Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.03.1979, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 ———— iii i ii .. —————— Jónas Árnason alþm.: Tílviljun að það var ekki Tíminn sem var bannaður í kaupfélögunum Framhaldsumræður urðu um frumvarp Finns Torfa Stefánssonar (A) um beinar kosningar til æðstu stjórnar SÍS sl. mánudag. Ilelztu efnisatriði verða rakin hér á eftir Stéttaríélög og stjórnmálaflokkar____________ Stefán Valgeirsson (F) taldi frumvarpið atlögu að félagafrelsi og afskipti um innri mál samvinnu- félaga. Spurðist hann fyrir um, hvers vegna flutningsmenn legðu ekki samhliða til að sömu reglur, beinar almennar kosningar til æðstu stjórna, yrðu teknar upp í stéttar'- félögum, stjórnmálaflokkum, eins og Alþýðuflokkum, ASÍ og BSRB. Stjórnarkjör SIS fari nú fram með sama hætti og almennt viðgangist í félagasamtökum í landinu. Vilji samvinnumanna sjálfra ætti að ráða ferð í þessu máli. Atvinnulýðræði Ellert B. Schram (S) sagði það fara illa í „pólitísku deildina í SÍS“ að rætt skyldi um beina, leynilega kosningu til sambandsstjórnar, sem breytt gæti valdaaðstöðu, sem verið hefði innan þessa félagsskapar. ESc benti á að helzta röksemdin gegn þessu frv. væri, að hún gengi á „félagsleg réttindi". Þeir, sem þess- ari röksemd héldu á loft, stæðu nú að dreifingu alls kyns frumvarpa hér á Alþingi þess efnis, að ákveða með lögum ýmis „félagsleg réttindi til handa verkalýðshreyfingunni", þar sem beinlínis er gripið inn í frjálsa samninga. ESc kvaðst hlynntur auknu atvinnulýðræði, áhrifum starfsfólks á framvindu í atvinnu- rekstri, aukin áhrif hins almenna félagsmanns í kaupfélögum sé talið í grg. með þessu frumvarpi meðal markmiða þess, en ætti ekki hið sama að gilda innan verkalýðs- hreyfingarinnar? ESc sagðist vilja hafa allan fyrirvará á stuðningi við þetta frv. Ég skil huginn á bak við það og tel hann „góðra gjalda verðan". En varðandi atvinnulýð- ræði, þ.e. aukin áhrif starfsfólks, hygg ég að semja beri um í frjálsum samningum en ekki með löggjöf. „Krítik og offors“ Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) sagði Vilmund Gylfason ráðast með „krítik og offorsi á verkalýðs- hreyfinguna". Það sé talað um fámenningsstjórnir í verkalýðs- hreyfingunni og fárast um, að ekki skuli viðhafðar leynilegar kosningar. Hann minnti á allsherjarkosningar í Dagsbrún, bæði til stjórnar og um fulltrúakjör á þing ASÍ. „Ég sé nú ekki þann skort á lýðræði, sem í þessu er. Verkalýðsfélög séu öllum opin. „Ég væri reiðubúinn, þegar betur stæði á, að ræða við Vilmund Gylfason um skipulag og vinnubrögð verkalýðshreyfingar, hvort þau séu stirðnuð, hvort sú almenna félags- deyfð, sem hrjáir mörg félög í landinu — og hvaða aðgerðir hafi verið viðhafðar til að mæta því í starfsháttum, hvort hafi verið breytt nægilega. En sú breyting verður að koma innan frá, frá félagsmönnum sjálfum, en ekki með lögum. Félagslegir ávinningar og löggjöf____________________ Það er rétt, sagði Vilmundur Gylfason (A), að þetta frv. fjallar fyrst og fremst um rekstrarform, samvinnurekstur, og hvern veg rétt- indi hins almenna samvinnumans til áhrifa séu bezt tryggð. En út af fyrir sig er eðlilegt, að umræður fjalli einnig um aðra fjöldahreyfingu, verkalýðshreyfinguna. V.G. sagði ýmsa stærstu félagslegu sigra al- mennings, s.s. styttingu vinnudags- ins, hafa náðst fyrir löggjöf. Það er„íhaldssemi“ að hafa