Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 27

Morgunblaðið - 01.03.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 27 Lárus Jónsson: Lárus Jónsson (S) sagði að sú lánsfjáráætlun tií opinberra framkvæmda, sem nú sæi fyrst dagsins ljós, tveimur mánuðum á eftir fjárlagagerð, hefði aldrei verið rædd í fjárveitinganefnd Alþingis, sem þó ætti um hana að fjalla. Hins vegar hefði hún verið tíunduð ýmsum aðilum utan þings. Þetta væru lítt við- unandi vinnubrögð, sem og það, að ákvarðanir varðandi lántök- ur lægju ekki fyrir, þegar fjár- lög eru rædd og afgreidd. Við- varandi ósamkomulag í ríkis- stjórn um hvaðeina, sem að efnahagsmálum lyti, leiddi til vinnubragða af þessu tagi. Lárus sagði magnminnkun op- inberra framkvæmda milli ár- Erlent sparifé rétthærra inn- lendu hér á landi anna 1977 og 1978 hafa verið 14% og nú væri stefnt í 5% magn- minnkun að auki. Þetta væri e.t.v. nauðsynlegt, r.iiðað við ríkjandi aðstæður, en bitnaði einkum á framkvæmdum á fræðslu- og félagsmálasviði, s.s. skólum, eða atvinnusviði, s.s. höfnum, og þyngst á strjálli byggð. I tíð fyrri stjórnar hefði Lúðvík Jósepsson talið samdrátt af þessu tagi dæmigerðan fyrir hægri flokka! Á þá að bjóða Alþýðubandalagið velkomið í þann hóp nú? Sighvat- ur Björgvinsson, formaður þingfl. Alþýðuflokksins, sagði samdrátt af þessu tagi bitna á þeim liðum einum, sem sýndu almenningi eitthvað áþreifanlegt fyrir skatt- peninga. Nú styðja báðir þessir flokkar samdrátt af þessu tagi. Samdráttur kann að vera nauð- synlegur, sagði Lárus, en hefði ekki verið karlmannlegra, í ljósi fyrri staðhæfinga þessara flokka, að ráðast ekki eingöngu á hinn lægsta garð í útgjöldum ríkisins. I lánsfjáráætlun er gert ráð fyrir að fara inn á nýja braut, sem ég tel eðlilega, miðað við aðstæður, að taka erlend lán til að fjármagna skipasmíði innan- lands. Þetta kemur í kjölfar ákvarðana um að taka erlend lán til endurlána út á framleiðslu ísl. atvinnuvega. Sem sagt erlend lántaka til að fjármagna íslenzk- an atvinnurekstur. Eins og búið heftir verið að íslenzkri lánsfjár- myndun, og sparifjáreigendum, er þetta sjálfsagt nauðsynlegt. En mér er spurn: kom ekki til greina að bjóða íslenzkum spar- endum fjármagns sömu kjör og þeim erlendu til að fjármagna innlendan atvinnurekstur, þ.e. gengistryggingu. Eiga erlendir sparifjáreigendur að hafa hér á landi fríðindi umfram innlenda á þessum vettvangi? Sem dæmi um hringlandahátt í stjórnarherbúðum nefndi Lárus, að til ágætrar framkvæmdar, Þjóðarbókhlöðu, hefði verið ráð- stafað 200 m.kr. í fyrstu drögum að fjárlögum. Stjórnarflokkarnir hefðu skorið þessa fjárveitingu niður í 75 m.kr. við endanlega afgreiðslu fjárlaga. Nú, er láns- fjáráætlun sæi loks dagsins ljós, væri búið að hækka þessa fjárút- vegun í 200 m.kr. á nýjan leik. Verra væri þó hitt, að varðandi fjármögnun nauðsynlegra fram- kvæmda, eins t.d. hitaveitna, væri gert ráð fyrir óraunhæfu framlagi aðþrengdra sveitarfé- laga, sem síðan kæmi fram í verulegri vanáætlun nauðsynlegs fjármagns. En það væri einmitt á sviði innlendrar orkunýtingar, sem lánsfjáröflun erlendis væri réttlætanlegust, m.a. vegna þess, að hún leiðir í senn til gjaldeyris- sparnaðar út á við og sparnaðar í rekstri heimila inn á við. Fjármálarádherra: Heildarlánsfjárþörfin 51 milljarður króna Erlendar lántökur 28 milljarðar króna Tómas Árnason, fjármála- ráðherra, gerði grein fyrir fjárfestingar- og lánsfjáráætl- un 1979 og frumvarpi til laga um heimild til lántöku, ábyrgðarheimildar, og um aðrar ráðstafanir vegna áætl- unarinnar á fundi neðri deild- ar Alþingis í gær. