Morgunblaðið - 14.02.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.02.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 11 Ekkert heimili ætti aö vera án þess öryggis, sem reykskynjari veitir. Eldur getur brotist út hvar sem er og hvenær sem er. Þetta einfalda og ódýra öryggistæki getur bjargað mannslífi, þaö gefur frá sér löng sírenuhljóð ef um reyk í íbúöinni er aö ræöa. Einfalt í uppsetningu og fyrirferöarlítiö. c Sunbeam heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 í gámum af þessu tagi fer nú vöruflutningur fram með DC-10 þotu Flugleiða, en þessi er af stærri gerðinni. Farsölumenn Flugleiða héldu fund á íslandi nýlega: Frá vinstri: Léon Wecker, Luxemburg; Mike Cohan, Chicago; Alfred J. Shea, New York: Joe Danaher, New York; Sigurður Matthfasson, yfirmaður farmsölu- deildar í Reykjavík, og Gunnar Olsen, einnig hjá farmsöludeild í Reykjavík. hún aukist nokkuð milli áranna 1977 og 1978, og hefði Flugleiðum tekizt að halda sínu þrátt fyrir samkeppni. Fyrra árið nam flutn- ingur rúmum 6.682 tonnum, en 8.363 tonnum á síðasta ári. Til Islands voru flutt 2.458 tonn, en frá landinu 1.006 tonn og hafa þessir flutningar aukist nokkuð hratt á síðustu árum. Árið 1969 voru flutt 931 tonn til landsins, 1.609 tonn ‘72 og 1.729 tonn árið ‘75. Árið 1969 voru flutt 297 tonn frá landinu, 557 tonn ‘72 og 562 tonn ‘75. í póstflutningum hefur aukning orðið heldur minni eða úr 952 tonnum árið 1976 í 989 tonn á síðasta ári. — Við erum bjartsýnir á árið 1979 sögðu farmsölumennirnir, við reynum að ná meiri flutningum frá Islandi en verið hefur til að ná jafnvægi og okkar fólk gerir sér far um að aðstoða íslenzka útflytj- endur við að afla markaða erlend- is. Aukmng á útflutningi iðnaðarvara um 56% Á árinu 1978 voru fluttar út iðnaðarvörur fyrir 34,8 milljarða króna sem er 56% aukning frá árinu áður þegar flutt var út fyrir 22,3 milljarða. Af þessari upphæð nam ál og álmeimi 77 þúsund tonnum eða fyrir 23,6 milljarða, en var 74 þúsund tonn eða fyrir rúma 14,9 milljarða árið áður. Aukning í útflutningi annarra iðnaðarvara en áls nam á árinu 51% og varð mest aukning í verðmæti í skinnaiðnaði 78% en magnið jókst þar um 23%. Síðan segir í frétt frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins um útflutning sl. árs: Aukningin bæði í magni og verðmæti milli áranna 1977 og ’78 var í lagmetisiðnaði, en útflutn- ingur hans jókst í verðmæti úr 1206 m.kr. í 2000 m.kr. eða um 67% en magnið jókst um 7%. Eins og áður er ullariðnaðurinn langstærsta útflutningsgreinin og jókst útflutningur ullarvara úr 3441 m. kr. í 4529 m. kr. eða um 32%. Hér varð aftur á móti mikill samdráttur í magni, samtals 128 tonn. Hér munar mest um sam- drátt á Sovétmarkaði er nam samtals 193 tonnum. Kísilgúrútflutningur dróst lítil- lega saman af ástæðum sem öllum ’Si Lítið barn hefur JÍ' lítsð sjónsvið eru ljósar nú voru flutt út rúmlega 20 þús. tonn á 226 millj. kr. Samtals nemur útflutningur ofantaldra vörutegunda um 9.9 milljörðum króna. 