Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 32
Lækkar hitakostnaðinn sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUOIN sími '— ' 29800 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins: Annaðhvort dregur Olaf- ur frumvarpið til baka — eða því verður gjörbreytt — nema einhverjir fáist til samþykktar í okkar stað „VIÐ höfum neitað þessu frum- varpi Ólafs Jóhannessonar í Krundvallaratriðum ok frá okkar hálfu verður það aldrei samþykkt í þessum búninKÍ,“ sajjði Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðu- handalagsins er Mbl. spurði um afstöðuna til efnahajísmálafrum- varps forsætisráðherra. „Það hreytir engu um afstöðu okkar. hvort frumvarp er fyrst lagt fram af Alþýðuflokknum og síð- an annað jafn vitlaust af Fram- sóknarflokknum. Annaðhvort drcgur ólafur þetta frumvarp til baka eða því verður gjörbreytt. Ncma þá Ölafur viti til þess að einhverjir aðrir fáist til að sam- þykkja frumvarpið í staðinn fyrir okkur. Það er einskis samkomulags að vænta við Alþýðubandalagið um frumvarp, sem bindur kaup, lækkar kaup, gjörbreytir vísitöl- unni og stefnir að samdrætti í atvinnu," sagði Lúðvík. „Það eru ótal mörg önnur furðu- leg atriði í þessu frumvarpi, eins og til dæmis að Framsóknar- Miðstjórn ASÍ og stjórn BSRB: Forsætisráðherra sleit störfum vLsitölunefndar FORSÆ7TISRÁÐHERRA hefur í reynd slitið störfum vísitölunefndarinnar — segir í samhljóða bókunum, sem Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja munu leggja fram á siðasta fundi nefndarinnar, sem boðaður hefur verið í dag. „Með þessu tekur forsætisráðherra verkefnið af borði vísitölunefndar og færir það yfir á annað svið, segir f bókununum. Bókun ASÍ var samþykkt á miðstjórnarfundi í gær með 11 atkvæðum af 15, en 4 stjórnarmenn sátu hjá. Bókun BSRB var samþykkt á stjórnarfundi bandalagsins í gær með öllum greiddum atkvæðum. Bókanir þessara tveggja launþega- samtaka eru svohljóðandi: „I dag afhenti forsætisráðherra fulltrúum samtaka okkar eintak af efnahagsmálafrumvarpi sínu. I frumvarpinu eru teknar upp nær óbreyttar tillögur formanns vísitölu- nefndar, sem til umræðu hafa verið hér í nefndinni og ráðherra er kunnugt um að hafa mætt þungri andstöðu af okkar hálfu. Jafnframt lýsir forsætisráðherra því yfir að hann muni taka til greina þau atriði, sem samstaða næst um í vísitölu- nefnd. M.a. vegna afstöðu atvinnu- rekenda í nefndinni er ljóst, að slíkt samkomulag verður ekki. Skilabréf vísitölunefndar virðist því hafa misst gildi sitt. Við teljum þó rétt að árétta afstöðu okkar til einstakra atriða. Við erum algerlega á móti því að skattar og niðurgreiðslur verði tekin út úr vísitölu, og að verðbætur verði frystar til 9 mánaða svo nokkur atriði séu nefnd. Við höfum hins vegar lýst okkur reiðubúna að ræða þætti eins og hvernig beinir skattar séu teknir inn í vísitölugrundvöll, að setja grunn verðbótavísitölu á 100 í tengslum við nýja samninga og hvort og hvernig taka mætti upp viðskiptakjaravísi- tölu í framtíðinni. Um þessi atriði er ekki samkomu- lag í nefndinni og þar sem forsætis- ráðherra hefur þegar lagt fram 13 bátar með 5 þús. lestir 13 bátar höíðu tilkynnt afla síðasta sólarhring, þegar Mbl. hafði samhand við Loðnunefnd klukkan 22 f gærkvöldi og var afli þeirra 5,250 lestir. Loðnuna fengu bátarnir í Reyðarfjarðar- dýpi. Fóru þeir með aflann á Austfjarðahafnir. hessir bátar