Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1979 KAffinu ' Þú barðir hann ekki út úr hrinKnum. hann datt ofaní ost- holu. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Allir þekkja þá ánægjulegu tilfinningu að sjá spil blinds þegar ljóst er, að sagnirnar hafa heppnast vel og góðri slemmu náð. En hið mótstæða er jafn ömurlegt. Góðri slemmu náð með góðum sögnum, en svo er doblað og legan er slík. að ekkert er hægt að gera. Suður gaf, norður-suður á hættu. Norður S. G H. ÁK95 T. G109543 L. Á9 Vestur S. D1096 H. 8732 T. - L. K10743 Austur S. Á875432 H. - T. 86 L. D852 Suður S. K H. DG1064 T. ÁKD72 L. G6 Það fór hrollur um spilarann suður þegar líða tók á sagnirnar. SuAur 1 H 4 T 6 H Vestur P 1S Dobl Norður Austur 3 H 3 S 6 T Dobl allir pass. Eftir dobl austurs á sex tíglum vissi suður hvað var á ferðinni. Austur ætlaði sér að trompa útspii í hjarta og taka síðan slag á annan hvorn svörtu ásanna. Suður ákvað þá að reyna hjartaslemmuna en vestur var með á nótunum, doblaði og spilaði síðan út spaða. Austur tók á ásinn og ekki var vandasamt fyrir hann að spila tígli til baka, trompað og einn niður. í rúbertu hefði tapið verið til- finnanlegt. En í sveitakeppni gengu sagnirnar þannig á hinu borðinu. Suður Vestur Norður Austur 1 H P 3 H 3 S 4 H 4 S 5 H 5 S 6 H 6 S Dobl og allir pass Með samtals 11 punkta urðu austur og vestur báðir jafnhissa þegar ekki var hægt að tapa slemmunni. Og þegar upp var staðið , hagnaðist sveitin vel á spilimi þó litlu munaði, að slemma ynnist á báðum borðum. Tónlist og heyrnarskemmdir Hvort ég hafi drukkið of mikið eður ei, er nokkuð sem ég segi til um sjálfur, telpa mfn. ábendingu, áður en þið leggið af stað niður? Því getur þú ekki verið cins og aðrir eiginmenn, sem ekki geta munað afmæiisdag konunnar sinnar. Heill og sæll Velvakandi. Tónlistin hefur lengi hrifið manneskjuna og skipar nú í dag allháan sess. En maðurinn er einu sinni svo verður að uppgötvi hann eitthvað merkilegt og unaðslegt og það sem hann getur haft not af, vill hann helst sökkva sér niður í það og bindast þar af leiðandi algjörlega af græðgi sinni og unaði. Hljómflutningstæki hafa tekið svo miklum breytingum undan- farna áratugi að líkja má við algjöra stökkbreytingu frá því sem áður var. Nákvæmnin í hljóðupp- töku og flutningurinn úr tækjun- um er orðinn svo stórkostlegur að hreinn unaður er að hlusta á góða tónlist í hæfilega sterkum hljóm úr góðum tækjum. En hér er það sem undrið er svo mikið og hríf- andi að maðurinn fær ekki haldið hrifningu sinni. Fjörlegir hljómar eru stilltir á háspennu svo æðið magnast í honum í takt við hinar ógurlegu flóðbylgjur tónkumbald- anna sem titra af öskri sínu. Tónflutningur í dag er orðinn svo geysilega hættulegur við- kvæmum heyrnarnemum líkama okkar að tónarnir eru orðnir stórt vandamál. Lifandi taugafrumur okkar eru sem barn í vöggu og þola þar af leiðandi ekki allt sem þeim er boðið. Við viljum nefnilega sorglega oft gleyma því að við erum lifandi verur í kringum dauða harðjaxla tæknisköpunar- verka okkar. Aðaltilgangur þessa bréfs er að vekja athygli á stóru vandamáli ungs fólks í dag sem það gerir sér ekki grein fyrir. Ungt fólk gerir nefnilega mikið af því að fara út á skemmtistaði um helgar þar sem hávaðinn er vægast sagt óþolandi. Meira en 1 metra háir hátalarar öskra á fólkið beint við eyrun á því þar sem megnið af því er undir 'áhrifum áfengis og ég tala nú ekki um þá sem eru reglulega ölvaðir verður það ekki eins vart við neyðaróp heyrnarinnar í tíma og uppgötva því óþægindin þegar rennur af því ölvíman. Fyrir skömmu sá ég