Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.03.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. MARZ 1979 31 greiddan af kaupfélögum, í nafni baenda, að þeir hefðu sjálfir óskað eftir því. Félagsfrelsi og rekstrarform Finnur Torfi Stefánsson (A), sagði að þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um félagafrelsi væri í íslenzkri löggjöf heilir lagabálkar og fjölmörg ákvæði um félög og félagastarfsemi. Löggjöf sem slík brýtur ekki á móti félagafrelsi. Það er iðulega svo, að það er þörf þess, vegna hagsmuna félagsmanna sjálfra, að setja lög um félagið. Þannig sé það t.d. með hlutafélög. Hlutafélagalöggjöfin er auðvitað ekki skerðing á félagafrelsi. Nákvæmlega eins er þetta með samvinnufélögin. Þar er verið að skapa samvinnufélögum tiltekin réttindi. Það eru í gildi í dag lög um samvinnufélög, sem kveða m.a. á um, hvernig á að skipa og kjósa í stjórn KÍS. Þessum lagaákvæðum verður ekki breytt nema með lagafrumvarpi hér á Alþingi. Þetta veit og skilur hver heilvita maður, hvern veg sem hann rangtúlkar tilgang frumvarps míns, sem er sá einn að auka lýðræði, áhrif hins almenna félags- manns, í samvinnuhreifingunni, en ekki að setja henni sem slíkri neinar skorður. Gera verður og skýran mun á rekstrarformi (samvinnrekstri) annarsvegar og stéttarfélagi hins vegar í þessu sambandi. Misnotkun á kaupfélögum_______________ Jónas Árnason (Abl) spurði, hvern veg mönnun gæti dottið í hug að fara með hálfkveðna vísu um „tengsl samvinnuhreifingar og sjúklingar úr Hafnarfirði áttu hlut að máli. Stuttu eftir að rannsóknarlög- regla ríkisins tók til starfa var málið framsent henni til meðferðar. Vegna veikinda þess rannsóknarlögreglumanns sem falin var rannsókn málsins dróst það nokkuð að rannsókn hæfist af fullum krafti. Það gerðist hins vegar um áramót 1977/‘78 og hafa 2 rannsóknarlögreglumenn unnið við hana að staðaldri m.a.s. unnu 4 menn að henni á tímabili. Gögn hafa þegar borizt frá öllum sjúkrasamlögum á landinu og hafa þegar verið yfirheyrðir 265 sjúklingar af þeim tæplega 1200 sem við sögu koma. Máli þessu fylgir að auki gífurlegur skjala- fjöldi og mikil vinna hefur farið í það að bera saman reikninga við aðgerðarbækur og dagbækur læknisins. Á þessu stigi málsins er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvenær rannsókn þess lýkur. Til samanburðar er rétt að greina frá því hér að nú mun nýlokið í Danmörku rannsókn á hliðstæðu máli þar sem sér- fræðingur var staðinn að því að senda ranga reikninga til sjúkra- samlags. Mun sú rannsókn hafa tekið 2 ár og við hana unnu að staðaldri 5 rannsóknarlögreglu- menn. 8. Alþýðubankamál Mál þetta er til meðferðar hjá sakadómi Reykjavíkur. Það var dómtekið 26. f.m. og er dóms að vænta innan skamms. 9. Finansbankamál Ekki er með fullu ljóst við hvaða mál fyrirspyrjandi á þegar hann spyr um „Finansbankamálið". Eigi hann við rannsókn á meintu gjaldeyris- og skattsvikum þeirra sem innistæður áttu í Finansbank- en í Danmörku þá er því til að svara að hér er að sjálfsögðu um fleiri en eitt mál að ræða. Mál þessi bárust rannsóknar- deild ríkisskattstjóra í desember 1977. Með bréfi, dags. 19. janúar 1978, skýrði gjaldeyrisdeild Seðla- banka íslands ríkissaksóknara frá því að þessi mál væru til rann- sóknar hjá rannsóknardeild ríkis- skattstjóra. Síðan hefur sak- sóknari fylgst með gangi rann- sóknarinnar hjá skattrannsóknar- stjóra, en hefur talið rétt að bíða þess að öll málin væru afgreidd frá Framsóknarflokks". Eða dottið í hug, algerlega tilhæfulaust, að um misnotkun á kaupfélögum sé að ræða. Enda þótt ýmsar tilviljanir berji að dyrum, eins og t.d. að bann var sett við sölu Þjóðviljans í til- teknum kaupfélögum, eða að Tíman- um var dreift eins og nauðsynjavöru og innheimt fyrir hann eins og nauðsynjavöru. Já þetta er að sjálf- sögðu tilviljun, að það skyldi ekki vera Tíminn sem var bannaður í þessum kaupfélögum. Enn ein tilviljun. Ung efnileg stúlka skipaði 3. sætið á lista Fram- sóknarfl. í vor. Einum, eða tveimur mánuðum fyrir kosningar kemur heilsíðuauglýsing í málgagni Fram- sóknarfl. í kjördæminu (Vestur- landskjördæmi) þess efnis, að þessi unga stúlka sé tekin við Samvinnu- tryggingum fyrir Snæfellsnes, og ekki aðeins Samvinnutryggingum heldur líka Samvinnuferðum, og allir þeir, sem þurfi að athuga eitthvað varðandi tryggingar og ferðir, geri