Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 25 fclk í fréttum h 7 7 On fi/nzi Crímes NoT TMER! / « + í NEW YORK — Fyrir nokkru var efnt til mótmælafundar við aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York gegn því að sett verði lög í V-býzkalandi um að eftir 31. des. á þessu ári verði hætt að fjalla um stríðsglæpamál frá dögum nazista. Voru á þessum mótmælafundi m.a. fóik sem slapp lifandi úr fangabúðum nazista og félagar í þeim alþjóðlegu samtökum, sem berjast gegn nazisma. Sá maður sem mest og bezt hefur unnið við að elta uppi gamla nazistaforingja, sem sekir gerðust um glæpi á valdatíð sinni, Gyðingurinn Simon Wiesenthal, berst eindregið gegn þessum ráðagerðum. + í DÝRAGARÐINUM. - Þessi mynd er tekin í dýra- garðinum í Washington- borg á dögunum, er heim- sókn kínverska varafor- sætisráðherrans stóð yfir. Kona ráðherrans, Cho Lin, fór þá ásamt forsetafrúnni og dóttur hennar til að skoða dýragarðinn. — í baksýn má sjá annan tveggja pandabangsanna sem Nixon voru færðir að gjöf er hann heimsótti Kína árið 1972, til minn- ingar um heimsóknina. Pandabirnirnir eru kallað- ir Ling-Ling og Hsing-Hsing. + „VIÐ skulum drekka dús!“ Þetta er mjög nýleg mynd af brezka leikaranum Peter Ustinov. Hann virðist hafa heilmikið að gera innan um kvenfólkið. — Ekki verður betur séð en hann sé að undirbúa dúsdrykkju með tilburðum við konuna á vinstri hönd og í leiðinni virðist hann ætla að skála við hina konuna. — Það er eiginkona hans, Helena. Hin konan er eigandi næturklúbbsins, þar sem þessi mynd er tekin. En hún heitir Regina og klúbburinn, sem er í Kensingtonhverfinu, ber nafn hennar. Nýlega var Ustinov heiðraður í London. Var hann kjörinn bezti leikarinn árið 1978 fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu í myndinni Dauði á Níl. Þá mynd er einmitt verið að sýna um þessar mundir í Regnboganum við Hverfisgötu. Per Breck og Reidar Lien spila hér gegn Guðmundi Péturssyni og Karli Sigurhjartarsyni á Norðurlandamótinu á Hótel Loftleiðum í fyrra. Stórmót Bridge- félags Reykjavíkur Eins og komið hefur fram í bridgefréttum munu marfaldir Norðurlandameistarar heim- sækja B.R. í næsta mánuði. Norðmennirnir Per Preck og Reidar Lien þágu boð um þátt- töku í Stórmótinu sem í ár verður haldið dagana 17. og 18. marz í Krystalsal Ilótels Loft- leiða. Stjórn félagsins þykir mikill heiður, að þessir menn skulu þiggja boð félagsins og í raun- inni íslenskum bridgespilurum Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON með því mikill sómi sýndur. Þeir félagar voru í sigurliði Noregs á Norðurlandamótinu, sem haldið var hér í Reykjavík í júní síðastliðnum og voru þá af mörgum álitnir besta parið í mótinu. Oft hafa þeir vakið athygli í alþjóðamótum og nægir þar að nefna 6. sæti í Sunday Times tvímennings- mótinu í janúar, sem haldið er árlega í London en það eitt að vera boðin þar þátttaka þykir sérstök viðurkenning. Þetta er í annað sinn, sem B.R. efnir til Stórmóts. í fyrra tóku sænsku evrópumeistararn- ir Göthe og Morath þátt í mótinu og sigruðu sérstaklega valda keppendur eftir mjög jafna keppni. Og sami háttur verður hafður á nú. Þeir sem hug hafa á þátttöku í mótinu þurfa að láta vita sérstaklega, annaðhvort til stjórnar B.R. eða fyrir milligöngu formanna sinna félaga. Þátttakendur verða vald- ir úr þeim umsóknum, sem borist hafa þann 20. febrúar og endanlegur listi yfir keppendur í Stórmótinu verður kynntur fyrir 10. marz. í tengslum við Stórmótið verður haldið tvímenningsmót með þátttöku Norðmannanna. Verður þá reynt að mæta sér- staklega óskum um góða að- stöðu fyrir áhorfendur og jafn- vel reyndar nýjungar á því sviði hérlendis. En fy'rirkomulag þessarar sveitakeppni verður kynnt sérstaklega síðar. Bridgefélag Suðurnesja Sl. sunnudag var félagið með kynningarmót fyrir spilara sem ekki spila keppnisbridge. Var það þannig skipulagt að spilarar innan félagsins tóku með sér spilara sem sjaldan eða aldrei spila keppnisbridge. Spilað var í þremur riðlum og voru 14 pör í hverjum riðli. Úrslit urðu þessi: A-riðill: Hreinn — Stefán 187 Birgir — Njáll 177 Halldór — Sólveig 173 Birkir — Margeir 173 B-riðill: Arnór — Magnús 205 Karl — Eiríkur 177 Guðjón — Sveinn 175 Kári — Sigurður 172 C-riðiil: Einar — Kristinn 203 Dagbjartur — Viktoría 184 Vilhjálmur — Arnar 172 Þórleif — Matthildur 168 Meðalárangur 156 Suðurnesjamenn ætla ekki að láta þar Við sitja. Næstu fimmtudagskvöld verður opið hús fyrir þetta fólk og ef vel gengur verða skipulögð mót sérstaklega fyrir þennan hóp. Vonast félagið til að geta eflt bridgeíþróttina sem keppnis- íþrótt til muna með þessari nýbreytni. Bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins Sjö kvölda barómeterkeppni er hafin hjá félaginu og mættu 42 pör til leiks. Staðan er nú þessi: Guðlaugur Karlsson — Óskar Þráinsson 120 Birgir Sigurðsson — Hannes Jónsson 116 Bergsveinn Breiðfjörð — Tómas Sigurðsson 98 Björn Gíslason —• Gísli Víglundsson 85 Páll Vilhjálmsson — Sveinn Helgason 73 Þuríður Muller — Anna Guðnadóttir 65 Ólafur Jónsson — Halldór Jóhannesson 62 Finnbogi Guðmundsson — Sigurbjörn Armannsson 62 Jón Stefánsson — Ólafur Gíslason 55 Næsta umferð verður spiluð á fimmtudag og hefst keppnin klukkan 19.45. Keppnisstjóri er einn af okkar reyndari keppnisstjórum og er bankastarfsmaður. Hann óskar eftir að hans sé ekki getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.