Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 19 Friðrik Sophusson, alþm.: Tímaspr engj an, sem gat ekki sprungið Alþýðuflokkurinn fagnaði sigri eftir síðustu kosningar. Sá fögnuður varð skammvinn- ur og endaslepptur. Flokkur- inn lenti í stjórn án verulegra áhrifa og Vilmundur Gylfason spriklaði í neti þeirra Ólafs Jóhannessonar og Lúðvíks Jósefssonar, sem að hans áliti eru siðsjpilltustu stjórnmála- menn á Islandi. Hrakfallasaga kratanna Alþýðuflokkurinn var á móti septemberráðstöfunum ríkisstjórnar, en kvaðst hafa vilyrði fyrir því að tekið yrði tillit til sjónarmiða flokksins fyrir 1. desember. Fyrir 1. desember lýsti Vilmundur því yfir, að hann væri á móti tillögum ríkisstjórnarinnar og um sömu mundir sagði Bragi Sigurjónsson af sér forsetaem- bætti í mótmælaskyni. Al- þýðuflokkurinn greiddi samt atkvæði með tillögunum, enda yrði tekið tillit til viðhorfa hans við afgreiðslu fjárlaga. Kommarnir brostu í kampinn. Þeir höfðu sigrað einu sinni enn. Við fjárlagaumræðurnar hótuðu kratar öllu illu. Þeir lögðu meira að segja fram sparnaðartillögur samkvæmt eigin kosningaloforðum. Enn á ný fór allt á sömu leið. Ólafur Jóhannesson lofaði að kíkja á frumvarpsdrög kratanna um efnahagsmál eftir jól. Krat- arnir felldu eigin sparnaðar- tillögur og átu ofan í sig alla fyrirvara. Næsti áfangi var 1. febrúar. Hinn 1. febrúar klikkaði sprengjan einu sinni enn. For- sætisráðherra hafði fengið frumvarpsdrög þriggja ráð- herra í sínar hendur. Dreng- irnir í Alþýðuflokknum biðu á milli vonar og ótta eftir úr- skurðinum. Og svo rann upp dagur ársins: Mánudagurinn 12. febrúar. Forsætisráðherra hafði af pólitísku innsæi ákveðið að standa við hlið kratanna. Húrra! Nú var stóra stundin runnin upp. 1. mars yrði tímamótadagur. En kommarnir voru fúlir og í stjórnarsamningnum voru ákvæði um samráð. Þannig leið tíminn. Hver dagur var dýrmætur. Heiður kratanna var í veði, en ekkert skeði. Nú voru góð ráð dýr. Vilmundur Gylfason dró fram tíma- sprengjuna góðu. Fyrir 1. mars varð Alþingi að sam- þykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp, sem enn er opið í báða enda, og hefur ekki verið lagt fram á þingi. En þá kom babb í bátinn. Febrúar var styttri en aðrir mánuðir. Nú er 1. mars kominn og sprengjan er ekki sprungin. Augljósar staöreyndir Hér hefur nú verið stiklað á hrakfallasögu Alþýðuflokks- ins. Tillaga Vilmundar er auð- vitað sýndartillaga, í því skyni gerð að bjarga æru höfundar og fela aumingjaskap Alþýðu- flokksins. Staðreyndirnar, sem við blasa eru þó of aug- ljósar til að hægt sé að fela þær: 1. Ljóst er að kratarnir hafa enn á ný látið draga sig á asnaeyrunum. Látið sam- starfsflokka hafa sig að fífli. 