Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979
Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra:
Höfnum tveim-
ur meginþáttum
frumvarpsins
„Á FUNDI ríkisstjórnarinnar í morgun lögðum við ráðherrar
Alþýðubandalagsins fram bókun, þar sem við höfnum tveimur
meKÍnþáttum frumvarps Ólafs Jóhannessonar — í fyrsta lagi
þeim að þar er gert ráð fyrir vísitölukerfi og skerðingum og
liigbindingu, sem eru óþolandi og óaðgengileg að okkar mati
og í öðru lagi því að þarna er um að ræða bindingar og
niðurskurð á framlögum til félagslegra athafna, sem gætu haft
í för með sér mjög alvarlegt atvinnuleysi, ef framkvæmd yrðu,“
sagði Svavar Gestsson, viðskiptaráðherra, í samtali við Mbl. í
gær.
Svavar sagði síðan, að í þriðja
lagi væri að mati Alþýðubanda-
lagsmanna ekki gert ráð fyrir í
þessu frumvarpi því sérstaka
átaki í atvinnumálum, fram-
leiðniaukningu í sjávarútvegi og
iðnaði, sem Alþýðubandalagið
hafði gert ítarlegar tillögur um í
ráðherranefndinni. „Þetta hafði
í för með sér að frumvarp þetta
olli mér miklum vonbrigðum,"
sagði Svavar, „og þessum von-
brigðum lýstum við í morgun og
teljum frumvarp Ólafs ekki
vænlegan grundvöll til sam-
starfs stjórnarflokkanna, svo að
vægt sé að orði komist."
Svavar kvað ráðherra Alþýðu-
bandalagsins hafa ákveðið að
birta ekki bókun þeirra í ríkis-
stjórninni,á þessu stigi, þar sem
frumvarp þetta hefði ekki birzt
ennþá og þess vegna hefðu þeir
talið rétt að bíða átekta og sjá
hvernig hinni opinberu umræðu
vindur fram áður en bókunin
yrði birt. „Það kemur þó vafa-
laust fljótlega að því, því að mér
heyrast menn, og þar á meðal
dómsmáteráðherra í útvarpinu
áðan, tala mjög opið um þetta
mál.“
Svavar kvaðst ekkert vilja um
horfur á samkomulagi innan
ríkisstjórnarinnar segja á þessu
stigi. „Ég hef engar forsendur
til að spá neinu um það í sjálfu
sér, en það fer auðvitað eftir því
hvernig hinir flokkarnir taka á
málinu."
Bílafríðindi ráð-
herra verði skert
RÍKISSTJÓRNIN heíur lagt fram á Alþingi írumvarp til laga sem
kveður á um niðurfellingu sérstakrar heimildar til handa ráðherrum
um að kaupa bifreiðar á sérstökum vildarkjörum. Geta ráðherrar því
ekki lengur keypt sér bíla á öðrum kjörum en almennt gerist, en þeir
geta haft aðgang að bifreiðum sem ríkissjóður ber allan kostnað af.
í greinargerð með frumvarpinu
segir meðal annars:
í allmörg ár hafa verið í gildi
sérstakar reglur um tollmeðferð
'bifreiða er ráðherrar hafa til af-
nota. Með lögum nr. 1/1970 um
tollskrá o.fl. var veitt heimild tii
þess að veita undanþágu frá
greiðslu aðflutningsgjalda af bif-
reiðum ráðherra í samræmi við
reglur um bifreiðamál ríkisins.
Reglur þær er nú gilda um bif-
reiðamál ríkisins er a finna í
reglugerð nr. 6/1970. í 10. gr.
reglugerðar þessarar eru svofelld
ákvæði:
„Hver ráðherra getur fengið til
umráða ríkisbifreið, sem ríkissjóður
ber allan kostnað af. Bifreiðar
þessar skulu sérstaklega auðkennd-
ar, og er óheimil notkun þeirra
nema í embættisþágu.
Ráðherra, sem ekki óskar að fá til
umráða ríkisbifreið, á þess kost að
FORELDRAR barna, sem stunda nám í Æfingaskólanum, efndu til mjög fjölmenns fundar í gærkvöldi og
kom þar fram mikil andstaða gegn því að skólinn yrði lagður niður. Þeirri skoðun lýstu m.a. Baldur
Jónsson rektor Kennaraháskólans og Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi. Þá ályktuðu nemendur
Kennaraháskólans einróma í gær að skólinn héldi áfram starfsemi. Ljósm. Mbl. Emilía.
