Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1979 13 Borgarstjórnarmeirihlutinn. Jóhann Hauksson: Hvar er félagshyggjufólkið? Einhvern veginn hefur orðið „barnaár" beint huga mínum að hlutskipti barna í okkar velferðar- þjóðfélagi sem við svo viljum kalla. Hvað er gert fyrir börn og unglinga í þéttbýli sem í Reykja- vík? Hverjar eru þarfir þeirra og hvernig er komið til móts við þær af opinberri hálfu? Til eru ýmsar stofnanir og sam- tök sem láta velferð barna og unglinga sérstaklega til sín taka. Barnaverndarnefnd er dæmi um hið fyrrnefnda; Ungtemplarasam- tök og Skátahreyfing dæmi um hið síðarnefnda. Það er flestum þess- um stofnunum og samtökum sam- eiginlegt, að þeim var upphaflega komið á fót með fyrirbyggjandi starfsemi að markmiði og/eða glíma við tiltekin vandamál barna og unglinga t.d. afbrotahneigð, drykkjuskap, slæmar uppeldisað- stæður o.þ.h. Sá galli hefur þó verið á gjöf Njarðar, að „vandamálin“ hafa ætíð verið skilgreind af hinum fullorðnu og stofnanirnar þvi borið einkenni þess. Starfsemin beinist að því sem hin fullorðnu og ábyrgu telja börnum hollt og gott. Þetta hefur haft það í för með sér, að þar sem hefur verið komið upp aðstöðu fyrir unglinga hafa það mestan- part orðið „betri" börnin sem sótt hafa staðina. Krakkar sem drekka og reykja og gera annað það sem spillandi þykir að mati hinna fullorðnu sem ábyrgðina bera, fá einfaldlega ekki aðgang. Ein merkasta tilraunin sem gerð hefur verið af hálfu Reykjavíkur- borgar til að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem ekki treysta sér til að sækja þá staði sem eru fyrir hendi, er Útideildin svokallaða. Hún hefur þá sérstöðu að vera „hreyfanleg“ ef svo má að orði komast. Hennar starfsvettvangur eru staðirnir sem unglingarnir safnast saman á. Starfsfólk Útideildar reynir að kynnast unglingunum og öðlast traust þeirra í þeim tilgangi að fá þá sjálfa til að skilgreina vanda- mál sín. A þessum forsendum veitir Útideild síðan þjónustu sína. Á þennan hátt hefur Útideildin kynnst fleiri hundruð unglingum og aðstoðað sæg þeirra í vandræð- um sínum. Grundvallar starfs- regla Útideildar hefur og verið að aðhafast ekkert það sem ungling- arnir ekki sjálfir vilja. Auk þess hefur hún lagt sig fram um að hafa nokkurt samstarf við lögregl- una. Endanlegt markmið er svo að beina unglingunum inn á eitthvert þroskandi starf t.d. hópstarf þar sem þau ráða ferðinni nokkuð sjálf. Það gefur því auga leið að á þeim tveim árum sem Útideildin hefur starfað hefur mikil vinna verið lögð í að skapa starfsgrund- völl sem byggist á góðu samstarfi við þá aðila sem koma við sögu. Það tel ég því hrikalega glám- skyggni af hálfu núverandi borg- arstjórnarmeirihluta (sem saman- Nokkur orð um Útideild stendur af yfirlýstum félags- hyggjuflokkum) að taka nú ákvörðun um að leggja Útideildina niður. Röksemdirnar sem heyrst hafa eru fyrst og fremst fyrirheit um sparnað á útgjöldum borgar- innar. í mínum eyrum hljómar þetta líkt því, að spara skuli aurinn en krónunni hent. — Það má geta þess, þó ekki sé það endilega til eftirbreytni né fyrir- myndar fyrir okkur hér, að á sama tíma og borgarstjórnin í Ósló skar niður útgjöld borgarinnar til fé- lagsmála fyrir nokkru bætti hún við sig einni deild Útideildar þar í borg þrátt fyrir þá starfsemi sem þegar var fyrir hendi á þessu sviði. Reynsla Óslóbúa af Útideild er sýnilega önnur en hér gerist. Mér sýnist að betur hefði farið að boðskapur Sameinuðu þjóðanna á Barnaári hefði aldrei borist til eyrna borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík. Það virðist einhvern veginn sem tengsl séu á milli þess að Ári barnsins var komið á laggirnar og að Borgarstjórnar- meirihlutinn í Reykjavík tók ákvörðun um að leggja niður Útideildina. — Með einu penna- striki —. Megi endalok Útideildarinnar verða til þess að lífga upp umræð- una um hlutskipti barna og ungl- inga á Ári barnsins. Jóhann Hauksson. Umrœðufundur í Valhöll í kvöld: „Friðhelgi einkalífs með sérstöku tilliti til foreldra og bama” HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, og Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, boða til sameiginlegs fundar í kvöld klukkan 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við Háaleitisbraut. Fundarefnið Verður: „Friðhelgi einkalífs með sérstöku tilliti til foreldra og barna." Öllu áhugafólki er heim- ill aðgangur að fundinum. Framsögu á fundinum hefur Ragnhildur Helgadóttir al- þingismaður en hún hefur nýlega flutt lagafrumvarp um þetta efni, m.a. í tilefni af ítarlegri skoðanakönnun sem gerð var um persónuhagi nem- enda í grunnskólanum. Að lokinni framsögu Ragn- hildar verða frjálsar umræður, en síðan fara fram pallborðsum- ræður um efnið. Þátttakendur í pallborðsum- ræðunum verða: Sigríður Jónsdóttir námsstjóri. Sigurður Pálsson námsstjóri. Kjartan Gunnarsson lögfrKðingur. Jóhanna Thorsteinsson íóstra. Ragnar Ingimarsson verkfræðing- ur. Haildóra Rafnar kennari. Umræðustjóri verður Erna Ragnarsdóttir innanhúsarki- tekt. Ragnar Sigurður Gagnkvæmt uíaust Sparilánakerfi Lands- bankans hefur frá byrjun árið 1972, byggst á gagn- kvæmu trausti bankans og viðskiptavinarins. Ef þú temur þér reglu- semi í viðskiptum, sýnir Landsbankinn þér traust. Landsbankinn biöur hvorki um ábyrgðarmenn né fasteignarveð. Einu skilyrðin eru reglu- bundinn sparnaður, reglusemi íviðskiptum, — og undirskrift þín og maka þíns. Biðjið Landsbankann um bæklinginn um sparilánakerfið. Sparitjársöfnun tengd rétti til lár iíi Sparnaður þinn eftir 12 mánuði 18 mánuði 24 mánuði Mánaöarleg innborgun hámarksupphæð 25.000 25.000 25.000 Sparnaöur í lok tímabils 300.000 450.000 600.000 Landsbankinn lánar þér 300.000 675.000 1.200.000 Ráöstöfunarfé þitt 1) 627.876 1.188.871 1.912.618 Mánaðarleg endurgreiðsla 28.368 32.598 39.122 Þú endurgreiðir Landsbankanum á12 mánuöum á 27 mánuðum á 48 mánuðum 1) í tölum þessum er reiknað með 19% vöxtum af innlögðu fé, 24% vöxtum af lánuðu fé, svo og kostnaði vegna lántöku. Tölur þessar geta breytzt miðað við hvenær sparnaður hefst. Vaxtakjör sparnaðar og láns eru háð vaxtaákvörðun Seðlabanka Islands á hverjum tíma. LANDSBANKINN Sparilán - tiygging í fimntíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.