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 5% samdrætti í opinberum framkvæmdum 1979, til við- bótar 14% samdrætti 1978, og að heildarfjárfestingin í land- inu verði um 25% af þjóðar- framleiðslu 1979 (30% 1976). Áætluð fjárfesting á árinu 1979 nemur 182 milljörðum króna: atvinnuvegir 79 millj- arðar, íbúðarbyggingar 44 milljarðar og opinberar fram- kvæmdir 89 milljarðar. Aukn- ing þjóðarframleiðslu 1979 er áætluð 1,5%. Erlendar lántökur eru áætlaðar 39 milljarðar króna, sagði ráð- herra. Erlendar lánsfjárþarfir ríkisins nema tæpum 12 milljörð- Tómas Árnason, fjármálaráðherra um króna. Auk þess bætast við þarfir Framkvæmdasjóðs og Byggðasjóðs, samtals um 514 milljarður króna. Á árinu 1979 munu áætlaðar nettólántökur nema 4% af útflutningstekjum. Samkvæmt frumvarpi til láns- fjárlaga, sem ráðherra nefndi svo, er heildarlánsfjáröflun áætluð rösklega 51 milljarður króna, þar af innlend fjáröflun 23 milljarðar og erlendar lántökur 28 milljarðar, eða nokkru hærri en sú innlenda. Á síðasta ári nam heildarlánsfjár- öflun tæplega 41 milljarði og er því um að ræða fjórðungsaukningu að krónutölu. Erlendar lántökur skv. A- og B-hluta ríkissjóðs nema alls 9,3 milljörðum króna (4,9 í fyrra). I fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 1979 nem- ur erlend lánsfjáröflun A- og B-hluta fjárlaga 10,5 milljörðum. Siðan vék ráðherra að skyldu lífeyrissjóða til að kaupa skulda- bréf Byggingasjóðs ríkisins, láns- fjáröflun til raforkuvera og hita- veituframkvæmda, lánsfjárþörf svéitarfélaga o.fl. Erlend lántaka fjárfestingar- sjóða eykst verulega. Erlend lán- taka Framkvæmdasjóðs er áætluð 3950 m.kr., auk þess að byggða- sjóður hefur milligöngu um láns- fjárútvegun vegna byggðalína. S j ávarútvegsráðherra: Gildir þeir sjóðir sem njóta útflutningsgjalda KJARTAN Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra, mælti í gær fyrir frv. um timabundið oliuverð til fiskiskipa, ásamt hliðarfrum- varpi, sem er þáttur í því að mæta þeim vanda, sem stórfelld hækk- un olíuverðs veldur íslenzkum sjávarútvegi. Frumvarpið gerir ráð fyrir 2.5% álagi á fiskverð til útgerðar eingöngu. Þegar fiski- skip selur afla erlendis skal auk frádráttartölu kjarasamninga og stofnfjársjóðsgjalds draga 1.0% olíugjald til útgerðar frá heildar- verðmæti við ákvörðun aflaverð- Frumvörp á Alþingi: Olíugjald til að greiða olíu- verðshækkun útgerðarinnar LÖGÐ voru fram í fyrradag tvö frumvörp til laga, annað um tímabundið olíugjald til fiski- skipa, er næmi 2,5% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið al verðlagsráði sjávarútvegsins. Þá segir í frumvarpinu, að selji fiskiskip í erlendri höfn skuli draga 1% olfugjald af heildarsölu- verðmæti aflans. 2,5% koma ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna. Hitt frumvarpið er um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum, þar sem gjaldið er lækkað um 1%, úr 6% í 5%. Breytingar þessar eru gerðar til þess að auðvelda útveginum að standa undir þeim kostnaðarauka, sem hann verður fyrir vegna olíu- hækkunar, en í athugasemdum segir að með öllu sé ljóst að hækkun olíuverðs úr 57,50 krónum á hvern lítra í 68,90 krónur sé ofviða stórum hluta fiskiskipaflot- ans og ekki sé fyrirsjáanlegt, hvort þessi olíuhækkun er tímabundin eða varanleg. Telja megi að olíu- verðshækkunin valdi 2ja milljarða króna útgjaldaaukningu fyrir út- veginn á ári. Jafnframt því sem útflutnings- gjald er lækkað um eitt prósentu- stig er tillögum í hina ýmsu sjóði breytt innbyrðis. Samkvæmt heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa orðið talsverðar breytingar á frumvarpinu frá þvi er það var lagt. fram til umsagnar aðila og þar til það var lagt fram á Alþingi í gær. I upphaflegum frumvarps- drögum var gert ráð fyrir 