Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 25 SMfóðnstltffifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiösla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. AðalstrsBti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakið. Þingrof og nýjar kosningar Vilmundur Gylfason hefur lagt fram tillögu til þings- ályktunar um efnahagsmálafrumvarp forsætisráðherra. Tillagan hefur vakið athygli vegna þess, að hún afhjúpar það regindjúp, sem er milli þríflokkanna í afstöðu þeirra til efnahagsmálanna. Fyrr á þessu þingi sagði Bragi Sigurjónsson af sér embætti forseta efri deildar til þess að undirstrika ágreining sinn við ríkisstjórnina í efnahagsmálum. Hann hefur lýst andstöðu sinni við efnisatriði þingsályktunartillögunnar af auðsæjum ástæðum og þar með enn á ný undirstrikað kröfu sína um það, að ríkisstjórnin marki stefnu til langs tíma í efnahagsmálum, en skjóti sér ekki undan vandanum með yfirborðslegum bráðabirgðaráðstöfunum. Eins og Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á í ræðu sinni á Alþingi sl. þriðjudag, felur tillaga Vilmundar í sér vantraust á stjórnarsamvinnuna. Hún er í raun yfirlýsing um, að þríflokkana skortir þrek til þess að fullnægja þeirri skyldu sinni að horfast í augu við erfiðleikana og marka ábyrga stefnu í efnahagsmálum út frá þeim staðreyndum. Þess vegna er ekki annar kostur fyrir hendi en að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Tillaga Vilmundar Gylfasonar hafði líka annan tilgang. Á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur greiddi hann atkvæði með því fyrir skömmu, að þingmenn Alþýðuflokksins skyldu leggja frumvarp forsætisráðherra fram fyrir 1. marz. Það er þess vegna rétt hjá Matthíasi Bjarnasyni, að með tillögunni voru kratarnir að fá sér einn frestinn enn, enn eitt tækifærið til þess að skjótast fyrir horn og fela sig með því að drepa málinu á dreif. Forsætisráðherra segir að vísu, að þríflokkarnir muni ná samkomulagi. Og hann er býsna drjúgur yfir, að það muni takast. En slíkt samkomulag yrði aldrei nein lausn til frambúðar. Til þess eru ágreiningsmálin of mörg um grundvallaratriði, enda svo komið, að hjaðningavígin hafa borizt inn í verkalýðshreyfinguna. Karl Steinar Guðnason kallar Eðvarð Sigurðsson og félaga hans „forstokkað afturhald“, sem vilji „óbreytt ástand í efnahagsmálum þannig að allt vaði á súðum og verðbólgan verði 40—50%.“ í staðinn brigzlar Þjóðviljinn krötum um óheillindi og segir augljóst, að þeir séu „algerlega einangraðir í miðstjórn Alþýðusam- bandsins eftir hið óvænta upphlaup sitt“. Ekki þarf frekar vitnanna við, hvernig komið er „samráðinu við verkalýðs- hreyfinguna", sem svo mikið hefur verið gumað af. Svo lágkúruleg sem þau samráð voru í upphafi og yfirborðsleg á alla lund, stendur nú ekki annað eftir en rjúkandi rústir. Ríkisstjórnin hefur nú fengið starfsfrið í hálft ár. Það er meira en nógur tími til þess að hún fái að sanna sig. Þennan tíma hefur hún notað illa og fallið á prófinu. Ef slóðin er rakin, ber mest á sýndarmennsku og bráðabirgaráðstöfunum, nýjum álögum og skerðingu kaupgjalds, én atvinnureksturinn er rekinn með halla. Gífurlegar hækkanir á vörum og þjónustu eru að skella á og atvinnuleysisvofan komin í gættina. Þetta er ekki fögur lýsing, en rétt. Samt segir forsætisráð- herra, að ekkert liggi á, og samráðherrar hans láta fara vel um sig í dúnmjúkum stólunum. En þótt rólegheitin og linkan einkenni stjórnarbúðirnar, verður þess æ víðar vart meðal fólksins í landinu, að það er orðiö þreytt á úrræðaleysinu. Það treystir ekki þessari ríkisstjórn. Það vill fá að kveða upp nýjan dóm yfir stjórnmálaflokkunum. Þess vegna á krafan um þingrof og nýjar kosningar hljómgrunn og verður ekki umflúin til lengdar. Glatt á hialla á öskudag Grímuball í Leikskólanum við Álfaskeið í Hafnarfirði. Eins og sjá má una börnin sér vel í hinum ýmsu búningum, sem þau hafa valið sér og án efa hefur vcrið glatt á hjalla og ýmislegt gert sér til dundurs. Ljósm: Emilía. Á ferli á öskudag. Telpan sú Iitast um eftir manni til að losa sig við ösku- poka og ýmsir sjálfsagt