Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 1

Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 1
50. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Nairobi, 28. febrúar. Reuter. AP. ÚTLAGAR í Uganda sögðu í Nairobi í dag, að bærinn Maska, mikilvæg svæðismiðstöð í Sttð- ur-Uganda, væri fallin í hendur innrásariiði frá Tanzanfu þótt Idi Amin forseti héldi hinu gagn- stæða fram. Innrásarliðið hefur líka náð á sitt vald setuliðsbænum Mbarara vestan við Masaka að sögn útlag- anna. Samkvæmt óstaðfestum fréttum hefur innrásarliðið hafið sókn í norður til höfuðborgarinnar Kampala, sem er 140 km frá Masaka. Sumar heimildir herma að yfir- menn tveggja sóknararma innrás- Idi Amin Innrásarher í átt tíl Kampala arliðsins hafi farið til Mbarara og Masaka og hitzt í bænum Lyan- tonde sem er miðja vegu milli bæjanna til að ræða baráttuað- ferðir. Uganda-útvarpið hefur haldið því fram að sjálfsmorðssveit Am- ins forseta hafi náð Masaka aftur á sitt vald. En útlagarnir í Nairobi segja að sjálfsmorðssveitin hafi gert uppreisn og gengið í lið með innrásarliðinu. Julius Nyerere, forseti Tanzan- íu, sagði í Dar Es Salaam að stríðinu gæti lokið á morgun ef Uganda gengi að fjórum skilyrð- Suarez enn sigri Madrid, 28. febrúar. AP. MIÐFLOKKUR Adolfo Suarez forsætisráðherra var enn talinn sigurstranglegastur í dag í þing- kosningunum á morgun. Sósíalistar hafa lítið eitt meira fylgi samkvæmt skoðanakönnun- um, en gert er ráð fyrir því að Suarez fái flest þingsæti. Svo mjótt er á munum að svo getur farið að Suarez verði að mynda samsteypustjórn ásamt sósíalista- leiðtoganum Felipe Gonzales. Strangar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir ofbeldi við kosningarnar. Sjá grein á bls.: 25. um Tanzaníu. Þau eru að Ein- ingarsamtök Afríku (OAU) for- dæmi Amin fyrir að gera innrás í Tanzaníu í október, að Amin afsali sér tilkalli til hluta Tanzaníu, að hann lofi að gera aldrei aftur innrás í Tanzaníu og hann sam- þykki að greiða skaðabætur fyrir tjón af völdum innrásarinnar. Uganda-útvarpið sagði í dag, að Amin forseti hefði beðið stjórnir Kenya, Zaire, Súdans, Rwanda og Burundi að reyna að fá Nyerere til að fallast á friðartilraunir OAU. Utvarpið neitaði því að Ai lin væri flúinn úr iandi. Stórorrusta hafirt í nándviðLang Son Ra n irlrnlr fnhrúar _ Routor _ A P Bangkok, 28. febrúar — Reuter — AP VÍETNAMAR sögðu í dag að þeir hefðu hrundið árásum þriggja brynvæddra kínverskra herdeilda í hörðum bardög- um umhverfis Lang Son, mikilvæga Hanoi-útvarpið sagði að 1.600 Kínverjar hefðu fallið og særzt við bæinn og umhverfis hann og það staðfestir vestrænar og japanskar fréttir. ifm að orrustan hafi byrjað í gær. Útvarpið sagði seinna, að barizt hefði verið um tvær hæðir (417 og 608) sem Kínverjum hefði ekki tekizt að ná. Útvarpið sagði að Kínverjar hefðu einnig misst þrjá skriðdreka í áhlaupinu, sem þeir gerðu með skrið- drekaliði, fótgönguliði og stórskota- liði. Jafnframt settu Víetnamar fram kröfu um tafarlausan og skilyrðis- lausan brottflutning Kínverja