2. Tillaga Vilmundar er van- traust á ríkisstjórnina, en þó fyrst og fremst vantraust á ráðherra Alþýðuflokksins fyrir dæmalaust dáðleysi þeirra í samskiptum við kommún- ista. 3. Vígstaða Alþýðuflokksins hefur aldrei verið verri frá kosningum. Kjarkurinn hefur bilað og þeir þora ekki í kosningar. Þetta er reynt að fela með sýndartil- lögunni um þjóðaratkvæði. Hvenær springur? Tímasprengja Alþýðu- flokksins átti að springa 1. desember. Hún sprakk ekki þá. Næst átti hún að springa rétt fyrir jól. Þá klikkaði hún aftur. Síðan var hún stillt á 1. febrúar, en ekkert gerðist. Loks var henni ætlað að springa 1. mars. Ekkert skeði Hver veit nema hún springi í höndum eigendanða, þegar minnst varir? Það væri ægileg synd! tU»li i Lítid barn hefur * lítið sjónsvid Kennsla og þjálfun barna í Lyngási Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi grein frá „Foreldrakjarnan- um í Lyngási": í Morgunblaðinu 20. febrúar 1979 birtist grein eftir Magnús Magnússon sérkennslufulltrúa, sem hann nefnir: Þjálfun barna í Lyngási. í grein sinni segir Magnús m.a.: Hvert barn á grunnskólaaldri í Lyngási fær nærfellt fjórfalda kennslu á við börn í venjulegum grunnskóla, auk þess sem þau fá þjálfun í starfi og leik aðrar stundir dagsins, sem skóli ekki starfar. Svo mörg voru þau orð embættismannsins um þjálfun barna í Lyngási, en með þessum skrifum sínum dregur hann fram mjög óraunhæfar og villandi stað- hæfingar. Við undirrituð lýsum okkur and- víg þessu og undrum okkur á að maður, sem veit jafn mikið um málefnið að hann skuli láta þessar línur frá sér, fyrir almenning. Máli okkar til stuðnings skal eftirfarandi tekið fram: T.d. fær 9 ára barn í Lyngási 9 vikustundir, en 9 ára barn í venju- legum grunnskóla fær 20 viku- stundir. 13 ára barn í Lyngási fær 9 vikustundir en 13 ára barn í venjulegum grunnskóla fær 32 vikustundir. Öll þjálfun í starfi og leik er takmörkuð sökum þess hve að- staða er ófullnægjandi og liggur í augum uppi að slíkt hlýtur að koma niður á kennslu og þjálfun barnanna. Ennþá hefur mennta- málaráðuneytið ekki lagt þessum börnum til skólahúsnæði eins og öðrum börnum á grunnskólaaldri en engin aðstaða er í Lyngási til skólareksturs. Af þessum sökum hefur ekki verið unnt að nýta þann kennarafjöldá, sem þau eiga rétt á. í Lyngási, sem er starfræktur af Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík, dvelja 38 börn á grunn- skólaaldri,auk þess sem eru 4 börn undir skólaskyldualdri. Á s.l. ári stóð stofnuninni til boða afnot af tveimur kennslustofum í Álfta- mýraskóla hluta úr deginum. Önn- ur þeirra er nýtt 3 kennslustundir á dag og eru 18 börn þar í kennslu, en sú kennsla sem þar fer fram er undir stjórn þroskaþjálfa. Enn- fremur er aðstaða til leikfimi- kennslu 6 vikustundir í hinum sama skóla. Þess skal getið að Álftamýrarskóli er í næsta ná- grenni Lyngáss. I júní 1977 var gefin út af menntamálaráðuneytinu reglu- gerð um sérkennslu, kennslu fyrir þroskahefta og fjölfatlaða nem- endur. Stofnun sem Lyngás nefn- ist í reglugerðinni þjálfunarskóli og er gert ráð fyrir að ríkissjóður greiði allan þann kostnað, sem af kennslunni leiðir. Menntamálaráðuneytið greiðir laun kennara í Lyngási, en ber engan annan kostnað við skóla- haldið eða öðrum rekstri stofnun- arinnar. Hvað varðar skólabygg- ingu við Lyngás er það að segja að teikningar liggja nú fyrir hendi tilbúnar. En hvað lengi hefur okkur for- eldrum vangefinna barna ekki verið sagt að umræddur skóli væri á næsta leiti? F oreldrakjar ninn í Lyngási. \ið bjóðum o velkomna í a r Aski stenunninguna í 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.