Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979
31
Gunnar Baldursson Fylki kemur æðandi á vörn Hauka í leiknum í
gærkvöldi. Þórir Gísiason (14) cr tii varnar. og reynir að stöðva skot
hnns.
Hart baríst
i Englandi
Manchester Utd. og Southampt-
on tryggðu sér sæti í 5. umferð
ensku bikarkeppninnar í fyrra-
kvöld, en Tottenham verður að
kljást aftur við 2. deildarlið
Wrexham, eítir að liðin skildu
jöfn á White Hart Line í Lundún-
um.
Manchester Utd. hafði rnikla
yfirburði gegn Fulham á heima-
velli sinum, en markvörður Ful-
ham, Gerry Pcyton var United
erfiður ljár í þúfu og varði hvað
eftir annað meistaraiega vel.
Hann réði þó ekki við skot Jimmy
Greenhoff á 65. mi'nútu leiksins.
MU mætir Colchesteúá útivelli í
5. umfcrð keppninnar sem fram
fer um helgina.
Alan Ball skoraði sigurmark
Southampton á útivelli gegn
Preston úr 2. deild. Hér var um
heppnissigur að ræða, Preston
sótti nær látlaust, einkum í síðari
hálfleik og markvörður
Southampton Terry Gennoe hélt
liði sínu á floti með stórbrotinni
markvörslu.
Wrexham náði tvívegis foryst-
unni gegn Tottenham á heima-
velii síðarnefnda liðsins og var
siðan aðeins 8 mínútur frá sigri.
Bobby Shinton skoraði fyrst fyrir
Wrexham, en Tottenham jafnaði
þegar Roberts skallaði knöttinn í
eigið net. Glenn Hoddle náði
síðan forystu fyrir Tottenham
rétt fyrir leikhlé.
Um miðjan
síðari hálfleik jafnaði Lyons fyrir
Wrexham og náði síðan foryst-
unni nokkru síðar þegar hann
skoraði úr víti. Chris Jones, ný-
kominn inn á sem varamaður
skoraði þriðja mark Tottenham
eftir aukaspyrnu Glenn Hoddle.
LEIKIR í FYRRAKVÖLD:
Tottenham — Wrexham 3—3
Manch. Utd. — Fulham 1—0
Preston — Southampton 0—1
LEIKIR í GÆRKVÖLDI:
1. deild:
Liverpool — Birmingham 1—0
QPR — Arsenal 1—2
3. deild:
Carlisle — Bury 1—2
Southend — Sheffield
Wednesday 2—1
Haukar gerðu færrí
mistök og sigruðu
Þrátt fyrir að Haukar sigruðu
Fylki 23-21 í gærkvöldtí 1. deiid-
inni f handknattleik í Hafnar-
firði, þá var það meira fyrir
algeran klaufaskap Fylkismanna
en fyrir öryggi Hauka. Reyndar á
lið eins og Fylkir sem gcrir sig
sekt um svo afdrifarik byrjenda-
mistök á lokamínútum leiks eins
og raun varð á ekki stig skilið, og
sú varð reyndin í gær.
Staðan í hálfleik í leik liðanna í
gærkvöldi var 11-10 Haukum í vil.
Haukar náðu fljótt forystunni í
leiknum og léku nokkuð vel. Nokk-
ur hraði var í leik þeirra og þrátt
fyrir allmikið af misheppnuðum
skotum í byrjun höfðu þeir forystu
fyrstu 20 mínúturnar. En þá ná
Fylkismenn að jafna 7-7 og bæta
um betur og komast í 9-7. Fylkis-
mönnum gekk illa í byrjuninni
mest fyrir hversu sóknir þeirra
voru stuttar. Og' það kom aftur
upp í lok hálfleiksins og þá misstu
þeir niður forystu sína og Haukar
leiddu í hléi.
Síðari hálfieikur var jafn á
öllum tölum upp í 19-19. Og hefði
ekki getað verið meira spennandi.
