Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 23 Minning: Séra Þorgeir Jónsson fyrrum prófastur Fæddur 28. júní 1893. Dáinn 14. janúar 1979 Sumarið 1932 dvaldist ég í Þing- eyjarsýslu sem kóngsins lausa- maður, lengst af á Sandi í Aðaldal, var nýkominn frá námi við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn, en hafði sumarið áður kynnt mér störf lýðháskóla í Svíþjóð, einkum skólanna í Sigtúnum, á Tárna og í Nesi. Þegar leið að hausti kom boð til mín að Sandi frá símstöðinni á Laxamýri þess efnis, að Reykjavík vildi við mig tala. Þegar þangað kom, var í símanum gamall kennari minn og góðkunningi, Aðalsteinn Sig- mundsson. Einhvern veginn hafði Aðalsteinn komizt að því, að ég væri á lausum kjala, en séra Þorgeir Jónsson, sem þá var ný- ráðinn skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði og á höttunum eftir kennara, og afhenti Aðalsteinn séra Þorgeiri símtólið, eftir að við höfðum heilsast, og féll allt í ljúfa löð milli okkar með ráðningu. Fáum dögum síðar skrifaði séra Þorgeir mér svo langt bréf, þar sem hann sagði allt af létta um skóla þann, er ég var nú ráðinn til, hverjir væru í skólanefnd og hvenær hann ætti að hefjast. Skal ekki fjölyrt þar um frekar. Við séra Þorgeir störfuðum saman á Reykjum tvo næstu vetur. Var samstarf okkar hið bezta. Séra Þorgeir var góður kennari og háttvís stjórnari. Þriðji kennarinn var séra Jóhann Briem á Melstað. Hann var hið mesta ljúfmenni, gamansamur og söngvinn, enda kenndi hann söng. Fékk hann mig til að semja texta við sönglög þau, sem hann lét nemendur syngja. Ekki voru kennarar fleiri, en allhandgenginn skólanum var héraðslæknirinn á Hvammstanga, Torfi Bjarnason frá Asgarði. Hann var kvæntur frú Sigríði Auðuns, mikilli ágætiskonu. Má svo að orði kveða, að hjá þeim héraðslæknis- hjónunum væri annað heimili okkar séra Þorgeirs, báða veturna sem við vorum á Reykjum. Þeir Torfi læknir og séra Þorgeir voru skólabræður, og naut ég þess í ríkum mæii. Fátt var nemenda í Reykjaskóla á vetrum þessi tvö ár. Hygg ég, að fátækt hafi valdið, því að kreppan var þá í algleymingi. En skóla- nefndin reyndi að bæta það upp með íþrótta- og handavinnunám- skeiðum á vorin. Ég kenndi sund, en kennarar í öðrum íþróttum og handavinnu voru fengnir að. Ann- að vorið sem ég kenndi á Reykjum — ég held, að það hafi verið hið síðara — var þar handavinnu- kennari ungfrú Sigurlína Guðný Sigurjónsdóttir frá Stóru-Brekku í Fljótum, falleg stúlka og vel að sér í sinni grein. Við höfðum áður hitzt í lýðháskólanum að Nesi sumarið 1931. En hennar er hér getið sérstaklega af því, að á Reykjum kynntust þau séra Þor- geir fyrst. En síðar varð Sigurlína fyrri kona hans. Þorgeir Jónsson fæddist að Hringveri í Viðvíkursveit 28. júní 1893. