Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 26

Morgunblaðið - 01.03.1979, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 Álafoss kynnir nýjungar: 1979“ en kynnt er nú ný lína undir nafninu „Alafoss Breeze". Er þar um að ræða fatnað sem prjónaður er og ofinn úr mun þynnra þandi en hingað til hefur verið notað í íslenzkan fatnað. Fram til þessa hefur fram- leiðslan einkum verið á sviði vetrarfatnaðar og verkefni því nokkuð árstímabundin en fatnaðurinn í hinni nýju línu er fyrst og fremst ætlaður fyrir vor- og sumar- markað og kvaðst Pétur vona að með þessari nýjung væri hægt að brúa að nokkru verkefnalítið tímabil sem er jafnan í ársbyrjun áður en pantanir berast í vetrar- flíkur. Hönnuður Álafoss, Eva Vilhelmsdóttir, hefur verið valin til að taka þátt í keppni meðal fatahönnuða á Norðurlöndum um bezt hönnuðu flíkina 1979, en hún er ein af níu þátttakendum í keppninni. Útflutningur Álafoss er nú um 45% af heildarullarvöru- útflutningi landsins að sögn forráðamanna fyrirtækisins en helztu markaðir eru Bandaríkin, Kanada, Norðurlönd, Vestur-Evrópa og Japan en alls var flutt til 28 landa á síðasta ári. Fyrir- tækið gefur árlega út lit- prentaðan kynningar- bækling og er honum að þessu sinni dreift í 25 þúsund eintökum meðal viðskipta- vina fyrirtækisins. Ráðgera að flytja út fyrir um 4 milljarða á þessu ári UM þessar mundir eru liðin 10 ár frá því Álafoss hóf að flytja út ullar- fatnað og nam út- flutningur á árunum 1968 — 1969 tæpum 4 milljónum króna en var á síðasta ári 2 milljarðar og mun á þessu ári verða um það bil 4 milljarðar króna eftir því sem for- ráðamenn Álafoss upp- lýstu á fundi með frétta- mönnum þar sem kynnt var starfsemi og sýnd framleiðsla fyrirtækisins. Pétur Eiríksson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði að saga framleiðslu fatnaðar úr ull til út- flutnings væri ekki löng, hún væri að vísu þekkt sem heimilisiðnaður í margar aldir, en það hefði ekki verið fyrr en um síðustu aldamót að menn tóku að huga að þessari grein að marki. Ála- foss var sett á stofn skömmu fyrir aldamót, en hefði á árunum eftir 1960 hafið framleiðslu á ullarbandi til vélprjóns og hafið útflutning fyrir um 10 árum sem áður er getið. Að þessu sinni kynnir verksmiðjan nýjung og nýjar flíkur í „Álafoss línunni Fatnaðurinn er ýmist hannaður af hönnuðum fyrirtækisins þeim Evu Vilhelmsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur, þekktum erlendum hönnuðum eða af starfsfólki prjóna- og saumastofa víðs vegar um landið, sem framleiða fatnað sem Álafoss flytur út. Auk prjóna- og saumastofu Ála- foss h/f er nú u.þ.b. 20 prjóna- og saumastofur sem framleiða fatnað úr hráefn- um frá Álafoss h/f og Ála- foss h/f selur og flytur út fyrir, en hjá þessum fyrir- tækjum vinna u.þ.b. 400 manns, en fast starfsfólk hjá Álafoss h/f er um 300 manns. Frumvarp forsætisráðherra: BSRB hafnar vísitölu- ákvæðum frumvarpsins STJÓRN BANDALAGS starfsmanna ríkis og bæja heíur sent forsætisráðherra umsögn sína um frumvarp hans um efnahagsráðstafanir og lýsir handalagið yfir stuðningi við fyrsta kafla þess, þar sem fjallað er um markmið frumvarpsins. Hins vegar telur BSRB ekki að setja eigi samráð ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í lög og mótmadir ákvæðum um að kjaramálaráð eigi að leggja grundvöll að ákvarðanatöku á sviði kjaramála. Með því sé þrengt að frjálsum samningsrétti. Bandalagið er algjörlega á móti því, að skattar og niðurgreiðslur séu teknar út úr vdsitölu og að greiðslu verðbóta á laun 1. júní, 1. september og 1. desember 1979 umfram 5% verði frestað í 9 mánuði frá hverjum framan- greindra daga. Á hinn bóginn getur BSRB á það fallizt að sama regla gildi um alla skatta við vísitöluútreikning. Þannig verði beinir skattar teknir inn í vísitölu- grundvöllinn, en svo var það áður fyrr. Bandalagið sér ekki ástæðu til að gera breytingar á útreikn- ingi áfengis og tóbaks í vísitölu frá því sem nú er. Bandalagið getur og ekki fallizt á að grunntalan 100 verði sett á vísitöluna við útreikning hennar hverju sinni, en segist hafa lýst því yfir, að það télji að til greina komi að taka upp viðskiptakjara- vísitölu og gæti grundvöllur henn- ar og útreikningsaðferð orðið eitt- hvað í líkingu við það, sem sett hefur verið fram í vísitölunefnd af formanni hennar. Aftur á móti getur bandalagið ekki fallizt á þá tímasetningu, sem sett er fram í 45. grein. Verði viðskiptakjaravísi- tala tekin upp, þá þarf að semja um viðmiðunartíma og gildistíma slíkrar ákvörðunar milli samningsaðila. Þá segist BSRB vera fylgjandi hlutfallslegri breyt- ingu verðbóta eins og fram kemur í 46. grein, en ítrekar mótmæli gegn því að núverandi vísitöluþak háldist áfram í grunni eins og gert er ráð fyrir í ákvæðum til bráða- birgða. Þá lýsir BSRB því að það sé hlynnt stofnun sérstakrar vinnu- málastofnunar, en telur að væn- legri til árangurs sé að stofnunin verði sjálfstæð í stað þess að vera deild í félagsmálaráðuneytinu eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Loks lýsir BSRB andstöðu sinni við að flýtt sé gildistöku frumvarps um verðlagsmál og minnir á að það hafi, þegar það veitti umsögn um það frumvarp, verið á móti því. Hafi sú skoðun ekki breytzt. fE Marty Feldman með stór- stjörnum í Laugarásbíói Laugarásbió byrjar nú sýning- ar á gamanmyndinni Síðasta endurtaka á Beau Geste sem brezki gamanleikarinn Marty Feldman hefur samið, leikstýrir og fer mað aðalhlutverkið í. Fjöldi stjórstjarna leggur þarna hönd á plóginn með Marty, svo sem Ann-Margaret, Michael York, Peter Ustinov, James Earl Jones, Trevor Howard, Terry Thomas og Spik Milligan, svo einhverjir séu nefndir. Myndin er gamansöm útgáfa af þeirri margendurteknu Holly- wood-mynd Beau Geste í út- lendingaherdeildinni og fetar söguþráðurinn í aðalatriðum í fótspor upphaflegu myndarinnar en með handbragði Marty Feld- man að sjálfsögðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.