og Le Duan, aðalritari víetnamska kommúnistaflokksins, sagði: „Við erum öruggari en nokkru sinni um sigur." Hanoi-útvarpið hafnaði áskorun Kínverja um viðræður og sagði að Kínverjar hefðu hafið stríð- ið einhliða og yrðu að stöðva það. Rússar tóku undir áskorun Víet- nama um brottflutning Kínverja í samgöngumiðstöð 135 km norðvestan við Hanoi, og baráttan um bæinn getur verið meiriháttar orrusta, hin mesta í landa- mærastríðinu, sem hófst fyrir 12 dögum. dag og bæði löndin vöruðu við því í fyrsta skipti að átökin gætu breiðzt út. Afstaða Rússa kom fram í Pravda, en þar kom ekki fram hvort eða hvernig Rússar mundu- grípa til beinna aðgerða. Japanska fréttastofan Kyodo hefur eftir heimildum í Hanoi að snarpir bardagar geisi á Lang Son-svæðinu og að ekkert bendi til að Kínverjar hyggi á undanhald á þessum slóðum. Fyrr var sagt að Kínverjar hefðu hörfað úr bænum Lang Son og búið um sig á hæðum umhverfis hann. Haft var eftir víetnömskum yfir- manni að Kínverjar réðust fram með lúðrablæstri í bylgju eftir bylgju og Víetnamar væru vanir slíkum aðferðum sem væru auðveldar við- fangs. Kínverjar reka hesta yfir jarðsprengjusvæði á sumum stöðum til að ryðja hermönnum sínum braut að sögn víetnamsks sendiráðsmanns í Nýju Delhi. Kyrrt er í Hanoi og spáð A hjóli umhverfis jörðina London, 28. febrúar. Reuter. TVEIR Norðmenn, annar þeirra blindur, lögðu í dag af stað í ferð á einu reiðhjóli umhverfis jörðina á 79 dögum. Tore Naerland, sem er blindur, og Marit Voster, ætla að fara sömu leið og Phileas Fogg í bók Jules Verne „Umhverfis jörðina á 80 dögum". Þau eru kölluð „hjólandi víkingarnir" og ætla að „hjóla fyrir friðinn“ í þágu bæklaðra og þroskaheftra. Yfir hafið í vatnsámu London 28. febrúar. Reuter. TÆPLEGA sextugur maður, Edward McNamara, sagði í dag að hann ætlaði að sigla yfir Atlantshaf í stórri vatnsámu. Hann sagði að ferðin frá Las Palmas á Kanaríeyjum til Miami í Florida, sem er 6.400 km, tæki um fjóra mánuði. Vatnsáman er með kili, mastri og stýri. Hún heitir „Marmaduke Jinks" í höfuðið á hesti sem sigraði í veðreiðum í Lincolnshire 1936. LANG SON — Víétnamskir hermenn bjarga særðum félögum frá aðalvíglínunni á svæðinu þar sem harðast er barizt við Lang Son. Teheran, 28. febrúar. AP. Reuter. BYLTINGARSTJÓRNIN í íran tilkynnti í dag að hún ætlaði að hætta að selja samsteypu milliliða olíu landsins og selja hana hæstbjóðanda. Nýju leiðtogarnir sögðu, að þegar olíuútílutningur hæfist aftur á mánudag kæmi til framkvæmda ný þjóðnýting olíunnar. Trúarleiðtoginn Ayatollah Khomeini talaði í yfirlýsingu um að krumlum útlendinga yrði bægt í burtu og hinn nýi yfirmaður ír- anska olíufélagsins, Hassan Nazih, sakaði olíufélög um ræningjastarf- semi í Irán. Khomeini sagði að byltingin gæti aðeins tekizt ef öllum erlend- um áhrifum í landinu yrði útrýmt. Hann hvatti til þess að liðsforingj- ar hliðhollir keisaranum sem sitja í fangelsi fengju mannúðlega með- ferð. Hann sagði að þeir yrðu að fá heiðarleg réttarhöld fyrir opnum byltingardómstólum. Ummæli Khomeinis virðast