Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 01.03.1979, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 21 Jón Hjaltason: ÉG ÞAKKA Jóhannesi Björgvins- syni í Stykkishólmi fyrirspurn tii mín vegna áfengisneyzlu unglinga. Hún gefur tækifæri tii umræðu um þetta vandamál. Vandamál sem allri þjóðinni er viðkomandi. Þó hefði ég kosið að spurningarnar væru merkilegri en krafa um að ég nafngreini félagsheimili er hleypi inn yngri gestum en 16 ára. Hvar og hvernig komast unglingar yfir áfengi? Hvað aðhafast yfirvöld til að fræða æskuna um áfengismál og þær hættur sem af misnotkun áfengis geta stafað? veitingahúsanna á miðvikudögum er Áfengisverzlun ríkisins opin, með sín 90% af heildarsölunni. Vegna þess að meðan hótelgesti er bannað að panta einn kaffi og koníak til herbergis síns, má hann hins vegar taka sér far með leigu- bíl, fram og til baka í áfengisverzl- un, sitja síðan uppi með aksturs- reikninginn og heila flösku. Vegna annars ákvæðis úr sömu átt, sem segir að 18 ára hafi rétt á aðgangi að veitingahúsi en aðeins 20 ára megi neyta áfengis þar. Þetta ósamræmi er á borð við það að 14 ára ungmenni hefði aðgang að ákveðinni kvikmynd, en aðeins 16 ára og eldri mættu hafa opin augun. Vegna þess skrauts í áfengislög- Áfenqislögin og áfengisneyzla ungfínga Hvað er gert til að sporna við að ungiingar undir lögaldri komist yfir áfengi? Ekki vísvitandi Mér er til efs að forráðamenn félagsheimila leyfi af ásetningi unglingum undir aldri, aðgang að sölum sínum. Öllum sem að veitingamálum starfa er hins vegar kunnugt um lánuð og fölsuð nafnskírteini. Þá er ótalinn sá möguleiki að svindla sér inn, eða hreinlega slæpast utan við sam- komuhúsin, berja sér á brjóst og láta garpslega. Ekkert einkamál Vart er ástæða til að taka fram að þetta er ekkert einkavandamál félagsheimila úti á landsbyggð- inni. Þar eð til dansleikja þeirra þyrpast ungmenni frá nærliggj- andi byggðakjörnum. Títtnefnt Hallærisplan er í þessu tilliti félagsheimili, án þaks og jafnvel Tónabær var ekki laus við þennan vanda, hvorki utan dyra né innan, þrátt fyrir mjög stranga gæzlu. 16 til 18 og 20 ára Mega sækja félagsheimilin, en að sjálfsögðu ekki bragða áfengi. , Þó blasir við sú staðreynd, að ! þessir aldurshópar hafa þar áfengi um hönd, nánast að vild, og sjaldn- ast er gripið í taumana fyrr en komið er á ermauppbrettingastig- ið. Til að spara Jóhannesi aðra kröfu um nafngreiningu er rétt að taka fram að hennar er ekki þörf. Það er ekkert félagsheimili undanskilið. Ég vann um skeið á Snæfells- nesi, þá 17 ára. Það má segja mér í sömu andrá að ástandið hafi stór- lega breyst og að búið sé að flytja Snæfellsjökul austur á Seyðis- fjörð. Gengið á borðum Ég sótti dansleik nærri Snæfellsnesi fyrir tveim árum. Ekkert eftirlit virtist með fjölda gesta og troðningur óskaplegur. Margt stórbrotið bar fyrir augu. Fyrir utan hin hefðbundnu atriði, sem allir þekkja, vakti eftirtekt mína, að þeir, sem óþolinmóðastir , voru að komast leiðar sinnar, styttu sér einfaldlega leið með því að ganga um salinn þveran og endilangan eftir borðunum, nánast á höfði og herðum viðsitjandi gesta. Þó var athyglisverðast af öllu, að enginn virtist hafa neitt við þetta að athuga. Vert er að gefa þvi gaum, að um er að ræða samkomuhús, sem er í eigu ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka, félagsheimili, sem reist er fyrir opinbert fé. Þá hvarflar hugurinn að því að félagsheimilin eru byggð með hina háleitu hugsjón ungmennafélag- anna að leiðarljósi. Hræddur er ég um að mörgum brautryðjandanum hrjósi hugur við þeirri þróun sem orðið hefur. Hollt er að vita að samkomuhús með svipuðu sniði hafa verið rekin af einstaklingum a.m.k. í Reykjavík. Sá rekstur var drepinn niður með hlutdrægri skattlagningu, þar sem ein- staklingurinn var svínbeygður, en félagsheimilunum hyglað. ÖLL ERU ÞESSI MÁL BLÖNDUÐ SVO MIKILLI IIRÆSNI OG SKINHELGI AÐ í SENN ER SORGLEGT OG HLÆGILEGT! Hlægilegt, hvers vegna? Vegna þess að meðan löggilt vínveitingahús skulu loka dyrum sínum kl. 23.30 þótt dansleikur standi til kl. 02, spranga mittis- beltagestir félagsheimilanna út og inn þar til dansleik lýkur. Vegna þess að trúlega er meira áfengismagn drukkið árlega í