1.3 milljarðar skiptast svo milli fjölmargra vörutegunda. Þar ber alveg sérstaklega að nefna útflutn- ing Hampiðjunnar, sem rúmlega þrefaldaðist að verðmæti og nem- ur nú 343.2 m. kr. Þá ber og að nefna þangmjöl, sem var flutt út fyrir 278 m. kr., málning og lakk fyrir um 269 m. kr. og pappaumbúðir fyrir um 187 m. kr. Útflutningur annarra vöruhópa náði ekki 100 m. kr. Samkeppni í fragt- flutningum ekki síður en í farþegaflutningum Rætt við fraktsölumenn Flugleiða Nokkrir starfsmanna Flug- leiða, þeirra er sjá um fraktflutn- inga félagsins, sátu í Reykjavík á tveggja daga fundi nú í fyrri viku þar sem rædd voru málefni frakt- flutninga félagsins. Mbl. ræddi við þá þegar fundum þeirra var að ljúka, en hann sátu auk starfs- manna farmsöludeildar hérlendis fulltrúar félagsins í Luxemburg, New York og Chicago. — Þessir fundir okkar eru haldnir einu sinni á ári, sagði Sigurður Matthíasson forstöðu- maður farmsöludeildar Flugleiða og á þeim ræðum við starfsemi síðasta árs og skipuleggjum sölu- starfsemina á þessu ári og í þetta sinn er það sérstaklega með tilliti til notkunar DC-10 þotunnar, sem gerir okkur kleift að inna af hendi ákveðna þjónustu sem við ekki gátum áður. — Nýja DC-10 þotan gerir mögulegt að flytja varninginn í gámum, sagði Alfred J. Shea forstöðumaður fraktdeildarinnar í New York, en svæði hans nær einnig yfir Baltimore og Chieago, þ.e. þá staði í Bandaríkjunum er áætlunarflug Flugleiða nær til, en gámarnir tryggja mun betur en áður örugga meðferð varnings, rými vélarinnar er betur nýtt og ýmiss konar annað öryggi er í því fólgið að nota gáma. Við munum á þessu ári leggja sérstaka áherzlu á þá flutninga, hér er um að ræða nútímatækni, mjög hentuga flutn- ingaaðferð enda hafa flutningar með flugvélum aukist mjög að undanförnu og við höfum orðið varir við það einnig. Þeir nefndu einnig að breiðþot- an gerði mögulega flutninga á stærri hlutum en áður hefði verið, svo og þyngri einstökum stykkjum, áður var mest hægt að flytja um 500 kg stykki, en nú er mögulegt að flytja einstök stykki allt að 1465 kg að þyngd, en það er hægt vegna aukins rýmis vélarinnar og er því hægt að koma fyrir í henni stærri stykkjum en áður hefur verið. — Við erum að reyna að koma Islendingum meira til þess að nota flugið sem flutningaleið, sagði Léon Wecker yfirmaður farmsölu- skrifstofunnar í Luxemburg og í því sambandi er verið að skipu- leggja betri þjónustu frá löndun- um í kringum Luxemburg svo sem Hollandi, Belgíu, Þýzkalandi og í gegnum okkar hendur fara einnig vörur sem koma frá Italíu og löndum þar í grennd. Annars reynum við að ná til alls megin- landsins með flutninga og segja má að flutningatækifærin til Is- lands séu nokkuð góð þar sem við getum notað ferðirnar til New York, Chicago og Baltimore, en heldur færri tækifæri eru í Banda- ríkjunum. En við getum samt sem áður komið varningi mjög fljótt á áfangastað, ég segi ekki á 24 tímum, en 48 er alveg viðráðanleg- ur tími fyrir okkur. Það er ómet- anlegt að geta boðið viðskiptavin- um uppá slíkt, enda byggist fragt- flutningur á því að hann gangi sem fljótast fyrir sig. Þeir fraktsölumennirnir voru sammála um að mikil samkeppni ríkti meðal flugfélaga um frakt- flutninga, ekki síður en farþega og væru Flugleiðir að vinna að því á öllum stöðum að styrkja stöðu sína hvað varðaði fraktina, enda hefði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.