Fylkismönnum tókst hvað eftir
annað að opna miðju Hauka og
skora falleg mörk af línu. Sigurður
Símonarson, Fylki, sýndi mjög
góðan leik á línunni og nýtti öll sín
færi til fullnustu. Haukar skoruðu
hins vegar mikið úr vítaköstum og
hraðaupphlaupum, en þar réðu
Fylkismenn ekki við þá.
Þegar 10 mínútur eru eftir af
leik er staðan jöfn, 19-19. Haukar
ná nú að skora tvívegis, í annað
skiptið misstu Fylkismenn boltann
beint í hendur þeirra, en hið síðara
var hraðupphlaup eftir óyfirvegað
skot Einars Ágústssonar. Fylkis-
menn misstu samt ekki móðinn og
minnka muninn í eitt mark. Voru
það þeir Magnús Sigurðsson og
Gunnar Baldursson sem skoruðu
með þrumufleygum.
Voru nú 3 mín. til leiksloka.
Haukar sækja en missa boltann og
mann út af. En þrátt fyrir að
Fylkismenn fengju tvö upplögð
Haukar
sigruóu
Val
Haukastúlkurnar sigruðu Val
17—14 í 1. deildinni í handknatt-
leik í gærkvöldi. Fór leikurinn
fram í (þróttahúsinu í Hafnar-
firði og var hinn skemmtilegasti
á að horfa. Staðan í hálfleik var
10—8 Haukum í hag. Hauka-
stúlkurnar náðu strax forystu og
léku vel framan af. í síðari
hálfleiknum náðu svo Valsstúlk-
urnar sér á strik og jafna lcikinn
og var þá staðan 14—14. En
Haukastúlkurnar sigu svo aftur
framúr á lokakafla leiksins.
Mörk Hauka: Ilalldóra Matthie-
sen 4, Guðrún Gunnarsdóttir 4,
Sjöfn Hauksdóttir 3, Guðrún
Aðalsteinsdóttir 2, Margrét The-
ódórsdóttir 2, og Björg Jónatans-
dóttir 2.
Laugdælir
sigruðu Mími
LAUGDÆLIR sigruðu
Mími 3:0 í 1. deildinni í
blaki, en leikurinn var háð-
að Laugarvatni í
ur
gærkvöldi. Úrslit í einstök-
um hrinum urðu 15:10, 15:8
og 18:16.
„Si jörn ukv Öi IdK KÍ“
íi l aug ard ai Jshi ill
Landsliðsnefnd KKÍ gengst
fyrir sannkölluðu stjörnukvöldi í
Laugardalshöllinni f kvöld ki.
20.00. Það vcrða margar stjörnur
sem sýna munu listir sfnar þar á
fjölunum.
Dagskráin hefst á því að ís-
landsmeistarar Vals í knatt-
spyrnu leika við íþróttafrétta-
menn, verður meisturunum gerð-
ur leikurinn erfiðari með því að
þeir eiga að ieika í klofháum
stígvélum.
Síðan rekur hvert atriðið annað.
Bræðrabandið, Ómar og bræður
hans Ragnarssynir, Halli og
Laddi. Hljómbræðurnir Gunnar og
Rúnar Júlíusson og síðast en ekki
síst Björgvin Halldórsson og Helgi
bróðir hans, mæta kvennaliði FH í
knattspyrnu. Og allir sem séð hafa
Bræðrabandið vita að þeir luma
ávallt á nýjum leikaðferðum og
nýjungum á knattspyrnusviðinu.
Vítakeppni verður á milli ís-
lensku og bandarísku leikmann-
anna í körfu. Og svo rúsínan í
pylsuendanum verður leikur ís-
!
tækifæri á að skora brást þeim
bogalistin. Haukar fá dæmd víti
sem Hörður H. skorar örugglega
úr. Einar Einarsson minnkar
muninn í eitt mark og Haukar U
sækja en missa boltann og Fylkis-
menn bruna upp en gefa boltann ^
beint í hendur Hauka sem snúa
vörn í sókn og Árni Sverrisson W
brýst inn úr horninu og innsiglar
sigur Hauka, 23-21.