leyf- islausum félagsheimilum en í lög- giltum veitingahúsum, sem eru undir ströngu opinberu eftirliti. Vegna þess að meðan vínveit- ingahús selja minna en 10% af því áfengi sem löglega er neytt í landinu, fá umræður um rýmkun til handa gestum þeirra slíkt rúm í fjölmiðlum, að helzt er að sjá sem slík sjálfsögð mannréttindi ráði úrslitum um áfengisböl Islend- inga. Vegna þess að það virðist heilög skylda þingmanna að auðmýkja gesti vínveitingahúsa með lögskip- aðri örtröð og streitu. Vegna þess að meðan löggjafa- samkundan vinnur stórsigra á borð við það að loka vínveitingum unum, að ekki megi afgreiða mann, sem gerst hefur sekur um ólöglega sölu eða bruggun áfengis. í framkvæmd táknar þessi stór- brotna lagasetning, að hver gestur skuli við afgreiðslu leggja fram sakavottorð dagsett sama dag. Vegna annarrar skrautfjaðrar í lögum um loftferðir, sem segir, að veitingamönnum sé bannað að afgreiða flugfólk þar til 6 klst. eftir lendingu. I framkvæmd þýðir þetta ákvæði að hver gestur leggi fram starfsönnunarskírteini. Nú ef maðurinn er viðriðinn loftferðir skal hann að auki sanna að hann sé ekki nýlentur. Með örlitlu brjóstviti hefðu þingmenn borið gæfu til að beina slíku ákvæði gegn brjótandanum sjálfum. Tvöfeldnin enn Enn birtist hræsnin í þeirri mynd, að meðan ráðamenn telja fráleitt að yngri en 20 ára megi kaupa vín, fjármagna þeir félags- heimili sem hýsir drykkju af subbulegasta tagi fyrir ungmenni 16 til 20 ára. Þar sem heilflöskur eru á eða undir borðum og lands- feðurnir selja blandið. Aftur kemur skinhelgin fram, þar sem í Reykjavík er rekin önnur tegund „félagsheimila", sem sækir um vínveitingaleyfi að hentisemi. Þessi starfsemi fer fram gersam- lega án opinbers eftirlits. Enginn fylgist með fjölda gesta, aldri eða hvort húsráðendur fylgja lögum veitingahúsa. Engar kröfur eru um fyrsta flokks salarkynni. Síðan, eins og til að kóróna skrípaleikinn, borgar þessi „starfsemi" enga skatta eða aðrar skyldur. M.ö.o. ríkisvaldið er að knésetja löggilt veitingahús með sömu aðferðum og getið er um fyrr í þessari grein. Svar mitt Jóhannes er orðið lengra en ætlað var. Því miður er öll meðferð áfengismála hér svo fáránleg, að erfitt reyndist að stöðva jjennann eftir að dýft er niður. Ég vil ekki trúa því, að þér fari að hætti stjórnmálamanna okkar, sem bregða sífellt kíkinum fyrir blinda augað í stað þess að skilja hismið frá kjarnanum og takast á við vandann þar sem hann liggur. Jón Hjaltason. Hyggjast byggja nýtt farfuglaheimiU í Rvík ívar Skipholti 21 simi 23188. Gestetner PFH LJÓSPRENTUNARVÉL EINFÖLD, ÖRUGG EN ÖDYR SKILAR ÞO ARANGRI SEM LÍKIST MEIR PRENTUN EN LJÖSRITUN Raykjavlk, Engir rofar eða takkar, aðeins^ ýtt á handfang og ljósritið er komið. 8f**************8S 8886******8886 88 *8888* 888886 888888 *********************** Jektorar 0»tivry * Fyrir lensingu ( bátum og fiskvinnslustöðvum. •L^L | StlyirllaitDSjyD3 * ESTABLISHED 1925 - TELEX: 2057 STURLA-IS — TELEPHONES 14680 & 13280 n *a8»a8*)*(********5«*9R*ÍS Mokkajakkar fyrir dömur og herra. Mokkakápur 10—20% afsláttur RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 FARFUGLADEILD Reykjavíkur er 40 ára um þessar mundir og hafa félaginu borist gjafir og heillaóskir frá innlendum og erlendum samstarfsaðilum. Á nýlegum aðalfundi félagsins kom m.a. fram að áformum um byggingu nýs Farfuglaheimilis í Reykjavík miðar í áttina og mun frumteikningum að mestu lokið. í frétt frá Farfugladeild Reykja- víkur segir að þörfin fyrir nýtt heimili sé orðin brýn þar sem núverandi heimili anni ekki þörf- inni yfir sumarmánuðina. Gisti- nætur voru samtals 10.917 sl. ár og voru gestir frá 40 löndum. Farfuglar hafa haldið áfram ræktun gróðurvinjar í Vala- hnúkum sem kallast Valaból og hafa farið fram á það við yfirvöld að verða veittur húsbóndaréttur yfir svæðinu til að geta betur verndað það gegn skemmdum, en fjöldi manna sækir staðinn heim sumar sem vetur. Þá er árviss atburður að hafa vinnuhelgi í Þórsmörk um hvítasunnuhelgina og vinna þar að ræktun og gróður- vernd Sleppugils. Formaður Far- fugladeildar Reykjavíkur er Hulda Jónsdóttir. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ÉR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.