Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Hótuðu að hætta kaupum á tæk j- um frá Noregi Deila ístenzkra útgerðarmanna og norsks fyrirtækis farsællega til lykta leidd Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Osló, Jan-Erik Lauré. DEILA útgerðarmanna á íslandi og Wichmann-fyrirtækisins í Noregi virðist nú hafa fengið farsælan endi. Deiian stóð um það að eftir að Wichmann-vélaverk- smiðjurnar urðu gjaidþrota óttuðust útgerðarmenn á íslandi að ekki yrði staðið við ábyrgðir, sem eru á vélum í skipum þeirra, en 65 Wichmann-vélar eru í íslenzkum skipum og ábyrgð í gildi á nokkrum þeirra. Njálsgata Mjög snotur 2ja herb. risíbúð. (Ósamþykkt). Útborgun 4,5 millj. Miðtún 3ja herb. kjallaraíbúö. Útb. 6,5—7 millj. Hringbraut 3ja herb. íbúð um 80 fm á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Útb. 8 millj. Seljendur Óskum eftir öllum stœröum og geröum íbúöa á söluskrá. Einnig einbýlishúsum og rað- húsum. Haraldur Magnússon, viðskiptafræðingur, Sigurður Benediktsson, sölumaður. EIGN AÞJÓNUSTAN FASTEIGNA OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU 23 SlMI: 2 66 50 Til sölu m.a. Einstakl. íbúð Vorum að fá í sölu ódýra íbúð í gamla bænum. Sér hitaveita. Laus fljótl. Einnig góöa 3ja herb. íbúö á 3. hæð í nýlegu steinhúsi Eignaskipti Mjög falleg 4ra herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi við Álftahóla, ásamt bílskúr í byggingu. Fæst aöeins i skiptum fyrir góða 3ja herb. íbúð. Einnig glæsilegt einbýlishús um 170 ferm. á einni hæð á Flötunum, sem fæst í skiptum fyrir stóra og góða sérhæð í Reykjavík. Fokhelt einbýlishús á einni hæð ásamt tvöf. bílskúr á eftirsóttum stað í Garöabæ. Gott útsýni. Afh. strax. Teikn. á skrifst. Vantar allar gerðir íbúöa á söluskrá. Sölustj. örn Scheving lögm. Högni Jónsson. Útgerðarmenn á Islandi höfðu hótað að kaupa ekki tæki frá Noregi í íslenzk skip nema tryggt væri að staðið yrði við ábyrgðir á vélunum. Skiptaráðandinn fyrir Wichmann-fyrirtækið, Jens Kristian Thune, hæstaréttarlög- maður, hélt til íslands fyrir nokkru til að reyna að leysa þetta mál. Með í farangri sínum hafði hann tryggingar fyrir því að staðið yrði við viðgerðarþjónustu, sem lofað væri í ábyrgðarskírteini. Sömuleiðis ábyrgðist hann að Wichmann-vélar, sem pantaðar hafa verið í íslenzk skip, yrðu afhentar á umsömdum tíma. — Við gátum ábyrgst að staðið yrði við þessar ábyrgðir með aðstoð iðnaðarráðuneytisins, sagði Knut Böhn í norska iðnaðarsjóðn- um í viðtali. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdarstjóra LIÚ. Sagði hann það rétt að vandamál hefði komið upp vegna gjaldþrots fyrirtækis- ins, en nú teldu útgerðarmenn að þeir hefðu vissu fyrir því að staðið yrði við samninga. Því væri málið úr sögunni. Spilakvöld FEF á fimmtudag FÉLAG einstæðra foreldra heldur spilakvöld að Ásvallagötu 1 15. febrúar og annað 1. marz. Ágæt spilaverðlaun eru í boði og kaffi og meðlæti verður selt við vægu verði. Spilakvöld FEF hafa jafnan verið ágæta vel sótt. Þá má geta þess að hinn 3. marz n.k. er fyirhugaður vetrarfagnaður á vegum FEF og verður hann í Fáksheimilinu. Dagsverðir fyrir foreldra og börn verða tvær og einnig er áformað að halda bingó og eða grímuball fyrir börn með vorinu. (Frétt frá FEF). Skákkeppni stofnana að hefjast Skákkeppni stofnana og fyrir tækja 1979 hefst í A-riðli mánudag, 19. febrúar, kl. 20 og í B-riðli miðvikudag, 21. febrúar, kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur að Grensásvegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður í aðalatriðum á þessa leið: Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum riðli um sig. Umhugsunar- tími er ein klukkustund á skák fyrir hvorn keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrirtæki eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd A-sveit, næsta