Morgunblaðið - 14.02.1979, Page 5

Morgunblaðið - 14.02.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 5 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ: Frumvarpið hættulegt verði því ekki breytt „Ég er andvígur vísitöluákvæð- um frumvarpsins og ég óttast að sá samdráttur og niðurskurður, sem frumvarpið boðar, sé of mikill og ýmis atriði þess beinlín- is hættuleg. bað er t.d. glæfralegt að binda það til tveggja ára og mér sýnist þetta að óbreyttu hafa í för með sér atvinnuleysi. Ég vil ekki eiga þátt í þvi,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambands ís- iands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur kvaðst hafa trú á því að þetta yrði ekki endanleg mynd frumvarpsins áður en það yrði lagt fyrir Alþingi. Hann kvaðst enga menn hafa á sínum snærum, sem vildu gerast sjálf- boðaliðar í atvinnuleysi. „Þeir sem harðast vilja keyra þetta frum- varp í gegn og eru sannfærðir um að það leiði ekki til atvinnuleysis, þurfa að því er ég tel að hafa einhverja sjálfboðaliða á bak við sig. Hins vegar ætla ég engum í verkalýðshreyfingunni það illt að hann vilji stefna að því. Málið verður að skoðast og menn verða að sannfærast." Jón Helgason í Einingu: Erfitt að leggja al- hliða dóm á frumvarp- ið á þessari stundu „Ég er nú rétt að byrja að lesa frumvarpið og við fyrstu sýn held ég að þarna sé veruleg breyting og margt til bóta,“ sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri, í samtali við Mbl., þegar hann var spurður álits á frumvarpinu. „Hinu er ekki að leyna að það eru ýmsir þættir í þessu frumvarpi sem snúa að okkur í verkalýðs- hreyfingunni, sem við vildum gjarnan að væru öðru vísi en erfitt er að leggja alhliða dóm á frum- varpið, eins og er, eða fyrr en maður er búinn að kynna sér efni þess betur og verða sér úti um skýringar á ýmsum þáttum. Ég held að það sé bezt fyrir alla aðila að vera ekki að leggja dóm sinn á hluti fyrr en þeir eru búnir að kynna sér þá til hlítar," sagði Jón Helgason. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins: Eg sé ekki annað markmið hjá Ólafi en að sprengja „ÉG ER í senn furðu lostinn og harma þessa niðurstöðu máia“, sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiðasambands ís- lands. í samtaii við Morgunblaðið í' gær. Hann kvað vinstrisinnaða verkalýðsleiðtoga hafa heilshugar átt samstarf við þessa ríkisstjórn um það að halda atvinnulífi og framleiðslu í fullum gangi og að reyna að draga úr verðbólgunni. Hann kvað þetta hvorttveggja hafa komið fram í sambandi við ráðstaf- anirnar 1. september og 1. desem- ber. Guðjón kvað verkalýðshreyfing- una hafa skipt á ýmsum launahækk- uum og niðurgreiðslum og félagsleg- um umbótum. „Það var ábyggilega meiningin að við héldum þessu áfram, að vinna sameiginlega að því að tryggja fulla atvinnu og einnig að færa niður verðbólguna án þess að það skerti kaupmátt. Fulltrúar okk- ar hafa unnið að þessu m.a. í vísitölunefndinni og í viðræðum við ráðherra um fjárfestinga- og láns- fjármál og annað slíkt. Þess vegna kemur þetta frumvarp alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum og ég er undrandi að fá þetta svona fram, því að þetta kemur þvert á það, sem okkur fannst liggja fyrir sem lausn." Guðjón sagðist ekki sjá betur en þessa ráðstafanir þýddu verulegan samdrátt, nái efni frumvarpsins fram, samdrátt í atvinnu, sem verka- lýðshreyfingfh telur óhugsandi. „Því hversu slæm sem verðbólgan er þá er atvinnuleysi hálfu verra. Þá þýða tillögur Olafs í vísitölumálunum stórfellda röskun frá því sem hugs- anlegt var á kaupmætti. Er ég furðu lostinn, því að ég tel að þegar hafi náðst nokkur árangur í baráttunni. Eg get ekki ályktað annað en að Ólafur Jóhanesson sé að stefna samstarfinu