Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 11 TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst næst- komandi laugardag fyrir víólutónleikum í Austur- bæjarbíói og hefjast þeir kl. 14:30. Þar koma fram víóluleikarinn Ingvar Jónasson og undirleikari hans Hans Pálsson, en þeir eru báðir starfandi tónlistarmenn í Svíþjóð. Á efnisskrá tónleikanna eru sónötur fyrir víólu og píanó eftir Hallnás, Brahms og Sjostakovitz. Þeir Ingvar Jónasson og Hans Pálsson hafa að undan- förnu undirbúið tónleikaför sína hingað til lands og ræddi blm. við þá stuttlega er þeir voru við æfingar í Lundi í Svíþjóð. — Ég hefi verið við nám í Þrjár víólusónötur á tón- leikum Tónlistarfélagsins Kaupmannahöfn og Ósló í tónlistarháskólum þar, sagði Hans Pálsson aðspurður og síðar var ég í Hannover hjá Hans Leygraf og lauk einleik- araprófi vorið 1972. Síðan hefi ég verið búsettur í Lundi og ekki haft reglulega fast starf með höndum, en tekið að mér nokkra nemendur í einka- kennslu og ferðast um og spilað. Hans Pálsson kveðst hafa leikið á Norðurlöndunum og auk þess í Frakklandi, Þýzka- landi, Póllandi og Tékkó- slóvakíu. Hann hefur einu sinni áður komið til Islands, árið 1972 er hann var þátttak- andi í keppni píanóleikara. Var þá keppt til úrslita hér á landi, en Hans Pálsson varð hlutskarpastur í Svíþjóð og komst í úrslitin. Þeir Ingvar og Hans hafa ekki leikið sam- an áður, en kváðust hafa hitzt áður og þekktu hvor annan. — Það má segja að þessir tónleikar nú séu til að minnast þess að um þetta leyti eru 25 ár liðin frá því ég kom fyrst fram á tónleikum í Reykjavík, sagði Ingvar Jónasson, en það var 2. og 3. nóvember 1953. Þá var við flygilinn Jón Nordal og stóð upphaflega til að hann léki einnig með mér nú, en af því gat því miður ekki orðið að þessu sinni, en milli okkar Jóns hefur verið mikið og gott samstarf í gegnum árin. Ingvar Jónasson stundaði nám í fiðluleik hjá Birni Ólafssyni við Tónlistarskólann og síðar við Royal College of Music í London og lék síðan um 2 ára skeið í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þá fór hann aftur utan til náms og dvaldi nú í Vínarborg í 2 ár og er hann kom heim starfaði hann í Sinfóníuhljómsveitinni, kenndi í Tónlistarskólanum og kom fram á kammertónleik- um. Árið 1967 skipti hann frá fiðlu yfir í víólu og hefur síðan eingöngu leikið á hana. Ingvar fluttist til Svíþjóðar árið 1972 og gerðist fyrsti víóluleikari Sinfóníuhljómsveitar Malmö og kenndi við Tónlistarháskól- ann þar, en lét af starfi sínu við hljómsveitina 1975 og hef- ur síðan kennt við tónlistarhá- skólana í Malmö og Gautaborg og kemur fram sem einleikari og á kammertónleikum. Ingv- ar starfar t.d. með kammer- kvintett og skipa hann Einar G. Sveinbjörnsson konsert- meistari í Malmö og sænskir hljóðfæraleikarar, en Ingvar er um þessar mundir að undir- búa ferð kvintettsins til Is- lands í vor. — Já, þessi undirbúningur hefur kostað allmikla vinnu og eitt af því sem við rekum okkur svo oftlega á sem störf- um erlendis er hve seint og illa gengur að fá svör að heiman. Ferð sem þessa þarf að skipu- Hans Pálsson og Ingvar Jónasson á æfingu, en myndin var tekin í Lundi fyrir stuttu. leggja allmarga mánuði fram í tímann, jafnvel ár, og því . kemur það sér mjög illa að fá ekki svör við spurningum um ferðatilhögun og skipulagn- ingu tónleika, en .þeir sem helzt svara eru nánustu ætt- ingjar á viðkomandi stöðum. Það getur því meira en verið að þetta verði í síðasta sinn sem ég tek þátt í að standa fyrir tónleikaferð til íslands. Ingvar var á ferð hérlendis í september sl. er hann lék einleik á ísafirði í tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar um Vestfirði og verður því ferð hans næsta vor sú þriðja á þessu starfsári. Einar G. Sveinbjörnsson leikur með Sinfóníuhljómsveitinni á tón- leikum 5. apríl, en á næsta starfsári hennar munu þeir báðir leika saman á tónleikum og þá eru í undirbúningi tón- leikar þeirra með Sinfóníu- hljómsveitinni í Malmö í verki er hljómsveitin hefur pantað frá Jóni Nordal. Verkin sem Ingvar Jónasson og Hans Pálsson leika á tón- leikunum á laugardag eru sem fyrr segir eftir Hilding Hall- nás, Johannes Brahms og Dimitri Sjostakovitz. Hallnás er eitt þekktasta tónskáld Svía og hefur lengst af starfað ,í Gautaborg. Sónatan sem leik- in verður er samin 1943 og tileinkuð Sten Broman. Brahms samdi tvær sónötur fyrir klarinett eða víólu og píanó og eru þær meðal síð- ustu verka skáldsins. Sónata nr. 147 fyrir víólu og píanó er síðasta sónatan er Sjostakov- itz samdi áður en hann lézt 9. ágúst 1975 og hefur að líkind- um ekki verið leikin á Islandi áður. Já, nú er bara aö prútta til aö fá sem bezt verö því ALLT Á AÐ SELJAST! Viö tökum restina af öllum vörum fram í dag og má Þar m.a. nefna: Dömujakkar Punk Teryleneföt Kjólar Kakhi buxur Dömufínflauelsdragtir Bárnaúlpur Flauelsbuxur Peysur Anórakkar Herra og dömu teryleneföt Blazerjakkar Erlendar plötur .................... frá kr. 800.- Sjóliðajakkar Innlendar plötur ................... frá kr. 1.900,- Utsalan Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg, Saumastofa Karnabæjar — Belgjagerðin — Karnabær _______ Björn Pétursson heildverslun — Steinar h.f. Útsalan stórkostlega stendur nú aðeins í dag á morgun og nú er um aö gera aö PRÚTTA.'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.