ekki farið varhluta af því, hvaða dagur var í gær. Ljósm: F.milía. Grímuböll og kröfuganga ÞAÐ HEFUR ekki farið fram hjá neinum, að öskudagur var í gær, því mikið var um dýrðir hjá börnum, jafnt yngri sem eldri í Reykjavík og nágrannabæjum, þar sem allir áttu frí frá skólum. Grímuböll voru í leikskól- um og börnin skemmtu sér við ýmsa hluti. Nokkur dagheimili í Reykjavík tóku sig til og fóru í kröfugöngu frá Hlemmi í heimsókn i Tjarnarborg ásamt starfsmönnum heimilanna þar sem þeim var sýnt bíó. Börn og fullorðnir voru grímuklædd og sum hver anzi skraiftleg. Spilverk fór fyrir göngunni og mátti sjá á kröfuspjöldum barnanna, sem þau sjálf áttu hug- myndina að, að þeim fannst margt mega betur fara í hinum ýmsu málum varðandi börn og samskiptin við full- orðna fólkið. Svo sem: „Við erum smá en ekki fá“, „Meiri útiskemmtanir fyrir börn“, „Við viljum skemmtilegri barna- tíma á ári barnsins" og „Við viljum stuðla að því, að umferðarslysum fækki". Auk þeirra voru margir á ferli með börn sín í hinum ýmsu búningum dagsins. Kröfuganga dagheimila barna í Reykjavík á leið frá Austurvelli. Spilverkið gekk fyrir og einhverjir hafa áreiðanlega sætt lagi og nælt öskupokaí bak lögrelgu-. þjónsins, sem gengur milli þeirra.Ljósm.: RAX Við göngum svo léttar (léttir) í lundu. Broshýrt ungviði með mömmu á leið í Austurstræti í öskudagsbúningum sínum í gær þrátt fyrir kuldann. Ljóms.: Emilía. Rjóð í vöngum og kátínan leynir sér ekki meðal barnanna í Suðurborg, Skála, Heiðargerði, Skipasundi og Auðarstræti, sem voru meðal þeirra, sem þátt töku í kröfugöngunni í Reykjavík í gær. Eins og sjá má á kröfuspjöldunum vilja börnin leggja sitt af niörkum til góðra hluta í þjóðfélaginu. Ljósm.: RAX. LúnirSpánverjar að kjörborðinu Undanfarnar vikur hafa að meðaltali verið haldnir 900 kosningafundir á Spáni dag hvern. Þrátt fyrir þennan fundafjölda eru flestir sammála um, að það sem einkenni kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar í dag, sé pólitísk þreyta almennings. Kosningarnar eru hinar þriðju sem fram fara í landinu á 26 mánuðum og ástandið í landinu hefur á þessum tíma verið allt annað en friðsamlegt. Átök hafa ekki einungis verið á stjórnmála- sviðinu heldur einnig í efnahags- lífinu. Þó er ástæðan fyrir því, að sú spurning virðist nú æ áleitnari meðal almennings, hvort lýðræði sé þá eftir allt saman kannski ekki svo miklu eftirsóknarverðara en einræðið, sennilega fýrst og fremst sú, að ofbeldis- og hryðjuverk hafa öðru fremur sett svip sinn á þjóðlífið. Þessi pólitíska þreyta og óvissuástandið endurspeglast í skoðanakönnunum fyrir kosning- arnar, en fram á síðustu stundu virtist þriðji hver kjósandi óráð- inn í því hvaða flokki hann ætlaði að greiða atkvæði sitt. Samkvæmt skoðanakönnunum voru 10 af hundraði staðráðnir í því að fara ekki á kjörstað, en ætla má að það hlutfall verði allmiklu hærra þeg- ar á hólminn er komið. Ef marka má skoðanakannanir fær Miðflokkasamband Suarez forsætisráðherra flest þingsæti í neðri deild Cortes, enda þótt útlit sé fyrir að Sósíalistaflokkurinn kræki sér í aðeins fleiri atkvæði en Miðflokkasambandið. í kosningum í júní í fyrra hlaut Miðflokkasam- bandið 34% atkvæða og sósíalista- flokkurinn 29%, en síðan er smá- flokkur til vinstri, sem í fyrra fékk 4% genginn í lið með sósíalistum. Um 100 flokkar og kosninga- bandalög bjóða fram í spönsku þingkosningunum, fæstir eygja von um að fá fulltrúa á þingi. Hin raunverulega barátta stendur milli Miðflokkasambandsins og Sósíalistaflokksins, sem sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakann- ana geta búizt við að hljóta liðlega 20% atkvæða hvor flokkur. Kommúnistum er spáð 5% og Lýðræðissambandinu 4%. Eklci verður hjá því komizt að taka þessa spádóma varlega þegar haft er í huga að í kosningunum 1977 tóku 42% allra þeirra, sem greiddu Suarez atkvæði sitt, ekki afstöðu fyrr en á síðustu stundu. Með tilliti til þess að þriðjungur kjós- enda hafði þegar síðast fréttist ekki ákveðið hvaða flokk skyldi kjósa í þessum kosningum er ástæða til að ætla að nú sem fyrr njóti Suarez góðs af þessari