar, sem
hefjast mun innan skamms.
Njarðvíkingar eru i mikilli baráttu
um Islandsmeistaratitilinn og
Hilmar Hafsteinsson þjálfari
þeirra hefur sagt að Bikarkeppnin
verði meginmarkmið liðsins, en
þar hafa stúdentar titil að verja.
Spurningin er því hvort Trent lyfti
stúdentum upp og leiði þá til góðs
endaspretts í leikjum vetrarins.
— gíg
Hefna Haukar
sín á liði HK?
TÖLUVERT verður um að vera á handboltasviðinu um helgina, m.a. 3
leikir í 1. deild karla. Þeir leikir eru Fram — ÍR, HK — Haukar og
Fylkir — FH. Þó að hér sé ekki um viðureignir toppliða að ræða, gætu
leikirnir allir orðið hinir athyglisverðustu.
Ef marka má það sem síðast sást til FH-inga, ættu Fylkismenn að eiga
nokkra möguleika á að ná sér í eitt eða fleiri stig til að styrkja stöðu sína
nærri botninum.
Eini sigur HK í mótinu til þessa var einmitt gegn Haukum, er liðin
áttust við í Hafnarfirði. Lið HK virðist hins vegar hafa misst töluvert
flugið að undanförnu og ýmsir lykilmanna liðsins eiga við meiðsl að
stríða. Hauksliðið virðist hins vegar hafa verið í sókn og ætti að krækja í
tvö stig að þessu sinni.
Um leik Fram og ÍR er ekkert hægt að segja og á pappírnum er
leikurinn mjög jafn. í síðustu leikjum sínum voru ÍR-ingar óheppnir að
tapa fyrir FH, en Framarar náðu jafntefli gegn skemmtilegu liði
Haukanna.
Laugardaguri
Akureyri 2. deild karla Þór AK-Þór Ve kl. 15.30
1. deild kvenna Þór Ak-UBK kl. 16.45
Varmá 3. deild karla UMFA-ÍBK kl. 14.00
Laugardalsh. 1. deild karla Fram-ÍR kl. 15.30
2. deild kvenna Þróttur-UMFG kl. 16.45
2. deild karla Þróttur-Leiknir kl. 18.00
Sunnudagur<
Varmá 1. deild karla HK-Haukar kl. 15.00
Laugardalsh. 1. deild karla Fylkir-FH kl. 19.00
STAÐAN
Valur
Víkingur
FH
Haukar
Fram
ÍR
Fylkir
HK
7 6 10
8 6 11
8 5 0 3
8 4 13
8 3 14
8 2 15
8 12 5
7 115
137,111
189.162
153,145
165.158
156,169
144,157
139,150
127,152
Markhæstu leikmenn.
Geir Hallsteinss. FH 50
13 Atli Hilmarss. Fram 46
13 Hörður Harðars. Haukum 45
10 Gústaf Björnsson Fram 41
9 Gunnar Baldursson Fylki 34
7 Páll Björgvinss. Vík. 32
5 Brynjólfur Markúss. ÍR 32
4 Guðjón Marteinss. ÍR 32
3 Viggó Sigurðsson Víkingi 32
TRENT KOMINN — Bjarni Gunnar Steinsson til vinstri á myndinni tók á móti Trent á
Keflavíkurflugvelli í gær. Eins og sjá má á myndinni er Trent ekki mjög hávaxinn.
Ferguson:
Samningurinn sem Pétur
Pétursson og hollenska stórliðið
Feyenoord gerðu, vakti ekki
aðeins athygli á íslandi og i
Hollandi. 1 nýlegu eintaki af
enska blaðinu Sports Guardian,
er stuttlega spjallað við Mick
nokkurn Ferguson. íslendingar
og ekki sfst Skagamenn munu
kannast við hann, því að henn
þjálfaði lið ÍA eitt keppnistíma-
bil, einmitt fyrsta sumarið sem
Pétur Pétursson kom fram á
sjónarsviðið. Ferguson tók síðan
við stjórnvölunum hjá Rochdale,
neðsta liðinu í 4. deild íEnglandi.
Ferguson reyndi að fá Pétur til
Rochdale og lét hafa það eftir sér
í breskum blöðum, að hann hefði
uppgötvað Pétur.
I umræddu viðtalsbroti við
Ferguson í Guardian, lýsir Fergu-
son því yfir að Rochdale hafi
naumlega beðið lægri hlut í
kapphlaupi 3 félaga um að fá
deadpan deliveTy that Rochdale
of the Fourth Diviaion
announced yesterday that they
had narrowly lost a three club
chase for an Icelandic inter-
national . . . and that the other
two clubs had been Ajax and
Feyenoord.
The player concemed, Petur
^Petursson is 19 and described
'as the hottest property in Ice-
land. Enthusalst* there tip him
as a future European Foot-
baller of the Year. But, accord-
ing to Rochdale’s manager,
Mike Ferguaon, he very nearly
came to set hls talents before
the 1,200 dlehards of Spotland.
Ferguson, who introduced
Petursson to Icelandic League
football with Akranea three
years ago, said: “ I honestly
thought I was golng to land
him. We have remamed good
friends and lt was only at the
last minute that he chose
Feyenoord rather than Roch-
dale.”
Pétur í sínar raðir. Hin félögin tvö
hafi verið Ajax og Feyenoord!
Síðan .segir Ferguson: „Ég hélt
mér myndi takast að ná honum,
við vorum ágætir félagar og það
var ekki fyrr en á síðustu stundu,
að hann ákvað að fara frekar til
Feyenoord heldur en til Roch-
dale“(!)
Vera má að allt sé þetta rétt, en
vera má einnig, að Ferguson hafi
sagt þetta einungis til að koma
Rochdale í fréttirnar, því að ekki
aðeins er liðið jafnan neðst í 4.
deild, heldur hefur liðið eitthvert
lægsta meðaltal áhorfenda sem
þekkist í Englandi. Hitt kemur
flestum vafalaust spánskt fyrir
sjónir, að stórefnilegur leikmaður
skuli eiga erfitt með að gera upp
hug sinn, hvort hann eigi meiri
framtíð fyrir sér í 4. deildinni í
Englandi, með lakasta liðinu, eða
með einhverju sterkasta félagi
Evrópu.
Karfan um helgina:
Stórleikur
KR og Vals
TVEIR leikir eru á dagskrá í úrvalsdeildinni í körfubolta um helgina,
annar í Njarðvíkum, en hinn í Reykjavík. Stórleikur helgarinnar er
viðureign Vals og KR f fþróttahúsi Ilagaskóla á sunnudaginn.
Valsmenn töpuðu sfðasta leik sínum með miklum mun, en KR-ingar
unnu hins vegar góðan sigur norður á Akureyri. Allt getur gerst og
úrslitin skipta bæði liðin feikilega miklu máli. Njarðvfkingar eru
gestfjafar Þórs frá Akureyri og á pappfrnum geta úrslitin f
ljónagryfjunni aðeins orðið á einn veg. Leikir helgarinnar eru þessiri
Laugardaguri
Njarðvík 1. deild karla UMFG-Snæfell kl. 13.00
Narðvík 1. deild karla ÍBK-KFÍ kl. 14.30
Sunnudaguri
Hagaskóli úrvalsdeild Valur—KR kl. 20.00
Njarðvík úrvalsdeild UMFN—Þór kl. 14.00