á móti því. Þess vegna eru sjónarmið Alþýðu- bandalagsins í þessari umræðu íhaldssjónarmið, að gera það að prinsippatriði, að ekki megi setja lög til að tryggja tiltekin félagsleg réttindi og hagsmunamál almennings. Ekki að furða þó Al- þýðubandalagsmenn hafi verið á móti prófkjörum og almannaáhrif- um í eigin flokki! Æðsta vald hjá fulltrúafundum_______________ Halldór E. Sigurðsson (F) sagði æðsta vald í sambandsmálum í höndum fulltrúafunda. Fulltrúar væru kjörnir af félögum, sem eru í sambandinu, og fer tala hvers félags á sambandsfundi eftir fjölda í félagi. Kaupfélögin eru síðan deildaskipt. Deildirnar kjósa síðan fulltrúa til aðalfunda. Aðalfundur kaupfélag- anna kýs síðan fulltrúa á aðalfund SIS, þar sem stjórn sambandsins er kjörin. HES sagðist sannfærður, um, að flutningsmenn gerðu sér ekki grein fyrir því, hvern veg samvinnu- hreyfingin væri upp byggð. HES hélt því fram, að þær kröfur, sem nú væru settar fram á hendur samvinnuhreyfingunni, myndu síðar gerðar á hendur verkalýðshreyfing- unni, að ráða innri málum hennar, starfsformi, með setningu laga. HES sagði Tímann því aðeins Hvar eru málin stödd í dómskerfinu? STEINGRÍMUR Hermannsson dómsmálaráðherra svaraði á þriðjudaginn íyrirspurn Vilmundar Gylfasonar alþm. um stöðu 11 mála, sem teljast til svokallaðra efnahagslegra af- brota. ÖIl þessi mál hafa verið mikið til umræðu í fjölmiðlum og fer hér á eftir umsögn ráðherra um stöðu fyrrnefndra mála: Háttvirtur þingmaður spyrst fyrir um 11 mál sem verið hafa til meðferðar hjá rannsóknarlög- reglu, rikissaksóknara og dóm- stólum landsins. ________1. Pundsmál__________ Fyrst er spurzt fyrir um mál sem kennt hefur verið við Spari- sjóðinnPundið. Gangur þess máls hjá rannsóknarlögreglu hefur verið þessi: Þann 24. nóvember 1975 kærði maður nokkur þáverandi sparisjóðsstjóra Spari- sjóðsins Pundsins og annan mann sem óháður var sparisjóðnum fyrir meinta okurlánastarfsemi í sambandi við lánafyrirgreiðslu úr sparisjóðnum. Sá sem kærði hafði þá notið þessarar lánafyrir- greiðslu í þrjú ár og hafði hann þurft að greiða aukagreiðslu um- fram vexti og kostnað til að fá fyrirgreiðslu út á sparisjóðsbækur sem bundnar voru í sjóðnum. Rannsókn máls þessa var þegar hafin og voru bæði sparisjóðs- stjórinn og hinn maðurinn sem kærður hafði verið úrskurðaðir til að sæta gæzluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar. Vegna sjúkleika beggja mannanna varð gæzluvarð- haldsvist þeirra stutt og var annar þeirra fluttur á sjúkrahús beint úr varðhaldinu. Hefur hann reyndar verið heilsuveill æ síðan. I þágu rannsóknar málsins var gerð hús- leit í húsakynnum sparisjóðsins og öll gögn hans athuguð. Sú rann- sókn var afar tímafrek, t.d. reynd- ist nauðsynlegt að yfirfara alla innleggs- og úttektarmiða hlutað- eigandi sparisjóðsbóka og kanna áritun þeirra. Þá var þörf á umfangsmikilli samanburðar- vinnu sem fram fór jafnt innan sparisjóðsins sem utan. Allmargar sparisjóðsbækur voru nafnlausar og reyndist það tafsamt verk að afla upplýsinga um eigendur þeirra. Margir eigendur þeirra bóka sem athugun sættu voru orðnir aldurhnignir og heilsuveilir og tóku yfirheyrslur því langan tíma. Rannsókn málsins hófst hjá rannsóknarlögreglunni í Reykja- vík sem þá var undir stjórn yfir- sakadómarans í Reykjavík. Annaðist rannsóknarlögreglan í Reykjavík rannsókn málsins allt fram til 1. júlí 1977, þegar