Liðin
Lið Hauka var vel frískt í leikn- M
um. Léku þeir af nokkrum hraða
og tókst það bærilega. Gerðu þeir ^
mörg mörk úr hraðaupphlaupum ^
og voru þau vel útfærð hjá þeim.
Bestu menn Hauka í leiknum voru ^
þeir Ingimar Haraldsson sem lék ^
vel á línunni og Andrés Kristjáns- V
Margrét Theodórsdóttir Haukum
lék sinn 100 leik í meistaraflokki í
gærkvöldi á móti Val. Skoraði hún
3 mörk í leiknum. Margrét er ein
af okkar skotföstustu handknatt-
leikskonum.
Mörk Vals: Harpa Guðmunds-
dóttir 7, Björg Guðmundsdóttir 3,
Erna Lúðvíksdóttir 3, og Elín
með 1.
son. Hörður Harðarson var nokk-
uð skotbráður í byrjun leiksins og
fann sig ekki. Hörður var tekinn
úr umferð í síðari hálfleiknum og
átti því ekki hægt um vik.
Lið Fylkis var mjög jafnt og
erfitt er að gera upp á milli
leikmanna. Sigurður Símonarson
átti góðan leik, Einar Einarsson er
ógnandi og skoraði hann falleg
mörk í leiknum. Þá er Halldór
Sigurðsson mikill baráttumaður
og drjúgur varnarmaður.
I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild
Hafnarfjörður.
HAUKAR-FYLKIR: 23-21 (11-10).
MÖRK HAUKA: Hörður Ilarðarson 7 (5v),
Andrós Kristjánsson 6 (3v), Ingimar
Haraldsson 4, Árni Svcrrisson 3, Olafur
Jóhannsson 3 (lv), Stefán Jónsson 1.
MÖRK FYLKIS: SÍKurður Sfmonarson 5,
Einar Einarsson 5, Magnús Sisrurðsson 4
(2v). Halldór Sigurðsson 3, Gunnar Baldurs-
son 3, ögmundur Kristinsson 1.
BROTTVÍSUN AF LEIKVELLI: Einar
Ágústsson, Fylki f 2 mín. og Hörður
Harðarson, Haukum. f 2 mfn.
MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Jón Gunnars-
son Fylki varð vftakast frá Andrési á 21.
mín. Magnús Sigurðsson Fylki skaut í stöng
úr vftakasti á 29. mfn.
- br.
Ifilhelm
til ÍBV ?
SAMKVÆMT heimildum sem
Mbl. telur árciðanlegar, á nú
aðeins eftir að ganga formlega
frá félagaskiptum Vilhelms Fred-
riksens úr KR í ÍBV fyrir kom-
andi keppnistímabil. Gangi Vil-
helm í raðir Eyjamanna eins og
horfur eru nú á, fær ÍBV góðan
liðsauka, þar sem Vilheim er,
miðvörður mjög sterkur og mark-
heppinn.
FH
AÐALFUNDUR hand-
knattleiksdeildar FH verð-
ur haldinn í Sjálístæðishús-
inu í kvöld og hefst hann
kl. 20.00.
lenska landsliðsúrvalsins og
bandarísku leikmannanna sem
leika hér á landi. Sú viðureign ætti
að bjóða upp á mikla spennu þar ♦
sem báðir aðiljar ætla sér að sigra.
Er þetta einstætt tækifæri fyrir
körfuknattleiksunnendur svo og
aðra að sjá toppleik. Fólki er bent
á að koma tímanlega til að forðast
þrengsli.
Sundmót
UBK
SUNDMÓT Breiðabliks verður
haldið í Sundhöll Hafnarfjarðar
sunnudaginn 25. febrúar 1979.
Skráningar skulu berast á
tímavarðarspjöldum S.S.Í. til
Axels Alfreðssonar Snorrabraut
81 Reykjavík. ásamt skráningar-
gjaidi kr. 200.- fyrir hverja
skráningu. fyrir þriðjudaginn 20
febrúar n.k.