ein- földu röksemdafærslu hinna óákveðnu, sem iðulega hefur ráðið úrslitum í kosningum á Spáni og annars staðar: Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum. En hvaða kostir eru fyrir hendi eftir kosningar? Felipe Gonzales, leiðtogi sósíalista, hefur lýst því yfir að flokkur sinn mundi ekki ganga til stjórnarsamstarfs við Miðflokkasambandið, nema neyðarástand ríki í þjóðmálum. Þetta er að vísu teygjanlegt hug- tak, en víst má telja að Sósíalista- flokkurinn sé ekki áfjáður í stjórnaraðild. Margt bendir einnig til þess að sósíalistar hafi ekki einu sinni áhuga á að taka við. stjórnartaumunum með meiri- hlutastuðning að baki, því að innan flokksins ríkir mikill ágreiningur, og raunar má segja að flokkurinn sé þríklofinn. Tierno Galvan, formaður Sósíalista- flokksins, hefur lýst því yfir að hann telji skynsamlegast að Suarez verði áfram forsætisráð- herra, studdur hinum hófsamari armi Lýðræðissambandsins, en sá flokkur er til hægri við miðju. Mikið er deilt um þá ákvörðun Suarezar að boða til kosninga nú, enda má með sanni segja að vart hefði verið hægt að boða til þeirra á óheppilegri tíma. En Suarez teflir djarft. Honum hefði verið í lófa lagið að sleppa þingkosning- um að sinni, því að traustsyfirlýs- ing þingsins hefði fleytt honum yfir mestu erfiðleikana sem fram- undan eru. Kommúnistar hefðu glaðir ljáð honum stuðning á þingi, en flokkur þeirra er eindreg- ið á móti því að ganga til kosninga nú. Suarez vill hins vegar ekki binda hendur sínar með því að þiggja slíkan stuðning án þess að Suarez tíklegastur til að mynda nýja stjóm andrúmsloft, sem Suarez vill ekki að hafi áhrif á þingkosningar, og því er honum í mun að halda þær á undan. Stjórnmálaástandið á Spáni hef- ur öðru fremur einkennzt af því að þjóðin er ekki vön því að búa við lýðræði og hún þarf að fá tíma til að semja sig að nýjum siðum. Stjórnmálaflokkar í landinu eru lausir í reipunum og það kemur æ betur í ljós að þeim er öllum nauðsyn að marka sér skýrari stefnu en þeir hafa til þessa haft enn sumir kljást enn við gamla drauga, eins og til dæmis Moskvu- valdið og Franco.Kommúnistar leggja á það mikla áherzlu að þeir séu óháðir kommúnistaflokkum annarra landa og þá fýrst og fremst þeim sovézka. Sú fræga „Lasionaria", sem var í útlegð í Moskvu í fjóra áratugi, og öðrum fremur hefur verið tákn skugga- legra tengsla, er ekki í framboði að þessu sinni. Lýðræðissambandið leggur alla áherzlu á að geta sér orðstír sem frjálslyndur lýðræðis- flokkur, en leiðtogi flokksins er Iribarne Fraga, sem var ráðherra í tíð Francos. Lýðræðissambandið var stofnað eftir að hið hægri sinnaða Þjóðarbandalag klofnaði í nóvember síðastliðnum. Fraga de Areilza, sem var utanríkisráð- herra í stjórninni sem var við völd fyrst eftir lát Francos. Þjóðar- bandalagið fékk í síðustu kosning- um 17 þingmenn í neðri deild þingsins og má ætla að það haldi nokkurn veginn hlut sínum nú og bæti jafnvel við sig, þar sem kjósendur lengst til hægri hafa nú nýjan flokk að halla sér að, það er að segja Lýðræðissinnaða hægri flokkinn. fyrst verði gengið til kosninga og í kosningabaráttunni hefur hann vandlega gætt þess að gefa ekki í skyn hvort hann hyggist snúa sér til hægri eða vinstri þegar til stjórnarmyndunar kemur. Byggðakosningarnar, sem fram fara í landinu innan tíðar, eru án efa ein helzta ástæðan fyrir því að Suarez vill ganga til kosninga nú. Fyrirsjáanlega munu kommúnist- ar styrkja mjög stöðu sína í þeim kosningum og þær verða vafalítið tilefni mikilla flokkadrátta. Slíkir flokkadrættir og illindi skapa | Þegar á allt er litið má telja sennilegast að Suarez — maður- inn, sem er persónugervingur hins unga lýðræðis á Spáni — verði áfram forsætis.ráðherra landsins. Sjálfur nýtur hann mikils trausts meðal almennings, en Miðflokka- sambandið er laust í reipunum og engan veginn sterkur bakhjarl í stjórnmálaátökum. Sambandið er kosningabandalag margra og sundurleitra flokka, og framtíð þess veltur á því hvort Suarez tekst að sameina hópana innan þess um markvissa stefnu. - Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.