í hættu og hann sé bara að sprengja. Annað markmið sé ég ekki. Við höfum starfað saman í 6 mánuði, en frumvarpið gengur þvert á allt sem gert hefur verið til þessa. Því er ég undrandi og harma að þetta skuli fara svona,“ sagði Guðjón Jónsson. Guðríður Elíasdóttir, form. Framtíðar: Haldið opnu í frumvarpinu að ræða vísitölumálin frekar „Það er svo til ekkert farið að ræða frumvarpið sjálft í miðstjórn Alþýðusambandsins,“ sagði Guðríð- ur Elíasdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Framtfðarinnar í Ilafnarfirði. „Við fengum ekki plaggið í hend- urnar fyrr en í dag þegar við komum á miðstjórnarfundinn og ég verð að segja fyrir mig, að ég er ekkert í stakkinn búin til að gefa neina umsögn um efni frumvarpsins sem slíks. Við Alþýðuflokksfólkið í mið- stjórninni sátum hjá við atkvæða- greiðsluna í dag, þar sem við lá að ætti að samþykkja bókun um að störfum vísitölunefndar væri lokið sem var þó ekki sagt beinum orðum. Við töldum hins vegar að svo væri ekki, þvi að það væri opið samkvæmt frumvarpinu í kaflanum um kjara- málin að ræða mætti þessi mál frekar," sagði Guðríður. Guömundur Jón Hvaö segja þau um frumvarpið Pétur Guðjón Pétur Sigurðsson, Alþgðu- sambandi Vestfjarða: Ekki hægt að gefa eftir á 3ja mánaða fresti PÉTUR Sigurðsson, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, kvaðst ekki hafa haft aðstöðu til að kynna sér frumvarpið að neinu marki enn sem komið væri. „Menn hafa auðvitað verið að bíða eftir því að þessi stjórn gerði eitthvað raunhæft til að vinna bug á verðbólgunni, eins og lofað var,“ sagði Pétur, „en þjóðin hefur ekki séð mörg teikn á lofti í þá veru ennþá. Ef menn hins vegar eygja einhverja von í þessu frumvarpi, komast að raun um að það sé lykillinn að þeim skrám sem þeir vilja opna, þá er auðvit- að ekki nema gott eitt um það að segja.“ Pétur kvaðst ekki geta fjölyrt um verðbótaþátt frumvarpsins að svo stöddu. „Ég get aðeins sagt það eitt, að ef menn álíta að það sé eitthvert vit í þessu frumvarpi á annað borð, þá tel ég það alveg geta komið til greina að gefa þessari ríkisstjórn, eins og raun- verulega öðrum ríkisstjórnum alla tíð, eitt tækifæri með eftirgjöf á einhverri vísitölu eða öðrum breytingum tii að rétta hlutina við.“ Pétur sagði þó, að raunverulega hefði þessi stjórn þó fengið þetta tækifæri með því sem verkalýðs- hreyfingin hefði gefið eftir í des- ember sl. en ennþá væri þess ekki farið að sjást merki í þjóðarbú- skapnum og vekalýðshreyfingin hefði enn séð iítið af félagsmála- pakkanum, sem þá var boðað. Fordæmi væru fyrir eftirgjöfum af þessu tagi frá fyrir árum, t.d. á viðreisnarstjórnarárunum. „Þetta er hins vegar ekki hægt að gera á þriggja mánaða fresti og það er vandamálið," sagði Pétur. „Þessir menn sem núna sitja ætlast raun- verulega til þess að verkalýðs- hreyfingin geri slíkt og það er hlutur sem við í verkalýðsforust- unni verðum að staldra aðeins við og athuga nánar. Ég held að miðað við þær spár um það sem fram- undan er og þær blikur sem eru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinn- ar, þá geti fólkið í lægstu launa- flokkunum varla gefið mikið eftir af sínum launum og þess vegna held ég að ef um einhverja eftir- gjöf verður núna að ræða að þá eigi það ekki að koma fram í lægstu launaflokkunum. Við vitum að verkalýðshreyfingin sjálf hefur löngu gefizt upp við launajöfnun- arstefnu og þess vegna væri það þakksamlega þegið, ef stjórnvöld tækju af skarið og kæmu henni á.“ sími: 27211 ★ Fermingarföt með eða án vestis Allar stærðir. ★ Efni: — Rifflað flauel, margir litir. ★ Slaufa — rifflaö flauel ★ Skyrtur — margir litir, ailar stæröir ★ Skór — ýsmar gerðir Kr. 39.500 Austurstræti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.