Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 23 Áhöfn sovézka geimskipsins Soyuz—32, V. Lyakhov (fyrir ofan) og V. Ryumin, kveður áður en lagt er af stað út í geiminn. Carter á undir högg að sækja Washington, 28. febrúar. AP. HREYFINGU sem heíur það að aðalmarkmiði að koma í veg fyrir endurkosningu Jimmy Carters í forsetaembætti á næsta ári vex nú stöðugt fiskur um hrygg víða í Bandarikjunum. Sérstaklega hefur verið gerð hörð hríð að forsetanum úr röðum þingmanna sem við eðli- legar aðstæður styðja hann, svo og hafa valdamiklir verkalýðs- leiðtogar atyrt hann að undan- förnu fyrir stefnu hans í utan- ríkis- og innanlandsmálum. Hvort það verður hlutskipti Carters að enda sem eins kjör- tímabils forseti og verða hafnað af flokksbræðrum sínum mun væntanlega skýrast á næstu mánuðum, þ.e. hvort honum tekst að endurvekja þá mynd sem Bandaríkjamenn höfðu af honum fyrir síðustu kosningar: að hann væri þessi táknræni heiðarlegi og duglegi Banda- ríkjamaður sem myndi rífa for- setaembættið upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í s.l. ár. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið nýverið sýna að Bandaríkjamenn skiptast’ alveg í tvö horn í afstöðu sinni gagn- vart stefnu Carters í málefnum Kína og Taiwan, og í nýlegri skoðanakönnun sem NBC-sjón- varpsstöðin gerði kemur í ljós að aðeins um 28% Bandaríkja- manna eru fullkomlega ánægðir með árangur Carters í forseta- stóli og er það um það bil 8% lækkun á fylgi forsetans frá því í desember s.l. þegar sjónvarps- stöðin gerði sams konar könnun. Þá kemur fram í könnun sem bandarískt tímarit gerði á stöð- unni gagnvart forsetakosning- unum á næsta ári að fólk telur Carter almennt „þennan trú- verðuga" dugnaðarfork, en hann ætti samt að snúa sér að öðru starfi. Það fylgir sögunni að efstur á lista lesenda blaðsins sé Edward M. Kennedy öldunga- deildarþingmaður frá Massa- chusetts. Læknar í Noregi í verkfalli: Fá ekkiað ákveða hvar þeir starfa Ósló, 28. febrúar. Frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Laure. FLESTIR þeirra 8.000 lækna sem starfa í Noregi efndu til verkfalls í dag til að mótmæla lagafrumvarpi um aðsetur lækna. bað er félagsmálanefnd Stórþingsins sem lagt hefur frumvarpið fram og búist er við að þingið samþykki það. Aðeins 150 læknar fóru ekki í verkfall. Læknar á „aðgerðarleysisvakt" gerðu að lífshættulegum meiðslum, en sinntu engu öðru. Verði frumvarpið að lögum geta norskir læknar ekki sjálfir ákveðið hvar þeir starfa í landinu. Opinber nefnd mun skera úr um hvar vantar lækna og hvar ekki og Gœti gerzt í dag? London, 28. febrúar. AP. Myntverzlun Stanley Gibbons skýrði frá því í dag, að hún ætti í fórum sfnum nokkrar persneskar myndir og hefði andlitsmynd keisarans verið afmáð en islömsk orðtök komið í stað myntarinnar. Islömsk stjórn tók við völdum og sparaði sér nýja myntsláttu með því að nota áfram þá mynt sem fyrir var. Keisarinn flýði til Kína. Þetta gerðist fyrir rúmum þúsund árum, eða árið 650 eftir Krist. Og nú er að sjá hvort sagan endurt.ek- ur sig. Friðartilraun í Jemenstríði Amman, 28. febrúar, Reuter — AP ARABÍSKIR diplómatar hófust f dag handa um að reyna að binda enda á bardagana á landa- mærum Norður- og Suður-Jemen og leyfi hermanna voru aftur- kölluð í grannríkinu Saudi-Arabíu. Sendimenn frá Sýrlandi, írak og Jórdaníu komu til Norður-Jemen og fara seinna til Suður-Jemen til að kynna sér ástandið og ástæðurnar fyrir átökunum. Ráð Arababandalags- ins kemur saman til skyndi- fundar á sunnudag. Fréttir herma að Suður-Jemener hafi náð á sitt vald þremur bæjum norðanmegin landamæranna — Qaataba, Moryes og Harib. Norður-Jemenar segja að endur- teknum árásum á fylkishöfuð- borgina Al-Baida hafi verið hrundið. Utanríkisráðherrar Kuwait og Bahrain og fulltrúi Oman eru líka komnir til Sanaa, höfuðborgar norður-Jemen. Samkvæmt friðaráætlun sem Saudi-Arabar hafa lagt fram verður fyrirskipað tafarlaust vopnahlé, bannað verður að skjóta skjólhúsi yfir glæpamenn eða hjálpa þeim beggja vegna landamæranna og arabískri nefnd falið að hrinda friðaráætluninni í framkvæmd. yfirvöld munu þannig neyða lækna til að setjast að í héruðum sem búa við læknaskort. Meðal lækna gætir mikillar ólgu út af frumvarpinu. Þeir segja það skerða frelsi þeirra