Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979
15
Símamynd AP
Uppreisnarmaður í Teheran heldur á brauði í annarri hendi og vopni í hinni.
Amin leitar til SÞ
Arusha og Nairobi, 13. feb. — AP. Reuter.
RÍKISÚTVARPIÐ í Úganda
skýrði frá því í dag að hersveitir
frá Tanzaníu hefðu lagt undir sig
um 875 ferkílómetra landssvæði í
Úganda, og að Idi Amin forseti
Úganda hefði óskað eftir því að
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
kæmi saman til aukafundar til að
ræða ástandið.
Yfirvöld í Tanzaníu hafa borið
þessa frétt til baka, og hefur
heyrzt að þarna væru ekki innrás-
arsveitir að verki, heldur innlendir
skæruliðar, andstæðir Amin for-
seta. Skæruliðasamtök, sem nefna
sig SUM, voru stofnuð í Úganda
fyrir rúmum fimm árum, og stóðu
meðal annars að aðgerðum í
höfuðborginni Kampala í fyrri
viku. Félagi einn úr þessum sam-
tökum ræddi við fréttamenn í
Tanzaníu í dag, og hélt því þá fram
að Idi Amin forseti yrði felldur
innan hálfs árs. Sagði hann að
mikil vandræði ríktu í Úganda
Maimræningjar teknir
Róm, 13. febr. — AP
LÖGREGLAN í Róm skýrði frá því í dag að hún hefði
handtekið ellefu manna glæpaflokk, sem grunaður er um
aðild að mörgum mannránum, þar á meðal ráninu á
Massimiliano Grazioli markgreifa, sem rænt var fyrir rúmu
ári og hefur ekki heyrzt til síðan. Segir lögreglan að látið hafi
verið til skarar skríða að loknum rannsóknum, sem stóðu í
hálft annað ár.
Mennirnir ellefu, sem handteknir voru, höfðu allir áður
komið við sögu glæpamála.
Það sem af er þessu ári hafa 14 manns lent í höndum
mannræningja á Ítalíu, en það er meira en nokkru sinni fyrr.
vegna aðgerða skæruliða, tii
dæmis hefði Kampala verið raf-
magnslaus undanfarna tíu daga,
og víða, væru vatnsskortur. Þá
ríkti mikil óánægja í her Úganda,
því hermennirnir hefðu ekki
fengið laun sín greidd undanfarna
tvo mánuði.
Njósnari í v-þýzka varna-
málaráðuneytinu sloppinn
Vcstur-Berlín — 13. febr. — AP — Reuter
Sihanouk
vill heim
Bangkok, Thailandi,
13. feb. - AP.
Norodom Sihanouk
Kambódíuprins sagði í dag, að
hann hefði ekkert á móti því
að taka á ný að sér ábyrgðar-
embætti í Kambódíu. Sihanouk
lét þessi orð falla við komuna
til Tókyó, en þar hafði hann
viðkomu í dag á heimleið til
Peking. Benti Sihanouk á, að
hann væri fyrrum þjóðarleið-
togi Kambódíu, auk þess sem
hann nyti trausts yfirgnæf-
andi meirihluta þjóðarinnar.
Sihanouk skýrði frá því á
blaðamannafundi í New York á
laugardag að honum hafi borizt
orðsending frá Heng Samrin,
nýja forsetanum í Kambódíu,
þar sem sér hefði verið boðið að
snúa aftur heim til Kambódíu,
og gæti hann þá valið um hvort
hann vildi búa þar sem frjáls
einstaklingur eða taka að sér
leiðtogaembætti svipað því,
sem hann gegndi fyrr á árum.
Kvaðst Sihanouk hafa fengið
þessi skilaboð fyrir milligöngu
opinberra aðila, sem væru báð-
um vinsamlegir.
Einhver misskilningur
virðist ríkjandi hjá Sihanouk,
því útvarpið í Hanoi, höfuðborg
Vietnams, skýrði frá því að
samkvæmt opinberum heimild-
um þar í landi stæði Sihanouk
alls ekki til boða að snúa heim.