svo vel að snúa sér til hennar. Já, heilsíðuauglýsing, rétt fyrir kosningar, og ekki í neinu öðru blaði en flokksblaði Framsóknar í kjördæminu. Skrítin tilviljun þetta. Ljúfustu menn stjórnar í Kaup- félagi Borgfirðinga, sagði Jónas. En sums staðar gengur þetta kaup- félagavald svo fram af mönnum, að þeir fyllast uppreisnarhneigð. Eg veit t.d. um eitt kaupfélag fyrir norðan, þar „seni menn gerðust íhaldsmenn vegna ofríkis kaup- félagsins"! „Það væri hræsni að halda öðru fram en því, að Sam- vinnuhreyfingin er komin óralangt frá eðli sínu, fyrst og fremst siðferði- lega séð, frá þeim hugmyndum, sem upphafsmenn hennar hér á landi grundvölluðu starf hennar á. skattyfirvöldum áður en tekin væri ákvörðun um það hvort mál yrði höfðað á hendur reiknings- eigendunum. Nú mun rannsókn 22ja mála vera lokið hjá skatt- rannsóknarstjóra, en u.þ.b. 30 mál eru þar enn til meðferðar. Með bréfi, dags. 6. marz 1978, fór Seðlabanki Islands þess á leit við rannsóknarlögreglu ríkisins að rannsókn færi fram á því með hvaða hætti upplýsingar úr póst- og ábyrgðarbréfabók bankans hefðu komizt í hendur óviðkom- andi, óþekkts aðila. Sú rannsókn stendur enn, (en líklega er fyrir- spyrjanda fullkunnugt um stöðu þeirrar rannsóknar enda tel ég hæpið að hann hafi átt við þetta mál þegar hann spurði um „Finansbankamálið"). _______10. Antikmál________ Mál þetta er til meðferðar hjá sakadómi Reykjavíkur. Enn er óákveðið hvenær mál þetta verður flutt, en væntanlega verður þess ekki langt að bíða. 11. Mál bílasala sem kærður voru á fyrra ári Þann 14. september sl. barst rannsóknarlögreglu ríkisins kæra frá lögmanni í Reykjavík vegna meintra fjársvika í sambandi við bílaviðskipti. í kjölfar þessarar kæru fylgdu fjölmargar aðrar kærur, sama eðlis, auk þess sem rannsóknarlögregla ríkisins hefur haft frumkvæði að rannsókn fjölda slíkra afbrota. Mál þessi varða meint fjársvik, skjalafals, ranga skýrslugjöf til stjórnvalda o.fl. Að meginstefnu til tengjast kærur þessar starf- semi 3ja starfandi bílasala í Reykjavík og hefur alls 21 aðili verið kærður, ýmist fyrir beina aðild eða hlutdeild. Rannsókn flestra þessara mála er nú lokið, en önnur ehi á loka- stigi. Stefnt er að því að ljúka rannsókn allra þessara mála í þessum mánuði og verða þau þá send ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Hér að framan hefur verið greint frá stöðu þeirra mála sem fyrirspyrjandi hefur spurzt fyrir um. Nú hefur verið útbýtt hér á Alþingi skýrslu minni um gang dómsmála og mun ég gera nánari grein fyrir stöðu þeirra mála þegar skýrslan verður tekin til umræðu hér í þinginu. Kaupmenn vilja aðild að verðlagsnefnd KAUPMENN hafa krafist þess að samtök þeirra fái aðild að verð- lagsnefnd með fullum réttindum. í ályktun aðalfundar Félags mat- vörukaupmanna segir svo: „Aðalfundur Félags matvöru- kaupmanna, haldinn að Marargötu 2, 21. febrúar 1979, samþykkir að beina því til viðskiptaráðherra að Kaupmannasamtök íslands fái að- ild að verðlagsnefnd með fullum réttindum." Hálir vegir hœtta áferð Fótlaga skór Gott skinn. bólstraðir kantar. Skinnfóöraðir. Sterkir, rifflaöir botnar. Teg. 3563. Litir: gult og brúnt (með hrágrúmmísólum). Stærðir 28—46. Verð frá kr. 9.195,- Póstsendum samdægurs. Verndið fæturna. andið skóvalið. Styrkið og fegríó líkamann Ný 4ra vikna námsskeid hefjast 5. mars. Dömur nýjung — Herrar Höfum opnað nýjan tíma, sem er sérstaklega ætlaöur eldri dömum, og þeim sem eru slæmar í baki eöa þjáöar af vöðvabólgum. Þá viljum við minna á hinn vinsæla herratíma í hádeginu. Mætið sumri hress á sál og líkama. údódeild Armanns Ármúla 32. Búlgórsk víka i———i á Loftleiðum Efnt verður til búlgarskra skemmtikvölda í Víkinga- salnum að Hótel Loftleiðum dagana 22. febrúar til 4. mars n. k. Vandað verður til skemmtiskrár. Á borðum verða búlgarskir veisluréttir framreiddir afHr. Mitev yfirmatreiðslumeistara frá Grand Hotel Vama, Drusba og búlgörsku aðstoðarfólki hans. Matar verð er kr. 4.480,- Þá munu búlgarskir dansarar sýna þjóðdansa á hverju kvöldi. Á eftir skemmtiatriðum leikur Trio Grand Hotel Vama fyrir dansi. Efnt verður til gestahappdrættis hvert kvöld og að lokum dregið um þriggja vikna Búlgaríuferð fyrir tvo. Húsið opnar klukkan 19 öll kvöld. Borðpantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin * HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.