Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
Kvikmyndagerðarmenn hætta þátt-
töku í kvikmyndahátíð Listahátíðar
FÉLAG kvikmyndagerðarman'na
samþykkti á fundi sinum í fyrra-
kvöld tillögu þess efnis að þeir
tækju ekki þátt í fyrirhugaðri
kvikmyndahátíð á vegum Listahá-
tíðar í Reykjavfk, þar sem ekki
hefði verið komið til móts við óskir
fáiagsins um að fá að tilnefna
fulltrúa sína í undirbúningsnefnd
kvikmyndahátfðarinnar, Ifkt og
verið hefði þegar kvikmyndahátfð
var hér fyrst haldin. Formaður
félagsins og formaður fram-
kvæmdastjórnar Listahátfðar
sögðu hins vegar f samtali við Mbl. f
gær að verið væri að vinna að því að
leysa þetta mál og töldu góðar
horfur á að það tækist.
Framkvæmdastjórn Listahátíðar í
Reykjavík tilnefndi sjálf fulltrúa í
nefnd þá sem ætlað er að vinna að
undirbúningi fyrir væntanlega kvik-
myndahátíð og úr röðum kvik-
myndagerðarmanna sjálfra var Þor-
steinn Jónsson, formaður Félags
kvikmyndagerðarmanna, tilnefndur
í nefndina. Meðal félagsmanna í
félagi kvikmyndagerðarmanna kom
fljótlega í ljós megn óánægja með
þessa breyttu tilhögun, því að við
undirbúning fyrstu kvikmyndahátíð-
arinnar hafði félaginu verið gefinn
kostur á að tilnefna tvo fulltrúa sína
í nefndina sem vann að því að koma
þeirri hátíð á laggirnar. Var þá á
SigurAur Sverrlr Þorsteinn
félagsfundi hjá kvikmyndagerðar-
mönnum samþykkt að leita skýringa
á þessum breyttu starfsháttum hjá
Listahátíð og ef fullnægjandi niður-
staða fengist ekki skyldi skorað á
formann félagsins að segja sig úr
nefndinni.
Á fundinum í fyrrakvöld var málið
tekið fyrir að nýju og urðu miklar
umræður meðal fundarmanna um
það. Létu menn í ljós óánægju með
þær skýringar sem höfðu borizt frá
framkvæmdastjórn Listahátíðar og
var að lokum samþykkt tillaga um
að félagið tæki ekki þátt í kvik-
myndahátíðinni. Kom fram í máli
einstakra fundarmanna, að dygði
þetta ekki til að fá framkvæmda-
stjórn Listahátíðar til að endurskoða
afstöðu sína skyldi leitað víðtækari
stuðningsaðgerða, til að mynda hjá
Bandalagi ísl. listamanna, sem félag-
ið á aðild að, og meðal fagfélaga
NjörAur
erlendra starfsbræðra, svo sem á
Norðurlöndum, sem íslenzkir kvik-
myndagerðarmenn hafa nána sam-
vinnu við.
Morgunblaðið sneri sér til Sigurð-
ar Sverris Pálssonar, sem var einn
þeirra sem stóð að framangreindri
tillögu, sem samþykkt var samhljóða
á fundinum. „Við fengum þau svör
frá Listahátíð þegar við óskuðum
eftir því að framkvæmdastjórnin
endurskoðaði afstöðu sína, að félag
kvikmyndagerðarmanna væri ekki
aðili að Listahátíð og af hálfu
hennar væri ekki litið á það sem
fordæmi, enda þótt þessi háttur
hefði verið hafður á síðast," sagði
Sigurður Sverrir. „Við höfum að vísu
óskað eftir aðild að Listahátíð en
hins vegar veit enginn hvenær sú
umsókn verður tekin fyrir nema
hvað það verður einhvern tíma í vor.
Þessu teljum við okkur ekki geta
unað, þannig að ef ganga á fram hjá
félaginu algjörlega, þá teljum við
það hreina lítilsvirðingu við félagið
og íslenzka kvikmyndagerð og ætlum
okkur því ekki að taka þátt í hátíð-
inni. En við væntum þess að málið
verði leyst svo að til þessa komi ekki
í reynd.“.