tilkynntu afla: Bergur II 150, Pétur Jónsson G80. Faxi 180, Súlan 360, Jón Finnsson 600. Breki 570, Helga Guðmund.sdóttir 650, Gfeli Árni 200, Vonin 50. Gullberg 540, Gunnar Jónsson 250, ÓHkar Halldórsson 400 og ísleifur 400. frumvarp í ríkisstjórninni byggt á tillögum formanns vísitölunefndar að því er vísitölumál varðar, hefur hann í reynd slitið störfum nefndar- innar. Með þessu tekur forsætisráð- herra verkefnið af borði vísitölunnar og færir það yfir á annað svið. Miðstjórn ASÍ mun síðar gefa umsögn um frumvarp forsætisráð- herra í heild sinni og er reiðubúið til þess að ræða við stjórnvöld um einstök atriði þess þ.m.t. verðbóta- ákvæði kjarasamninga." Fjórir stjórnarmenn í miðstjórn ASÍ skiluðu eftirfarandi bókun um þetta mái. „Við teljum ástæðulaust og óþarft að gera nýja samþykkt um málefni vísitölunefndar, því á mið- stjórnarfundi í gær voru samþykktar athugasemdir við þann texta, er formaður vísitölunefndar hafði lagt fram. Við leggjum áherzlu á að vísitölu- nefnd ljúki störfum á eðlilegan hátt og í framhaldi af því beiti ASÍ áhrifum sínum til að fá efnahags- frumvarpi forsætisráðherra breytt á þann veg er miðstjórn og fulltrúar ASÍ í vísitölunefnd óska eftir “ Þessa sérstöku bókun undirrituðu: Karl Steinar Guðnason, Jón Helgason, Guðríður Elíasdóttir og Sigfús Bjarnason. flokkurinn skuli leggja til að leggja niður skylduframlög til Byggðasjóðs, sem eitt sinn var nú rós í hnappagati þess flokks. Og nú á að ákveða með lögum að atvinnu- leysistryggingasjóður fái það sem hann hefur haft en afnema tvö prósent lágmark til húsnæðis- málastjórnar. Þá gengur frum- varpið meðal annars út á það að breyta í grundvallaratriðum regl- um verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins og taka meirihlutavaldið úr höndum þeirra, sem eiga sjóðinn. Þannig er hver endileysan annarri verri í þessu frumvarpi, sem vart má sjá að sé frumvarp Ólafs Jóhannessonar, því stór hluti þess er saminn í Seðlabankanum og búinn að vera til lengi og hitt er samið af Jóni Sigurðssyni upp úr vísitölunefndinni. Þannig er þetta bara samsetningur og hann væg- ast sagt ógæfulegur." Enn frest- ast olíu- og bensín- hækkunin BOÐAÐUR hafði verið fundur í verðlagsnefnd í dag, þar sem m.a. átti að taka ákvörðun um olfuhækkun. Fundinum hefur nú verið frestað að boði Björgvins Guðmundssonar formanns verð- lagsnefndar. Er því ljóst að einhver bið verður enn á því að benzín og aðrar olíuvörur hækki í verði. Húsnædismálastjórn: Leggur hækki til ad í 5,4 millj. HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN ríkis- ins samþykkti á fundi sínum f gær að leggja til við félagsmálaráðherra að húsnæðismálastjórnarlán hækk- uðu til samræmis við hækkun bygg- ingarvísitölu. Leggur Húsnæðismálastjórn til að hámarkslán til þeirra lántakenda, sem gera fokhelt á árinu 1979 verði 5,4 milljónir króna á hverja íbúð og hámarkslán til kaupa á eldri íbúðum verði 2,7 milljónir til þeirra lántak- enda, sem sækja um slík lán á árinu 1979. Á árinu 1978 voru hámarkslán til nýbygginga 3,6 milljónir króna en hámarkslán til kaupa á eldri íbúðum 1,8 milljónir. Qlafur Jóhannesson forsætisráðherra: rMér líst ekkert á skoðan- ir Ragnars í þessu máli Ragnar Amalds vill taka upp þráðinn frá ráðherranefiidinni frá 1. febrúar „MÉR LÍST nú yfirleitt ekkert á hans skoðanir í þessu máli,“ voru svör Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, er