B-sveit o.s.frv. Þátttöku á að tilkynna til Taflfélags Reykjavíkur. Gissur Sigurðsson framkvæmdastjóri Einhamars afhendir einum kaupanda íbúð sína í gær. Ljósm. Rax. Einhamar: Fullsmíða 3 ja herbergja íbúðir fyrir 15,5 m. kr. Vísitöluverð 62% hærra Byggingarfélagið Einhamar sf er um þessar mundir að afhenda íbúðir í fjölbýlishúsi við Ugluhóla sem félagið hefur verið að reisa að undanförnu. Eru það íbúðir við Stelkshóla, Súluhóla og Uglu- hóla, 61 íhúð í 3 fjölbýlishúsum. Síðustu íbúðirnar voru afhentar um helgina og ræddi Mbl. stutt- lega við Gissur Sigurðsson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sem sagði að íbúðirnar sem aíhentar hefðu verið nú si'ðast, á tíma- bilinu desember til febrúar væru 62,21% undir vísitöluverði. Hefðu íbúðirnar kostað rúmar 9,5 milljónir en skv. vísitöluverði hefði það átt að vera 15,4 m.kr. Tæp 9 ár eru síðan félagið hóf byggingarstarfsemi og hafa á þeim tíma verið byggðar 299 íbúðir afhentar á árunum 1971 til 1979. Gissur sagði að þegar mest hefði verið hefði fyrirtækið haft milli 30 og 40 manns í vinnu, en þeim hefði farið ört fækkandi nú síðustu vikur, mest eftir áramót þegar múrhúðun lauk og frágangi öllum og væru nú ekki nema 3 starfs- menn eftir. Væri ekki vitað í hvaða verkefni félagið gæti ráðist á næstunni þar eð lóðir væru fáar til úthlutunar og ekki vitað hvort þær verða eitthvað em vert er að líta við, sagði Gissur, og á því verði sem almenningur ræður við. Gissur Símonarson, formaður stjórnar Einhamars, afhenti Mbl. samantekt yfir íbúðaverð Einhamars á þessum árum og kemur fram þar að 2ja herbergja íbúðirnar sem nú voru afhentar kosta rúmar 6,9 m. kr., 3ja herbergja íbúðir 9,2—9,5 m. kr. og 5 herbergja íbúð 10,3 m. kr. sem væri 28.391 kr. pr rúmmetra en vísitöluverð er 46.054 á rúm- metrann samkvæmt samantekt Einhamars eða 62,21% hærra. Þegar fyrstu íbúðirnar sem fyrir- tækið byggði voru afhentar kostuðu þær 4.214 kr. pr. rúm- metra en vísitöluverð þá var 4.964 kr. pr. rúmmetra og var þá um 17,8% hærra. Hefur á þessum árum vísitöluverðið verið frá 17.5%—62,21% hærra en verð það er Einhamar hefur byggt fyrir samkvæmt upplýsingum fyrir- tækisins. íbúðirnar hafa allar verið afhentar fullfrágengnar utan og innan og lóðin að auki full- frágengin, þ.e. með grasi, gang- stígum og bílastæðum. Kópavogur: Sat hjá við afgreiðslu tillögu um vítur á flokksbróður sinn ÞRÍR fulltrúar bæjarstjórnar- meirihlutans í Kópavogi sátu hjá við afgreiðslu tillögu í bæjar- stjórninni á föstudag, þar sem átalin voru þau vinnubrögð for- manns bæjarráðs, Björns Ólafs- sonar (Alþ. bl) að lána fyrir- tækinu Oliumöl eignir bæjar- sjóðs. í þeim hópi var Ilelga Sigurjónsdóttir, einn fulltrúi Alþýðubandalagsins, og forseti bæjarstj. Fulltrúar minnihlutans, Richard Iljörgvinsson, Bragi Mikaelsson, Guðni Stefánsson og Sigurjón Ingi Hilaríusson, fluttu eftirfarandi tillögu á fundinum : Bæjarstjórn Kópavogs átelur þau vinnubrögð, sem komið hafa í ljós hjá formanni bæjarráðs og starfsmönnum bæjarins, að þeir skuli hafa lánað verulegar eignir bæjarsjóðs í heimildarleysi, eins og fram kemur í bókun formanns- ins á fundi bæjarráðs 30. janúar s.l. Bæjarstjórn ítrekar og væntir, að slíkt komi ekki fyrir aftur." Tillagan fékk fjögur atkvæði en fjórir fulltrúar greidu atkvæði á móti og féll hún því á jöfnum atkvæðum. Fulltrúar minnihlut- ans greiddu atkvæði með tillög- unni, á móti voru tveir Alþýðu- bandalagsmenn, Björn Ólafsson og Snorri Konráðsson, og tveir fram- sóknarmenn, Jóhann H. Jónsson og Skúli Sigurgrímsson, en hjá sátu einn fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Helga Sigurjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, og fulltrúar Alþýðuflokksins, Guðmundur Oddsson og Rannveig Guðmunds- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.