Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 12

Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Umajón: Borgljót Ingólfadóttir Kanil-kökur 300 gr hveiti 1 tsk. salt, 200 gr smjörlíki, 25 gr þurrger, V2 dl. vatn, 3 egg. Hveiti og salti blandað saman í skál, smjörlíkið skorið í flögur og sett saman við. Volgu vatni er hellt á geríð til að leysa það upp. Geri og þeyttum eggjum blandað út í hveit- ið og deigið hnoðað. Flatt út í um IV2 sm þykkt, og skornar út kökur. Krem. 100 gr smjörlíki, 75 gr sykur, 3—4 tsk kanill Þetta er hrært vel saman, þar til það er mjúkt. Gerð er hola í hverja köku og sett þar smábiti af kremi. Kökurnar settar á smurða plötu og látnar hefast, síðan „penslaðar með volgu vatni og bakaðar í meðalheitum ofni í um 15 mín. Það þarf að hirða um hárið Það getur komið fyrir, að hárið þurfi sérstaka umhirðu, eftir langvarandi permanent, eða annað, sem þurrkar það. Þá nægir kannski ekki þessi venju- lega næring, sem hægt er að fá á hárgreiðslustofum. Mælt er með heitri olíumeð- ferð, þegar þannig stendur á, og hægt er að gera slíkt heima, áður en hárið er þvegið. Hitaðar eru 2—4 matsk. af jurtaolíu, helst ólífuolíu. Magnið fer eftir sídd hársins. Olían sem á aðeins að vera volg, er borin í hársvörð- inn með bómull eða bursta. Síðan er nuddað vel með fingur- gómunum, svo enginn blettur verði útundan. Þá er hægt að draga greiðu í gegnum hárið svo olían nái út í hárendana. Hárið fest upp, plasti vafið um og olían látin liggja á í 15—20 mín. Hárið þvegið vel á eftir. Þessa meðferð má endurtaka einu sinni í viku, þar til hárið hefur fengið sinn upprunalega gljáa aftur. Fallegar kápur og hattar STUNDUM virðist tízkan mið- ast nær eingöngu við þarfir þeirra kornungu, og minna hugsað um hinar. Kápurnar þrjár, sem sjá má á myndinni geta þó mjög vel hentað öllum aldursflokkum. Þær eru hinar fallegustu og sjálfsagt venst maður stopp- uðum öxlum, eins og öðrum þeim nýjungum, sem alltaf eru að skjóta upp kollinum í tízku- heiminum. En fyrst minnst er á kolla, þá er best að láta fljóta hér með mynd af þrem höfuðfötum, sem ættu, er að því virðist, að geta verið vel nothæfir við okkar aðstæður. Og er þá ekki ein- göngu miðað við þetta indæla logn, sem verið hefur nú mestan part vetrar. Eldvarnarvika Junior Chamber í Reykjavík Stutt lýsing á meðferðbrunasára — eftir Ófeig Ófeigsson lækni Athugið: Eftir því sem brun- inn er látinn halda lengur áfram því dýpri verður hann og hættu- legri. 1. Ef hár eða fatnaður logar, kæfið eldinn viðstöðulaust með hverju, sem hendi er næst: jakka, kápu o.sfr. eða rennbleytingu með eða í vatni eða öðrum hættulaus- um, óeldfimum vökva (sjór, baðsturtur, baðker, skurðir við vegi, tjarnir, ár, snjór). Þó sjálfsagt sé að byrja kælinguna í hvaða vatni sem er, hreinu eða óhreinu eftir ástæðum á vitaskuld að halda henni áfram með hreinu vatni, svo fljótt sem við verður komið. Ef renn- andi vatn er notað (bruna- slöngur, baðsturtur, vatns- kranar) verður að varast of mikinn þrýsting á vatninu. Hann getur skemmt hinn brennda vef. 2. Varist að nota ískalt vatn á ung börn. Þau hræðast það og verða erfiðari en ella. Fyrir þau ætti 20—25° að vera heppileg kæling. Fyrir aðra er best að nota það hitastig, sem eyðir best svið- anum, nema rétt í byrjun, þá hvaða kalt vatn sem er. 3. Klippið eða skerið brennheit föt af sjúklingum eins fljótt og framast er unnt og losið hann við þau án þess að draga þau af honum. Það veldur venjulega opnum sár- um, en um á sýking greiðan aðgang inn flíkamann. 4. Ef bruninn er svo mikill að flytja þurfi sjúklinginn á sjúkrahús er best að úða brennda húðina með köldu vatni á leið í sjúkrahúsið en hafa loftið heitt í bílnum. Þetta er gert um alla Dan- mörku. Þar er 5 lítra plast- brúsi með köldu vatni og handúðara í hverjum ein- asta sjúkra- og brunabíl í Bridge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Tafl- og bridge- klúbburinn Nú er aðeins einni umferð ólokið í aðalsveitakeppni félagsins. Tvær sveitir hafa möguleika á sigri í meistara- flokki og stendur sveit Gests Jónssonar þar betur að vígi en hún hefir 11 stiga forskot á sveit Ingvars Haukssonar. í fyrsta flokki berjast sveitir Antons Valgarðssonar og Ólafs Tryggvasonar um efsta sætið og skilur aðeins eitt stig á milli sveitanna, Antoni í hag. Úrslit í 8. umferð urðu sem hér segir: Meistaraflokkur: Gestur Jónsson — Björns Kristjánsson 15—5 Ingvar Hauksson — Hannes Ingibergsson 16—4 Ingólfur Böðvarsson — Rafn Kristjánsson 12-8 Steingrímur Steingrímsson — Eiríkur Helgason 19-1 Þórhallur Þorsteinsson — Ragnar Óskarsson 20—i-5 Fyrsti flokkur: Ólafur Tryggvason — Bjarni Jónsson 20-^5 Anton Valgarðsson — Jón Ámundason 17-3 Sigurður Kristjánsson — Helgi Halldórsson 15-5 Guðrún Bergs — Guðmundína Pálsdóttir 11-9 Staðan fyrir síðustu umferðina í meistaraflokki: Gestur Jónsson 142 Ingvar Hauksson 131 Björn Kristjánsson 98 Ingólfur Böðvarsson 91 Steingrímur Steingrímsson 77 Staðan í fyrsta flokki: Anton Valgarðsson 128 Ólafur Tryggvason 127 Sigurður Kristjánsson 102 Guðrún Bergs 79 Fimmtudaginn 8. marz hefst hjá félagínu fimm kvölda barometer-tvímenningskeppni þar sem öll pörin spila saman (allir við alla). Þetta hefir verið árleg keppni hjá félaginu og notið mikilla vinsælda. Öllu áhugafólki um bridge er heimil þátttaka. Vegna forgjafar spila er nauðsynlegt að þeir sem ætla að vera með tilkynni þátttöku sína sem allra fyrst eða í síðasta lagi mánudaginn 5. marz til Braga Jónssonar, s. 30221, eða til Guðrúnar Jörgensen, s. 37023.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.