Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979
7
Fyrsti febrúar
ókominn hjá
Alþýöu-
flokknum
Benedikt Gröndal, for-
maður AlÞýðuflokksins,
staðhæfði við norræna
fréttamenn í janúarmén-
uði sl., að AlÞýðuflokkur-
inn færi úr íslenzku ríkis-
stjórninni 1. febrúar,
hefði pé ekki náðst sam-
staða með stjórnarflokk-
unum um aðgerðir í efna-
hagsmálum. Sú sam-
staöa hefur enn ekki
náðst, sagði Matthías
Bjarnason á Alpingi í
fyrradag, en Alþýðuflokk-
urinn situr sem fastast í
stjórninni. Fyrsti febrúar
er ekki enn kominn hjá
AlÞýðuflokknum. Þaö er
Því ekki rétt að áfellast
Vilmund Gylfason, Þótt
hann flytji tillögu til
Þingsályktunar, sem
fylgja Þarf . eftir með
frumvarpi til laga, og
hvort tveggja aö fá Þing-
lega meðferð og af-
greíðslu fyrir 1. marz. f
tímatali Þeirra AlÞýðu-
flokksmanna væri sem sé
enn janúarmánuður, Þó
eftir lifðu aðeins rúmlega
30 klst. febrúarmánaðar
hjá öðrum pingmönnum,
sem lausir væru við al-
manaksveiki Alpýðu-
flokksins og hans mý-
mörgu tímasetningar.
Guðfaðir ríkisstjórnar-
innar, Lúðvík Jósepsson,
sagði AIÞýðuflokkinn í
sandkassaleik. Mér virð-
ist, sagöi Matthías
Bjarnason, að sandkass-
arnir á stjórnarheimilinu
séu Þrír, og Þrír aö leik í
hverjum. Undirbúningur
Þjóöaratkvæðis tekur
ekki skemmri tíma en tvo
mánuði. Þessi sýndartil-
laga um pjóðaratkvæði er
Því í raun enn einn frest-
urinn á Því, að marka
raunhæfa efnahags-
stefnu, Þótt AlÞýðuflokk-
urinn láti í veðri vaka, að
verið sé að hraða stefnu-
mörkun og ákvöröunuml
Tillögu vísað
til ríkis-
stjórnar
Gunnar Thoroddsen
sagði tillögu Vilmundar,
um að vísa frumvarpi for-
sætisráðherra um efna-
hagsaðgerðir til Þjóðarat-
kvæðagreiðslu, tilkomna
vegna ósættis ( ríkis-
stjórninni, Þar sem nú
færi fram víötækt sátta-
starf í pessum mála-
flokki. Tillaga Vilmundar
væri Því e.t.v. bezt af-
greidd með pví, aö vísa
henni til ríkisstjórnarinn-
arl Mæltist hann til að
forseti bæri Þá tillögu
upp á Því stigi máls, sem
honum Þætti henta.
Gunnar
Gunnar sagði Þjóðarat-
kvæði of lítið notað, en
Það grundvallaðist á
skýrum spurningum, sem
svara mætti með jái eða
neii. Öðru máli gegndi
með margpætt og flókíð
frumvarp, í yfir 60 frum-
varpsgreinum, um mý-
mörg efnahagsatriði.
Þjóöaratkvæöi í slíku
máli, sem stjórnarflokk-
arnir kæmu sér ekki
saman um, væri annars
eðlis, og ekki raunhæft í
framkvæmd.
Stjórnar-
flokkar halda
sprengidag
Ragnhildur Helgadóttir
sagöi vel fara á pví að
bræðravíg stjórnarflokk-
anna, sem hér færu fram,
bæri upp á sprengidag.
— Hér væri enn boriö á
torg alpjóöar, ósam-
komulagið og úrræða-
leysið í ríkisstjórninni.
Tillöguflutningur
Vilmundar — um vísun
efnahagsfrumvrps
forsætisráðherra til
Þjóðaratkvæðis —
byggðist á Því að ríkis-
stjórnin væri ófær um aö
koma sér saman um
Ragnhildur
nauðsynlegar efnahags-
aðgerðir. Tillagan væri að
vísu meira en umdeilan-
leg, en afsakanleg í Ijósi
Þess algjöra úrræða-
leysis og samstöðuleysis
sem ríkti á kærleiks-
heimili stjórnarinnar,
sem Vilmundur lýsti rétti-
lega með oröinu
„skæklatog" í greinar-
gerð.
Einfaldara væri Þó,
fyrst ríkisstjórnin væri
ófær um að sinna skyld-
um sínum, að ganga
hreint til leiks meö
almennum kosningum
eftir leikreglum Þingræð-
is og lýðræðis. Það er sú
eina niðurstaöa, sem
hægt er að draga af Þess-
um sprengidegi stjórnar-
flokkanna hér á hinu háa
AIÞingi.
/-----------------------------------------------
húsgögn
í barna- og
unglingaherbergi
Reiðskóli
félagsins tekur til starfa mánudaqinn 5. marz fyrir börn
á aldrinum 8—14 ára. Kennd verður: áseta, taumhald
og meöferö hesta. Kennari verður Guörún Fjeldsted.
Innritun fer fram á skrifstofu félagsins, fimmtudag og
föstudag 1. og 2. marz frá kl. 9—17, báöa dagana,
sími33679.
Kaffihlaðborð
verður n.k. sunnudag í félagsheimilinu.
Fákskonur sjá um meölætiö.
Hestamannafélagiö Fákur.
Smíðum glugga og hurðir. Vönduð vinna
á hagkvæmu verði. Gerum tilboð og
veitum nánari upplýsingar, ef óskað er.
Enn einn Simca 1100 sendibDlinn:
Opið til 8 föstudag
og laugardag
9—12.
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S 86 1 12
/
REDDARINN
Nú getum við boðið Simca 1100 pick-up sendibíl, sem er lipurt og
þolmikið atvinnutæki. SIMCA 1100 sendibílar hafa marg sannað
ágæti sitt á íslandi, enda í eigu fjölda fyrirtækja, stofnana og
bæjarfélaga.
„Reddarinn" er nýjasti meðlimur SIMCA 1100 frá CHRY.SLER
FRANCE, sem ber a.m.k. 500 kg. í ferð. Af útbúnaði má nefna:
framhjóladrif, styrkta dempara, öryggispönnur undir vél, gírkassa
og benzíngeymi og annan búnað fyrir slæma vegi.
„Reddarinn“ er neyzlugrannur og dugmikill lítill bíll ætlaður til
stór átaka.
SÝNINGABÍLL í CHRYSLER SAL
CHRYSLER
m1
ll_3
Suðurlandsbraut 10.
& ííf
|miiusíik| \Pfymouth\
SIMCA |Oodgc|
Sírnar 83330 - 83454