Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 15

Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 15 i •< ! j Geiturnar sóttar í Þerney. Jón í Víöinesi ber eina hyrnda í land. Skipað upp farminum. Þorleifur Geirsson stjórnar um borð, Jón og Karl Friðrik taka á móti. JjjH Geitahópurinn í vörslu á strönd Þerneyjar. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Þetta er hafurinn sem ekki hefur skilað sér í fram- leiöslu afkvæma, en parna er Þorleifur að koma honum í land. Ekki hægt að kenna unglingunum um misnotkun áfengis — segir Kjell E. Johanson NÝLEGA var staddur hérlend- is sænskur æskulýðsleiðtogi, Kjell E. Johanson, en hann er forstöðumaður æskulýðsmála- deildar félagsmálastofnunar Stokkhólms. Var hann hér í boði Norræna hússins og Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur og hélt sl. miðvikudagskvöld fyrirlest- ur í Norræna húsinu um tóm- stundavandamál borgaræsk- unnar. Fjallaði hann þar um ýmislegt það er liggur að baki starfi meðal unglinga og hvern- ig háttað væri æskulýðsstarfi í Svíþjóð. Mbi. átti samtal við Kjell E. Johanson og rakti hann fyrst í stórum dráttum umfang æsku- lýðsstarfs í Stokkhóimi: — í Stokkhólmi eru starfandi ein 80 æskulýðsheimili á vegum borgarinnar og þar fyrir utan höfum við öfluga útideild. Sú deild telur yfir 30 starfsmenn og teljum við starf hennar mjög mikilvægt. Nú er æskulýðsstarf- ið sem slíkt ekki svo ýkja frá- brugðið því sem ég hefi kynnst hérlendis, en ég fór eitt kvöldið og kynnti mér félagsmiðstöðvar- nar í Reykjavík og segja má að æskulýðsheimili okkar eða tóm- stundaheimilin séu mjög áþekk. Er þessi ferð þín upphaf frek- ari samskipta Svíþjóðar og ís- lands á sviði æskulýðsmála? — Ferð mín hingað er aðal- lega til þess að flytja fyrirlestur um tómstundavandamál borgar- æskunnar. Forystumenn þessa starfa í höfuðborgum Norður- landanna hittast reglulega ann- að hvert ár og bera saman bækur sínar, en það væri vissu- lega áhugavert að efla samskipti landanna og nauðsynlegt er að ræða þessi sameiginlegu mál innbyrðis. Þá rakti Kjell E. Johanson stefnu í æskulýðsstarfi hjá deild sinni í Stokkhólmi: — Segja má að markmið alls æskulýðsstarfs sé að gera ungl- inga hæfa til þess að gerast þátttakendur í samfélaginu, en auðvitað er markmiðið líka það að hafa ofan af fyrir unglingun- um og stór þáttur í starfinu er að reyna að koma í veg fyrir afbrot og misnotkun áfengis og fíkniefna. Annars er starfið mjög mismunandi eftir því hvar er í landinu, en þetta er samt aðalmarkmið alls æskulýðs- starfs að virkja unglinga, nýta áhuga þeirra á hinum ýmsu sviðum og rækja það mikilvæga hlutverk að leiðbeina þeim í athafnasemi sinni. Útideildin mikilvæg Þú nefndir áðan mikilvægi útideildar, geturðu lýst starfi hennar nánar? — Já, ég tel að útideildin hjá okkur sé einn mikilvægasti liður í öllu æskulýðsstarfi, en hún byrjaði að starfa hjá okkur upp úr 1950. Starfsmenn þeirrar deildar voru til skamms tíma aðeins 7, en þeim hefur fjölgað smám saman og eru nú 30 auk fjölda aðstoðarmanna í hluta- starfi. Við leggjum svo mikla áherzlu á þessa deild vegna þess að hún er úti við, fylgist með hópunum og hvað unglingarnir eru að gera og það er einkanlega hlutverk hennar að beina at- hafnaseminni í þann farveg sem við teljum réttan, beina þeim í hin ýmsu samtök og þarna er líka tækifæri til þess að koma í veg fyrir að margs konar afbrot og óknyttir brjótist fram. Starfsmenn útideildar fylgjast því náið með unglingunum, ræða við þá og halda góðu sambandi við þá og það er einnig þeirra hlutverk að koma þeim í samband við rétta aðila sé um einhver meiri háttar vandamál að ræða hjá þeim. Kjell E. Johanson lagði áherzlu á það í spjalli sínu að þeir er störfuðu að æskulýðs- málum reyndu að starfa náið með unglingunum og það yrði að gera sér far um að reisa nýjar starfsstöðvar og þar fram eftir götunum eftir því sem byggð flyttist til milii hinna ýmsu hverfa í borgum. — Mikilvægast er að sam- bandið sé gott milli okkar manna og 14—16 ára unglinga, því þar mótast þau talsvert mikið og það er oft ekki fyrr en þá að félögin taka við þeim, þau vilja e.t.v. ekki binda sig í þátttöku fyrr en við þennan aldur. Varðandi styrki til hinna frjálsu æskulýðsfélaga sagði Kjell að til væru talsvert margir möguleikar á styrkjum, bæði til hins almenna starfs og húsa- leigustyrkir o.s.frv. og væri reynt að styðja við bakið á þessum félögum auk þess að Kjell E. Johanson forstöðumaður æskulýðsmáladeildar félagsmála- stofnunar Stokkhólms. Ljósm. Emilía. borgaryfirvöld starfræktu fé- lags- og tómstundamiðstöðvar. Fullorðnir eru fyrirmyndin — Áfengi er alltaf vandamál að einhverju leyti, en við verð- um að vera sanngjörn og ekki er hægt að skella allri skuldinni á unglinga þegar talað er um misnotkun áfengis. Unglingar hafa fyrirmynd í hinum full- orðnu og sú fyrirmynd er oft ekki þannig að hægt sé að ætlast til að unglingar séu eitthvað betri. Annars eru áfengismál flókin og erfið í umræðu og taka verður með í reikninginn alls kyns aðstæður fólks, atvinnu, fjárhagsaðstæður, hvernig hátt- að sé almenningsálitinu í um- hverfi unglingsins, menn velta fyrir sér spurningunni um hvort setja eigi strangari reglur um áfengisscjlu o.s.frv. en ég held að fordæmið sé sterkari þáttur en oft er ætlað. I fyrirlestri sínum ræddi Kjell E. Johanson um hvar skyldi leggja áherzluna þegar starfað væri meðal unglinga í skipu- lögðu tómstundastarfi og nefndi m.a. að markmiðið væri það að þroska unglinga, hafa ofan af fyrir þeim, virkja áhuga þeirra til ýmissa starfa o.s.frv. og útskýrði mál sitt með teikning- um og myndum. Kjell E. Johanson hefur um árabil unnið að verkefnum á félagsmálasviði, bæði sem stjórnmálamaður, embættis- maður og rithöfundur. Liggja m.a. eftir hann bækur á sviði áfengis- og eiturlyfjavandamála og um ýmsa þætti unglinga- vandamála. j L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.