Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 13

Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 13 Framhandleggur hafði brennzt og var stungið niður í vatn til kælingar, en ekki nógu langt, því ofan hins sýnilega bruna komu fram ljót brunasár. landinu. Brúsinn er festur innan á vegg bílsins þegar hann er ekki í notkun. 5. Smærri bruna er hægt að lækna á fáeinum klukku- stundum í heimahúsum. 6. Sjúklingar með meiriháttar bruna þurfa venjulega að fara á sjúkrahús ef ekki er læknir til að annast þá á staðnum. Þó verður að taka tillit til áhættunnar, sem langur og erfiður flutningur getur haft í för með sér fyrir þann sjúka. Þegar á sjúkra- húsið er komið er haldið áfram með kælingu í Dan- mörku og ýmsum öðrum löndum eftir því hvaða læknar eiga í hlut. 7. Það er ekki aðeins heimsku- legt heldur hættulegt að rjúka með brenndan mann beina leið til læknis eða á sjúkrahús áður en bruninn hefur verið kældur nógu vel til þess að allur ofhiti fari úr holdinu, en það tekur a.m.k. margar mínútur í styttsta lagi. Eg er ekki í nokkrum vafa um að þetta atriði getur skipt sköpum ef um mjög útbreiddan bruna er að ræða. Ef slysið á sér stað langt frá mannabyggðum (í tjaldi osfr.) þá á að veita sjúkling- um alla þá þjónustu á staðn- um, sem unnt er: Halda áfram viðstöðulausri kæl- ingu, aldrei skemur en ‘/2-tíma við smæstu bruna og allt upp í sólarhring ef ætla má að bruninn sé djúpur; úða óbrenndu partana í hlý föt og hafa eins heitt og þægilegast er fyrir sjúkling- inn. Þó má hann ekki svitna. Ef honum finnst vatnið of kalt og ef hann fær minnsta hroll þarf að hækka hitastig þess þar til honum líður vel. Gefið honum sæmilega heit- ar, nærandi súpur, en ekki áfengi eða örfandi lyf. Gefið allan drykk og næringu í smáum en tíðum skömmtun svo sjúklingurinn missi ekki lystina eða verði óglatt. Fyrstu sólarhringana erftir meiriháttar bruna þarf alla þá umönnun og nærgætni, sem hægt er að veita (gjör- gæsla á sjúkrahúsum). 8. Setjið ekki umbúðir á brun- ann nema alveg nauðsynlegt sé. Það veldur venjulega miklum óþægindum (sviða, kláða), stóreykur öndun, súrefnisþörf og efnaskifti hinna veikluðu fruma, sem auðveldlega getur leitt til dauða þeirra. Þetta er í algjörri mótsetningu við vatnskælingu, sem dregur úr starfsemi frumunnar svo hún hefur miklu meiri möguleika á að ná sér. 9. Opnið ekki brunablöðrur. Þær koma í veg fyrir að blóðvatnið (plasma) geti runnið óhindrað út úr líkam- anum og eins að sýklar geti borist inn í hann. Við út- breiddan bruna getur líkam- inn. misst 10—12 lítra af plasma fyrsta sólarhringinn. Plasmaið inniheldur næst- um öll efni blóðsins nema blóðflögur og blóðfrumur. Það liggur því í augum uppi hversu afdrifarík þessi blóð- taka getur orðið fyrir heilsu og líf sjúklingsins. 10. Forðið þeim slasaða frá öllu hnjaski eins og frekast verð- ur við komið. Berið ekki áburð, smyrsl eða annað á brunann. 11. Ráðleggingar um kælingu. Það er vandalaust að kæla hendur og fætur í plastfötu eða bala (plast er betra en málmur) og bæta köldu í eftir þörfum. Eins er best að kæla neðri hluta líkamans sitjandi í baði. Þó þreytist sjúklingurinn fljótt sitjandi flötum beinum. Það verður því að gera allt til að styðja við efri hluta líkamans og eins að setja eitthvað undir hnésbæturnar. Ef andlitið eitt er brennt er best að hafa það stöðugt í vatni nema rétt á meðan maðurinn dregur andann. Þetta er þó ekki Hægt við smábörn. Þá er best að tveir haldi barninu upp í loft með höfuð þess hangandi það mikið niður að ekki blotni klæði á hálsi og brjósti, ausa svo mátulega hlýju vatni (ca. 20—25°) úr könnu úr bala á andlit og augu þess, þannig að hægur, stöðugur straum- ur renni yfir andlitið. Varast verður að vatnið fari í nasir og munn. Reyna að síbleyta þessa staði með mjúkri rýju. Ég hef reynt þetta og það tekst vel. Barnið sættir sig furðu fljótt við meðferðina. Ef háls, brjóst eða bak er brennt má nota sömu að- ferðina á sjúklingum liggj- andi. 12. Gefið sjúklingnum vítamín- ríka og eggjahvítuauðuga fæðu og stóra skammta af C-vítamíni oft á dag. Við það gróa sárin fyrr en ella. §fii#s®s Mest seldu sjónvörp á Islandi. Hvers vegna? Þaö hefur sýnt sig aö íslendingar eru vandlátir, vanda valiö og velja NordMende ^nordíTIende^ Okkur er það ánægja aö kynna yður árgerð 1979. Sjaldan hefur tæknin þjónaö manninum jafn dyggilega. Ein mesta byltingin á árgerö 1979 er nýr myndlampi PIL (precicion in-line) sjálfvirk samhæfing á lit, sem gefur miklu skarpari mynd en áöur þekktist, jafnvel þó bjart sé inni. BUÐIN Skipholti 19, símt 29800. 1979 nordIIIende 1979 Sértilboð fra 1. til 10. Nu geta allir eignast vönduö litsjónvörp. ' ■: ..i • *1 eftirstöóvar : / ^ / a 6 man ■.... •?....... Dæmi 22“ kr. 555.265 — Utb. 194.343 og eftirstöðvar ca. 60 Þús. á mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.