rann- sóknarlögregla ríkisins tók til starfa. Var málið þá framsent hinni nýju rannsóknarlögreglu til merðferðar. Jafnskjótt og rannsóknarlög- regla ríkisins hafði fengið málið til meðferðar var ákveðið að hefja á ný rannsókn þess. Var sú ákvörðun tekin með hliðsjón af því að kannað yrði hvort um brot á XXVI. kafla almennra hegningar- laga nr. 19/1940 væri að ræða auk okurbrota. Fyrst og fremst beind- ist rannsókn að því hvort brotið hefði verið gegn 253. gr. hegningarlaga. Er í því sambandi rétt að fram komi að í forsendum gæzluvarðhaldsúrskurða þeirra er kveðnir voru upp 25. nóvember 1975 segir að kærðu séu grunaðir um brot gegn XXVI. kafla al- mennra hegningarlaga og þá einkum gegn 253. gr. þeirra. Brot skv. 253. gr. hegningarlaga varða varðhaldi allt að 2 árum. Skv. 81. gr. 2. tl. sömu laga fyrnist sök á 5 árum þegar refsing hefði orðið varðhald um lengri tíma en eitt ár. Unnið var kappsamlega að rann- sókn málsins eftir að það barst rannsóknarlögreglu ríkisins. Fjöldi manns var yfirheyrður og gagna aflað. Um síðustu áramót var málið á lokaspretti, aðeins eftir að yfirheyra annan kærða um það sem fram hafði komið við framhaldsrannsókn. Veiktist hann þá skyndilega og lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi um lengri tíma. Vegna þessara veikinda var ekki unnt að yfirheyra hann fyrr en í október sl., en stöðugt var fylgzt með heilsufari hans með tilliti til þess hvort hægt væri að yfirheyra hann. Þann 13. nóvember sl. barst svo rann- sóknarlögreglunni læknisvottorð þess efnis að frekari yfirheyrslur yrðu heilsu hans hættulegar. Þá var ákveðið að málið skyldi sent ríkissaksóknara til umfjöllunar. Rannsókn máls þessa hjá rann- sóknarlögreglu ríkisins dróst ein- vörðungu vegna veikinda kærða svo sem að framan er lýst. Rétt er einnig að taka fram að kæranda máls þessa var bent á að skila sundurliðaðri og rökstuddri skaða- bótakröfu sem unnt væri að birta kæru, en slík krafa barst ekki þrátt fyrir ítrekaða ósk þess efnis. Það er svo öllum fullkunnugt um hver urðu endalok þessa máls. Ríkissaksóknari taldi ekki, að ástæða væri til frekari aðgerða í máli þessu af hálfu ákæruvaldsins. Ástæðan væri sú að sök kærðu væri fyrnd þar sem um væri að ræða meint okurbrot, en ekki brot gegn almennum hegningarlögum. (Ég held ég rjúfi engan trúnað þótt ég lýsi því yfir hér að þessi niðurstaða er umdeild meðal þeirra lögfræðinga sem gerzt þekkja til máls þessa.) í framhaldi af þessu er rétt að það komi fram hér og nú að innan skamms verður lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum þar sem m.a. verður gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á fyrningarreglum laganna. Hegningarlaganefnd er nú að leggja síðustu hönd á tillögur þessa efnis, en sú vinna hefur staðið alllengi enda um vandasamt verk að ræða. 2. Grjótjötunsmál Mál þetta er til meðferðar í sakadómi Reykjavíkur. Að því er mér var tjáð í gær verður það væntanlega tekið til dóms í dag, 6. febrúar, og er þess að vænta að dómur liggi fyrir innan mánaðar. 