marka endalok leyniréttarhalda sem hafa haft aftökur í för með sér. Svissneski landsbankinn skýrði frá því að hann hefði hafið ein- stæða rannsókn á írönskum inn- stæðum í svissneskum bönkum til fréttir herma að rússneskar flutningaflugvélar haldi áfram her- gagna- og birgðaflutningum til borgarinnar. Víetnamar segjast þegar hafa stöðvað kínverskt herlið á tveimur svæðum í strandfylkingu Quang Ninh og fellt 400 Kínverja í bardög- um fimm til 12 km frá landamærun- um. Þriðja bardagasvæðið er að sögn Víetnama í Cao Bing-fylki norðan við Hanoi, þar sem sagt er að 360 Kínverjar hafi fallið eða særzt. Hundruð þúsunda ungra manna hafa boðið sig fram til herþjónustu að sögn Víetnama, þar á meðal tugir þúsunda ættflokkamanna frá mið- hálendinu. Sérfræðingar segja að meginher Víetnama virðist hafa verið færður nær landamærunum, en hingað til hefur heimavarnarlið borið hita og þunga dagsins. Jafnframt bendir margt til vax- andi óánægju í Peking með gagnrýni Bandaríkjamanna á stríðinu. Það aftraði þó ekki Michael Blumenthal fjármálaráðherra frá því að ítreka afstöðu stjórnar sinnar á fundi með Hua Kuol-feng forsætisráðherra. Blumenthal var látinn bíða í 45 mínútur áður en hann gat hitt Hua, en engin skýring var gefin á því. íran hættir við sðlu til milliliða að vega upp á móti óraunhæfum ágizkunum um það peningamagn sem íranskeisari tók með sér frá íran. Mehdi Bazargan forsætisráð- herra veittist harkalega að aðstoð- armönnum Khomeinis og gagn- rýndi starfsemi róttækra stjórn- málahópa. Hann sagði í útvarpi að stjórn sín neyddist til að segja af sér ef þessi starfsemi héldi áfram. Khomeini spáði því að kjósendur mundu styðja islamskt lýðveldi í þjóðaratkvæði sem er ráðgert bráðlega. Hann varaði líka þjóðina við því að misnota nýfengið frelsi og sagði að ekki mætti „eitra andrúmsloftið gegn vilja þjóðar- innar.“ Neitar að ræða við Khalil Jerúsalem, 28. febrúar. AP. Reuter. ÍSRAELSKA stjórnin sam- þykkti í dag að Menachem Begin forsætisráðherra færi til fundar við Jimmy Carter forseta í Washington og Begin sagði að hann ætlaði ekki að hitta Mustafa Khaiil, forsætis- ráðherra Egyptalands. eins og Carter hefur lagt til. En Begin útilokaði ekki að hann kynni að hitta Anwar Sadat forseta ef Carter byði honum til viðræðna síðar. Begin kvaðst ekkert hafa á móti Khalil, en sagði að það væri Sadat sem færi með völdin í Kaíró. Khalil ítrekaði í dag að friður væri mögulegur ef Begin sýndi sanngirni. Hann lagði á það áherzlu, að mikið hefði orðið ágengt í viðræðum hans og Carters í Camp David í síðustu viku og sagðist ósammála mati ísraelsmanna á árangrinum. Aðstoðarmenn Moshe Dayans utanríkisráðherra höfðu eftir Carter í dag, að hann mundi endurskoða stefnu Bandaríkjanna í Miðaustur- löndum ef ísraelsmenn og Egyptar næðu ekki samkomu- lagi innan tíu daga. Dayan ræddi við Khalil í Camp David í síðustu viku. í Washington neitaði Carter forseti því að hann mundi endurskoða stefnu sína innan tíu daga ef samkomulag tækist ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.