Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 3 Frumvarp Olafs: Kjaramálaráð — eignakönnun — verðlagslöggjöfinni flýtt Morgunblaðinu hefur borizt í hendur „frumvarp til laga um stjórn efnahagsmála og ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu og stuðla að framförum í þjóðarbúskapnum", sem ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur nú lagt fyrir ríkisstjórn og aðila vinnumarkaðarins. bessi frumvarpsdrög eru í 9 köflum, 55 greinar ásamt ákvæðum til bráðabirgða. Þvf fylgir ýtarleg greinargerð. Hér á eftir verða rakin helztu atriði frumvarpsdraganna og eru kaflafyrirsagnir þær sömu. Um stefnumörkun í efnahagsmálum í athugasemdum með frum- varpinu segir, að það sé byggt á starfi ráðherranefndar, sem unnið hafi að því að samræma tillögur stjórnarflokkanna í efnahagsmálum í samræmi við þá heildarstefnu, sem boðuð var í greinargerð frumvarps um viðnám gegn verðbólgu í nóvem- ber. I I. kafla er kveðið á um, að fyrir hvert Alþingi skuli leggja til kynn- ingar skýrslu um þjóðhagsáætlun fyrir það ár, sem í hönd fer. Þar skal m.a. greina frá þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin setur sér um hagþróun á næsta ári, og helztu efnahagsráðstöfunum, sem hún hyggist beita til þess að þau náist. Samráð stjórnvalda við samtök launafólks í II. kafla er kveðið á um stofnun kjaramálaráðs, sem sé vettvangur samráðs og samstarfs stjórnvalda og launafólks, sjómanna, bænda og atvinnurekenda í efnahags- og kjaramálum. Verkefni kjaramálaráðs skal m.a. vera: 1. Að ræða meginþætti í efna- hagsmálum og helztu markmið FruwÁrv til I»<<» sjj jMí ?L£f »*>; AjísmA ; a ttl að i'Mtm yntmoifx efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar frá ári til árs og til lengri tíma í því skyni að leggja grundvöll að sam- ræmdum ákvörðunum á sviði opin- berra fjármála, peninga- og lána- mála, lífeyrismála og verðlagseftir- lits af opinberri hálfu og á sviði kjaramála af hálfu aðila vinnu- markaðarins. 2. Að fjaila um þjóðhags-, fjár- festingar- og lánsfjáráætlanir, tekjustefnu og forsendur þeirra og gera opinberlega grein fyrir niður- stöðum sínum meðal annars til viðmiðunar við gerð kjarasamninga. 3. Að fjalla um önnur atriði, sem horfa til framfara á sviði atvinnu-, verðlags-, kjara- og launamála og efnahagsmála almennt. Ríkisfjármál í III. kafla er fyrst fjallað um stjórn ríkisfjármála, þar sem kveðið er á um, að fjárlagafrumvarpi skuli fylgja áætlun er lýsi í aðalatriðum meginstefnu í ríkisbúskapnum þrjú ár eftir lok þess fjárlagaárs, sem þau taka til. Fyrir árslok 1979 skal lokið endurskoðun laga, er kveða á um skyldu ríkissjóðs til fjárfram- laga til sjóða eða einstakra verkefna eða marka einstaka tekjustofna í því skyni. Hér er m.a. stefnt að því að auka svigrúm ríkisstjórnarinnar til þess að hafa áhrif á fjárfestingu. Kveðið er á um það, að niður- greiðsla landbúnaðarafurða verði ekki hærri en svo, að útsöluverð hverrar afurðar til neytenda verði lægra en sem svarar verði til fram- leiðenda. Þessu marki skal náð í áföngum á þessu og næsta ári og skulu niðurgreiðslur endurskoðaðar ársfj órðungslega. Fjárlaga- og hagsýslustofnun er falið að gera tillögur um einn milljarð í niðurskurð samkvæmt heimild fjárlaga. Á árunum 1979 og 1980 skulu ákvarðanir í rikisfjármálum miðað- ar við, að heildartekjur og útgjöld á fjárlögum verði innan við 30% af vergri þjóðarframleiðslu, nema óvæntar og stórfelldar breytingar verði í þjóðarbúskapnum, t.d. þann- ig, að atvinnuöryggi sé í hættu. Á árunum 1979 og 1980 verði gerð könnun á eignum og skuldum allra skattþegna, bæði einstaklinga og félaga, einnig þeim sem undanþegn- ir eru framtalsskyldu. Niðurstöð- urnar verði notaðar við endurskoðun á skattlagningu eigna og við tillögu- gerð um skattlagningu eignamynd- unar, sem stafar af verðhækkunum sérstaklega. Ríkisendurskoðun skal hafa eftir- lit með framkvæmd fjárlaga í um- boði Alþingis. Gert er ráð fyrir nýjum lögum um ríkisendurskoðun, sem fela í sér grundvallarbreytingu á störfum stofnunarinnar og hlut- verki hennar. Lögð er aukin áherzla á störf hagsýslustofnunar í því skyni að auka hagkvæmni og sparnað. Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun Kveðið er á um, að ríkisstjórn skuli láta fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun fylgja fjárlagafrumvarpi, þar sem m.a. eftirfarin atriði komi fram: 1. Heildaráætlun um opinberar framkvæmdir og fjármögnun þeirra með framlögum á fjárlögum, eigin fjármögnun opinberra fyrirtækja og lánsfé. 2. Framlög til framkvæmda at- vinnuvega og einstaklinga. 3. Framlög til fjárfestingarlána- sjóða. 