Þorsteinn Jónsson, formaður
Félags kvikmyndagerðarmanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hann teldi þessa samþykkt félagsins
hafa verið ótímabæra. „Ég hef verið
að vinna að lausn þessa máls og tel
hana vera á leiðinni, þannig að unnt
verði að aflétta þessu banni á hátíð-
inni núna á næstunni," sagði Þor-
steinn. Hann kvaðst á fundinum
hafa lýst því yfir að hann mundi
segja sig úr nefndinni ef fyrirsjáan-
legt yrði að íslenzk kvikmyndagerð
gæti ekki verið með á hátíðinni.
„Síðan hefur það gerzt að ég hef átt
viðræður við Njörð P. Njarðvík,
formann framkvæmdastjórnar
Listahátíðar, og við teljum okkur
eygja möguleika á samkomulagi."
Njörður P. Njarðvík, formaður
framkvæmdastjórnar Listahátíðar,
sagði þegar Mbl. leitaði umsagnar
hans: „Mér þykir þetta heldur leiðin-
leg samþykkt hjá þeim kvikmynda-
gerðarmönnum og bera vott um
hvort tveggja í senn — misskilning
og óþolinmæði. Framkvæmdastjórn
Listahátíðar hefur tvívegis skrifað
Félagi kvikmyndagerðarmanna bréf
þar sem hún hefur sagt að hún væri
fús til að endurskoða afstöðu sína til
þessarar undirbúningsnefndar kvik-
myndahátíðar en okkur finnst við
eiga dálítið óhægt um vik með að
láta félagið tilnefna fulltrúa í nefnd-
ina á þessari stundu, þar sem félagið
á ekki aðild að Listahátíðinni. Nú
hafa kvikmyndagerðarmenn hins
vegar sent inn umsókn um aðild og
ég geri ráð fyrir því að hún verði
samþykkt á næsta fulltrúaráðsfundi
og þá horfir málið allt öðru vísi við.
Þessi undirbúningsnefnd er í raun-
inni eins konar undirnefnd fram-
kvæmdastjórnar Listahátíðar og það
er framkvæmdastjórnin sem slík
sem ber alla ábyrgð á kvikmynda-
hátíðinni. Hins vegar vonast ég til
þess að unnt verði að finna lausn á
þessu máli.“
Karmv
hátíb
tsýnc
ótel Söfju Súl
nnudamnn í
Kl. 19.00 Húsiö opnað. Hressandi
svalardrykkir og lystaukar á barnum
Kl. 19.30 Kjötkveöjuhátíöin hefst
stundvíslega meö
Brochette d’agneau grillée Careme.
undir stjórn franska matreiöslu-
meistarans Francois Fon’s.
Matarverð aðeins kr. 3.500,-
Lúðrasveit undir stjórn
Lárusar Sveinssonar leik-
ur Karnival lög og létta
tónlist.
SKEMMTIATRIÐI:
Myndasýning:
Forstjóri Útsýnar sýnir nýjar
litmyndir frá sólarlöndum.
Jóhanna Sveínsdóttir
söngkona og Jónas Þórir
Þórisson fflytja létt lög.
Danssýning:
Sigurvegarar á forkeppni diskó
danskeppni Útsýnar og Klúbbs-
ins 25.2 í hópdönsum og para-
dansi sýna diskódans.
BINGO
3 Útsýnarferöir
Fegurðar-
samkeppni:
Ljósmyndafyrirsætur
Útsýnar. Stúlkur 17—22
ára valdar úr hópi gesta.
10 Útsýnarferöir í vinning.
Forkeppni.
Tízkusýning
Módelsamtökin sýna undir
stjórn Unnar Arngríms-
dóttur.
Hópferðir ÚTSÝNAR 1979 kynntar.
Dans til
kl. 01.00
Hin hressilega
og bráðskemmtilega
hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar ásamt
söngkonunni Þuríði
Sigurðardóttur leika
fjölbreytta tónlist
viö allra hæfi.
Allar dömur fá gjafarsýnis-
horn af frönskum ilmvötnum
frá „Nina Ricci“ og
Nitchewo/ og fyrir herra
„Gainsborough".
Allir matargestir fá Karni-
val-hatta.
Missið ekki af glæsilegri
skemmtun og möguleikum á
ókeypis Útsýnarferð.
Allir velkomnir enginn aðgangseyrir aóeins
rúllugjald en tryggið borð tímanlega hjá yfir-
Þjóni í síma 20221 frá kl. 15.00 á fimmtudag.
ATH .Allir gestir, sem koma fyrir kl. 20.00
fá ókeypis happdrmttismiöa. Vinningur
Utsýnarferö.