Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1979 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Tillögur borgarráðs: mjög alvarlegt þar sem okkur eru aðeins gefnir þessir tveir hljóð- nemar um ævina. Það sem kom einnig fram í myndinni var sú fullyrðing að í hvert skipti sem við þurfum að hækka rödd okkar er hætta á ferðum. Ástandið hlýtur því að vera slæmt. Sérstaklega tel ég nauðsynlegt að Heyrnarvernd fari herferð á hendur skemmti- stöðum unga fólksins því ef 18 ára unglingur er með verulega skerta heyrn hvernig verður hún þá þegar hann nær hærri aldri? Hávaðinn er sannarlega skæður vargur nútímamannsins og svona að lokum langar mig að geta hér stuttrar sögu um hve ótrúleg áhrif hávaði getur haft á manneskjuna og sjálfsagt einnig aðrar lifandi verur úr dýraríkinu. Eftirfarandi sögu sagði mér Skúli Magnússon líffræðikennari. Á þessu litla dæmi sjáum við að brýnna úrræða er þörf. Skúli vann eitt sinn uppi á Keldnaholti í húsnæði þar sem stöðugt var lágvært suð í loft- ræstikerfi. Hann sagði m.a.: „Fyrst er inn kemur verður fólk vart við suðið. En síðan hættir það að taka eftir því. En líkaminn bregst við öllum áreitum frá umhverfinu þó að við verðum þess ekki vör og glöggt dæmi um það og í senn sláandi var það að bestu stundir fólksins á staðnum var þegar rafmagnið fór. Þá slokknaði á kerfinu og djúp kyrrð færðist yfir okkur.“ Kærar þakkir fyrir birtinguna. Einar Ingvi Magnússon • Óvenjuleg tilitssemi Snemma í janúar í mestu kuldunum og ófærðinni var ég staddur í bíl mínum á Skúlagötu á leið að næstu bensínstöð, þar sem ég vissi að bíllinn var að verða bensínlaus. Bensínið þraut fyrr en mig varði, þar sem bensínmælir- inn hafði bilað og mikil ófærð undanfarna daga útheimti meira eldsneyti en mig óraði fyrir. Bíll- inn stöðvaðist á versta stað í hringnum á gatnamótum Skúla- götu og Borgartúns. Vegna snjó- þungans var aðeins ein akrein fær í hvora átt, svo að ég stöðvaði alla umferð, sem var þó óvenjulítil á þessum stað bæði vegna ófærðar og tíma (kl. rúmlega 7 um kvöld). Eftir að nokkrir bílar höfðu lagt frá og forðað sér kom einn sem stöðvaðist hjá mér og gat með naumindum komist fram fyrir minn bíl með því að aka utan í snjóruðninginn á vegabrúninni. Bílstjórinn vatt sér óðar út tók orðalaust dráttartaug úr sínum bíl, festi í minn og dró hann góðan spöl á næstu bensínstöð. Þegar ég þakkaði honum fyrir þessa óvenju- legu tillitssemi og hjálpfýsi sagði hann: „Mín var ánægjan." Þessi kurteisi maður ók bílnum R-690. Slík framkoma er til fyrirmyndar. Hermann Guðbrandsson Þessir hringdu . . • .. syndi í hvers manns koppi.“ Við lestur á miðopnu Morgun- blaðsins sl. sunnudag, varð hag- mæltri konu I.M. að orði: Virðist mörgum vængbrotnir, vinstri menn á toppi. Þótt syndlausir með „sérþarfir" syndi í hvers manns koppi. • Ómögulegt að greina myndina Sóley Hansen hringdi: „Mig langaði til að koma á framfæri kvörtun við útvarpið vegna þess hve fimmtudagsleikrit- in eru seint á dagskránni. Þau byrja oft ekki fyrr en um 9.30 og eru þá ekki búin fyrr en um 11 leytið. Þetta er nokkuð bagalegt fyrir þá sem þurfa á fætur snemma á morgnana en langar samt til að fylgjast með leikritun- SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Skákþingi Reykjavíkur 1979, sem lauk fyrir stuttu, kom þessi staða upp í skák þeirra Elvars Guðmundssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Sævars Bjarnason- ar. 37. Hcl! — Bxa4? (Nauðsynlegt var 37... Bd7) 38. Hc8+ - Hf8, (Ef 38... Rf8, þá 39. g6! en ekki 39. Dh6 - Dd6) 39. Dh6! - Dal+, 40. Bcl og svartur gafst upp. Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1. Ásgeir Þ. Árnason 8'/2 v. 2. Omar Jónsson 8 v. 3. Elvar Guðmundsson 6 xk v. Einnig langar mig til þess að beina því til sjónvarpsins að við borgum afnotagjöld fyrir að sjá hvað í sjónvarpinu er, ekki til þess að geta upp á því. S.l. laugardag var hljómsveit á skjánum en ómögulegt vaf að greina á mynd- unum hvað þetta eiginlega var sem á skjánum sást. Þetta er nokkuð sem ekki ætti að koma fyrir.“ HÖGNI HREKKVISI 1979 McNaught Synd.. Im 1HCNUAÍ TlHHST ýóA MLÍOPl EKKI LiöD." SIGGA V/GGA 2 \iiVtRAM Nokkuð dregið úr styrkveitingum til félaganna í Reykjavík Á FUNDI borgarráðs Reykja- víkur sl. föstudag komu til umræðu styrkveitingar til hinna ýmsu félaga en allmörg félög leita á hverju ári eftir styrkjum til starfsemi sinnar. Birgir ísl. Gunnarsson tjáði Mbl. að í heild hefði verið dregið nokkuð úr fjárhæð styrkja er félögin nytu, sumir felldir niður, en aðrir væru óbreyttir. Meðal þeirra er lagt hefur verið til að fengju styrk er Skátasamband Reykjavíkur til starfsemi við Úlfljótsvatn 4 milljónir, 6 milljónir til reksturs skátaheimila og 6 milljóna bygg- ingarstyrkur vegna heimilis við Sólheima. Skátasamtökin höfðu sótt um 36 m. kr. styrk vegna byggingar skátaheimilis við Snorrabraut, og lagði Albert Guðmundsson til að úthlutað yrði 25 milljónum, en það var fellt. Þá er tillaga um starfs- styrk til KFUM að upphæð 5 m. kr. 1 m. kr. fyrir Pólýfónkórinn, 2 milljónir til Taflfélags Reykja- víkur sem starfsstyrkur og 500 þúsund fyrir húsnæðiskostnað og til íþróttabandalags Reykja- víkur er ráðgert að veita 117 milljónum auk framlags Reykja- víkur til bráðabirgða fyrir íþróttamannvirki að upphæð 64 milljónir, íslenzkir ungtemplar- ar fá 850 þúsund kr. og Félag einstæðra foreldra 2,2 m. kr. Af nýjum liðum má nefna styrk til Leigjendasamtakanna kr. 700 þúsund og Alþýðuleikhússins 4 milljónir. Utsala Allskonar fatnaður. Gömlu fötin eru nú nýjasta tískan. Notið tækifærið. Ungir sem eldri, dömur og herrar. Andrés Skólavörðustíg 22. Fyrirlestur í kvöld kl. 20.30 Kjell Johanson deildarstjóri Æskulýðsráðs Stokkhólms talar um æskulýðsvandamál í stór- borgum. Verið velkomin Æskulýðsráð Reykjavíkur NORRÍNA HUSIO POHjOLAN TAIO NORDENS HUS Dömur athugiö Músíkleikfimi í íþrótta- húsinu Seltjarnarhesi Nýtt, hressandi, liðkandi og styrkjandi 6 vikna námskeið í leikfimi fyrir dömur á öllum aldri hefst þann 19. febrúar n.k. Kennt verður á mánudags- og fimmtudagskvöldum í íþrótta- húsinu Seltjarnarnesi. Leikfimi — vigtun — mæling — mataræði — sturtur. Innritun og uppl. í síma 75622 eftir kl. 1 alla virka daga. Audur Valgeirsdóttir. Geymið auglýsinguna. V^K5Z)^AN0M V/0 V£^/a!V 4 <bAt\4ÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.