Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 17 Húsnæði meðferðarheimilisins við Kleiíarveg. 1 J"sm Kmiiia- Góður árangur af starfinu hér „Fyrstu fréttirnar sem við fengum af niðurskurði fjárins til Meðferðarheimilisins lásum við í dagblöðunum,“ sögðu þau Stefanía Sörheller, forstöðumað- ur Meðferðarheimilisins við Kleifarveg, og Ingvar Guðnason, starfsmaður heimilisins, er blaða- menn spjölluðu við þau. „Ekki hafa borgarráðsmenn haft samband eða samvinnu við okkur. Þegar við sáum að svo yrði áfram reyndum við að ná tali aí borgaryfirvöldum en það gekk ekki allt of vel. Það sem við vitum nú er, að húsið er talið dýrt í rekstri og talið er að hagkvæmari og ódýrari stofnanir. Nú þegar fjölga á í bekkjum skólanna þá hefur kenn- arinn ekki eins mikinn tíma til að sinna hverjum og einstökum." í grein í Mbl. í gær talið þið um að þið veitið börnunum viðeigandi meðferð. Hvers konar meðferð er það sem hér um ræðir? „Markmið meðferðarinnar er að börnin fari aftur til sinna heima og í sinn hverfisskóla. Eftir að barnið hefur verið hér í nokkurn tíma höfum við gert okkur grein fyrir hver vandamálin eru sem barnið á við að stríða og reynum að leysa erfiðleika þess í samráði við sálfræðilegan ráðunaut heimil- isins. Þetta er svokölluð hverfis- an eftir meðferð. Flestir þeirra hafa orðið færir um að stunda almennan skóla á ný og sameinast sínu félagslega umhverfi án telj- andi erfiðleika." „Ég held að það hvernig fjöl- skyldan er orðin hafi mikil áhrif á börn almennt. Vinnuálagið er orð- ið svo gífurlegt og tengslin innan fjölskyldunnar orðin miklu minni en áður var. Ég tel það vanti áþreifanlega stað fyrir unglinga 15—18 ára þar sem þeir geta hist og eytt saman frístundum. Það er ósköp eðlilegt að þeir vilji safnast saman eins og annað fólk og það er ef til vill skýringin á þeim fjölda unglinga sem safnast saman í miðbænum. Það ættu allir að Rætt við Stefaníu Sörheller og Ingvar Guðnason starfsmenn Meðferðarheimilisins við Kleifarveg lausn finnist annars staðar. Nú er sem sagt, að við best vitum, verið að tala um að flytja heimilið eitthvað. Þetta er svo opið að við vitum ekki hvort um er að ræða flutning milli húsa eða sameining þessa heimilis og einhverrar stofn- unar. „Okkur finnst það rangt að ætla að strika eina stofnun algjörlega út án þess að hafa haft nein kynni af henni eða hafa kynnt sér rekst- ur hennar áður. Og framtíðin býður einnig upp á fleiri svona meðferð. Meðferðin felst m.a. í því hvernig við högum heimilislífinu hér. Síðan er lögð áhersla á að taka fyrir einstök hegðunarein- kenni hjá hverjum einstökum, og einnig öllum hópnum eins og henta þykir.“ Hafið þið séð einhvern árangur af starfinu? „Við teljum að árangurinn af starfinu hér hafi verið góður. Að vísu höfum við starfað í stuttan tíma en við höfum fylgst með einstaklingum sem hafa farið héð- skilja það að unglingar hafa þörf fyrir félagsskap af sínum jafnöldr- um. Nú á að fara að leggja útideild- ina niður sem unnið hefur meðal unglinganna til þess að reyna að koma til móts við þau og hjálpa þeim. Ég tel það mjög varasamt að ætla að leggja þá d@ild niður þar sem unglingar eiga oft erfitt með að fara inn á stofnanir til þess að leita hjálpar og því er það nauð- synlegt að hafa fólk sem fer út til þeirra,“ sagði Stefanía að lokum. Iþróttaráð mótmæl- ir niðurskurði á fé til íþróttamannvirkja í FJÁRIIAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á fé til íþróttamála þannig að á þessu ári verður engu fé veitt til nýrra íþróttamannvirkja heldur aðeins til uppbyggingar í Bláfjöllum, viðhalds mannvirkja og endurbyggingar Sundhallarinnar. Á fundi íþróttaráðs í gærmorgun voru gerðar bókanir um þetta mál bæði af fulltrúum meirihlutans og minnihlutans þar sem þessum niðurskurði er mótmælt og því lýst yfir að ekki verði við þessa aígreiðslu unað. Að sögn Eiríks Tómassonar, formanns íþróttaráðs, hafði ráðið á prjónunum byggingu búningshcrbergja við Laugardalslaug, Skautahöll í Laugardal og gufubað við Sundlaug Vesturbæjar. Sveinn