til að ákveða sjálfir hvar þeir starfa. Ennfrem- ur segja læknar, að það leysi ekki vándamál ýmissa héraða að neyða lækna til að starfa þar. Verkfallið hafði það í för með sér að vonlaust var að fá lækna í húsvitjanir. Kom það sér einkum illa fyrir þá fjölmörgu íbúa Óslóar sem liggja i rúminu með inflúensu, en nýr faraldur hefur nú stungið ERLENT sér niður í Ósló. í gærdag var tilkynnt um 400 ný inflúensu-til- felli. Þinglausnir í Rhódesíu Washington, 28. (ebrúar — AP — Reuter BANDARÍSKU öldunadeildar- þingmennirnir George McGovern og S.I. Hayakawa lögðu í dag fram tillögu í þinginu þess efnis, að þingið sendi lið hlutlausra eftirlitsmanna til að fylgjast með kosningunum í Rhódesiu 20. aprfl næstkomandi. Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, sleit í dag þingi lands- ins, en kosið verður nýtt þing 20. apríl og fara svartir með meiri- hluta þar að þeim kosningum loknum. Frá því að Smith sleit tengslum við Bretland 1965 hafa hvítir verið í miklum meirihluta á þinginu. Þetta gerðist 1. marz 1974 — Sjö embættismenn ákærð- ir vegna Watergate. 1970 — Rhódesía rýfur síðasta sambandið við Breta. 1966 — Sovézk geimflaug lendir á Venusi. 1961 — Kennedy stofnar Friðar- sveitirnar. 1959 — Makarios snýr aftur til Kýpur. 1954 — Fyrsta ráðstefna Samtaka Ameríkuríkja (OAS) í Caragas — Fimm þingmenn særast í skotárás í bandaríska þinginu. 1952 — Fyrstu þingkosningar á Indlandi. 1950 — Klaus Fuchs fundinn sekur um að afhenda Rússum kj arnorkuleyndarmál. 1935 — Þjóðverjum skilað Saar. 1932 — Syni Lindberghs flug- kappa rænt. 1918 — Þjóðverjar taka Kiev. 1905 — Orrusta Rússa og Japana við Mukden hefst. 1896 — Italir bíða ósigur fyrir Eþíópíumönnum við Adowa. 1870 — Styrjöld Paraguay við Brazilíu, Argentínu og Uruguay hefst. 1815 — Napoleon gengur í land í Frakklandi og Loðvík VXIII flýr. 1811 — Fjöldamorð Mehmet Ali á Manelúkum í Egyptalandi. 1767 — Karl III rekur Jesúíta frá Spáni. 1562 — Fjöldamorðin á Húgenott- um í Vassy: fyrsta trúarstríðið hefst. 1553 — Heidelberg-bandalagið stofnað. 1498 — Floti Vasco da Gama finnur Mósambík. Afmæli: Theophile Declassé, franskur stjórnmálaleiðtogi (1852—1923) — Lytton Strachey, brezkur höfundur (1880—1932) — Leó páfi XIII (1810-1903). Andlát: G. Frescobaldi, tónskáld, 1643 — Leopold II keisari 1792 — Gorchakov fursti, ráðherra 1883 — Gabriele d'Annunzio, rithöfundur, 1938. Innlent: Aðild að EFTA hefst 1970 — Mótmælaverkfall 1978 — d. Davíð Stefánsson 1964 — Flóð á Selfossi 1968 — Vantraust á ríkis- stjórn Ólafs Thors samþykkt 1950 — „Kristján" kemur að landi eftir 12 daga hrakninga 1940 — Lands- bankahúsið nýja tekið í notkun 1924 — „Prótest" Síra Sveinbjörns Hallgrímssonar við banni við út- komu „Þjóðólfs" 1848 — d. Lauritz Gottrup lögmaður 1721 — síra Ólafur Egilsson 1639 — herra Oddur Þorvarðarson 1301 — Boðs- bréf til íslendinga um útgáfu „Fjölnis" 1834 — f. Ólafur Jóhannesson 1913 — Árni Johnsen 1944. Orð dagsins: Friður: í alþjóðamál- um, tími til að hafa rangt við milli tveggja tímabila átaka — Ambrose Bierce, bandarískur smá- söguhöfundur (1842—1914). Vill enn semja um Jan Mayen Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló í gær. KNUT Frydenlund utanríkisráðherra ítrekaði í umra'ðum Stórþings- ins um utanríkismál í dag að norska stjórnin teldi vera þjóðréttarleg- ar forsendur yfir því að lýst yrði yfir efnahagslegri lögsögu umhverfis Jan Mayen. Hann sagði að Norðmenn mundu taka sér þessa lögsögu þegar stjórnin teldi það hag- kvæmt, en hún vildi komast að samkomulagi við íslendinga sem grannþjóð um fiskveiðarnar á þessu svæði. Paul Thyness úr Hægri flokkn- um sagði að lögsaga umhverfis Jan Mayen væri talsvert umfangsmik- ið utanríkismál og að gildar ástæður væru fyrir því að farið yrði að öllu með gát í þessu máli. Samskiptin við Efnahagsbanda- lagið bar einnig á góma og margir ræðumenn héldu því fram að timi væri kominn til þess að Norðmenn tækju raunsærri afstpðu til banda- lagsins. Reiulf Steen, formaður utanríkisnefndar, nefndi í því sambandi samstarf um siglingar, fiskveiðar, orkumál og gjaldeyris- mál. Margir andstæðingar EBE héldu því fram að þannig færi Noregur í bandalagið um bakdyrn- ar, en því var eindregið vísað á bug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.