Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 27 Sími50249 Close Encounters Ný amerísk mynd. Rjchard Dreyfuss, Melinda Dillon. Sýnd kl. 9. íSÆJÁRBlP —1Simi 50184 Ein með öllu um ofsafjör f menntaskóla. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. WIKA / Þrýstimælar Allar stæörir og geröir. SðyoHaygKmr (S(o) Vesturgötu 16, sími 13280. AFS Árshátíð veröur haldin föstudaginn 16. febrúar í Kristalsal Hótel Loftleiöa. Húsiö opnaö kl. 19. Uppl. á skrifstofunni milli 3—6. Sími 25450. RISA- BINGÓ í Sigtúni fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30. Heildarverömæti vinninga um ein og hálf milljón króna. Aðalvinningar Litsjónvarpstæki og utanlandsferö. Stjórnandi: Ragnar Bjarnason. Fjáröflunarnefnd ÁSKIRKJU Skuldabréf fasteignatryggö og sparis^ til sölu. Miöstöö verðbréta- viöskipta er hjá okkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og veröbréfasala Vesturgötu 17 sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasími 12469. Ný sending kjólar, dragtir, blússur, pils. Glæsilegt úrval. Gott verö. Dragtin, Klapparstíg 37. fOlAfUR GÍSIASON ft CO ííf.l , /vj [ UMBOÐSSALA heildsala'T'""""""’ „... allt á sínum stað“ I með flfflHHDH skjalaskáp íkflMnon skjalaskápurinn er 1.97 cm á hæð 107 cm á breidd og 42 cm (dýpt. Hurðirnarganga inni skápinn til beggja hliða. Geymslupokarnir hanga I þar til gerðum römmum og hafa merkimiðatilþess að„allt sé á sfnum stað". Draga má út vinnuborð. Getur einkaritari auðveldlega athug- að í ró og næði þau skjöl sem forstjórinn óskar eftir að fá. Einnig auðveldar þetta vinnu við inn- og úttekt á alls konar skjölum fyrir þá sem vilja hafa „alltásínum stað". Ef einhver sérstök vörzluvandamál þarf að leysa biðjum við viðkom- andi góðfúslega að hafa samband við okkur sem allra fyrst og mun- um við fúslega sýna fram á hvernig ÍVmnnoM skjalaskápur hefur „allt á sínum stað“. Umboðsaðilar:___________________________________ OlAFUk OlSlASOM & CO. HF. SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK - SlMI 84800 - TELEX 2026 Lára Guðmundsdóttir Keflavík — sjötug „Glöggt er gestsaugað" er eitt af spakmaelum okkar íslendinga. Kemur mér þetta í hug nú, er ég finn hvöt hjá mér til að ávarpa afmælisbarnið í tilefni dagsins. Þannig er, að fyrir tæpum fimm árum fluttist ég til Keflavíkur. Ég þá sjötíu og sjö ára. Þó með allsæmilegri sýn, að ég vona, til hins framandi umhverfis, sem hér blasti við, m.a. um mannskapinn. Þar á meðal var eiginmaður Láru, Vilmundur Rögnvaldsson, sem gaf sig að aðkomumanninum. Tókust með okkur hin bestu kynni, sem ekki hefir borið skugga á. Enda ávarpaði ég hann fljótlega: Vil- mundur er velkominn/ við mig hér að spauga. Greindin hans og góð- vildin/ geðjast mínu auga. En svo snerist dæmið að nokkru við, ég varð ekki veitandinn heldur hann og kona hans Lára. Þá varð að gjöra bragarbót: Málin þróast þann á veg,/ það er hann sem veitir. Míns að njóta, mæta vel/ markviss hann sem beitir. Að vísu með rækilegri aðstoð húsfreyjunnar og þar með hefjast kynni mín og hennar, sem eru slík að ég leyfi mér að hripa þessar línur í tilefni dagsins. Lára er fædd 14. febrúar 1909 að Háaskála í Ólafsfirði, nú Brekku- gata 15 þar í bæ. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson útgerðarmaður og Sigríður Þor- steinsdóttir, Ólafsfirðingar að ætt og uppruna. Munu þau hafa verið samvalin dugnaðar- og heiðurs- hjón og vel efnum búin. Dvaldi hún í foreldragarði til þess er hún giftist fyrri manni sínum, Gísla Vilhjálmssyni frá Eyrarbakka. Sambúð þeirra varð skammvinn. Gísli drukknaði 13. mars 1933, er Lára var 24 ára gömul. Eignuðust þau tvær dætur, Eygló og Pollý. Eygló er gift Garðari Jónssyni verkstjóra á Keflavíkurflugvelli. Búsett í Keflavík. Eiga þau tvo syni. Maður Pollýar er Henning Á. Bjarnason flugstjóri, eru þau bú- sett í Garðabæ. Eiga þau tvo syni og eina dóttur. Föðurfaðir Henn- ings var hinn þjóðkunni tónlistar- maður séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði. Lára giftist öðru sinni 1937 og þá Vilmundi syni Rögnvalds stór- bónda að Kvíabekk í Ólafsfirði. Stundaði Vilmundur atvinnurekst- ur þar á Ólafsfirði, sem hann hélt þar áfram eftir að þau stofnuðu heimili til 1952 að þau fluttust til Keflavíkur og hafa búið þar síðan eða í 27 ár. Eiga þau einn son, Brynjar að nafni. Er hann búsettur í Keflavík og stundar allmargbrotinn at- vinnurekstur. Giftur er hann Kristínu Torfadóttur, austfirskrar ættar. Eiga þau hjón þrjár dætur og einn son. Er til Keflavíkur kom, stofnaði Vilmundur til veiðarfæragerðar og rak um nokkurt skeið, eða þar til sonur hans, Brynjar, o.fl. tóku þar við. Annars réðst hann fljótlega til Essó Olíufélags h/f Keflavíkur- flugv. og vann þar til s.l. hausts, þ.e. 25 ár, er hann hætti vegna aldurs. Einhvern tíma á góðri stund, spurði ég Láru húsfreyju, í hvaða skóla hún hefði farið að barna- skólanámi loknu. Svaraði hún þvi til, að í engan skóla hefði hún farið, nema hjá foreldrum sínum. Að vísu hefði hún unglingur dválið stöku sinnum hjá móðursystur sinni, Kristínu, sem var mjög vel að sér í hannyrðum, matreiðslu og hússtjórnarstörfum. Bróðir þeirra systra er Jón Þorsteinsson, frábær sjálfmenntaður hagleiksmaður, að ég hygg stofnandi Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri. Mátti ég skilja að hagleikur og smekkvísi hefði verið hjá þessu fólki. Oftsinnis hefi ég átt ánægjuleg- ar stundir á heimili þeirra Láru og Vilmundar, blasa þar við stór- myndarleg húsakynni hlaðin hin- um dýrmætustu húsmunum og skreytingum, svo og veitingar af myndarskap og rausn. Nú seinni árin hafa þeir erfið- leikar steðjað að, að heilsufar hennar og raunar hjónanna beggja hefir verið slíkt, að þau hafa þurft að ganga undir mjög erfiðar og tvísýnar læknisaðgerðir og sjúkra- húsvistir. Stundum jafnvel sam- tímis. Fyrir tæþum tveimur árum komu þau heim úr einni slíkri þolraun. Ávarpaði ég þau þá: Virtir grannar velkomnir/ verið heim, af stórum stundum. Ykkar minnast mjög margir/ og vænta góðs af vinafundum. Þakka liðnar ánægjustundir. Heill þér sjötugri. Bjarni 0. Frímannsson frá Efrimýrum Fræðslurád vill efla starf með- ferðarheimilisins Á FUNDI fræðsluráðs Reykja- víkurborgar í gær var eftirfar- andi bókun samþykkt samhljóða: Vegna hugmynda um lækkað framlag til meðferðarheimilisins við Kleifarveg á fjárhagsáætlun borgarsjóðs Reykjavíkur 1979 sem fræðsluráði hafa verið kynnt- ar viljum við taka eftirfarandi fram: ■ Heimilið er fullnýtt miðað við þann starfsramma, sem því er settur og börn jafnan á biðlista eftir að komast þar í vistun. ■ Eftir því sem við vitum bezt er góður árangur af starfi heimilisins. ■ Við teljum að stefna eigi að því að efla starf af því tagi, sem hér er um að ræða vegna þess að það miðast við þá sem eiga í miklum erfiðleikum með að stunda skyldu- nám vegna geðrænna og/eða félagslegra örðugleika. Undir þetta rita 8 fulltrúar ífræðsluráði. Á leið í skóla gcetið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.