fræðslu- kvikmyndina: Who Stole the Quite Day, eða hver rauf kyrrð dagsins. Þar var sagt að rúmlega 30% 18 ára unglinga í Bandaríkjunum væru með skerta heyrn líkt og gamalmenni svo að ástandið er COSPER „Fjólur — mm ljúfa“ Framhaldssaga eftír Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 59 — Kannast einhver við að hafa verið á ferli klukkan fjögur í nótt eða heyrðu ein- hverjir umgang eða hljóð? Herman frændi reis á fætur og fór að ganga um gólf. Enginn svaraði. Susanne kveikti sér óróleg í annarri sígarettu og reyndi án árangurs að horfast f augu við Martin. — Nei, ég vcrð að fara út og fá mér frískt loft. Er einhver sem vill koma með í gönguferð? Gitte stökk á fætur og Susanne ætlaði að fylgja henni þegar æstur lögreglumaður kom hlaupandi niður af efri hæðinni og héit á golfkylfu f hendinni. Hann hvarf inn í bókaherbergið án þess að virða þau viðlits. — Við skulum koma. Viitu * ekki koma með Martin? Gitte' var föl og hafði svo sjúklegt yfirbragð að það var engu líkara en hún myndi hnfga út af á hverri stundu en lögreglu- maður sem hafði setið við dyrnar, nánast án þess þau veittu honum athygli, vakti athygii hennar á því að enginn mætti fara út úr húsinu fyrr en Bernild lögregluforingi gæfi leyfi sitt til þess. — Það getur ekki átt sér stað hann geti ráskað með okkur á okkar eigin heimili? Gitte leit biðjandi á Ilerman frænda. — Við getum ekki setið hér í allan dag. Það mætti ætla við værum í stofufangelsi. — Það er nú kannski ekki beinlfnis, sagði ungi lögreglu- maðurinn og brosti til Gitte. — Lögregluforinginn hefur bara gert ákveðnar varúðarráð- stafanir og án efa fáið þið fljótlega að fara ykkur ferða. — Eigum við að hanga hér lengi? spurði Gitte. — Það held ég naumast. svaraði lögrcglumaðurinn sem var sjálfur farinn að finna til hungurs og óskaði innilega að hann kæmist sem allra fyrst heim til sín að fá sér hressingu. En hvorki lögregluþjóninum né Gitte varð að ósk þeirra og klukkutímarnir snigiuðust áfram og hópurinn sat þögull í horninu á stofunni. Meira að segja Herman frændi og Holm læknir reyndu enn að bera sig mannalega og tala um flækinga og óhöpp og slys en það var enginn vafi á því, að kenning Berniids hafði komið óþyrmilega við þau. Það fór heldur ekkert á milli mála hversu alvarlegum augum lög- regluforinginn leit á málið og stöðugur straumur aðstoðar- manna hans var á ferli inn og út. Morðingi á meðal þeirra. Susanne hafði f iangan tfma reynt að ýta frá sér þessari hugsun, en sem hún sat hér innilokuð í drungalegu andrúminu fannst henni skelfingin smám saman vera að grfpa sig heljartökum og hún skildi að hún varð að horfast f augu við þessa staðreynd hversu hryllilega sem hún var. Það var ekki vafi á því að Bernild var viss um að bæði Einar Einarsen og Lydia hcíðu verið myrt og að morðinginn væri einn þeirra, en hver? ... Það gat ekki... það gat ekki verið Martin. í nótt hafði hún litla stund efast um kærleika sinn í garð Martins en nú þegar hún sat hér nærri honum var ástin dýpri og hlýrri en nokkru sinni áður. Martin hafði áhyggjudrætti um munn- inn og hann hrukkaði ennið þessa stundina. Martin sem alltaf var svo indæll og góður. Nei, það gat ekki verið Martin sem hún elskaði. Hún hvarflaði augunum til Gitte. Gitte var sýnilega ást- fangin af Martin. Hún hafði að minnsta kosti litið á hann sem hálfgildings eign sfna, unz Susanne kom til sögunnar. Gitte var dekurbarn og hræði- lega duttlungafull, en það með var ekki sagt að hún gæti myrt fólk... Kannski Einar Einar- sen ef hún hefði í fullri alvöru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.