3. Mál sem kennd hafa verið við Guðbjart Pálsson Með bréfi, dags 24. marz 1977, sendi sakadómur Reykjavíkur ríkissaksóknara endurrit af dóms- rannsókn sem þá hafði farið fram vegna meintra tolllaga — og hegningarlagabrota - Guðbjarts Þórðar Pálssonar. Vegna andláts Guðbjarts skömmu áður tók rann- sóknardómarinn þá ákvörðun að senda ríkissaksóknara rannsókn- ina eins og hún stóð þá til at- hugunar og umsagnar um það hvort ástæða væri til að halda áfram vissum þáttum rannsóknar- innar. Þann 24. júlí 1978 sendi ríkis- saksóknari sakadómi Reykjavíkur rannsóknargögn á ný og mælti fyrir um áframhaldandi rannsókn á nokkrum þáttum málsins. Yfir- sakadómarinn í Reykjavík synjaði kröfu ríkissaksóknara um dóms- rannsókn með úrskurði sem ríkis- saksóknari kærði aftur til Hæsta- réttar. Hæstiréttur staðfesti úr- skurð sakadóms og sendi ríkissak- sóknari þá málið til rannsóknar- lögreglu ríkisins með bréfi, dags. 3. nóvember 1978. Rannsókn máls þessa hjá rann- sóknarlögreglu er á byrjunarstigi, en kappkostað mun að ljúka henni sem allra fyrst. 4. Landsbankamál Hér er um að ræða rannsókn vegna misferlis fyrrum deildar- stjóra í ábyrgðardeild Landsbank- ans. Mál þetta var sent ríkissak- sóknara til ákvörðunar 9. f.m. og hefur þegar verið lögð talsverð vinna við skoðun málsins hjá saksóknara. Rétt erað benda á við þetta tækifæri hve rannsókn þessa umfangsmikla máls hefur gengið hratt og örugglega. Hér er um að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar er komið hefur upp hér á landi. Þær endurbætur sem gerðar hafa verið á réttarkerfinu hin síðari ár hafa sannað ágæti sitt við rannsókn þessa máls, a.m.k. erum við sýnilega á réttri leið. 5. Mál sem kennd hafa verið við Friðrik Jörgensen Hér er um að ræða ákæru um fjármunabrot sem segja má að hafi verið ein sorgarsaga frá upphafi. Gangur þessa einstæða máls hefur áður verið rakin hér á háttvirtu Alþingi svo að ég sé ekki ástæðu til þess að endurtaka það hér og nú. Refsimál það sem höfðað hefur verið á hendur Friðrik Jörgensen er til meðferðar hjá sakadómi Reykjavíkur. Að því er mér var tjáð í gær hefur málflutningur ekki enn verið endanlega ákveðinn, en verður þó sennilega í apríl- mánuði n.k. Hillir því loks undir að þessu máli ljúki fyrir sakadói. Gjaldþrotaskiptum á búi Friðriks Jörgensen sjálfs og Friðriks Jörgensen hf. ætti að ljúka á tiltölulega skömmum tíma eftir að endanlegur dómur hefur fallið í refsimálinu. 6. Ávfsanakeðjumál Mál þetta barst ríkissaksóknara í maí mánuði sl. Síðan hefur verið unnið sleitulaust að könnun máls- ins hjá saksóknara. Skjöl í máli þessu er mjög umfangsmikil, t.d. eru þau geymd í 28 allstórum skjalakössum. Ekki er hægt að segja fyrir á þessu stigi málsins hvenær ríkissaksóknari lýkur könnun sinni á því. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að rannsókn þessa máls hefur m.a. orðið til þess að viðskiptabankarnir hafa tekið upp ný vinnubrögð við eftirlit með útgáfu ávísana. Það veldur því að mál sem þetta á ekki að geta komið upp að nýju. Það gerir málið flókið, lagalega séð, að erfitt er að greina á milli, annarsvegar ófullkominna vinnubragða bank- anna og hinsvegar misnotkunar hinna kærðu. 7. Mál læknis sem kærður var fyrir að hafa fengið greiðslur fyrir þjónustu er ekki var innt af hendi Þann 6. amí 1977 barst saka- dómi Reykjavíkur bréf tryggingar- ráðs þar sem óskað var opinberrar rannsóknar á meintu misferli læknis nokkurs við gerð reikninga til sjúkrasamlaga. Sakadómur framsendi málið sýslumanni Kjósarsýslu þar sem læknirinn átti lögheimili á Seltjarnarnesi. Hófst hjá því embætti rannsókn á nokkrum tilfellum þar sem Ráðherra svarar fyrir- spurn um 11 mál, sem teljast til „efnahags- legra afbrota”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.