Verður Æfingaskólinn lagóur niður?:
Ástædurnar hagræding
og f járhagslegs edlis
Ekkert ákveðið segir skólastjórinn
fá keypta bifreið, er hann tekur við
embætti, með sömu kjörum og gilt
hafa um bifreiðakaup ráðherra, er
lætur af embætti. Heimilt er að
veita ráðherra í eitt skipti lán til
slíkra kaupa með sömu kjörum og
gilda um ríkisforstjóra, sem haft
hafa ríkisbifreið til afnota."
Ríkisstjórnin telur óeðlilegt að
ráðherrar fái bifreiðar, er verða
einkaeign þeirra, með öðrum kjör-
um en almennt gilda í landinu. Er
því með frumvarpi þessu lagt til að
lagaheimild til veitingar slíkra
fríðinda verði felld úr gildi.
FORELDRA- og kennarafélag
Æfinga- og tilraunaskóla
Kennaraháskóla íslands boðaði ú
gærkvöldi til íundar með foreldr-
um og kennurum skólans til að
ræða þær hugmyndir er fram
hafa komið um að skólinn verði
lagður niður og nemendum hans
ætlað að stunda nám í 3 nærliggj-
andi skólum.
Jónas Pálsson skólastjóri
skólans sagði í samtali við Mbl.
áður en fundurinn hófst, að hann
væri aðeins haldinn til þess að
ræða þessa hugmynd er fram hefði
komið. Væri hann haldinn að
tilhlutan Foreldra- og kennara-
félagsins sem teldi réttara að ræða
þessi mál beint við foreldra barn-
anna, enda væri þar með hægt að
slaka á þeirri spennu er ríkt hefði
meðal manna í þessu máli.
— Þessar hugmyndir eru lagðar
fyrir á þeim grundvelli, að nýting
skólahúsanna í Reykjavík verði
betri og þeirri kröfu ríkisins að 28
nemendur verði í hverri bekkjar-
deild að meðaltali. Ástæðan er
hagræðingar- og fjárhagslegs eðlis
og er að sjálfsögðu ekki hægt að
vera á móti slíkum umræðum, en
hér er vissulega um tilfinningamál
að ræða og hagsmunamál og á
þessu eru einnig ýmsar hliðar svo
sem varðandi æfingakennslu, hér
hefur verið bryddað upp á ýmsum
nýjungum í skólastarfi sem erfitt
verður að fylgja eftir eigi starf-
semi skólans að hætta, sagði
Jónas.
Jónas lagði á það áherzlu, að
fundurinn væri ekki haldinn til að
hafa áhrif á foreldra, heldur
aðeins til upplýsingar og til að
ræða þau. Um 600 nemendur eru
nú í Æfingaskólanum og er gert
ráð fyrir að þeim verði komið fyrir
í Hlíðaskóla, Álftamýrarskóla og
Austurbæjarskóla og hefur verið
rætt um að þetta kæmi til fram-
kvæmda frá næsta hausti. Talið
hefur verið að umræða um hús-
næðisvandamál Kennaraháskól-
ans eigi e.t.v. nokkurn þátt í að ýta
undir þá hugmynd að Æfingaskól-
inn verði lagður niður, en Jónas
Pálsson benti á að grundvallar-
ástæðurnar væru hagræðing og
fjárhagsástæður.
Ekkert liggur á
- segir forsætisráðherra
GESTKVÆMT var í forsætisráðu-
neytinu í gær, er þangað komu
með hálfrar klukkustundar milli-
bili forystumenn allra helztu
launþegasamtaka landsins og for-
ystumcnn vinnuveitenda og fengu
afhent frá ólafi Jóhannessyni
frumvarp hans „til laga um
stjórn efnahagsmála og ráðstaf-
o
INNLENT
Tveir Eyja-
bátar seldu
TVEIR Vestmannaeyjabátar seldu
afla sinn í Bremerhaven í Þýzka-
landi í gær og fyrradag. Álsey seldi
68 tonn fyrir 20 milljónir, meðalverð
300 krónur fyrir kílóið og Bylgja
seldi 58 tonn fyrir 15.5 milljónir,
meðalverð 268 krónur kílóið.
