Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 10

Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Er þetta skynsamlegt? Hvanneyri, 24. febr. Á BÆ einum í nágrenni Borgarness býr ungur bóndi ásamt konu sinni og fjórum börnum. Bóndi þessi er hörkuduglegur og hefur ákveðið að endurnýja fjós og hlöðu sem komin eru að hruni. Hann hóf byggingarframkvæmdir á sfðastliðnu ári en hefur enga lánafyrir- greiðslu fengið og engin loforð um lán. í Borgarnesi er mjólkursamlag og þaðan er stutt á aðalmarkaðinn. Bóndinn býr á jörð um það bil 10 km frá Borgarnesi og er jörðin mjög vel Grunnur nýja fjóssins. Ljósm Mbl.: Ófeigur fallin til að búa þar með kýr. Nú vita allir að þessa stundina er offramleiðsla á mjólk, en er skynsamlegt að hindra þennan unga mann í því að endurnýja fjós og hlöðu? Er skynsamlegt að þetta verði ef til vill til þess að þessi ungi bóndi hætti að búa með kýr, en fari þess í stað að auka við sauðfé eða leggi niður búskap? Er það skynsamlegt að lána ekki til fjósbyggingar í stað þess fjóss sem að hruni er komið örstutt frá mjólkursamlagi? Hvar er nú vit þitt og dugnaður íslenska Alþingi og ríkisstjórn? — Ofeigur. Skákþing Kópavogs hefst á laugardag Skákþing Kópavogs hefst n.k. laugardag í flokki unglinga og á sunnudag í flokki fullorðinna. Munu unglingar tefla á laugar- dögum þrjár umferðir í dag eftir svissneska kerfinu og er 45 mfnútna umhugsunartími. í flokki fuliorðinna verður teflt á miðvikudögum og sunnudögum í átta manna flokkum. Um- hugsunartími verður V/2 klukku- stund á fyrstu 30 leikina og síðan 1 klst. næstu 20 leiki. • Aðalfundur félagsins var hald- inn fyrir nokkr.u og segir í frétt frá félaginu að meðal helztu nýmæla sé það ákvæði að enginn geti orðið skákraeistari Kópavogs nema að eiga ’ þar lögheimili. Séu utan- bæjarmenn velkomnir til þátttöku á þinginu þótt titillinn geti ekki orðið þeirra. Guðlaugur Bjarnason var kjörinn formaður en Sverrir Kristinsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Sundlaugarsjóði Sjálfs- bjargar berast gjafir Sundlaugarsjóði Sjálfsbjargar hafa borist tvær peninga- gjafir. Öldruð kona í Reykjavík færði sjóðnum eina milljón króna og Guðrún Sigurðardóttir færði sjóðnum 500 þúsund krónur til minningar um mann sinn, Þorstein Elíasson. < llHOfN Umsjón JOHANNES TÓMASSON og SIGHVATUR BLÖNDAHL Frá frönsku bílasýn- ingunni, sem haldin er annaö hvert ár, en nú eru liðin 80 ár frá pví hún var fyrst haldín. Franskur bílaiðn- aður að rétta við FRANSKUR bílaiðnaður var fyrir nokkru álitinn illilega sjúkur og jafnvel að dauða kominn, en nýlegar tölur og staðreyndir um hann sýna að hann er nú á uppleið og stendur jafnvel betur en nokkru sinni. Um það bil 1,9 milljón franskra bíla birtust á vegum í landi þar árið 1977 en heildar- fjöldi bíla var 19 milljónir. Það Volkswagen-verksmiðjurnar hafa náð umtalsverðri sölu- aukningu á Bandarikjamark- aði ög í desember sl. voru þeir í fjórða sæti hvað snertir inn- flutta bfla þar. Jafnvel þótt menn hafi hálft í hvoru átt von á þessu síðan opnuð var sam- setningarverksmiðja í Pitts- burgh á sfðasta vori þá stað- festir þessi söluaukning vin- sældir smábflanna frá Volkswolksvagen. Dagana 11.—20. desember nam sala VW bíla 2.808 bílum en sala AMC á sama tíma var 2.429 bílar og nam sala allra bíla þennan tíma 214.618. Búizt er við að VW muni enn auka sölu sína, og þá einkum á kostnað AMC, en jafn- framt er álitið að salan muni aftur detta niður þegar fleiri smábílar og sparneytnari koma á markað- inn. Þessi sókn VW kemur einnig Öku-Þór aftur á ferðinni ÖKU-ÞÓR, rit Félags ísl. bif- reiðaeigenda, hefur að nýju hafið göngu sfna eftir nokkurra ára hlé og er nú f nýjum búningi, eins og skýrt hefur verið frá f blaðinu. Öku-Þór er 100 sfð'na blað og kennir þar ýmissa grasa sem forvitnilegt er að glugga í fyrir bfleigendur. Meðal efnis í ritinu er grein um bensínverð og samanburður við verð í öðrum löndum, fjallað er um akstursíþróttir, bílasölu, gamla bíla, kynntir nýjir bílar og greint frá ýmiss konar þjónustu við bíleigendur. Þá er grein um F.