Morgunblaðið spurði hann um þá skoðun Ragnars Arnalds, menntamálaráðhcrra, sem sett var fram í bókun Alþýðubandalagsins á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, að taka ætti upp þráðinn innan ríkisstjórnarinnar um mótun efnahagsstefnu. þar sem frá var horfið í ráðherranefndinni 1. febrúar. Ólafur Jóhannesson kvaðst ekki vera tilhúinn „á stundinni“ til þess að draga frumvarp sitt til baka. Hins vegar kvað hann geta orðið breytingar á frumvarpinu. „Til þess erum við nú að leita umsagnar ýmissa aðila á því, erum að minnsta kosti opnir fyrir því að taka ábendingum, sem koma fram,“ sagði forsætisráðherra, sem sagðist jafnframt ekki geta sagt neitt um það, hvenær málin kæmust á ákvörðunarstig. „Maður verður að gefa sér tíma.“ Þá sagði forsætisráðherra, að hann vonaðist til þess að rfkisstjórnin kæmist úr þessari kreppu sem öðrum, sem hún hefði lent í. Ragnar Arnalds, menntamála- ráðherra, ságði að það, sem helzt væri til ráða, svo að stjórnin kæmist úr þessari kreppu, væri að hefja viðræður í ríkisstjórninni, þar sem fyrr var frá horfið og ráðherranefndin skilaði af sér. „Það hefur komið skýrt fram að við höfnum mörgum efnisatriðum þessa frumvarps og ég held að það sé nauðsynlegast af öllu að halda samningaviðræðunum áfram, þar sem skilið var við þær fyrir 12 dögum síðan. Þetta létum við í ljós i bókun í ríkisstjórninni, en málið hefur ekki fengið frekari af- greiðslu." Ragnar Arnalds sagði, að þótt þráðurinn yrði nú tekinn upp, þar sem frá var horfið, yrði að viður- kenna það, að málið er nú orðið miklu erfiðara og snúnara en áður, vegna þess að vísitölunefndin hafi sundrazt og er orðin óstarfhæf. „Ég vil og segja, að miklar vonir voru við það bundnar, að vísitölu- nefndin skilaði af sér og þó að það hefði ekki orðið samhljóða niður- staða, hefði sennilegast orðið um mikilvægar niðurstöður að ræða, sem að gagni hefðu komið. Nú er nefndin hins vegar óstarfhæf og allt útlit fyrir að það starf, sem þar hefur verið lagt af mörkum, sé meira eða minna unnið fyrir gýg.“ Ragnar Arnalds sagðist telja að alvarlega yrði að varast það að slík samdráttarstefna, sem frumvarp Ólafs Jóhannessonar boðaði, næði yfirhöndinni, að stórfellt atvinnu- leysi skylli yfir þjóðina á næsta ári. Á því væri veruleg hætta og kvað hann það aðra höfuð- ástæðuna fyrir því að Alþýðu- bandalagsmenn snerust svo hart á móti stefnu frumvarpsins. Á þessu stigi kvaðst hann ekkert geta spáð um líf stjórnarinnar. Hann hefði sagt, þegar ráðherranefndin skil- aði af sér, að ekki skipti máli, í hvaða viku efnahagsmálatillögur sæju dagsins ljós, en vissulega hlyti stjórnin að verða þeim mun traustari, sem hún næði betra samkomulagi um málin. Hins veg- ar kvað hann ekki hægt að segja að í þeim umræðum, sem fram hefðu farið, hefði verið neitt það atriði, sem væri svo aðkallandi að það skipti máli í hvaða viku það væri afgreitt. Morgunblaðið spurði Ragnar, hvernig alþýðubandalagsmenn myndu bregðast við, ef þingmenn Alþýðuflokks legðu frumvarpið fram á Alþingi. Hann kvað þing- menn Alþýðuflokksins geta lagt fram þau frumvörp, sem þeir vildu, það yrði þá bara að reyna á, hvort þau nytu meirihlutafylgis og næðist samstaða með Álþýðu- flokki, Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki um þetta frumvarp, væri auðvitað komin ný ríkisstjórn í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.