AUSTUR-þýzka útvarpið skýrði
frá því í dag, að starfsmaður í
vestur-þýzka varnamálaráðuneyt-
inu hefði flúið land og beðizt
hælis sem pólitískur flóttamaður
í Austur-Þýzkalandi. Fulltrúi
Bonn-stjórnarinnar hefur stað-
fest að starfsmaður í ráðuneytinu
hafi horfið um helgina, og kunni
hann að hafa haft aðgang að
mikilvægu tölvukerfi með leyni-
legum upplýsingum. Upplýsingar
um nafn mannsins fást ekki að
svo stöddu, en vestur-þýzk stjórn-
völd hafa skýrt frá því að hann
haíi verið á lista yfir 50 njósnara
Austur-Þjóðverja, sem aust-
ur-þýzkur strokumaður hafði
Renoir
látinn
París, 13. febr. - AP
JEAN Renoir, einn þekktasti
kvikmyndastjórnandi Evrópu,
lézt á mánudagskvöld i Los Ang-
eles 84 ára að aldri. Hann var
einn þriggja sona málarans
fræga, Auguste Renoir, og vakti
fyrst heimsathygli fyrir kvik-
mynd sína „La Grand Illusion“
árið 1937.
Undanfarna mánuði hafði Ren-
oir ekkert getað hreyft sig öðru
vísi en í hjólastól vegna þess að
slæmska hljóp í gamalt skotsár,
sem Þjóðverjar veittu honum í
fyrri heimsstyrjöldinni. Engu að
síður hefur hann að sögn fjöl-
skyldunnar unnið að tveimur bók-
um, sem gefnar verða út á næst-
unni, og er önnur kvikmyndahand-
rit, en hin skáldsaga.
Nú síðustu árin hafa Renoir og
Dido, síðari kona hans, búið til
skiptis í Beverly Hills í Kaliforníu
og í París.
með sér er hann kom til Vest-
ur-Þýzkalands í síðasta mánuði.
Var haft eftir áreiðanlegum
heimildum í dag að Werner Stiller,
gagnnjósnarinn sem flúði til Vest-
UNDANFARNAR þrjár vikur
hefur sorp verið að hrannast upp
í svonefndu „leikhúslandi“ Lund-
úna, það er í Westminster, en nú
stendur það til bóta því borgaryf-
irvöld í Westminster hafa samið
við sorphreinsunarmenn um að
ur-Þýzkalands, hefði haft með-
ferðis ferðatösku fulla af skjölum
og leynilegum upplýsingum, og sé
hér um að ræða mesta hvalreka
vestur-þýzku leyniþjónustunnar
síðastliðin þrjátíu ár. Hingað til
hefja störf á morgun, miðviku-
dag.
Á þekktum ferðamannaslóðum
eins og Leicester Square hafði
sorpið staflazt upp, og hermdu
blöðin að þar væri mikið um
rottur. Varð því úr að sorphreins-
hafa 11 af þessum lista verið
handteknir en talið er að í
Vestur-Þýzkalandi séu nú starf-
andi að minnsta kosti 3.500
njósnarar, sem beint eða óbeint
eru í þjónustu Sovétríkjanna.
unarmenn fengju 50 sterlings-
punda aukagreiðslu fyrir að
hreinsa hverfið.
Annars staðar heldur sorpið
áfram að hrannast upp og vandr-
æðaástand ríkir víða í skólum og
sjúkrahúsum vegna verkfalla
hreinsunarmanna.
Spánn:
Tvísýn kosningabarátta
Madrid, 13. feb. - AP.
KOSNINGABARÁTTAN er nu í fullum
gangi á Spáni, en þar verður kosið til þings
1. marz, eða eftir hálfan mánuð. Á fundi
með fréttamönnum í dag sagði Adolfo
Suarez forsætisráðherra að flokkur hans,
Miðdemókratasambandið, stefndi að sjálf-
sögðu að því að fá hreinan meirihluta á
þingi. En hann viðurkenndi að hugsanlega
yrði hann að sætta sig við nýja samsteypu-
stjórn.
í kosningunum 1977 var Suarez sigurveg-
arinn, og hlaut flokkur hans þá 165 af 350
þingsætum, eða vantaði aðeins 11 sæti til að
ná meirihluta. Jafnaðarmenn hlutu þá 122
sæti, en nýjustu skoðanakannanir benda til
þess að þeir hljóti að þessu sinni fleiri sæti
en flokkur Suarez.
Kommúnistar og sósíalistabandalag Kata-
loníu fengu í síðustu kosningum 20 þingsæti,
en gera sér von um að fá fleiri nú. Flokksleið-
toginn Santiago Carillo sagði á Kanaríeyjum
í dag að flokkurinn fengi næg atkvæði til að
tryggja honum ráðherraembætti í næstu
ríkisstjórn. Hann bætti því við að flokkurinn
tæki ekki þátt í stjórnarsamvinnu við flokk
Suarez, svo Carillo virðist stefna á stjórnar-
samstarf með jafnaðarmönnum.
Sorphreinsun hefst
- á Leicester Square
London, 13. febr. — Reuter