Í.B. og í þætti er nefnist akstur og ökumenn er t.d. fjallað um umferðarmenninguna, sem er for- vitnilegur pistill. Vonandi má búast við að því efni verði gerð sérstök skil í ritinu og þyrfti að leitast við að fá þeirri spurningu svarað, sem varpað er fram í pistlinum nú um það hvernig mætti bæta íslenzka umferðar- menningu. ár voru fluttir út 1,8 milljón bílar en aðeins 671 þúsund flutt- ir inn. Síðustu 12 mánuðir hafa verið næstum ævintýralegir fyrir franska bílaiðnaðinn, ekki sízt eftir samruna Peugeot, Chrysler og Citroen, sem gerði Peugeot að stórveldi á Evrópu- markaði. Með Renault 16 var hafin ný stefna sem þróast hefur ört meðal bílaframleið- enda þar sem er hægt að leggja til af því að AMC verksmiðjurnar hafa orðið undir í samkeppni við stærri bílaframleiðendur í Banda- ríkjunum og hefur heildarsala AMC dottið niður um 42% og framleiðslan einnig minnkað. AMC lækkuðu fyrir nokkru verð á ódýrari gerðum bíla sinna og hækkuðu stuttu seinna verð stærri bílanna til að svara söluaukningu annarra í litlum bílum. Sala Volkswagen Golf hefur verið mjög góð í Bandaríkjunum og náði hún strax talsverðri fótfestu þrát.t fyrir að hér væri um nýjan bíl ’að ræða. aftursætið niður og með því að stór opnanleg hurð er að aftan verður bíllinn rúmgóður og millistig skutbíls og venjulegs. Að sjálfsögðu hafa Frakkar einnig reynt að gera bíla sína sem hagkvæmasta að allri gerð, m.a. með tilliti til bensíneyðslu, nýjar málmblöndur gera þá léttari o.s.frv. og er sagt að í frönskum bílum sé að verða sameinuð öll sú tæknilega þekking er gerir bíla hagkvæma. Franskur bílaiðnaður má líta bjQrtum augum fram á við ef marka má grein í blaðinu „France information", sem þess- ar upplýsingar eru fengnar úr, en nú þegar atvinnuleysi hefur gert vart við sig starfa yfir 280 þúsund manns hjá verk- smiðjunum auk fjölda annarra óbeint. Bílaiðnaðurinn er líka óbeint tekjulind fyrir ríkið þar sem bílaeigendur verða sífellt að fara í vasa sinn eftir meiri og meiri gjöldum og er nú talað um að taka gjald af útvarpi í bílum, og fyrir eru gjöld af bensíni, vegaskattar o.fl. sem við ís- lendingar þekkjum vel til. Og meðan bílaverksmiðjur halda áfram fullkomnun framleiðslu sinnar er ekki ástæða til að óttast að illa fari um þessa iðngrein. Spá um fólksbifreiðafjölda Ár Ibúafjöldi þús. Fólksbifreiðar á 1000 íbúa Bifreiðafjöldi þús. Eyðsla Ml/ári 1976 220,9 294 65,0 100,0 1977 223,9 309 69,1 1978 227,0 322 73,2 1979 230,0 336 77,2 1980 233,1 349 81,3 116,1 (112,4) 1981 236,1 361 85,2 1982 239,2 373 89,1 1983 242,2 384 92,9 1984 245,3 394 96,6 1985 248,3 404 100,2 129,4 (123,6) 1986 251,4 413 103,7 1987 254,4 421 107,1 1988 257,5 428 110,3 ' 1989 260,6 435 113,5 1990 263,6 442 116,5 136,1 ( 128,2 ) 1991 266,6 448 119,4 1992 269,7 453 122,2 1993 272,7 458 124,9 1994 275,7 462 127,5 1995 278,7 466 130,0 137,5 ( 127,6) 1996 281,7 470 132,4 1997 284,7 473 134,7 1998 287,7 476 136,9 1999 290,7 478 139,1 2000 293,6 481 141,2 135,1 (123,6) ORKUSTOFNUN heíur nýverið sent frá sér olíunotk- unarspá til ársins 2000. I skýrslunni er einnig gerð meðfylgjandi spá um fólksbifreiðafjölda landsmanna til ársins 2000. Söluaukning VW í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.