Björnsson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, óskaði bókað eft- irfarandi á fundinum í gær- morgun: Samkvæmt upplýsingum, sem nú liggja fyrir um framkvæmdir við ný íþróttamannvirki í borginni árið 1979, verður ekki annað séð en að brotið verði blað í byggingu íþróttamannvirkja borgarinnar þar Sem framlög til nýrra bygg- inga verða stórlega skorin niður og ekki aðhafst annað en að fram- kvæma nauðsynlegasta viðhald núverandi mannvirkja. Lýsi ég undrun minni á þeirri snöggu stefnubreytingu sem orðið hefur hjá núverandi meirihluta borgar- stjórnar frá því að þeir á s.l. ári fluttu tillögu um aukin framlög til íþróttamannvirkja, skautahallar o.fl. Tel ég að ekki verði komist hjá því að hækká verulega framlög borgarinnar til uppbyggingar íþróttamannvirkja svo komist verði hjá algerri stöðnun. Bókun fuiltrúa meirihlutans: Við undirritaðir fulltrúar borg- arstjórnarmeirihlutans í iþrótta- ráði lýsum okkur efnislega sam- þykka bókun Sveins Björnssonar. Við bendum á þá staðreynd að framlög til framkvæmda á sviði íþróttamála eru hreinlega felld niður meðan framkvæmdaframlög til æskulýðsmála stórhækka. Á vegum íþróttaráðs eru fýrirhugað- ar framkvæmdir, sem allar beinast að því að bæta aðstöðu fyrir almenning i borginni til að iðka íþróttir og viðhalda þar með andlegri og líkamlegri heilsu sinni. Þetta er ekki virt viðlits. Unum við ekki afgreiðslu sem þessari, þrátt fyrir þröngan fjárhag borgarsjóðs, vegna þess að niðurskurður bitnar verst á íþróttum í borginni. Eiríkur Tómasson, Gísli Þ. Sig- urðsson, Sigurður Jónsson. Kemur okkur al- gjörlega á óvart — segja starfsmenn útideildar — ÞAÐ kom okkur algjörlega á óvart að leggja ætti niður starf- semi útideildar, sögðu tveir starfsmenn útideildar í samtali við Mbl. er hugmyndir hafa verið uppi um að starfseminni yrði hætt frá aprílbyrjun. Við erum ekki síður hissa vegna þess, að félagsmálaráð og æskulýðsráð sem ba'ði eiga aðild að þessu starfi mæltu með því og lögðu áhcrzlu á að það yrði aukið. Ráðgert er að fella niður 18 milljón kr. fjárveitingu á þessu ári og kváðu starfsmenn vert að hafa í huga, að með útideild hefði á IV2 ári tekist að byggja upp samband við milli 600 og 700 unglinga í Reykjavík og væri slæmt ef skorið yrði á það samband, því langan tíma tæki að byggja það upp og þegar útideild hefði hafið starf þá hefðu í fyrstunni mætt starfs- mönnum nokkur tortryggni unglinganna en væri nú alveg horfin. Væri nú áríðandi að halda sambandi við þá áfram til að ná fram markmiðum útideildar sem væru m.a. að starfa meðal 12—18 ára barna og unglinga, skapa gagnkvæmt traust og draga úr hættu á að unglingar leiðist út í afbrot og óreglu. Þá sögðu starfs- menn útideildar, að þarna væri náð til unglinga sem væru ekki starfandi í neinum félögum og ættu jafnvel enga að til að ræða sín vandamál við, en starfsmenn deildarinnar gætu einatt komið þeim á rétta leið og orðið að liði. Fræðsluráð Reykjavíkurborgar: Efla á starf svipað og Meðferðarheimilisins Á fundi í fræðsluráði sem hald- inn var mánudaginn 12. febrúar s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt. 8 fulltrúar fræðslu- ráðs samþykktu þessa bókun en tveir sátu hjá. Kristján Bene- diktsson formaður ráðsins og Ragnar Júlíusson. Vegna hugmynda um að lækka framlag til Meðferðarheimilisins við Kleifarveg á fjárhagsáætlun borgarsjóðs Reykjavíkur 1979 sem fræðsluráði hafa verið kynntar viljum við taka eftirfarandi fram: Heimili er fullnýtt miðað við þann starfsramma sem þvi er settur og börn jafnan á biðlista eftir því að komast þar í vistun. Eftir því sem við vitum best er góður árangur af starfi heimilis- ins. Við teljum að stefna eigi að því að efia starf af því tagi sem hér er um að ræða vegna þess að það miðast við þá sem eiga í miklum erfiðleikum með að stundá skyldu- nám vegna geðrænna og/eða fé- lagslegra örðugleika. Hörður Bergmann. Þór Vigfússon Helga Kr. Möller Elín Pálmadóttir Sigurjón Fjeldsted Elín G. Ólafsdóttir Sigurður Ulfarsson Ilaraldur Finnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.