4. Útlánareglur fjárfestingarlána- sjóða og fjármögnun þeirra. 5. Útlánareglur og lánskjör fjár- festingarlánasjóða. 6. Áætlun um erlendar lántökur opinberra aðila. Gerð skal grein fyrir þróun og horfum um fjárfestingu í einstökum atvinnuvegum. Á árinu 1978 skal við það miðað, að heildarfjármunamyndun þjóðar- búsins verði innan við 25% af vergri þjóðarframleiðslu, nema t.d. at- vinnuöryggi sé í hættu. Fyrir árslok 1979 skulu settar nýjar reglur um útlán fjárfestingar- lánasjóða og samræmi lánskjör, m.a. með tilliti til vaxta, verðtrygg- ingar og lánstíma. Peninga og lánamál Kveðið er á um það, að í tengslum við fjárfestingar- og lánsfjáráætlan- ir sé gerð áætlun til eins árs í senn um útlán bankakerfisins og þróun lánamarkaðarins í heild. Á árinu 1979 sé stefnt að því að aukning peningamagns í umferð fari ekki fram úr 25% og vöxtur pen- ingamagns verði a.m.k. 5% hægari 1980. 35% af innlánsaukningu innláns- stofnana skulu bundin á reikningi í Seðlabankanum. Ákvarðanir um gengi krónunnar skulu miðast við að halda sem stöðugustu gengi og að ná settu markmiði um viðskiptajöfnuð en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuveganna og sam- keppnisgreina. Fyrir árslok 1980 verði verðtrygg- ing sparifjár og inn- og útlána komið á, en lánstími lengdur. Verðtrygging spari- fjár og lánsfjár Til þess að verðtryggingu spari- fjár og almannasjóða verði komið á, skal heimilt að mynda sparifjár- reikninga og stofna til lánsviðskipta í íslenzkum krónum eða öðrum verðmæli með ákvæðum þess efnis, að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast í hlutfalli við breyt- ingar á vísitölum, vöruverði, gengi erlends gjaldeyris eða annars verð- mælis. Heimilt skal þeim, sem endurlán- ar erlent lánsfé, að áskilja sér sömu lánskjör. Skilyrði verðtryggingar eru m.a., að kröfur og skuldbindingar séu skráðar á nafn. Seðlabankinn skal birta vísitölur, sem heimilt er að miða verðtryggingu sparifjár og lánsfjár við, ásamt vaxtakjörum. Verðbætur á laun Við útreikning verðbótavísitölu skal sleppa breytingum á óbeinum sköttum og gjöldum og niðurgreiðsl- um vöruverðs. Við útreikning verðbótavísitölu skal taka tillit til viðskiptakjara þannig, að ef innflutningsverð hækkar umfram útflutningsverð skal draga frá hækkun verðbótavísi- tölu 30% þeirrar hlutfallstölu, sem viðskiptakjararýrnuninni nemur. Hækkun verðbóta 1. júní, 1. sept- ember og 1. desember 1979 skal þó ekki fara fram úr 5%. Fari réttur á verðbótum fram úr því, skal sá hluti verðbótahækkunarinnar frestast í níu mánuði. Miða skal við grunntöluna 100 miðað við nóvembervísitölu 1978. Vinnumarkaðsmál Á vegum félagsmálaráðuneytisins skal koma á fót vinnumátaskrif- stofu, sem skuli afla og koma á framfæri upplýsingum um atvinnu- tækifæri á öllu landinu, veita ör- vrkium og unglingum aðstoð við að finna vinnu við hæfi og gera tillögur um úrbætur í atvinnumálum ásamt fleiru. Atvinnurekendum er skylt að tilkynna skrifstofunni með tveggja mánaða fyrirvara ráðgerðan sam- drátt eða breytingar á rekstri, sem leiða til uppsagnar 4 starfsmanna eða fleiri. Verðlagsmál Gildistöku laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti sé flýtt um tvo mánuði og miðað við 1. september. Reglulegar athuganir skulu gerð- ar á innflutningsverði og borið saman við verð í öðrum löndum. Jöfnunarsjóður sjávarútvegsins Gert er ráð fyrir, að ríkisstjórnin tilnefni 4 menn í stjórn Verðjöfnun- arsjóðs fiskiðnaðarins, en hags- munasamtök í sjávarútvegi eftir sem áður 4. Sú breyting er gerð, að einkum skuli höfð hliðsjón af verðlagi þriggja undanfarinna ára, en ekki horft beinlínis til afkomu fisk- vinnslunnar. í greinargerð segir, að með því sé rofið það samband, sem verið hafi milli fiskverðsákvörðunar og verðjöfnunarákvörðunar til að skapa svigrúm til sveiflujöfnunar. Aflatryggingarsjóði er gert að bæta hlut skips og áhafnar, þegar brýna nauðsyn beri til að draga úr sókn til verndar mikilvægum nytja- fiskum. Jafnan er kveðið á um heimild til sjóðsins til að taka sérstakt tillit til sóknartakmarkana í verndarskyni og langvarandi stað- bundins aflaleysis, er stafi af breyt- ingum á fiskgengd og sókn, þannig að aflabætur miðist við meðalafla á svæðinu þegar ástand fiskstofna sé með eðlilecrum hætti. * KLÆÐNING A kiæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A klæðningu sem hefur þurft að sérsmiða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sina, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVfK - SÍMI 22000 - PÓSTHÖLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASfMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.