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Langhúsum og kona hans, Guðrún Stefánsdóttir. Hann varð stúdent frá M.R. (utan skóla) 1921 og kandídat í guðfræði frá Háskóla íslands 1925. Að guðfræðinámi loknu átti séra Þor- geir þess kost að verða prestur sambandssafnaðarins á Gimli í Nýja íslandi í Manitoba. En þegar til kastanna kom, neitaði þáver- andi biskup honum um vígslu. Hljóta þar að hafa ráðið trúar- skoðanir safnaðarins þar, sem voru únitarar, enda kom það síðar á daginn, að sami biskup vígði séra Þorgeir til íslenzks safnaðar og verður ekki vitað, að þeim bæri neitt á milli í trúmálum. í Kanada var séra Þorgeir fjög- ur ár, og heyrði ég hann oft minnast þess tíma með ánægju. En ekki festi hann þar yndi og kom heim alþingishátíðarárið 1930. Var hann við skrifstofustörf í Reykjavík 1930—32,'en síðan skólastjóri Reykjaskóla til 1934, sem áður er að vikið, og starfaði í Landsbankanum í janúar—nóvem- ber 1935. Hinn 19. nóvember var hann settur prestur í Nespresta- kalli í Norðfirði og skipaður 14. ágúst árið eftir. Var nú ekkert því til fyrirstöðu, að hann fengi vígslu, eins og fyrr segir, og yrði prestur þjóðkrikjunnar. Séra Þorgeir var alltaf frjálslyndur, ekki sízt meðan hann var skólastjóri á Reykjum. Um það get ég vel borið, því að oft bárust trúmál þar í tal, bæði yfir borðum og endra nær. Eitt sinn kom ég til séra Þor- geirs og Sigurlínu frúar hans, þegar þau voru flutt til Neskaup- staðar, um eða rétt eftir 1940. Mér er sú koma minnisstæð, því að heimili þeirra var bæði fagurt og aðlaðandi og þau fram úr skarandi gestrisin og alúðleg. Komst ég þá að raun um, að húsmóðirin var ekki síður vel að sér í matreiðslu en hún áður fyrr var fær í hann- yrðum, enda hafði hún stundað erlendis aðra þætti húshalds síðan þá. Áttu og mæta vel við hana orðin, sem Bjarni Thorarensen lét falla um Rannveigu Filippusdótt- ur: Kurteisin kom að innan, — sú kurteisin sanna! — siðdekri öllu æðri af öðrum sem lærist. Hinn 17. nóvember 1948 andað- ist frú Sigurlína löngu fyrir aldur fram, rúmlega fertug, frá þrem ungum börnum þeirra eftir langa og þjáningarfulla legu. Var sá missir mikill fyrir séra Þorgeir og börnin. Stóð hann nú uppi einn síns liðs. Varð það séra Þorgeir til happs, að hann fékk ágæta ráðskonu, ungfrú Jónínu Elínu Guðmunds- dóttur, bakara í Reykjavík, Guð- mundssonar. Urðu börnin fljótlega mjög hænd að henni. Gengu þau í hjónaband 5. júlí 1953. Ekkert Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. Friáls verzlun 40 ára barn eignuðust þau, en þeim, sem til þekktu, kemur saman um, að hún hafi reynzt stjúpbörnum sín- um fram úr skarandi vel, enda frábær húsmóðir. Lifir hún mann sinn. Eystra gegndi séra Þorgeir mörgum trúnaðarstörfum, auk prestsembættisins, var t.d. pró- fastur í Suður-Múlaprófastsdæmi 1955—60, sáttasemjari í vinnudeil- um á Austurlandi 1945—60, skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Neskaup- staðar 1936—37, kennari við Barnaskóla Neskaupstaðar um skeið, endurskoðandi Landsbanka- útibúsins á Eskifirði 1943—60 og í stjórn Prestafélags Austurlands. Sýna þessi störf öll, sem honum var trúað til, hvers trausts hann naut til ólíkustu trúnaðarstarfa, enda var hann fjölhæfum gáfum gæddur. Hitt var þó ef til vill meira um vert, að hann var dreng- ur hinn bezti. Ég þakka séra Þorgeiri lær- dómsríka samvinnu á Reykjum, svo og skemmtileg kynni. Mér datt í hug, að hann væri á réttri hillu sem skólamaður. Hann var ágætur kennari í stærðfræði, íslenzku og ensku. En hitt var