Markaðurinn í Þýzkalandi hefur
verið heldur lélegur að undanförnu.
Frumvarpið verði lagt
fram sem allra fyrst
— segir Sighvatur Björgvinsson form.þingflokks Alþýðuflokksins
„VIÐ LEGGJUM áherzlu á að
þetta frumvarp verði lagt fram
á Alþingi sem allra fyrst svo
almenningur geti dæmt efni
þess sjálfur og út frá því tekið
afstöðu til málflutnings
manna," sagði Sighvatur
Björgvinsson formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins, er
Mbl. spurði hann í gær um
afstöðu Alþýðuflokksins til
efnahagsmálafrumvarps Ólafs
Jóhannessonar forsætisráð-
herra.
„Þetta frumvárp er í megin-
atriðum mjög í anda þeirrar
stefnu að tryggja atvinnuöryggi
og viðnám gegn verðbólgunni,
sem Alþýðuflokkurinn hefur
barizt fyrir," sagði Sighvatur.
„Þetta frumvarp nýtur stuðn-
ings Framsóknarflokks og okkar
og nú verður Alþýðubandalagið
að svara til um það, hvað það
vill.
I þessu frumvarpi er ekkert
nýtt. Þetta eru allt atriði sem
eru búin að liggja á borðinu, líka
hjá Alþýðubandalaginu, síðan í
sumar. Alþýðubandalagið hefur
hins vegar alltaf hikað gagnvart
þessu, en hins vegar er fátt um
svör, þegar þeir eru spurðir,
hvað þeir þá vilji í staðinn. Nú
er kominn tími til að knýja þau
svör fram“.
Mbl. spurði Sighvat, hvort
Alþýðuflokkurinn væri reiðubú-
inn til að gera frumvarpið að
sínu, ef ekki kæmi til þess að
það yrði lagtdfram í nafni ríkis-
stjórnaninnar. „Ég trúi því alls
ekki, að þegar forsætisráðherra
leggur fram frumvarp á grund-
velli viðræðna sem fram hafa
farið í ríkisstjórninni siðan í
sumar, að þá fari hann að taka
það aftur," sagði Sighvatur.
„Hann gæti hins vegar, ef hon-
um lízt betur á þann kostinn,
dregið þetta frumvarp til baka
og tekið upp frumvarp Alþýðu-
flokksins frá í desembei*. Önnur
frumvörp hafa ekki borizt.
Forsætisráðherra lýsti því
yfir að hann myndi sjá til þess
að efnahagsstefna yrði mörkuð
til lengri tíma og það er hann nú
að gera með þessu frumvarpi."
Spurningu Mbl. um það, hvort
hann teldi ríkisstjórnina myndu
„lifa af“ þessa stjórnarkreppu,
svaraði Sighvatur þannig: „Um
það hef ég enga hugmynd.
En hitt veit ég að takist ekki
ríkisstjórr.Inni nú að marka
efnahagsstefnuna til lengri
tíma, þá er hún sjálfdauð."
anir til þcss að draga úr verð-
bólgu og stuðla að framförum í
þjóðarbúskapnum.“
Forsætisráðherra óskaði eftir
því við þessa fulltrúa að þeir
kynntu sér frumvarpið og gæfu
síðan umsögn um efni þess. Hann
mun hafa lagt á það áherzlu að
menn skyldu kynna sér frumvarp-
ið til hlítar og ekkert lægi á að
aðilar skiluðu niðurstöðum. Þeir,
sem komu í forsætisráðuneytið,
voru fulltrúar ASÍ, BSRB, BHM,
Sjómannasambands íslands, Far-
manna- og fiskimannasambands
Islands, Sambands íslenzkra
bankamanna, VSÍ og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna.
Geir Hallgríms-
son til starfa á ný
Geir Ballgrímsson formaður
Sjálfstæðisflokksins er á ný kominn
til starfa og tók hann sæti á Alþingi
í gær.
Harðfiskur
og fiskboll-
ur hækka
RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest
ákvörðun verðlagsnefndar að
heimila hækkun að harðfiski og
fiskbollum og fiskbúðingi í dósum.
Harðfiskurinn hækkar um 9% en
búðingurinn og bollurnar um
4-6%.