2% olíugjaldi miðað við fiskverð og jafnframt var þar gert ráð fyrir 1,3% olíugjaldi af heildarsöluverð- mæti aflans, selji skip erlendis. Þessar aðgerðir hafa íþyngjandi áhrif á fiskvinnsluna, sem er kaupandi þess hráefnis, sem um er að ræða. Miðað við 2% olíugjald eins og frumvarpsdrögin gerðu ráð fyrir hefði útgjaldaaukning fisk- vinnslunnar orðið 119 milljónir króna, sem er mismunur á fisk- verðshækkun um 1.534 milljónir og 1% lækkun útflutningsgjalda, sem nemur 1.415 milljónum króna. Sé hins vegar gert ráð fyrir 2,5% hækkun fiskverðs, eins og frum- varpið gerir ráð fyrir, er útgjalda- aukning fiskvinnslunnar vegna þess 1.918 milljónir og þegar 1.415 milljónir hafa verið dregnar frá vegna lækkunar útflutningsgjalda, er útgjaldaaukning fiskvinnslunn- ar 503 milljónir króna. Þá skal þess getið að í rekstrar- yfirliti fiskvinnslunnar, sem fylgir frumvarpinu, eru heildartekjur miðað við verðlag í febrúar og kaupgengi dollars 322,50 krónur f.o.b. 141.535.000.000 krónur. í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að útflutningsverðmætið sé f.o.b. 160.000.000.000 króna. Samkvæmt áðurnefndu rekstrar- yfirliti fiskvinnslunnar var tap hennar miðað við febrúarmánuð 149 milljónir króna, en verður við þessa breytingu samkvæmt framanskráðu 149 + 503 eða 652 milljónir króna. launa, aukaaflaverðlauna og hlut- ar samkv. kjarasamningum. Ráðherra gat þess, að samráð hefði verið haft bæði við samtök sjómanna og útvegsmanna. Sagði hann sjómenn láta ótalið, að tíma- bundið olíugjald af því tagi, sem lagt er til í frv., verði lagt á. Hins vegar andmæltu þeir ákvæðinu um 1% frádrátt af söluverðmæti við landanir erlendis. Fulltrúar Landssambands íslenzkra útvegs- manna og samtök fiskvinnsluaðila geta í meginatriðum fallist á þessar tillögur, en benda á, að æskilegt sé að frádráttur söluverð- mætis erlendis verði meiri en 1% til að samræmi sé í skiptakjörum erlendis og við heimalöndun. Jafnframt þessu er flutt annað frv., sagði ráðherra, sem kveður á um að lækkun útflutningsgjalda af sjávarafurðum úr 6% í 5%, til þess að gera fiskvinnslunni auðveldara að rísa undir þeim kostnaðarauka, sem olíugjaldið felur í sér. Þetta er mögulegt vegna þess, sagði ráð- herra, að sjóðir þeir, sem útflutn- ingsgjalda njóta, eru nú vel stæðir fjárhagslega, og því unnt að draga úr tekjum þeirra án þess að komi niður á verkefnum þeirra. Sjóðir vel stæðir Oddur ólafsson (S) sagði þing- menn Sjálfstæðisflokks geta sætt sig við þá lausn, sem hér væri lögð til. Þetta er eðlileg aðferð, eins og Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra. nú stendur á. En rétt er að vekja athygli á því, að nú er loks viðurkennt, að þann veg hafi verið skilið við sjóði sjávarútvegsins, að þeir séu í stakk búhir til að taka á sig svo geysileg útgjöld, sem í raun felst í tekjuskerðingunni. Hins vegar dró Oddur í efa, að Aflatryggingarsjóði yrði gerlegt að taka við þeim verkefnum, sem honum væru ætluð í frv. forsætis- ráðherra, eftir þessa tekjuskerð- ingu. Eins væri rétt að vekja athygli á því, að óhæfa væri að skerða tekjustofn Fiskveiðasjóðs, sem væri ekki megnugur að rísa undir verkefnum sínum, sem m.a. hefði leitt til lækkunar á lánum til véla úr 50% í 30—40%, sem hefði komið mjög illa við marga m.a. í hans kjördæmi. Hins vegar væri Tryggingarsjóður fær um að taka á sig byrði, þó að tekjur hans rýrnuðu. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í sjávarútvegsnefnd e.d., Oddur Ólafsson, og Steinþór Gestsson, skiluðu við aðra umræðu þessara frumvarpa séráliti varð- andi síðara frumvarpið, sem nánar verður greint frá á þingsíðu blaðs- ins síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.