ekki minna um vert að þjóna Guðs kristni í landinu en menntagyðjunni Mínervu, sem hann tók ástfóstri við á Reykjum. Hann sameinaði tvö hlutverk, sem eru flestum viðfangsefnum æðri, hlutverk hins frjálslynda sannleiksleitanda og hlutverk friðflytjanda, fræðara og uppalanda. bóroddur Guðmundsson frá Sandi FRJÁLS verzlun er fjörutíu ára á þessu ári, en blaðið kom fyrsta sinni út í janúarmánuði 1939, þá málgagn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. en í félaginu voru þá bæði launþegar og vinnuveit- endur. Éinar Ásmundsson var fyrsti ritstjóri blaðsins, en í fyrstu ritnefnd voru þeir Adolf Björnsson, Björn ólafsson, Pétur Ólafsson, Pétur O. Johnson og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Fyrstu 10 árin mæddi útgáfa blaðsins mikið á þessum mönnum, auk þess sem fleiri unnu fórnfúst starf í þágu þess. Má þar nefna menn eins og Hallgrím Benedikts- son, Magnús Kjaran, Eggert Kristjánsson, Egil Guttormsson og Friðþjóf O. Johnson. Þegar svo vinnuveitendur klufu sig úr félag- inu og VR varð launþegafélag eingöngu, tók Frjáls verzlun h.f. við útgáfu blaðsins og urðu þá Birgir Kjaran og Gunnar Magnús- son helztu bakhjarlar þess. Á ýmsu gekk á þessum árum í útgáfu Frjálsrar verzlunar, enda blaðið unnið eingöngu af áhugamönnum fyrstu 30 árin. Var útgáfan oft og tíðum erfið og um tíma féll hún niður. Árið 1967 hófst nýtt skeið í ævi blaðsins, er Jóhann Briem og fyrirtæki hans Frjálst framtak h.f. tók við útgáfu blaðsins. Hefur fyrirtækið gefið út blaðið síðan og á blaðamannafundi, sem forráða- menn þess héldu fyrir skömmu kom fram, að upplag þess er nú á bilinu 5.500 til 6.000 eintök. Hefur blaðið á þessum árum breytzt mjög, en það fjallar nú um við- skipti og athafnalif á íslandi og erlendis, bírtar hafa verið greinar um stjórnun og fjallað um helztu viðskiptalönd íslendinga. Frjáls verzlun hefur skýrt frá starfi fyrirtækja og stjórnenda og grein- ir frá efnahag, stjórnmálum og fleiri þáttum þjóðlífsins. Núverandi ritstjóri Frjálsrar verzlunar er Markús Örn Antons- son og framkvæmdastjóri blaðsins er Pétur J. Eiríksson. Blaðamenn við blaðið eru Margrét Sigur- steinsdóttir, Halldór Valdimars- son og Tómas Þór Tómasson. Ljósmyndari blaðsins er Loftur Ásgeirsson. Meðal fastra dálka- höfunda í blaðinu má nefna dr. Guðmund Magnússon, prófessor, sem ritað hefur í blaðið um árabil. Á blaðamannafundinum gátu forráðamenn blaðsins þess, að Frjáls verzlun færi í dag til all- flestra fyrirtækja og félagasam- taka í landinu, þó kváðu þeir blaðið meira lesið á höfuðborgar- svæðinu og í kaupstöðum en í dreifbýli. Auk Frjálsrar verzlunar gefur Frjálst framtak h.f. út 5 önnur sérrit. Starfsfólk Frjálsrar verzlunar, frá vinstri: Guðrún Brynjólfsdóttir. Markús Örn Antonsson. ritstjóri. Linda Hreggviðsdóttir. Ingvar Hallsteinsson, Jóhann Briem, forstjóri. Pétur J. Eiríksson. fram- kvæmdastjóri, Margrét Sigursteinsdóttir og Loftur Ásgeirsson. ljósmyndari. oa°[Mxi 1CX).. LJósniTunflRuiun pnentaró: uenjulegan pappin Ljdán bréfsef ni einnig glcenun SKRIFSTOFUVELAR H.F. Simi 20560 HVERFtSGATA 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.